Morgunblaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Vorvaran komin • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Bæjarlind 6 sími 554 7030 Opið í dag kl. 10-16 Nýjar vörur Jakki/peysa Verð 6.900 str. 36-56 Kynningarfundur á ferðum sumarsins verður haldinn í Víkingasal Hótels Loftleiða þriðjudaginn 3. mars nk. kl. 20:00 Orlofsferðir sumarið 2009: Austurland og Vestfirðir 19. - 22. júní Snæfellsnes 17. - 18. júlí Suðurland 4. - 7. sept. Prag-Dresden-Berlín 14. - 21. maí Toskana-Flórens-Elba 30. maí - 6. júní Alparnir 23. - 30. júní Í lögum um orlof húsmæðra segir svo: „Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof.“ Stjórnin Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Rauðagerði 26, sími 588 1259 Nýtt - nýtt Vor - Sumar 2009 Opið í Rauðagerði 26 frá kl. 10-17 í dag laugardag Glæsilegur dömufatnaður í stærðum 36-48 Eldri vörur seldar með miklum afslætti Verið velkomin og fáið frían bækling 20% auka afsláttur Str. 38-54 af útsölu í dag, reiknast við kassa. www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is 50% afsláttur af úlpum snjógöllum snjóbuxum og fleiri vetrarvörum LÚÐVÍK Geirs- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, hef- ur gefið kost á sér til að leiða fram- boðslista Sam- fylkingarinnar í Suðvesturkjör- dæmi. „Ég fékk mikla hvatningu og ákvað að lok- um, eftir nokkra umhugsun, að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar og sækjast eftir 1. sæti,“ segir Lúð- vík. Hann hyggst ekki hætta störfum sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. „Það verða engar ákvarðanir teknar um æðstu stjórn í Hafnarfirði fyrr en að loknu prófkjöri og kosningum.“ Í tilkynningu um framboð sitt seg- ir Lúðvík erfið uppbyggingarverk- efni bíða. „Við þær aðstæður sem nú eru ríkjandi í samfélaginu er brýnt að sameina krafta þjóðarinnar til endurreisnar í anda jafnaðar- og fé- lagshyggju. Verkefnin sem blasa við verða bæði erfið og krefjandi og því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að það skapist fullt traust á milli þjóðar og þings. Samfylkingin mun verða leiðandi afl í þeirri vinnu sem fram- undan er við að byggja upp og treysta að nýju undirstöður atvinnu- lífs, efnhagsmála og heimilanna í landinu og endurheimta orðspor landsins í samfélagi þjóðanna. Fjöl- breytt störf og forysta á sviði sveit- arstjórnarmála í áratugi er bæði mikilvæg og dýrmæt reynsla sem ég tel að muni nýtast vel við þau störf sem nýtt Alþingi þarf að takast á við. Ég er reiðbúinn að leggja mitt af mörkum í þeim efnum og hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leiða framboðslista Samfylkingarinnar.“ Vill 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi Lúðvík Geirsson KRISTINN H. Gunnarsson þing- maður hefur ákveðið að ganga til liðs við Fram- sóknarflokkinn á nýjan leik og býð- ur sig fram í 1.-2. sæti í Norðvestur- kjördæmi. „Ræt- urnar liggja þarna og ég tel, í ljósi þeirrar endurnýjunar sem er að verða í flokknum, að Framsóknarflokkur- inn sé flokkurinn fyrir mig.“ Kristinn hefur gegnt þingmennsku fyrir þrjá flokka frá því hann varð þingmaður 1991. Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkinn og Frjálslynda flokkinn. Þá hefur hann einnig verið utanflokka. Kristinn segir Framsóknarflokk- inn hafa farið mjög illa út úr kjörtíma- bilinu frá 2003 til 2007 og hafa í raun misst allt traust hjá kjósendum, og ekki síður almennum flokksmönnum. „Það er alveg ljóst í mínum huga að traust flokksins minnkaði gríðarlega mikið á árunum 2003 til 2007. Þetta tímabil var jafnframt mjög afdrifaríkt í íslenskri stjórnmálasögu. Það bíður nýrrar forystu ærið verkefni við að fá kjósendur til að treysta flokknum fyr- ir ábyrgðarstörfum að nýju. Ég tel að það sé að verða þörf endurnýjun, bæði hvað varðar nýja flokksmenn en ekki síður hvað varðar að hverfa aftur til þeirra gilda sem framsóknarmenn vilja hafa í hávegum,“ sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. magnush@mbl.is Kristinn H. aftur til liðs við Framsóknarflokkinn Kristinn H. Gunnarsson VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ ætlar að koma umkvörtunum Réttlætis – hópsins sem tapaði á peningamark- aðsbréfum Landsbankans, til sér- staks saksóknara vegna banka- hrunsins, Ólafs Þórs Haukssonar. Þetta segir Ómar Sigurðsson fulltrúi hópsins. Hann sat ásamt þremur öðrum fulltrúum fund með aðstoðarmanni viðskiptaráðherra, Helgu Valfells, í ráðuneytinu í gær. Ómar segir að Helga hafi tekið þeim vel. „Ráðuneytið er sammála okkur í því að öll markaðssetning á sjóðunum var óeðlileg og telur að víða sé pottur brotinn.“ Hópurinn fór með sömu gögn og hann tók með sér á fund fyrrum viðskiptaráðherra, þó með viðbót- arupplýsingum. Með í farteskinu var meðal annars frumvarp sjálf- stæðismanna um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um verðbréfasjóði og fjárfesting- arsjóði, en þau taka á þagnarskyldu og upplýsingagjöf bankanna. Hóp- urinn hefur barist fyrir upplýs- ingum sem eru honum nauðsyn- legar við mat á því, hvort hann á bótakröfu á fjármálastofnanir eða aðra, vegna þess tjóns sem hann varð fyrir og stefnir í málaferli. Vísar kvörtun Réttlætis til sér- staks saksóknara Morgunblaðið/Kristinn VESTUR-íslenski rithöfundurinn, ritgerðasmiðurinn, ljóðskáldið og tónlistarmaðurinn Bill Holm lést á sjúkrahúsi í Sioux Falls í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum 25. febrúar sl., 65 ára að aldri. Hann var fædd- ur árið 1943. Bill Holm var að þremur fjórðu ættaður úr Múlasýslu og einum fjórða úr Þingeyjarsýslu. Hann var frá ís- lensku byggðinni í Minnesota, en kenndi bókmenntir og ritlist við Southwest Minnesota State- háskólann undanfarin 27 ár. Hann kom fyrst til Íslands 1970, kenndi bandarískar bókmenntir við enskudeild Háskóla Íslands 1978 til 1979 og keypti húsið Brimnes á Hofsósi um aldamótin, þar sem hann dvaldi við skriftir á sumrin. Nýjasta bók Bill Holms var The Windows of Brimnes: An Americ- an in Iceland, sem kom út árið 2007 en samtals hafa komið út 10 bækur eftir hann. Bill Holm Andlát Magnús Orri í 3.-4. sæti Magnús Orri Schram, sölu- og markaðsstjóri útflutnings hjá Bláa lóninu, býður sig fram í 3. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi í komandi alþing- iskosningum en ekki 4.-5. sæti líkt og sagði í frétt blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Úr Reykjanesbæ Árni Árnason blaðamaður úr Reykjanesbæ, gefur kost á sér í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurkjördæmi, sem fram fer 14. mars nk. Rangt var farið með heimabæ Árna í frétt í blaðinu ný- verið. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.