Morgunblaðið - 28.02.2009, Side 14

Morgunblaðið - 28.02.2009, Side 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is SKIPULEGRI vændisstarfsemi er haldið uppi hér á landi og hætta er á að starfsemin eflist á næstu miss- erum, s.s. vegna ástandsins í efna- hagslífi þjóðarinnar. Fylgifiskur vændis er mansal og hefur lögregla rökstuddan grun um að hingað til lands komi vændiskonur erlendis frá sem gerðar eru út. Gæsluvarðhald yfir þrítugri konu, sem grunuð er um mansal og milligöngu vændis, rann út í gær. Í greinargerð lögreglustjóra vegna máls konunnar kemur fram að rökstuddur grunur sé um að hún hafi haft lífsviðurværi sitt af vændi ungra kvenna „sem hún flytji sér- staklega hingað til lands gagngert til slíks athæfis og hún notfæri sér þær því kynferðislega til nauðung- arvinnu“. Verði hún sakfelld verður það í fyrsta skipti sem dæmt er sam- kvæmt 227 gr. almennra hegning- arlaga. Fimm ár eru síðan ákvæði var sett inn í lögin. Í mati ríkislögreglustjóra á skipu- lagðri glæpastarfsemi fyrir árið 2009 kemur fram að mansal sé talið sú glæpastarfsemi sem er í hvað ör- ustum vexti um þessar mundir. Ís- land virðist þó einkum vera gegn- umstreymisland hvað varðar smygl á fólki. Löng leið aðgerðaáætlunar Jóhanna Sigurðardóttir ræddi um mansal og vændi á Alþingi í nóv- ember sl. en þá sinnti hún embætti félagsmálaráðherra. Minntist hún á að Bretar, Norðmenn og Svíar hefðu gert kaup á vændi refsiverð og að hún óttaðist að þegar nágrannaþjóð- irnar banni vændiskaup geti það leitt til þess að vændi á Íslandi auk- ist og jafnvel að kaupendur leiti hingað. „Við vitum að miklar efna- hagslegar þrengingar og bág staða fjölskyldna getur leitt til þess að bæði vændi og mansal aukist,“ sagði Jóhanna en þá svaraði hún fyr- irspurn um aðgerðaáætlun gegn mansali. Í svari sínu sagði Jóhanna starfs- hóp, sem skipaður var í janúar á síð- asta ári, vera að ljúka verkinu og að metnaðarfull og efnismikil tillaga að aðgerðaáætlun yrði lögð fyrir þing- heim. Að sögn Ástu R. Jóhannesdóttur, félagamálaráðherra, er vinnan á síð- ustu metrunum. Hún á von á að starfshópurinn skili jafnvel af sér í næstu viku. „Það eru mikil verk sem bíða þingsins fram að kosningum en ég legg áherslu á að geta komið henni fyrir þingið.“ Vændiskaup gerð refsiverð Í aðgerðaáætluninni er gert ráð fyrir að komið verði upp teymi sem hafi yfirumsjón með mansalsmálum á Íslandi. Það á að greina möguleg fórnarlömb, skrá mál og skipuleggja fræðslu. Einnig er gert ráð fyrir að lögreglan verði styrkt til að auka lík- ur á að lögum verði komið yfir ger- endur. Liður í því er að eftirlit og rannsóknir á vændi verði stórefldar. Þá verður fórnarlömbum tryggð að- stoð, öruggt skjól og endurhæfing. Of snemmt er að segja til um kostnað við aðgerðaáætlunina en ætla má að hann verði nokkur. Ásta Ragnheiður vildi sem minnst tjá sig um áætlunina fyrr en hún fær hana í hendur. Fyrir þinginu er einnig frumvarp Atla Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna, um vændi. Með því er lagt til að lögfest verði ákvæði um refsi- næmi þess að kaupa vændi. Sá sem greiðir fyrir vændi sætir því sektum eða fangelsi allt að einu ári, en tveimur árum ef fórnarlambið er yngra en átján ára. Stutt í aðgerðaáætlun Morgunblaðið/Árni Torfason Vændi Verði frumvarp Atla Gíslasonar samþykkt verða vændiskaup gerð refsiverð á Íslandi. Kaupendur geta verið dæmdir í fangelsi í allt að eitt ár.  Lögregla rannsakar mál þrítugrar konu sem grunuð er um vændi og mansal  Starfshópur sem skipaður var til að gera aðgerðaáætlun um mansal að ljúka vinnu STJÓRN Ís- landshreyfing- arinnar hefur samþykkt að hreyfingin óski eftir því að ger- ast aðili að Sam- fylkingunni sem eitt af aðild- arfélögum henn- ar. Í yfirlýsingu í gær segir að hún heiti Samfylkingunni fullum stuðningi í komandi kosningum. „Ég hef ekki hug á framboði,“ svarar Ómar Ragnarsson, formað- ur Íslandshreyfingarinnar, spurð- ur um framboð. „Ég mun standa að þessu heilshugar, hef verið í forsvari fyrir hreyfinguna og stend við þessa yfirlýsingu eins og aðrir stjórnarmenn. Hins vegar er ég í þeirri stöðu að ég verð að líta til þess hvar ég geri mest gagn fyrir mínar hugsjónir. Að und- anförnu hefur kvikmyndagerð mín liðið fyrir stjórnmálastarfið. Ég er með sex kvikmyndir um umhverf- ismál sem eru allar mjög mik- ilvægar og ég verð að sinna þeim. Ég mun núna leggja höfuðáherslu á þann þátt baráttunnar,“ segir hann. Vænlegast til ávinnings Ómar segir það á valdi hvers fé- laga í Íslandshreyfingunni, hvort hann gerist félagi í Samfylking- unni og tekur frekari þátt í starfi hennar, s.s. í prófkjörum. Í yfirlýsingu stjórnarinnar er skorað á fylgismenn Íslandshreyf- ingarinnar að ljá þessu máli stuðn- ing sinn og verður málið lagt fyrir aðalfund hreyfingarinnar sem allra fyrst. „Íslandshreyfingin – lifandi land álítur það vænlegast til ávinnings fyrir stefnumál hreyfingarinnar að efla þingstyrk Samfylkingarinnar. Þetta er niðurstaðan eftir athug- anir á ýmsum kostum. Ljóst er að krafta félagsmanna Íslandshreyf- ingarinnar er þörf til baráttu fyrir hugsjónum hennar, hvar sem því verður við komið.“ Vilja aðild að Samfylk- ingunni Ómar segist ekki hafa hug á framboði í vor Ómar Ragnarsson Hvað er mansal? Mansal er glæpastarfsemi sem felst í verslun með menn. Í 227. gr. almennra hegningarlaga segir að hverjum þeim sem gerist sekur um að útvega, flytja, hýsa eða taka við einhverjum sem beittur er eða hefur verið beittur ólögmætri nauðung, frelsissviptingu eða hótun í þeim til- gangi að notfæra sér manneskju kynferðislega eða til nauðungarvinnu skuli refsa fyrir mansal með allt að átta ára fangelsi. Er vændi löglegt? Vændi er refsilaust en milliganga um vændi er ólögleg. Í 206. grein al- mennra hegningarlaga segir að hver sá sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af vændi annarra skuli sæta fangelsi allt að fjórum árum. S&S UNNUR Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, segir það vera áfall fyrir íbúa á svæðinu að heilbrigðisþjón- usta verði skert vegna sparnaðar. „Ég efast um að það sé raunveru- legt hagræði að þessari breytingu,“ segir Unnur Brá en sjúkraflutn- ingaþjónusta hefur verið skert á svæðinu. Eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag hefur Heil- brigðisstofnun Suðurlands (HSu) sagt upp sjúkraflutningamönnum í hlutastarfi. Allir þeir sem hafa sjúkraflutninga að aðalstarfi halda hins vegar vinnu. Sjúkraflutningar í Árnes- og Rangárvallasýslu hafa verið sameinaðir og verða hér eftir tveir bílar til taks á Selfossi, en áður var þriðji bíllinn alltaf til taks á Hvolsvelli. Unnur Brá segir lítinn pening sparast við þessar breytingar, meðal annars þar sem sjúkrabifreiðar á Hvolsvelli séu lagðar til af Rauða krossinum. „Þjónusta við íbúa mun skerðast mikið en lítill peningur sparast. Þetta þarf að skoða betur.“ magnush@mbl.is Efast um hagræðið Unnur Brá Kon- ráðsdóttir Polarolje Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Polarolíunni, en þinn ? Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarma starfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðakaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð Vesturröst | Laugaveg 178 S: 551 6770 | www.vesturrost.is kr. 17.900,- Harris tvífætur BÍLAUMBOÐIN taka flest hver ekki jafnauðveldlega og áður notaða bíla upp í nýja, ekki síst þá sem eru með meiri lán áhvílandi en verðmæti bílsins segir til um. Þeir sölustjórar, sem rætt var við, segja að hvert tilfelli sé skoðað fyrir sig og engar nýjar vinnureglur hafi verið settar um að taka ekki notaða bíla upp í nýja. Rúnar H. Bridde, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni, segir þetta fara eftir því um hvaða bíl er að ræða. Sé svo mikið áhvílandi að lánið sé vel yfir markaðsvirði borgi sig ekki að taka það lán yfir. „Þetta fer eftir verðgildi bílsins og ástandi. Eins og allir vita hefur hægt á sölu bíla og því er ekkert óeðlilegt við að menn vandi betur valið varð- andi uppítökur. Við skoðum hvert til- felli fyrir sig. Í ljósi ástandsins hefði það verið ábyrgðarhluti að endur- meta ekki okkar vinnubrögð. Við tök- um eftir sem áður öllum bíleigendum fagnandi sem eru að spá í viðskipti,“ segir Rúnar. Hann segist finna fyrir auknum áhuga fólks á bílaviðskiptum. Þótt sölutölur hafi ekki hækkað verulega sé meira um fyrirspurnir en áður. Fólk sé orðið bjartsýnna og ágæt sala hafi verið í notuðum bílum. Undir þetta tekur Kristinn G. Bjarnason hjá Toyota. Salan hafi glæðst. Um uppítökur segir Kristinn að Toyota-bílar komi alltaf til greina en aðrar tegundir séu skoðaðar í hverju tilviki fyrir sig. Sé lánið hærra en verð bílsins þurfi viðkomandi að greiða þann mismun. bjb@mbl.is Vanda betur valið á uppítöku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.