Morgunblaðið - 28.02.2009, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.02.2009, Qupperneq 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 OPNAÐ verður fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg nk. mánudag. Þeir sem fæddir eru 1992 eða fyrr geta sótt um og tekið skal fram að þeir sem hafa lögheim- ili í Reykjavík hafa forgang í störf- in. Um er að ræða fjölbreytt sum- arstörf hjá stofnunum borgarinnar. Sótt er um rafrænt á www.reykja- vik.is/sumarstorf. Tekið er við umsóknum til 19. apríl. Sami frestur er fyrir umsókn- ir í Götuleikhús Hins Hússins og Skapandi sumarhópa. Sumarstörf í boði hjá borginni Sumar Mikil vinna er við gróðurstörfin. HAGSMUNASAMTÖK heimilanna telja tillögur Framsóknarflokksins í efnahagsmálum, sem fela m.a. í sér almennar aðgerðir vegna skuldavanda þjóðarinnar, skref í rétta átt þótt útfæra þurfi þær frek- ar. Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt ríka áherslu á að gripið verði til almennra aðgerða þar sem jafnræði og jöfnun áhættu milli lán- veitenda og lántakenda verði höfð að leiðarljósi. Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna eru m.a. að geng- istryggðum íbúðarlánum verði breytt í verðtryggð krónulán og að verðbótaþáttur íbúðalána verði endurskoðaður frá og með 1. jan- úar 2008. Tillögur framsókn- armanna rétt skref BORGARRÁÐ samþykkti einróma þá tillögu fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar í vikunni að þeim tilmælum yrði beint til velferð- arsviðs borgarinnar að huga sér- staklega að börnum atvinnulausra og koma með tillögur þar um. Þannig verði brugðist við tilmælum félagsmálaráðherra sem vakið hef- ur athygli á vanda barnanna. Börn í vanda SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavík- ur hefur valið tré febrúarmánaðar og er það fjallaþinur (Abies lasioc- arpa) í garði við Melgerði 1. Fjalla- þinurinn er frekar sjaldgæfur hér á landi og þá aðallega notaður sem jólatré. Bragi Svan Stefánsson gróðursetti tréð um 1965. Tréð er nú níu metrar á hæð og ummál stofnsins í 1,3 metra hæð er 1,16 metrar. Glæsilegur Fagur Fjallaþinur í Reykjavíkurborg. Tré febrúarmánaðar er fjallaþinur SKIPULAGSSTOFNUN telur að fyrirhuguð efnistaka Björgunar af hafsbotni í Hvalfirði muni ekki hafa veruleg neikvæð áhrif á jarðvís- indalegt gildi eða verndargildi mal- arhjalla, sem efnistakan beinist að, né hljóðvist. Stofnunin telur þó að leyfi til nýtingar á efni af hafsbotni í Hvalfirði næstu árin eigi að binda nokkrum skilyrðum: Stofnunin telur að með öldu- farsrannsóknum hafi verið gerð markverð tilraun til þess að meta hversu nálægt landi megi taka efni af hafsbotni, án þess að það leiði til aukins strandrofs. Gangi nið- urstöður öldufarsrannsókna eftir telur Skipulagsstofnun að áhrif efn- istöku á landbrot verði óveruleg og þar með einnig á strandsvæði á náttúruminjaskrá. Stofnunin telur þó að vinnslu eigi að stýra á þann hátt að fyrst í stað verði efni dælt af hafsbotni sem næst útmörkum viðkomandi náma, þ.e. næst miðju Hvalfjarðar. Í HNOTSKURN » Skipulagsstofnun telur aðefnistakan muni hafa tals- verð neikvæð og óafturkræf áhrif á botndýralíf sem hafi þó takmarkað verndargildi. »Vöktun er talin nauðsyn-leg á strandsvæði við Laufagrunn, Kiðafell, Eyri og Hálsnes. »Óvissa er talin á mik-ilvægi tökusvæða fyrir nytjafiska Af hafsbotni Sanddæluskip dælir efni á land í Reykjavík. Efnistaka hefur ekki veruleg neikvæð áhrif

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.