Morgunblaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009
Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér
saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl
næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast
framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. .
Alþingiskosningar 2009
ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverf-
isráðherra, sækist eftir endurkjöri til Alþingis. Hún stefnir
að forystusæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suð-
vesturkjördæmi í prófkjörinu sem fram fer 12. til 14. mars
næstkomandi. Þórunn hefur setið á Alþingi frá árinu 1999
en var áður varaþingmaður fyrir Kvennalistann á þingi.
Hún var umhverfisráðherra í stjórn Samfylkingar og Sjálf-
stæðisflokks frá 2007 þar til nýverið.
Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi hefur ákveðið að
bjóða fram fléttulista í alþingiskosningunum 25. apríl nk.
Þórunn stefnir að forystusæti
Þórunn Svein-
bjarnardóttir
KATRÍN Júl-
íusdóttir býður sig
fram í 2. sætið í
prófkjöri Samfylk-
ingar í Suðvest-
urkjördæmi, sem
fram fer 12.-14.
mars nk. Katrín
hefur verið alþing-
ismaður frá því ár-
ið 2003 og er nú
formaður iðnaðarnefndar Alþingis
og formaður Íslandsdeildar þing-
mannanefndar EFTA/EES.
Katrín Júlíusdóttir
sækist eftir 2. sæti
Katrín
Júlíusdóttir
HILMAR Krist-
insson, formaður
Uglu – ungra jafn-
aðarmanna á Suð-
urnesjum, gefur
kost á sér í 4. sæti á
lista Samfylking-
arinnar í Suður-
kjördæmi.
Hilmar er með
BA-gráðu í stjórn-
málafræði frá HÍ og stundar meist-
aranám í opinberri stjórnsýslu.
Hilmar Kristinsson
sækist eftir 4. sæti
Hilmar
Kristinsson
ANNA Margrét
Guðjónsdóttir gef-
ur kost á sér í 1.-3.
sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar
í Suðurkjördæmi.
Anna Margrét
hefur meistarapróf
í opinberri stjórn-
sýslu. Hún er for-
stöðumaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga í
Brussel og hyggst beita sér fyrir
eflingu landsbyggðarinnar.
Anna Margrét stefn-
ir á 1.-3. sæti
Anna Margrét
Guðjónsdóttir
GUÐBJARTUR Hannesson alþingismaður sækist eftir því
að leiða áfram lista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi.
Guðbjartur var kjörinn á Alþingi árið 2007 og hefur starf-
að sem formaður félags- og tryggingamálanefndar, í
menntamálanefnd og fjárlaganefnd en nú síðast sem for-
seti Alþingis. Guðbjartur er fæddur 1950. Hann er með
kennarapróf, tómstundakennarapróf frá Danmörku og
meistarapróf frá Lundúnaháskóla í fjármálum og mennt-
un. Guðbjartur starfaði sem skólastjóri Grundaskóla á
Akranesi í 25 ár og bæjarfulltrúi á Akranesi í 12 ár.
Guðbjartur stefnir áfram á 1. sætið
Guðbjartur
Hannesson
HELENA Þ. Karls-
dóttir, lögfræð-
ingur og bæj-
arfulltrúi á
Akureyri, gefur
kost á sér í 3.-4.
sæti á lista Sam-
fylkingarinnar í
NA-kjördæmi.
Helena starfar
hjá Ferðamálastofu
og sér um lögfræðileg málefni
stofnunarinnar.
Helena Þ. Karls-
dóttir vill 3.-4. sæti
Helena Þ.
Karlsdóttir
SVEINBJÖRN
Brandsson bækl-
unarskurðlæknir
gefur kost á sér í
7.-8. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík fyr-
ir komandi kosn-
ingar.
Hann rekur
læknastofu í Orku-
húsinu við Suðurlandsbraut. Hann
er uppalinn á Akranesi.
Sveinbjörn í fram-
boð fyrir D-lista
Sveinbjörn
Brandsson
VIÐAR Guðmunds-
son, tónlistarmaður
og bóndi í Mið-
húsum á Ströndum,
gefur kost á sér í
3.-6. sæti í forvali
Vinstri grænna í
NV-kjördæmi.
Viðar er 27 ára
gamall og starfar
sem tónlistarkenn-
ari og organisti á Hólmavík. Viðar
er einnig stjórnandi Karlakórsins
Söngbræðra í Borgarfirði.
Viðar sækist eftir
3.-6. sæti hjá VG
Viðar
Guðmundsson
STUTT
JÓN Magnússon
gefur kost á sér í
þriðja sæti í próf-
kjöri Sjálfstæð-
isflokksins í
Reykjavík. Jón hef-
ur setið á þingi sem
varamaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn
en var kjörinn á
þing fyrir Frjáls-
lynda flokkinn við síðustu kosn-
ingar. Hann hefur gengið á ný í
Sjálfstæðisflokkinn.
Jón Magnússon í 3.
sæti í Reykjavík
Jón
Magnússon
SIGRÍÐUR Arn-
ardóttir gefur kost
á sér í 5.-6. sæti í
prófkjöri Samfylk-
ingarinnar í
Reykjavík.
Sigríður er
menntuð í félags-
og fjölmiðlafræði
og hefur starfað á
fjölmiðlum sem
sjónvarpskona, útvarpskona, blaða-
maður og ritstjóri.
Sigríður Arnardótt-
ir vill 5.-6. sæti
Sigríður
Arnardóttir
Jón Gunnarsson
Alþingismaður
www.jongunnarsson.is
Opna kosningaskrifstofu mína í dag kl. 14
í húsnæði Kraftvéla að Dalvegi 6 í Kópavogi.
Boðið upp á léttar veitingar og spjall.
Allir velkomnir
GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins, segir
það vægast sagt orðum aukið að
margt fólk hafi yfirgefið flokkinn.
Guðjón hefur sent frá sér yf-
irlýsingu vegna viðtala við Þóru
Guðmundsdóttur og Tryggva Agn-
arsson, fyrrverandi stjórnarmenn
kjördæmasambanda Frjálslynda
flokksins, í fjölmiðlum.
Í yfirlýsingunni segir Guðjón að
heildarfélagatala Frjálslynda
flokksins sé sú
sama og verið
hafi síðastliðna
mánuði, eða um
1.650 fé-
lagsmenn.
Guðjón segir
að fjórtán fleiri
hafi skráð sig úr
flokknum en í
hann.
„Það er því
vægt sagt mjög orðum aukið að
margt fólk yfirgefi Frjálslynda
flokkinn,“ segir í yfirlýsingu Guð-
jóns.
Þóra Guðmundsdóttir og
Tryggvi Agnarsson sögðu af sér í
vikunni og gengu úr flokknum. Í
fréttum Ríkisútvarpsins á fimmtu-
dagskvöld sagði Tryggvi að Frjáls-
lyndi flokkurinn væri stjórnlaus og
við það að liðast í sundur.
jmv@mbl.is
Guðjón segir tölu Frjálslyndra stöðuga
Guðjón Arnar
Kristjánsson