Morgunblaðið - 28.02.2009, Síða 26

Morgunblaðið - 28.02.2009, Síða 26
26 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég er enginn kennari, égbara sit þarna með þeimog reyni að leiðbeina meðþað sem ég get. Allir sem eru sextíu ára og eldri eru velkomnir þrjá fimmtudaga í hverjum mánuði í Bergholt, þar sem við dundum okk- ur við hverskonar handverk,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir í Gýgjar- hólskoti í Biskupstungum en hún hefur leiðbeint eldri borgurum í sveitinni með að tálga í tré und- anfarin þrjú ár. „Það er mesta furða hvað fólk er duglegt að koma, en fé- lagslegi þátturinn er það sem mestu máli skiptir. Þessir handverksdagar eru fyrst og fremst tilefni til að hitt- ast,“ segir Ragnhildur og bætir við að enginn sé neyddur til að gera eitt eða neitt. „Sumir koma með prjón- ana sína, aðrir skera út og einhverjir eru bara að spjalla.“ Hef ekki nennt að gera neitt annað síðan Ragnhildur er sjálfmenntuð í tálg- un en hefur náð góðum árangri og haldið nokkrar sýningar á verkum sínum hingað og þangað, eins og hún orðar það sjálf. „Ég fékk mína fyrstu kennslu í tálgun hjá Guðmundi bróð- ur mínum fyrir um áratug, þegar hann hélt námskeið ásamt Skóg- ræktinni hér í Haukadal sem kall- aðist „Lesið í skóginn og tálgað í tré“. Guðmund vantaði nemendur og ég fórnaði mér. Ég bjóst alls ekki við að gera neitt meira með þetta. En raunin varð sú að ég snarféll fyrir þessu og hef ekki nennt að gera neitt annað síðan,“ segir Ragnhildur og hlær. Guðmundur bróðir hennar er handavinnukennari og húsasmiður og hefur sótt námskeið til útlanda, m.a í tálgun. „Hann vildi gjarnan út- breiða boðskapinn og margir hafa notið góðs af því, meðal annars Helga systir okkar sem er líka af- kastamikil í að tálga í tré.“ Lurkbútar eru bestu gjafirnar Ragnhildur segist þurfa að hafa ákveðin verkefni til að setja í hendur þeirra sem koma til hennar á fyrr- nefnda handverksdaga og nú í vetr- arbyrjun datt henni í hug að láta þau tálga manntafl. „Þetta er auðvitað eins og hvert annað samvinnuverk- efni, þó fólk hafi tálgað mismunandi marga taflmenn. Ég lagði upp með það að hafa útlit taflmannanna frá víkingatímanum og þetta hefur tek- ist vel til,“ segir Ragnhildur og bæt- ir við að nú þegar verkinu sé lokið, hafi taflið fína verið formlega afhent Félagi eldri borgara í sveitinni. Sölubúð hjá Rönku í sumar Taflmennirnir eru tálgaðir í ölur, viðartegund sem Ragnhildur segir mjög gott að tálga í. „Ölur er ynd- islegur viður, það besta sem ég fæ í hendurnar. Þetta er mjúkur og góð- ur viður en samt þéttur og fínn. Am- erískt linditré er líka tiltölulega auð- velt að tálga í, sem og birki. En lurkbútur af ölri er það besta sem ég fæ.“ Ragnhildur er hógvær og vill ekki gera mikið úr eigin hæfileikum í tálguninni en þó nefnir hún eina konu sem kann vel að meta verkin hennar. „Sunneva Hafsteinsdóttir hjá Handverki og hönnun telur sig hafa uppgötvað mig og fyrir hennar tilstuðlan hef ég haldið sýningar,“ segir Ragnhildur sem tálgar að- allega dýr og fólk. Tálgunin á hug hennar allan eins og fyrr segir og í haust kom hún sér upp góðri vinnu- aðstöðu. „Ég setti upp lítið hús hérna á hlaðinu sem ég kalla kotið mitt. Ég er þar alltaf þegar ég get. Í sumar ætla ég að setja skilti niður við veg svo þeir sem eiga leið hér um geti litið við hjá Rönku í Kotinu og þá hef ég þetta sem sölubúð í leið- inni,“ segir Ragnhildur en fólk hefur gjarnan keypt hluti af henni til gjafa. Ölur er yndislegur viður Hún unir sér best í litla húsinu úti á hlaði, þar sem hún tálgar í tré. Þar er hún umvafin skepnum og fólki sem hún hefur skapað úr mjúkum viði. Eldri borgarar sveitarinnar hafa í vetur verið að tálga taflmenn undir leiðsögn Rönku í Kotinu Stolt Ranka í Kotinu sínu með fullbúið manntaflið sem hún vann í samvinnu við eldriborgara í sveitinni. Fólk og aðrar skepnur Hér má sjá nokkrar kindur, hesta og fólk sem Ranka hefur skapað úr tré. Vígalegir Nokkrir taflmannanna, víkingar í vígahug. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Fákar Þeir eru áfáir hestarnir sem Ranka hefur tálgað í tré og hér má sjá nokkra þeirra. Nú bjóðum við allra síðustu sætin í tveggja vikna ferð til Kanarí um páskana. Bjóðum frábært sértilboð á Doratea íbúðahótelinu, Turbo Club Apartments og á Hotel Eug- enia Victoria. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað um páskana á ótrúlegum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kanarí 1. - 15. apríl frá kr. 139.990 Allra síðustu sætin í páskaferð! Verð kr. 179.990 Vikuferð með hálfu fæði**** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði á Eugenia Victoria í 14 nætur. Sértilboð 1.-15. apríl. Verð kr. 169.990 2 vikur með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Turbo Club Apartments með allt innifalið í 14 nætur. Sértilboð 1.-15. apríl. Verð m.v. 2 fullorðna kr. 189.990. Verð kr. 139.990 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með 2 svefnherbergjum á Dorotea í 14 nætur. Sértilboð 1.-15. apríl. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Frábær páskasértilboð Turbo Club, Dorotea íbúðir, og Hotel Eugenia Victoria

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.