Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 32

Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 ✝ Anna Sigurð-ardóttir fæddist í Hrísdal í Miklaholts- hreppi á Snæfellsnesi 9.2. 1938. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi 23.2. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Krist- jánsson f. 5.10. 1888 á Hjarðarfelli, d. 18.9. 1969 og Margrét Oddný Hjörleifsdóttir f. 26.9. 1899 á Hof- stöðum, d. 9.8. 1985. Systkini Önnu eru Hjörleifur f. 9.5. 1919, d. 29.7. 1989. Kristján Er- lendur f. 7.9. 1920, d. 2.1. 1987. Sig- fús f. 19.2. 1922, d. 21.8. 1999. Krist- jana Elísabet f. 27.3. 1924. Áslaug f. 30.8. 1926, d. 23.12. 1997. Valdimar f. 5.9. 1928, d. 28.1. 1998. Elín Guð- rún f. 22.7. 1930. Olga f. 9.8. 1932.Magdalena Margrét f. 26.9. 1934 og Ásdís f. 22.2. 1941. Hinn 9.2. 1963 giftist Anna Þor- steini Þórðarsyni f. 4.12. 1930 bónda á Brekku í Norðurárdal. Foreldrar hans voru Þórður Ólafsson bóndi á Brekku f. 1.4. 1889, d. 5.9. 1981 og Þórhildur Þorsteinsdóttir húsfrú á Brekku f. 3.1. 1903, d. 14.9. 1982. Börn Önnu og Þorsteins eru, a) Þórður húsasmíðameistari f. 31.5. 1963 maki Agnes Agnarsdóttir leik- Miklaholtshreppi, með skólanum vann hún ýmis sveitastörf í Hrísdal eins og tíðkaðist. Anna stundaði nám við Húsmæðraskólann að Varmalandi í Borgarfirði 1956-57. Á unglingsárum stundaði hún verslunarstörf að Vegamótum í Miklaholtshreppi, vann síðan nokkra mánuði við vetrarhótel í Lillehammer í Noregi, starfaði í Kaupfélagi Ólafsvíkur veturna 1957-59 og á City Hotel í Reykjavík veturna 1959-62 en vann á búi for- eldra sinna á sumrin. Sumarið 1962 starfaði hún við Hreðavatnsskála hjá Olgu systur sinni. Anna flutti að Brekku í Norðurárdal haustið 1962 og hóf búskap þar með Þor- steini og bjuggu þau þar myndar- og snyrtilegu búi. Síðustu búskap- arár sín á Brekku voru þau einnig staðarhaldarar í orlofsbyggð BSRB í Munaðarnesi í afleysingum. Áður hafði Þorsteinn unnið hjá BSRB í viðhaldi. Einnig vann Anna við mötuneyti Samvinnuskólans, en síðustu árin við yfirsetur í prófum við Háskólann á Bifröst. Árið 2004 keyptu þau sér íbúð í Borgarnesi að Kveldúlfsgötu 6 og bjuggu þar saman til haustsins 2008. Eftir að Anna veiktist fluttist hún að Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi en bjó þar þó ekki lengi, einungis 2 mánuði . Eftir áramótin flutti Þor- steinn til hennar á Dvalarheimilið í Borgarnesi svo þau gætu eytt ævi- kvöldunum saman. Útför Önnu fer fram frá Reyk- holtskirkju í dag kl. 13. skólakennari f. 15.5. 1957, sonur Agnesar er Marinó Ingi Em- ilsson f. 1979 maki hans er Hallfríður Kristín f. 1980, dóttir þeirra er Guðrún Inga f. 2000, b) Þor- steinn húsasmiður f. 7.5. 1965, maki Guð- björg Sólveig Sigurð- ardóttir sjúkraliði f. 14.6. 1972. Börn þeirra eru Ósk f. 1996 d. 1996, Þorgeir f.1999 og Sigurður Aron f. 2001, c) Gunnar Þór hús- vörður f. 15.11. 1970 maki Íris Inga Grönfeldt íþróttafræðingur f. 8.2. 1963. Börn þeirra eru Bjarki Þór f. 1994 og Anna Þórhildur f. 1998, d) Þórhildur bóndi á Brekku og há- skólanemi f. 24.6. 1977. Maki Elvar Ólason bóndi á Brekku f. 26.4. 1969. Börn þeirra eru Erna f. 2000 og Arnar Þór f. 2003. Þorsteinn átti fyrir dóttur með Soffíu Guðbjörgu Jónsdóttur f. 24.12. 1925 d. 14.6. 1998, Sigurbjörg ónæmisfræðingur f. 24.9. 1955 maki Árni Þór Sigurðs- son alþingismaður f. 30.7. 1960. Börn þeirra eru Sigurður Kári f. 1986, Arnbjörg Soffía f. 1990 og Ragnar Auðun f. 1994. Anna átti sitt æskuheimili í Hrís- dal og gekk í farskóla í Eyja- og Góð kona er gengin langt um aldur fram. Þessi góða kona var móðir mín. Hún kvaddi þetta tilverustig að morgni 23. febrúar sl., eftir hetjulega baráttu við stutt en erfið veikindi. Höggið er mikið og þó maður teljist vera orðinn fullorðin kona þá verður maður lítil stelpa á svona stundum. Mamma mín var sterk kona, dugleg og hreinskilin, og oft var erfitt að horfast í augu við hana þegar hún sagði skoðanir sínar, en þetta var hennar og lagði hún mikið upp úr því við mig að koma hreint fram við allt og alla. Fyrir það þakka ég í dag. Ævin hennar var ekki alltaf dans á rósum en alltaf reis hún upp og kom út sterkari og styrkari kona. Í 6 ár bjuggum við saman í stóra húsinu á Brekku, hún og pabbi á efri hæðinni og ég með mína fjölskyldu á neðri hæðinni. Ég væri ekki að segja satt ef ég segði að sambúðin hefði alltaf gengið vel, stundum urðum við ósammála en það er sennilega vegna þess að við vildum báðar ráða. En í dag eru minningarnar um þennan tíma mér mjög dýrmætar. Við fórum tvær saman til Prag fyr- ir tæpum 2 árum, svoleiðis ferðir hvet ég allar mæðgur að fara í, bönd- in urðu sterkari og vináttan varð meiri á milli okkar eftir þá helgi. Mamma kenndi mér einnig hversu mikilvægt það væri að gleðja aðra og ekki vera stöðugt að hugsa um sjálfa mig. „Matur er mannsins megin“ má segja að hafi verið einkunnarorð mömmu, búrið yfirleitt fullt af ný- bökuðum ástarpungum, kleinum eða hjónabandsælu, nú eða rabbabara- graut í skál. Hún passaði vel upp á það að allir fengju sitt og vel það. Minningarnar eru margar og of langt mál að fara að telja þær allar hér upp. Síðustu 2 mánuðir voru erf- iðir, það var erfitt fyrir hana að þurfa að takast á við það að vera búin að missa sjón og vera þannig orðin upp á aðra komin með alla hluti. Hún vissi að hverju stefndi og var það ekki létt verk þegar hún bað mig í lok janúar að fara að finna ákveðinn sálm sem hún hafði heyrt í útvarps- messu, og marg-gekk á eftir því að ég fyndi hann og hefði hann undir höndum. En í dag er komið að kveðjustund og kveð ég mömmu mína með mikl- um söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún var mér og gerði fyrir mig og mína. Allar góðu minningarnar munu ylja okkur í framtíðinni þegar við tökumst á við lífið án hennar nær- veru. Guð gefi pabba og okkur öllum í fjölskyldunni styrk til að takast á við sorgina og söknuðinn. Á kveðjustund er margt að minnast á, er móðurhjartað góða er hætt að slá. En fátæk orð ei mikils mega sín, á móti því sem gaf hún, höndin þín. Og þegar lokið lífsins ferð er hér, og læknuð þreyta vinnudagsins er, hver minning verðu máttug heit og klökk, um móðurást og kærleik hjartans þökk. (Óskar Þórðarson frá Haga.) Þórhildur. Á mánudaginn var mér sagt að amma mín, Anna á Brekku, væri lát- in. Ég tók það nærri mér og fór að hugsa um stundirnar okkar saman eins og þegar ég fór til hennar á sumrin. Hún hugsaði alltaf vel um mig t.d. þegar ég og Bjarki frændi minn fórum upp í Brekku, þá lét hún okkur hafa nesti, kókómjólk og ást- arpunga. Þegar við Bjarki gerðum töfradrykk til að breyta eiginmanni frænku okkar í frosk leyfði hún okk- ur að nota flest allt í búrinu í drykk- inn. Við náðum samt ekki að breyta neinum í frosk. Svo gerði Anna besta rabarbaragraut í heimi og þegar við fórum að heyja fékk ég að keyra traktorinn. Anna var besta amma í heimi og þótt hún hafi bara verið stjúpamma mín þá var hún eina amman sem ég þekkti. Það sem ég vildi segja í þess- ari grein var að ég mun sakna hennar mjög mikið og aldrei gleyma henni. Ragnar Auðunn. Það eru margar dásamlegar minn- ingar sem koma upp í hugann ef maður hugsar aftur til baka. Þegar við krakkarnir vorum á Brekku hjá ömmu og afa þegar við vorum yngri var svo margt sem við gátum fundið okkur að gera. Þá kemur helst í hugann að gera stíflu í læknum, hversu spennandi var að fara í hænsnahúsið og ekki síst að sulla saman töfradrykk. Svo gat maður gengið að því vísu að það var alltaf eitthvað til nýbakað í búrinu. Ástarpungarnir hennar voru svo rótgróinn partur í lífi okkar allra sem voru nánir henni. Maður fór oft heim með heilu stóru dunkana fulla af ástarpungum. Í seinni tíð þegar ég varð eldri töl- uðum við saman um svo margt, þó oftast það sem var efst á baugi hverju sinni. En núna er þessari löngu ferð sem hófst fyrir um ári þegar hún veiktist lokið. Þessi ferð hefur verið löng og ströng og margar hindranir í vegin- um. Þessum raunum sigrast því miður fáir á, þó svo að amma hafi sýnt alveg ótrúlegan styrk. Á kveðjustund er margs að minn- ast og margt að þakka. Við þökkum þér fyrir alla þína gjafmildi og allar þær góðu samverustundir sem við áttum með þér. Elsku amma, við vonum innilega að þér líði vel núna og að þú vakir yfir okkur. Bjarki Þór Gunnarsson. Móðursystir mín, Anna á Brekku, var stór kona; hún var stór í þeirri merkingu að hún lét eftir sig spor á lífsins vegi og hún var stórbrotin og óendanlega dugleg. Eftir henni var tekið hvar sem var fyrir glæsileika, reisn og myndarskap. Þegar ég var stelpuhnokki komu systkini móður minnar mikið til okk- ar á Miklubrautina því þar var ávallt til reiðu sæng eða viðurgjörningur fyrir ættingja. Móðir mín var miklu eldri en Anna en þær náðu vel saman og um tíma á sokkabandsárum Önnu var hún mjög mikið hjá okkur og unnu þær báðar um tíma í Nesti í Fossvogi sem var eiginlega fyrsta bílalúgusjoppan í Reykjavík og þótti því sérstakt að eiga þar bæði mömmu og frænku í vinnu. Anna stundaði líka vinnu á City hóteli og á þessum árum var mikið um að fólk notaði kvöldin saman til að spjalla, sauma eða fara í bíó. Þær áttu annað sameiginlegt áhugamál en það var að búa til góðan mat. Oft þegar hún var að koma af vakt langaði hana í gott í svanginn og mikið höfum við oft rifjað upp hvað gott var að fá afgang með góðum kartöflum og sósu. Þegar móðursystir mín giftist Þor- steini sínum á Brekku tók við nýr kafli í lífi hennar, stórt heimili, mikill gestagangur og börnin komu eitt af öðru. Þórður, elsti sonurinn, er fædd- ur í maí 1963 en Þorsteinn nokkru seinna. Mitt fyrsta barn er fætt um svipað leyti og því voru samskipti okkar og fjölskyldu minnar mikil og oft komu foreldrar mínir við á Brekku með eitt eða fleiri af barna- börnum sínum í heimsókn til Önnu og Þorsteins og barnanna. Þvílíkar móttökur. Hún snaraði fram veislu- borði og eru ófáar minningar frá eld- húsborðinu hjá Önnu. Börnin okkar nutu þess að fá að kynnast kúm, kálf- um, hænum og hundum. Seinna þeg- ar Áslaug dóttir okkar var orðin 13 ára kom hún til Önnu eitt sumar til að vera í snúningum og líta til með Gunna sem þá var 7 ára og Þórhildur að bætast í hópinn. Minningar hennar um sterka og kraftmikla ömmusystur eru henni kærar og okkur öllum. Myndarskap- urinn og reisnin sem einkenndi hana og þau hjónin er eftirtektarverð enda má segja að þegar litið var heim að Brekku var ávallt allt í röð og reglu og ekkert rusl að sjá. Mynd af bæn- um prýddi m.a. dagatal fyrir all- mörgum árum sem dæmi um fyrir- myndarbæ. Frænka mín átti ekki alltaf létta daga en dagarnir í lífinu hennar eru fleiri sem voru góðir og gáfu gleði. Einstakt samband systranna frá Hrísdal er til eftirbreytni og gefur okkur sem erum af næsta legg tilefni til að halda í góðar minningar um afa og ömmu í Hrísdal sem gáfu þeim í vöggugjöf dugnað, stolt og glæsilega framkomu. Dagarnir hennar sem hún ætlaði að njóta eru nú allt í einu stöðvaðir. Í heimsóknum til hennar í haust og vetur sagði hún við mig: „Ég vonaði að ég ætti fleiri ár en þetta.“ Svo leiddi hún talið að öðru um góðu dag- ana og spurningum um okkur og börnin okkar. Og mikið er það líkt og móðir hennar forðum daga sem vildi ávallt vita um börnin og barnabörnin og hvernig afkomendunum liði. Tím- inn hennar kom of fljótt en hún tók því af æðruleysi og með miklum kjarki. Takk fyrir allt, kæra frænka. Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri; sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum fjalladölum, grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hvurjum. (Jónas Hallgrímsson.) Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Það erum við óþyrmilega minnt á nú þeg- ar Anna Sigurðardóttir frá Brekku í Norðurárdal er látin, aðeins liðlega sjötug að aldri. Þegar við héldum upp á stórafmælið fyrir ári síðan lék Anna á als oddi og engan óraði fyrir að hún ætti þá svo skammt eftir ólif- að. En í haust greindist hún með æxli í höfði sem nú hefur dregið hana yfir móðuna miklu. Fyrir fáum árum brugðu þau Þor- steinn búi eftir áratuga búskap á föð- urleifð Þorsteins þar sem sjaldnast var mikið um frístundir, en auk bú- starfanna á Brekku leystu þau í mörg ár af umsjónarmenn í orlofs- húsabyggð BSRB í Munaðarnesi. Þau fluttu í Borgarnes árið 2004 og væntu þess að geta eytt efri árunum í meiri rólegheitum enda sannarlega búin að skila drjúgu ævistarfi. En alltof skjótt var Anna kölluð „til sól- landa fegri.“ Anna var mikill skörungur í hverju sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var alin upp á barnmörgu heimili í Hrísdal á Snæfellsnesi og þurfti snemma að taka til hendinni við öll hefðbundin sveitastörf. Fátt lét hún sér fyrir brjósti brenna og heimili hennar og Þorsteins að Brekku bar glögg merki eljusemi hennar og snyrtimennsku. Anna fylgdist vel með þjóðmálum og hafði skoðanir á mönnum og málefnum sem hún lét óspart í ljós. Við eigum margar góðar og dýrmætar minningar úr eldhús- inu á Brekku þar sem iðulega var spjallað um allt milli himins og jarð- ar. Anna reyndist okkur og börnum okkar ákaflega vel. Hún lét sér annt um velferð barnanna og var boðin og búin að rétta hjálparhönd hvenær sem var. Ósjaldan fóru þau til lengri eða skemmri dvalar hjá henni og afa þeirra á Brekku. Þar nutu þau ást- úðar og hlýju í hvívetna og hún var þeim sem besta amma. Fyrir það er- um við ævinlega þakklát. Við kveðj- um Önnu með virðingu og þökk. Elsku Þorsteinn, Þórður, Þor- steinn, Gunnar og Þórhildur, við sendum ykkur og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Sigurbjörg og Árni Þór. Mig langar að segja nokkur orð til minningar um Önnu frænku. Ég var oft hjá þeim Önnu og Þor- steini á Brekku á árum áður. Þegar Steini litli fæddist var ég að passa Þórð, hann var mikið gæðabarn, stilltur og þægur greyið, en stundum fauk í litla kallinn en það lagaðist fljótt. Svo tíndi ég eggin frá öllum hæn- unum hennar Önnu sem voru í gamla húsinu. Svo var blessað fjósið og kýrnar þar og kálfarnir sem þurfti að nostra við. Ég var þar einn vetur þegar Þórhildur var lítil, þá var mér falið að ala upp nautkálf svo þegar til kom var hann stærsta naut sem þar hefur verið til. Þær stundir sem ég hef átt á Brekku hjá Önnu og Þorsteini hafa allar verið yndislegar og góðar. Allt- af var stórbrotið að koma til þeirra. Ávallt voru móttökurnar eins og ég væri eitt af hennar börnum. Guð blessi ykkur Önnubörnin mín og Þorsteinn minn. Úrsúla M. Kristjánsdóttir frá Hrísdal. Anna Sigurðardóttir Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Elsku amma, við söknum þín rosalega mikið. Þín, Erna og Arnar Þór. HINSTA KVEÐJA ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, Hamraborg 18, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 2. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í síma 543 1159. Unnur Hjartardóttir, Jón Bjarni Bjarnason, Þorvaldur P. Böðvarsson, Jenný Jóna Sveinsdóttir, Böðvar Már Böðvarsson, Shirly Moralde, Bergþór Grétar Böðvarsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR frá Hrauni, Tálknafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi fimmtudaginn 26. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.