Morgunblaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 ✝ Guðrún KaritasOttesen fæddist í Arnarfelli í Þing- vallasveit 23. febrúar 1925. Hún lést á Kumbaravogi 23. febrúar sl. Foreldrar hennar voru hjónin Hildur Hansína Magnúsdóttir og Snæbjörn Guðmunds- son. Systkini Guð- rúnar eru Ása, Magnea, d. 1977, Ingiríður Magnea, Berþóra, Guðmundur Hildur og Pétur, d. 23.12. 1941. 16 ára fer Guðrún í Húsmæðra- skóla að Laugalandi í Eyjafirði. Árið 1945 flytur hún að Efstadal og giftist Sigurði Sigurðssyni, d. 2. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jórunn Ásmundsdóttir og Sigurður Sig- urðsson bóndi í Efstadal. Börn og fjölskylda: 1) Sigurður, f. 7.8. 1946, maki Lilja Dóra Eyþórsd. f. 17.11. 1948, börn þeirra a) Sigrún, f. 9.9. 1967, maki Stefán Róbert Gissurarson, f. 10.7. 1967, börn þeirra Diðrik, f. 10.11. 1988 og Ásta Lilja, f. 18.6. 1995. b) Sig- urður, f. 11.12. 1971, maki Anna Björg Sigurðard. f. 29.1. 1970, börn þeirra Arnar Bjarki, f. 3.5. 1992, Glódís Rún, f. 12.2. 2002 og Védís Huld, f. 5.1. 2004. c) Eyþór, f. 24.5. 1983, sambýlisk. Nanna þrjár dætur, og Sölva Arnarsson, f. 3.10. 1981, kvæntur Kristínu Ingunni Haraldsd., f. 20.10. 1983, þau eiga tvo syni. 4) Jórunn, f. 9.3. 1957, maki Halldór Rúnar Vilbergsson, f. 22.2. 1963. Synir þeirra eru Guðmundur, f. 11.7. 1991 og Hilmar Þór, f. 18.7. 1993. Fyrir átti Jórunn Hjalta Jóhanns- son, f. 12.5. 1982, unnusta Liene Alekse, f. 20.1. 1987. 5) Ásmund- ur, f. 23.10. 1958, sambýlisk. Elva Gunnlaugsd. f. 29.2. 1964, dætur þeirra eru Karitas Ottesen, 22.7. 1989, unnusti Sverrir Sig- urjónsson, Bjarkey Líf, f. 23.6. 1994, Betty Freyja, f. 1.7. 1997. Fyrir átti Ásmundur Mörtu, f. 29.6. 1985. 6) Ása Björk, f. 21.11. 1960, sambýlismaður Egill Þór Ragnarsson, f. 7.12. 1959. Börn Ásu eru Ingibjörg Guðríður, f. 9.4. 1984, Hjörtur Freyr, f. 13.2. 1987, og Sigrún Kristjana, f. 21.7. 1990, Hjartarbörn. Guðrún og Sigurður bjuggu hefðbundnum búskap í Efstadal. Búskapur var rekinn af miklum myndarskap og Guðrún mynd- arleg húsmóðir. Hún hafði mik- inn áhuga á félagsstörfum og var formaður Kvenfélags Laugdæla í 16 ár og í skólanefnd Barnaskól- ans á Laugarvatni. Þau voru samhent og bjuggu í Efstadal til ársins 1991 en fluttu þá á Selfoss. Sama ár reistu Guðrún og Sig- urður sumarhús í landi Efstadals. Guðrún verður jarðsungin frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13. Jarðsett verður í Miðdal. Rún Sigurðard. f. 23.9. 1983, sonur þeirra Óskar Ingi, f. 13.5. 2007. 2) Gunn- hildur, f. 2.10. 1950, sambýlism. Gestur Sæmundsson, f. 3.8. 1946. Börn Gunn- hildar og Þóris Jóns- sonar: a) Jón Þór, f. 30.12. 1972, sam- býlisk. Arndís Hild- ur Jónsdóttir, 30.10. 1975, börn þeirra eru Sara Björk, f. 29.7. 1995, Arnar Freyr, f. 16.8. 2001 og Karen Birta, f. 13.12. 2004. b) Reynir, f. 23.12. 1974, maki Íris Sigurðard. f. 2.9. 1976, börn þeirra eru Vikt- or Andri, f. 15.7. 1999, og Belinda Ýr, f. 25.12. 2004. c) Guðrún Val- dís, f. 11.8. 1979, maki Sigurbjörn Dagbjartsson, f. 8.12. 1976, börn þeirra eru Karitas Líf, f. 6.7. 2004 og Dagbjört Ýr, f. 26.6. 2008. Fyr- ir átti Guðrún, Karolínu Ívars- dóttur, f. 7.2. 1999 og fyrir átti Sigurbjörn Arney Ingibjörgu, f. 28.10. 1994. 3) Snæbjörn, f. 17.4. 1954, maki Björg Ingvarsd. f. 21.6. 1958, dætur þeirra eru Guð- rúnu Karitas, f. 8.12. 1989 og Linda Dögg, f. 24.2. 1993. Fyrir á Snæbjörn Sólrúnu Birnu, f. 20.7. 1979 og fyrir á Björg, Höllu Rós Arnarsdóttur, f. 14.5. 1978, gift Björgvini Jóhannessyni, þau eiga Elskuleg móðir mín lést á Kumb- aravogi hinn 23. febrúar, á 84 ára af- mælisdegi sínum. Mamma missti móður sína í febrúar árið sem hún fermdist. Það markaði allt hennar líf og ég fann alltaf hvað hún saknaði móður sinnar mikið. Ég veit ekki hvað ég var gömul er ég man fyrst eftir mömmu, líklega er það þegar hún var í jólabakstri. Ærslagangur í okkur systkinunum var mikill á þessum tíma. En mamma var alltaf róleg og ekki minnist ég þess að hamagangurinn í okkur angraði hana. Ég segi alltaf að svona konur eins og mamma eiga að fá orð- ur. Hvað hún var dugleg, þolinmóð og þrautseig. Hún var alla daga vik- unnar, allar vikur og mánuði ársins að hlúa að öðrum, elda mat og þrífa bæinn. Þegar ég var krakki að alast upp þá er mér það svo minnisstætt hvað það var alltaf mikið af fólki heima. Það var svo mikið fjör í sveit- inni og svo gestkvæmt á sumrin og öll frændsystkinin komu og voru í sveitinni. Mömmu og pabba fannst sjálfsagt mál að sem flest systkina- börnin fengju að kynnast sveitalíf- inu. Mamma sagði mér frá fyrsta stráknum sem kom í sveit til hennar og pabba, drengurinn grét mikið og fannst hræðilegt að vera sendur í sveit. Mamma sagði honum að hafa ekki áhyggjur, hann fengi ekki að vera svona vansæll í sveitinni hjá þeim. Hún skyldi senda hann suður með Ásmundi mági sínum eftir tvo daga ef hann vildi ekki vera lengur. Hann var hjá þeim út sumarið og að sjálfsögðu hágrét hann um haustið þegar hann átti að fara í bæinn, það var búið að vera svo dásamlega gam- an. Það er líka yndislegt að heyra í samferðafólki þínu. Allir bera þér svo vel söguna. Þrátt fyrir rólegt og fágað yfir- bragð þitt þá var stutt í glettnina. Það var alltaf mikill spenningur hjá krökkunum mínum að komast til ykkar í sveitina og eiga þau einungis góðar minningar um ykkur pabba. Takk fyrir hvað þú varst góð við börnin mín. Eftir að pabbi lést hinn 2. desember síðastliðinn þá breyttist allt hjá mömmu, blikið í augum henn- ar hvarf og hún varð aldrei söm aft- ur. Augu mömmu voru týnd og tóm. Þegar við Egill heimsóttum hana eft- ir lát pabba þá sagði Egill við mig. „Mikið hafa pabbi þinn og mamma átt fallegt og traust samband.“ Elsku mamma mín, það eru ekki margir sem komast með tærnar þar sem þú varst með hælana. Ég get ekki lýst því hvað það var sárt að vita af þér einni eftir fráfall pabba. Og hvað þessi erfiði sjúkdómur lagðist þungt á þig. Þrátt fyrir veikindin hélstu blíðu þinni og virðingu til síð- asta dags. Mig langar að koma á framfæri þakklæti til alls starfsfólks Kumb- aravogar fyrir umhyggju, hlýju og notalegheit sem foreldrum okkar voru sýnd umfram það sem hægt er að ætlast til af starfsfólki. Mín trú er að hinir látnu séu komn- ir aðeins á undan og ég held að það hafi verið miklir fagnaðarfundir hjá þér, pabba og foreldrum þínum á af- mælisdaginn þinn. Hvíl í friði, elsku mamma mín, hlakka til þegar við hittumst aftur. Takk fyrir allt. Þín dóttir Ása Björk. Viljurðu hjálpa – veittu mér ljós – veittu mér fögnuð og himnanna rós. Ljáðu mér vængi og lækjarins nið lof mér að finna himneskan frið. Uss – ekki hátt – ég heyri í þeim – hjörtum sem slá um gjörvallan geim, kliður svo bjartur í klukknanna hljóm, í klettunum syngja – fegurstu blóm. Lof mér að komast í þennan heim. Ljáðu mér vængina – heim! (Sigurður Stefán Baldvinsson) Mig langar til að kveðja tengda- móður mína, Guðrúnu Ottesen, með nokkrum orðum en hún lést á afmæl- isdaginn sinn, 23. febrúar sl., á Kumbaravogi. Ég hitti Guðrúnu fyrst fyrir rúmlega 20 árum þegar ég kynntist Snæbirni, syni hennar, sem bjó þá félagsbúi með foreldrum sín- um í Efsta-Dal. Guðrún tók mér strax opnum örmum og bauð mig vel- komna á heimili sitt. Eftir að þau hjónin fluttu í burtu frá Efsta-Dal komu þau alltaf aftur í sveitina eins og farfuglarnir á vorin. Dætur okkar voru vanar að segja „nú er farið að grænka, þá fara afi og amma að koma“, en þau áttu sumarbústað í túnfætinum hjá okkur. Þau Guðrún og Sigurður voru myndarleg hjón og stóðu þétt saman þegar ég hitti þau fyrst. Mér var sagt að Guðrún hefði verið mjög virk í samfélaginu og það var hlustað á hana þegar hún tók til máls. Ég tók sérstaklega eftir því hvað þau hjónin voru dugleg og kraftmikil miðað við aldur þegar ég kom í Efsta-Dal, en fljótlega tók ég því sem sjálfsögðum hlut, þannig var það einfaldlega. Og alla tíð voru þau á fullu þegar þau komu í sveitina, meðan heilsan leyfði. Ég kemst ekki hjá því, þegar ég minnist hennar, að minnast Sigurðar líka því í mínum huga voru þau eitt. Ég vil þakka fyrir allt sem ég borg- arbarnið lærði af þeim og allar stund- irnar sem við áttum saman, ekki síst allt spjallið um gamla tímann. Við munum sakna þess að sjá þau ekki á ferðinni á Hondunni um landið að fylgjast með lífinu í sveitinni. Björg. Elsku amma mín, mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar við vor- um að skottast tvær saman upp í bú- stað, þú varst alltaf að kenna mér eitthvað sniðugt og segja mér sögur úr sveitinni. Uppáhaldið mitt var þegar við tókum upp jarðarberin. Þú leyfðir mér alltaf að fá bestu berin, tókst þau frá fyrir mig, ég held að ég hafi spurt þig í hvert einasta skipti þegar ég kom til þín í sveitina „Hve- nær verða jarðarberin tilbúin?“ Þú hlóst bara að mér. Ég trúi að þú sért núna með afa í bíltúr að skoða landið, þið vilduð alltaf taka aukakrók á Þingvöllum, fóruð alltaf lengri leiðina og ég var alltaf svo óþolinmóð að komast upp í sveit að hitta Guðrúnu frænku. Ég gerði mér aldrei grein fyrir hvað ég er lík ykkur á þann hátt, ég elska að taka aukakrók núna, skoða allt í kringum mig. Mamma sagði alltaf að ég væri skírð í höfuðið á þér og afa, ykkur báðum, og það gerir mig ekkert smá stolta í dag. Eitt skipti stoppuðum við og fengum okkur pínu göngutúr rétt hjá Þing- völlum, þá fundum við lítinn fugl sem var dáinn. Þú varst ekki lengi að finna poka til að setja hann í og við fórum upp í sveit þar sem við grófum hann í skóginum. Alltaf að hugsa um aðra, þannig varst þú. Þú veiktist svo hratt og fórst frá okkur og það var svo erfitt að sjá þig fara svona. Ég er svo þakklát fyrir allan tímann sem ég fékk með þér og það að fá að kynnast þér, ég vona að ég fái að vera með þér í næsta lífi því að öll börn eiga að fá þau réttindi að eiga svona yndislega ömmu eins þig. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Sigrún Kristjana Hjartardóttir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku amma, megi Guð vernda þig og ég vona að þér líði vel núna, þú varst svo veik í langan tíma. Hvíldu í friði, elsku amma. Þínar Bjarkey Líf og Bettý Freyja Ásmundsdætur. Elsku Guðrún. Í huga mínum ertu alltaf stóra systir mín sem stóðst með mér í blíðu og stríðu. Ég minnist þess þegar þú komst heim úr húsmæðraskólanum á Laug- arvatni, 17 ára gömul, móðir okkar látin. Þú annaðist mig eins og besta móðir, saumaðir á mig spariföt fyrir jólin og hlúðir að mér á allan máta. Við sváfum í sama rúmi, stóra systir og litla systir. Í ófá skipti hljópstu undir bagga ef svo bar undir, óumbeðin. Þú annaðist til að mynda yngstu dóttur mína í 3 vikur svo við hjónin kæmust til Svíþjóðar að heimsækja systur okkar. Þessi utanlandsferð var einsdæmi enda börnin mörg og verkin óendanleg, jafnt hjá þér sem mér, og minningarnar eru góðar. Í Efsta-Dal þar sem þú hélst heim- ili af miklum skörungsskap var alltaf tekið vel á móti mér og fjölskyldu minni. Frí var tekið frá önnum dagsins þegar við komum í heimsókn og farið í bíltúra um sveitina. Svo þegar kom- ið var til baka voru kræsingar settar á borð og spjallað um heima og geima. Ósjaldan gistum við Bjössi hjá þér og Sigurði í sumarbústað ykkar í Efsta-Dal eftir að þið hættuð búskap. Gestrisnin var til staðar þar eins og áður og gjarna borðaður nýr silung- ur með íslensku meðlæti. Eins gisti ég gjarna hjá ykkur í Skógarbænum þegar ég vann í Arn- arholti og var oft ein í höfuðborginni. Þá var notalegt að eiga hjá ykkur at- hvarf. Þó systkinahópurinn hafi verið stór voru tengslin hvað nánust við þig. Þú reyndist mér alltaf vel, varst örlát kona með stórt hjarta, gestrisin og gjafmild. Fyrir allt þetta þakka ég þér af heilum hug, elsku Guðrún, er þú nú kveður þetta jarðlíf. Ég sakna þín, systir, og veit að við sjáumst síðar. Blessuð sé minning þín. Kveðja, Bergþóra. Í dag kveðjum við Guðrúnu í Efsta-Dal sem hét fullu nafni Guðrún Karitas Snæbjörnsdóttir Ottesen en hún lést á Kumbaravogi mánudaginn 23. janúar. Guðrún giftist Sigurði Sigurðs- syni, frænda mínum og stórbónda í Efsta-Dal í Laugardal, 13. júní 1945 þar sem þau ráku myndarlegt stórbú alla sína starfsævi. Sigurður hafði tekið við búi af föður sínum um eða rétt fyrir 1940 og lét af bústörfum þegar Snæbjörn sonur hans tók við búinu fyrir nokkru síðan. Hjónin eignuðust sex börn sem öll tóku virkan þátt í störfum heimilisins og búsins en auk þess voru ýmsir að- komumenn sem unnu hjá þeim hjón- um í lengri eða skemmri tíma. Þó þessi viðbótarmannskapur væri áreiðanlega oft nauðsynlegur þá hef- ur þetta aukið á vinnuálagið innan- húss þar sem Guðrún og hennar lið stjórnaði og réði ríkjum. Búskapur þeirra hjóna var alla tíð myndarlegur og mikil umsvif bæði innan bæjarins og utan þar sem jafn- an voru margir til heimilis enda veitti ekki af til að halda svona stóru búi gangandi. Aðstaða innanhúss var ágæt, stórt eldhús þar sem jafnan var borðað þó að einnig væri borðað í borðstofu þegar gesti bar að garði auk þess sem á efri hæðinni voru stórar stofur. Á neðri hæð var fjöldi herbergja sem voru bæði notuð sem almenn svefn- herbergi og gestaherbergi. Það var alltaf mikið tilhlökkunar- efni hjá okkur krökkunum og fá að fara austur og heimsækja þau Guð- rúnu og Sigurð og reyndar alla fjöl- skylduna auk þess sem á sumrin voru alla jafna fjölmargir aðrir fjölskyldu- meðlimir staddir í Efsta-Dal á svip- uðum tíma. Fólk bara kom þarna í stórum hópum, t.d. ættingjar eins og við en einnig voru þarna jafnan nokkrir vinnumenn og síðan bættust við heimsóknir hestamannahópa og síðan allur krakkaskarinn í Efsta- Dal. Það hefur því ekki verið neinn hægðarleikur fyrir Guðrúnu og hennar lið inni í bænum að vera alltaf með nóg að borða, bæði kvölds og morgna auk kaffitíma sem hafa áreiðanlega verið þrír á dag auk tveggja stórra máltíða ofan í allan skarann, enda stundum borðað í holl- um. Svona gekk þetta vikum saman á sumrin. Enda var það þannig að ef maður kom í eldhúsið á milli mála þá var Guðrún að baka eða elda. Í viðbót við alla þessa matseld þurfti að sjálfsögðu að sinna öllum þvottum af heimafólki og þrífa allan bæinn hátt og lágt nærri stanslaust því á svona sveitabæjum er ekki mal- bikað heim að dyrum eins og við þekkjum í dag. En Guðrún var dugleg kona sem tók þessu öllu með jafnaðargeði og skipti ekki skapi. Hún var jafnan glaðleg og virtist lifa sig inn í þessa hringiðu sveitalífsins enda var hún uppalin í sveit að Gjábakka í Þing- vallasveit. Ég á miklar og mjög góðar minn- ingar um Guðrúnu og dvöl hjá henni í Efsta-Dal þar sem hún hlúði að okk- ur krökkunum á allan hátt þrátt fyrir mikið annríki. Það er því með miklum söknuði sem við kveðjum Guðrúnu. Minning- in um hana sem fórnfúsan vin mun lifa að eilífu og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þessari einlægu bar- áttukonu. Ég votta allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Sigurður Sigurðsson. Elsku Guðrún mín. Þá er komið að leiðarlokum.Þú hefur kvatt og horfið á braut eftir honum Sigga þínum sem lagði af stað áttatíu dögum á undan þér. Hann hefur ætlað sér að undirbúa komu þína og vera til staðar þegar þú kæmir yfir í dýrðina. Það var árið 1986 sem ég kom fyrst inn á heimilið ykkar í Efstadal ásamt Ásmundi, þá að verða 22 ára gömul. Ég man að ég var mjög stressuð en fann það strax að það var algjör óþarfi því að þið tókuð mér afskaplega vel. Það var alltaf gott að koma upp í Efstadal í sveitasæluna og kyrrðina. Ég man að þú varst alltaf í eldhúsinu þegar ég kom þarna, ýmist að elda eða baka, jú það þurfti að gefa mannskapnum sem var úti í gegningum eða öðrum að borða. Nóg var af matnum og góð- ur var hann alltaf hjá þér. Engri mál- tíð var sleppt. Það byrjaði með hafra- graut snemma morguns, tíukaffi, hádegismat, síðdegiskaffi, kvöldmat og endaði á kvöldkaffi. Þetta þýddi ekkert annað en að húsmóðirin byggi nánast í eldhúsinu. Þú varst iðin við prjónaskap og eigum við Ásmundur fallegar lopapeysur eftir þig sem við notum í útilegurnar á sumrin. Það fór held ég ekki fram hjá neinum hversu vandað allt var hjá þér. Þú varst mik- il náttúrukona og elskaðir sveitina þína, hvort sem það var Efstidalur eða Þingvallasveitin, en þaðan varst þú. Birkiskógur og fuglasöngur var það sem þú hafðir yndi af úr nátt- úrunni enda byggðuð þið bústaðinn ykkar inní trjámergð í Efstadal eftir að þið hættuð að búa og fluttuð á Sel- foss en fóruð eins oft og þið gátuð upp eftir á meðan heilsan leyfði. Ég vil þakka fyrir samfylgdina þennan tíma sem við fengum saman og bið guð um kærleik og frið til þín og Sigga. Hafðu þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir Elva Gunnlaugsdóttir. Guðrún Karitas Ottesen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.