Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 37

Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 37
og plantaði við Kjarnagerði, þar sem nú stendur kofinn sem reistur var í sumar og plönturnar þar eru ekki lengur litlar plöntur heldur stór tré, heill skógur. Við munum halda skóg- inum við, halda áfram að planta og um ókomin ár munum við sækja okk- ur jólatré í skóginn, skóginn sem Dagur unni svo mjög. Barnabörnin stór og smá eiga eftir að njóta þess að gista í kofanum og vera í skóginum, finna fyrir návist afa síns. Ég minnist þess sl. sumar þegar við Sóley fórum með honum niður á hólinn við ána til að skoða skjólbeltið sem hann var bú- inn að planta þar, yllirinn dafnaði svo vel og var svo fallegur, við pössum upp á yllinn í framtíðinni, höldum áfram þar sem frá var horfið og rækt- um skóginn og skjólbeltið. Ég kveð tengdaföður minn, þennan merkilega mann, með söknuði og þakka honum samfylgdina, hún var löng og góð og ég lærði margt á henni. Takk fyrir allt. Margrét Ásgeirsdóttir. Elsku afi minn. Það er ótrúlega erfitt að kyngja því að þú sért farinn, að hugsa til þess að þegar maður kemur núna í sveitina að þá sé enginn afi til að taka á móti manni og faðma mann. En við eigum allar góðu og skemmtilegu minning- arnar sem lifa að eilífu. Eins og þegar þú varst alltaf að fara í fjárhúsið, þú komst til mín rólegur eins og þú varst alltaf og spurðir hvort ég vildi koma með. Auðvitað vildi ég koma með og ég dreif mig alltaf á fætur og í útifötin mín og svo beið ég og beið, ég þoldi aldrei hvað þú varst lengi enda tókstu þér nægan tíma til að gera allt og ég var svo óþolinmóð. En svo komstu loksins og við lögð- um af stað út í fjárhús, ég hljóp alltaf annað hvort á undan þér til að vera fyrst eða labbaði rólega með þér og hélt í höndina þína. Það var líka alltaf svo gaman þegar maður kom til ykk- ar ömmu, þá sast þú alltaf við eldhús- borðið að leggja kapal. Og ef þú varst ekki inni í eldhúsi varstu út í smíða- skemmu að gera eitthvað fallegt fyrir ömmu, skálar eða eitthvað sniðugt. Maður kom alltaf inn og það var svo góð lyktin af saginu og ég var alltaf að sópa fyrir þig gólfið þar. Ég var reyndar alltaf með svo stóran kúst og ég var svo pínu lítil að ég lamdi þig alltaf óvart með kústinum, þangað til þú fannst kúst með styttra skafti svo að ég gæti ekki lamið neinn, en mér fannst ég svo stór og sagði að ég ætl- aði ekkert að nota barnakústinn, svo alltaf þegar ég var að sópa þurftirðu að passa þig að verða ekki laminn. Þú varst líka svo mikill grínisti, þú varst alltaf að gera grín að ömmu og segja fyndna og skrítna hluti. Svo fékkstu krabbameinið, ég man svo eftir því þegar mamma sagði mér frá því. Ég hafði aldrei á ævi minni orðið jafn hrædd, ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Svo varðstu alltaf veikari og veikari og ég hræddari og hræddari, en þú varst samt svo sterk- ur og duglegur. Þú meira að segja komst til að sjá mig leika í Sölku Völku, þó svo að þú værir byrjaður að sjá hálf illa og þoldir ekki að fara í leikhús. En þú komst samt bara til þess að geta séð mig og ég var svo ánægð þegar ég sá þig úti í salnum. Þegar þú varst orðinn mjög veikur vissi ég aldrei hvað ég átti að segja við þig, sérstaklega eftir að þú varst bú- inn að fara í allar lyfjameðferðirnar og gast ekki lengur talað. Það var svo erfitt að sjá þig svona mjóan og veik- an. En svo þurfti maður að reyna að sætta sig við að það væri betra ef þú myndir fara sem fyrst. Svo kom sá dagur sem við biðum eftir. Þú fórst. Það er svo erfitt að huga um það að ég á aldrei eftir að sjá, faðma eða tala við þig aftur. En ég hef alltaf þessar góðu minningar um okkur og alla skemmtilegu hlut- ina sem við gerðum saman. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og ég sakna þín endalaust mikið og ég veit að við eigum eftir að hittast ein- hvern tíma aftur. Heimurinn breytist og mennirnir með aldurinn yfir mig færist ekki er allt sem fyrir skal séð og oft sem lífslöngun særist Öllum holl er fyrirmynd í hörðum heimi nú fyrir norðan geymd sem gull í lind já, afi, það ert þú. (Ninni.) Ída. Þegar ég sest niður til að minnast Dags frænda míns koma margar minningar upp í hugann. Hann var búinn að vera veikur lengi en við von- uðum öll að honum tækist að komast yfir þetta. Því miður fór það ekki svo. Við sem þekktum hann stöndum eftir hnípin, ósátt við að hann skyldi ekki fá að vera lengur með okkur en líka fegin því að hann þarf ekki að þjást lengur. Mér þótti alltaf svo vænt um þennan frænda minn, alveg frá því ég var barn. Ég man fyrst eftir honum þegar hann bjó um tíma hjá foreldr- um mínum í Reykjavík. Fyrstu sam- skipti okkar Dags sem ég heyrði mömmu tala um voru þegar hún sendi þennan yngri bróður sinn til að sækja mig í leikskólann. Mamma seg- ir að við höfum gengið sitthvorumeg- in á götunni á leið heim, bæði bálreið og ég háskælandi yfir því að hann skyldi sækja mig en ekki mamma. Hann náttúrlega dauðskammaðist sín fyrir að láta sjá sig með þennan óþekka krakka og þegar heim kom tilkynnti hann systur sinni að hann mundi ekki sækja mig oftar! En við sættumst fljótt og þetta var í eina skiptið á ævinni sem ég varð ósátt við hann. Ég hef oft rifjað það upp að þegar ég var um tíma hjá afa og ömmu sex ára gömul bjó hann enn heima. Á þeim tíma tíðkaðist að hleypa fénu út á morgnana og upp í heiði og sækja það aftur þegar leið á daginn. Flesta daga leyfði hann mér að koma með sér til að smala þótt ég væri ekki eldri og ég man að hann hélt í höndina á mér á leið upp brekk- una. Einhvern tíma elti dalalæðan okkur upp heiðina sem mér fannst al- veg stórmerkilegt. Eftir að Dagur kynntist Guðrúnu og þau fluttust í húsið sitt var Lárus bróðir minn hjá þeim nokkur sumur um leið og ég var hjá afa og ömmu. Þetta voru skemmtilegir tímar og mér finnst að það hafi verið sól alla daga. Við vorum að tala um það systkinin um daginn að það bæri hvergi skugga á þær góðu minningar sem eigum frá þess- um árum. Seinna þegar ég flutti norð- ur með mína eigin fjölskyldu höfðum við mikið samband við fjölskylduna í Breiðanesi. Það var alltaf gott að koma í Breiðanes eða fá þau yfir til okkar. Maður gat verið algerlega maður sjálfur í návist þeirra og oft var mikið spjallað og hlegið. Það var svo gott að hafa þau svona nálægt sér og ég mun aldrei gleyma því hvað þau reyndust okkur vel þegar við þurftum að fara með Hörð til Gautaborgar. Ég sé Dag fyrir mér ganga suður eftir brautinni á leið í húsin með hendur fyrir aftan bak og mér finnst svo tómlegt að hugsa til þess að hann skuli ekki vera þarna lengur. Hann er órjúfanlega tengdur þeim góðu minn- ingum sem ég á úr Reykjadalnum bæði sem barn og fullorðin. Ég sendi Guðrúnu, strákunum þeirra öllum og þeirra fjölskyldum mínar innilegustu samúðarkveðjur. En víst er það gott að geta gefið þann tón í strengi sem eftir að ævin er liðin ómar þar hlýtt og lengi. Nú sit ég hér hljóður og hugsi og horfi yfir gömul kynni. Og söknuður breytist í blessun og bæn yfir minning þinni. (S.F.) Blessuð sé minning Dags Tryggva- sonar. Unnur Harðardóttir. Elsku Dagur. Ég man þegar ég kom í Breiðanes í fyrsta skipti með pabba og ömmu, ég var örlítið feimin en einnig mjög spennt. Þú varst við garðslátt fyrir framan bæinn, Guðrún var á fullu að ryksuga og Trausti hoppaði og skopp- aði úti í sólskininu. Þið tókuð mér öll með opnum örmum og á ég frábærar æskuminningar frá þessum tíma með ykkar hjartkæru fjölskyldu og á ég ykkur margt að þakka. Eftir árin tvö í sveitinni hjá ykkur Guðrúnu þá var alltaf jafn gaman að koma til ykkar í heimsókn enda var það svolítið eins og að koma heim aft- ur eftir langa fjarveru. Þegar maður hugsar aftur í tímann man maður best eftir þeim hamingjustundum með fólki sem hvað mest hrærði hjarta manns á lífsleiðinni, og varst þú meðal þeirra allra fremstu þar í flokki. Þú varst alltaf svo hlýlegur í umgengni og aldrei var langt í brosið og hláturinn. Allra þeirra fjölmörgu góðu stunda sem við áttum saman mun ég minnast með gleði í hjarta og er ég einstaklega þakklát fyrir að hafa kynnst þér og þinni yndislegu fjölskyldu. Þín verður sárt saknað og mun ég alltaf hugsa til þín með gleði einfald- lega vegna þess hve frábær þú varst. Ég kveð þig með miklum söknuði og þú munt ávallt eiga stóran stað í hjarta mínu. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Olga Kristín. Elsku Dagur. Mikið eru síðustu dagar búnir að vera erfiðir en samt er svo gott að þú hafir fengið loks að fara og komast frá þessum veikindum. Ég gat ekki verið hjá þér síðustu dagana þína og þótti frekar erfitt. En í staðinn þá sátum við mæðgur heima og hugsuðum til þín og kveiktum á kerti. Ég á svo heil- margar minningar um þig og oft kem- ur upp í hugann hvað við spiluðum oft og meira að segja sama hve veikur þú varst. Takk fyrir mig og okkur öll. Flýg ég og flýg yfir furuskóg, yfir mörk og mó, yfir mosató, yfir haf og heiði, yfir hraun og sand, yfir vötn og vídd, inn á vorsins land. Flýg ég og flýg yfir fjallaskörð, yfir brekkubörð, yfir bleikan svörð, yfir foss í gili, yfir fuglasveim, yfir lyng í laut, inn í ljóssins heim. (Hugrún.) Hvíl í friði. Heiðrún Harpa Gestsdóttir. Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 og áttum við ótal góðar stundir sam- an. Ég man vel eftir því þegar ég var nýorðinn sex ára og var að fara með þér yfir í sveitina í smá vist, rétt fyrir jólin. Við vorum að keyra á Land Ro- vernum í gegnum ófæru, eins og veg- urinn var kallaður inni í botni, þegar framhurðin mín megin opnaðist upp á gátt. Vettlingarnir sem ég var nýbúinn að fá frá þér og ömmu í af- mælisgjöf fuku út úr bílnum. Þú stoppaðir og fórst út til að athuga hvort þú myndir finna þá en þeir voru löngu horfnir. Brosandi komstu inn í bílinn með vettlingana þína og sagðir við mig: „Hérna, þú mátt eiga mína en hún amma þín verður fljótt að prjóna nýja handa þér.“ Ég var svo ánægður með að fá að eiga eitt- hvað sem þú áttir og notaðir. Núna ertu kominn á góðan stað ég veit að þú ert hamingjusamur og þér líður vel. Þú verður mér alltaf mikill í minningunni vegna þess að þú kenndir mér ýmislegt sem ég nota í mínu daglega lífi. Ég elska þig og hugsa til þín um ókomna framtíð. Einar Haukur. Elsku afi, nú er komin stundin sem ég hef mest kviðið, að kveðja þig. Þú hefur verið órjúfanlegur partur af lífi mínu svo lengi sem ég man. Ekki var ég gamall þegar ég strauk af leik- skólanum, skreið uppí bíl til þín og heimtaði að fá að fara með heim í sveit og ekki hafðir þú hjarta til að segja nei við litla drenginn þinn. Því hjá ykkur ömmu vildi ég ávallt vera. Elsku afi, nú ert þú horfinn á braut og eftir er stórt skarð í hjarta mínu. En ég á ótal margar minningar um þig sem ég ylja mér við og kem til með að deila með börnunum mínum um ókomna tíð. Þú munt ávallt eiga þinn sess í hjarta mínu, hvíldu í friði. Gunnar Ólafsson. Elsku afi Þegar ég hugsa til baka um allar stundirnar okkar saman hvort sem það var í fjósinu eða þegar við sóttum kýrnar, þá eru þetta margar af mín- um bestu minningum. Ég var eitt sinn spurður að því af hverju ég þyrfti að fara í sveitina, og þegar ég hugsaði mig um, þá var það ekki spurning um hvort ég þyrfti heldur að ég hlakkaði alltaf til þess að koma í vist í sveitinni. Minn uppáhaldsvetur var þegar ég bjó í sveitinni í tíunda bekk. Um helgar þegar við vorum nýbúnir með hádegismatinn fórum við alltaf inn í stofu og lögðum okkur í 10-15 mín- útur áður en við fórum út aftur. Það má segja að ég hafi alist upp hjá þér, því þegar ég var ekki í skólanum var ég oftast í sveitinni. Þú kenndir mér að vinna og stappaðir í mig stálinu þegar til þurfti. Eitt sem þú sagðir man ég eins og það hefði gerst í gær, við vorum að koma úr fjósinu og það var heiðskír himinn og fallegt sum- arveður eins og það gerist best. Þú sagðist alltaf hafa reynt að kenna okkur strákunum að í gamla daga komstu upp á toppinn með hörku og dugnaði, og bentir með hendinni, en í dag er það bara hálf leið, þú þarft að mennta þig og með dugnaði og hörku kemstu á toppinn. Þín verður sárt saknað, en núna ert þú kominn á betri stað og færð að hvíla þig. Ég elska þig, Jón Aðalsteins. Afi minn var vinur minn, hann sagði okkur sögur um margt sem hann hafði upplifað. Þegar ég kom heim úr skólanum þá var hann alltaf í glugganum veifandi. Síðan hringdi hann í okkur systur og bað okkur að koma til sín. Þegar við komum gaf hann okkur alltaf eitthvað gott. Allt- af þegar ég eldaði eða bakaði eitt- hvað þá buðum við ömmu og afa í kaffi og hann borðaði alltaf það sem ég bakaði þótt honum þætti það ekki gott. Hann var góður afi og góður vinur. Þín afastelpa, Hafdís Katla. Elsku afi minn. Ég vil byrja á því að þakka þér fyr- ir allar gamlar og góðar stundir sem við áttum saman, einnig fyrir allt sem þú hefur kennt mér sem ég veit að verður mér gott vegarnesti í líf- inu. Það er mér mikill heiður að hafa fengið að kynnast þér og vera hjá þér. Núna ert þú í góðum höndum og vonandi færðu að gera það sem þú vilt, taka í nefið og allt hitt. Núna kveð ég þig og við sjáumst aftur eftir mörg ár. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísumVatnsenda-Rósu.) Kveðja, þinn nafni Skúli. Ég mun sakna þess þegar hann veifar mér úr stofuglugganum þegar ég var úti að leika mér. Þegar mér leið illa var hann líka alltaf til staðar. Það var gaman þegar við vorum sam- an í dráttarvélinni. Þegar ég var að fara í ferðalag gaf hann mér alltaf fullt af peningum, að mér fannst, en það var allt klinkið sem átti til í vesk- inu sínu og stundum gaf hann mér seðil. Það var gaman þegar ég náði í póstinn fyrir hann þá gaf hann mér alltaf brjóstsykur eða súkku- laðimola. Ég sakna þín, afi minn. Þín afastelpa, Heiðdís Birta. Nú er komið að kveðjustund, elsku vinur. Það er erfitt að sitja hér við eldhúsborðið hjá þér, horfa á stólinn þinn auðan og rifja upp stundirnar okkar saman. Við náðum ávallt mjög vel saman, vorum óhrædd við að bauna aðeins hvort á annað og hafa gaman af. Ég tel mig heppna að hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast þér. Þú komst svo sann- arlega til dyranna eins og þú varst klæddur og sagðir hlutina eins og þeir voru. Börnin munu fá að heyra ófáar sögurnar af afa Skúla í sveit- inni og tíminn sem við fengum saman nú í janúar mun lifa lengi í minning- unni. Elsku Skúli, hvíldu í friði. Brynja Björg Vilhjálms- dóttir, Vilhjálmur Blær og Dagbjört Lilja Gunnarsbörn. Ég var um fermingaraldur, þegar ég kynntist honum Skúla á Gemlu- falli, sem átti eftir að verða eiginmað- ur elstu systur minnar. Ég man fyrst eftir honum þegar hann kom í heim- sókn og við yngri systkinin vorum forvitin að sjá þennan myndarlega mann sem hún var farin að skjóta sig í. Unga parið gifti sig og fór að búa á Gemlufalli ásamt fósturforeldrum Skúla, Ágústu Guðmundsdóttur og Jóni Ólafssyni. Þau hjónin tóku hann barnungan í fóstur og þar ól hann allan sinn aldur. Skúli vann við ýmsa farþegaflutn- inga ásamt búskapnum. Áður en veg- ur kom fyrir fjörðinn var fólk ferjað yfir til Þingeyrar og var sú þjónusta í höndum Jóns og síðar Skúla. Strax og hann hafði aldur til fór hann að aka bíl og var vinsæll bílstjóri. Um árabil flutti hann héraðslækninn milli staða, oft um hávetur við erfiðar aðstæður en hann var þaulkunnugur öllum vegum og vegleysum í hér- aðinu. Mér er Skúli minnisstæðastur frá heimsóknum mínum vestur. Alltaf tók hann okkur systkinunum og öllu okkar fólki opnum örmum. Hann gaf sér góðan tíma til að spjalla og ég minnist margra stunda í eldhúsinu yfir morgunkaffinu, hann nýkominn úr fjósinu og gestirnir vart komnir á fætur. Skúli og Gagga fóru líka ófáar ferðir með gestina sína á kvöldin þegar vinnudeginum var lokið eða um helgar ef svo bar undir. Oft lá leiðin út að Arnarnesi þar sem veg- urinn endar eða farið var fyrir fjörð, gjarnan ekið út fyrir Sveinseyri og gamlar sögur rifjaðar upp á leiðinni. Á Gemlufalli var bensínafgreiðsla og símstöð áður fyrr og einnig póst- þjónusta til skamms tíma. Margir áttu þar leið um og var jafnan gest- kvæmt. Ýmsir litu við og fjölmörgum erindum þurfti að sinna hvort sem var í gegnum síma eða inni í eldhúsi yfir kaffibolla. Öllum sinnti Skúli með hlýju og vinsemd, gaf sér tíma, ræddi málin og sló oft á létta strengi. Í sveitinni sinni undi hann sér best en naut þess samt að ferðast um landið, hitta vini og kunningja og kynnast búskap í öðrum sveitum. Fyrir þremur árum veiktist Skúli alvarlega, þurfti að gangast undir uppskurð og náði aldrei góðri heilsu upp frá því. Það var honum ekki að skapi að þurfa að draga sig í hlé frá daglegum störfum en heima á Gemlufalli leið honum best. Þar gat hann líka verið lengst af með aðstoð Göggu sem annaðist hann af ein- stakri alúð. Við systkinin viljum þakka Skúla samfylgdina og biðja Guð að blessa systur okkar og alla þeirra afkom- endur. Guðrún Jónsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Skúla Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.