Morgunblaðið - 28.02.2009, Side 38
38 MessurÁ MORGUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009
AÐVENTKIRKJAN:
Aðventkirkjan í Reykjavík | Samkoma í
dag, laugardag, kl. 11, hefst með bibliu-
fræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna.
Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á
ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Halldór Eng-
ilbertsson prédikar.
Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Sam-
koma í dag, laugardag, kl. 10.30. Boðið
verður upp á biblíufræðslu fyrir börn og
fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11.30. Eric
Guðmundsson prédikar.
Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Sam-
koma í Reykjanesbæ í dag, laugardag, kl.
11. Farið verður yfir biblíulexíuna.
Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Samkoma á
Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst
með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna.
Guðþjónusta kl. 10.45. Jón Hjörleifur
Stefánsson prédikar.
Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Sam-
koma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst
með fjölskyldusamkomu kl. 11. Halldór
Magnússon prédikar. Bíblíufræðsla fyrir
börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Boð-
ið er upp á biblíufræðslu á ensku.
AKRANESKIRKJA | Æskulýðsmessa kl.
14. Ungmennakórar kirkjunnar syngja og
fermingarbörn aðstoða.
AKUREYRARKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Jóna Lovísa
Jónsdóttir. Stúlknakór Akureyrarkirkju
syngur, stjórn. Eyþórs Inga Jónssonar.
ÁRBÆJARKIRKJA | Æskulýðsguðsþjón-
usta á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar kl.
11. Þátttaka yngri meðlima safnaðarins
einkennir stundina, barnakór kirkjunnar
syngur. Æskulýðs-léttmessa kl. 20. Í létt-
messunni koma fram unglingar úr æsku-
lýðsstarfi kirkjunnar og sýna afrakstur
vetrarins. Tónlistaratriði verða leikin undir
stjórn æskulýðsleiðtoga kirkjunnar og
leiklistaratriði leikin.
ÁSKIRKJA | Æskulýðsdagurinn. Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Umsjón Hildur Björg og
Elías. Messa kl. 14. Sóknarprestur pré-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt Margréti
Svavarsdóttur djákna, félagar úr Kór Ás-
kirkju syngja, organisti er Bjartur Logi
Guðnason. Helga Aðalheiður Jónsdóttir
leikur á blokkflautu og Kristín Lárusdóttir
á gömbu. Kaffi á eftir. Sjá askirkja.is.
ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta á Kirkjuvöllum 1, kl. 11. Ferming-
arbörn aðstoða, prestur er sr. Bára Frið-
riksdóttir, stúlknakór kirkjunnar syngur
undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmunds-
dóttur. Einnig er brúðuleikur. Kaffi á eftir.
BESSASTAÐAKIRKJA | Æskulýðsdag-
urinn haldinn hátíðlegur kl. 11. Söngur og
brúður koma í heimsókn og börn úr KFUM
og KFUK starfinu á Álftanesi ásamt ferm-
ingarbörnum koma að stundinni. Sr. Hans
Guðberg Alfreðsson þjónar, Bjartur Logi
Guðnason er organisti og leiðtogar í söfn-
uðinum aðstoða.
BORGARNESKIRKJA | Æskulýðsguðs-
þjónusta kl 14. Barnakórinn syngur undir
stjórn Steinunnar Árnadóttur, Eygló Egils-
dóttir segir biblíusögur. Fermingarbörn
lesa ritningarlestra. Almennur söngur.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi |
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Þema guðs-
þjónustunnar er hlutverk hvers og eins
okkar. Börnin mega koma í búningum ef
þau vilja. Ný fjársjóðskista verður tekin í
notkun. Rannveig Iðunn og Ása Björk hér-
aðsprestur leiða stundina, en Palli org-
anisti leiðir sönginn.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Æskulýðsdagurinn. Prest-
ur sr. Gísli Jónasson, Nína Björg Vilhelms-
dóttir predikar, börn og unglingar aðstoða
og eldri barnakór syngur. Unglinga-
hljómsveitin Insomnia spilar. Kaffi í safn-
aðarheimili á eftir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Samvera fyrir alla fjölskylduna. Hljómsveit
ungmenna, organisti Renata Ivan. Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Renata Ivan,
einsöngur Agnes Amalía Kristjónsdóttir,
Kirkjukór Bústaðakirkju og prestur er
Pálmi Matthíasson. Kaffi. Réttó reunion
kl. 16 í tali og tónum. Toxic og Jónas R,
Rympill/Mottó, Tríó Guðjóns Coburn, Una,
Doddi, Tímasóun, Þórður Hermanns, Álf-
heiður Erla og Skósveinarnir, Kristín Mar-
íella o.fl. Gestgjafi Þorvaldur Jónasson.
DIGRANESKIRKJA | Æskulýðsmessa kl.
11 í umsjá barna og unglingastarfs kirkj-
unnar. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson,
tónlistin er í höndum Meme group. Léttar
veitingar í safnaðarsal á eftir. Sjá digra-
neskirkja.is.
DÓMKIRKJAN | Æskulýðsmessa kl. 11, í
umsjá sr. Þorvaldar Víðissonar. Barnakór
syngur og sunnudagsskólalögin sungin,
krakkar úr TTT starfinu leiða bænagjörð.
Barn borið til skírnar. Unglingamessa kl.
20. Hljómsveit KSS leiðir tónlist, en prest-
ar og unglingaleiðtogar leiða stundina.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Æskulýðsguðs-
þjónusta kl. 11 sem er sameiginleg fyrir
söfnuðina á Héraði. Stefán Bogi Sveins-
son prédikar, barnakór leiðir sönginn.
Kyrrðarstund á mánudag kl. 18. Bibl-
íulestralota hefst 3. mars kl. 19.30-
20.30, í safnaðarheimilinu að Hörgsási 4.
Kaflar úr Markúsarguðspjalli lesnir og leið-
beint um persónulega íhugun orðsins.
FELLA- og Hólakirkja | Fjölskylduguðs-
þjónusta á æskulýðsdaginn kl. 11. Sr.
Svavar Stefánsson og sr. Þórhildur Ólafs
leiða stundina. Börn úr æskulýðsstarfinu
taka þátt í þjónustunni undir stjórn Sigríð-
ar R. Tryggvadóttur. Listasmiðjan Litróf
syngur og dansar undir stjórn Ragnhildar
Ásgeirsdóttur. Organisti er Guðný Ein-
arsdóttir, meðhjálpari og kirkjuvörður
Kristín Ingólfsdóttir. Leikritið „Ég á mig
sjálf“ verður sýnt í kirkjunni kl. 20. þetta
er forvarnarverk um átröskunarsjúkdórm-
inn Anorexíu. Aðgangur er ókeypis. Árleg
Góugleði kirkjunnar verður miðvikudaginn
4. mars kl. 18. Kvöldverður og fjölbreytt
dagskrá. Skráning í síma 557-3280.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli
kl. 11. Stund fyrir alla fjölskylduna. Um-
sjón hafa Edda og Skarphéðinn Þór.
Kvöldvaka kl. 20. Matti Ósvald Stef-
ánsson heilsufræðingur flytur hugleið-
ingu: Hvað er best að gera í miklu and-
streymi. Anna Sigga Helgadóttir söngkona
og Skaphéðinn Þór Hjartarson organisti
leiða sönginn.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl.
14. Barn borið til skírnar. Ásta Sigríður
Sveinsdóttir fyrrum söngkona Gus Gus
syngur eitt lag í tilefni skírnarinnar. Hjörtur
Magni Jóhannsson predikar og þjónar fyrir
altari. Anna Hulda sér um barnastarfið og
fer með börnin eftir stutta dvöl í kirkjunni í
safnaðarheimilið að fylgjast með músa-
pésa og mýslu. Anna Sigga og Carl Möller
leiða tónlistina ásamt kór Fríkirkjunnar.
FÆREYSKA sjómannaheimilið | Möti kl.
17. Lestur og kaffi á eftir.
GARÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Friðrik
Hjartar og Nanna Guðrún djákni þjóna, fé-
lagar úr Kór Vídalínskirkju leiða sönginn
og organisti er Jóhann Baldvinsson. Rúta
ekur frá Vídalínskirkju kl. 13.30, frá Jóns-
húsi kl. 13.35 og frá Hleinum kl. 13.40.
GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Arn-
aldur Bárðarson þjónar, félagar úr Kór
Glerárkirkju leiða söng undir stjórn Hjartar
Steinbergssonar. Barnastarf á sama
tíma, sameiginlegt upphaf í messu safn-
aðarins. Barnastarfið er í umsjón Val-
mars, Péturs, Sædísar og Kolbrár. Fjöl-
skylduguðþjónusta í tilefni Æskulýðsdags
Þjóðkirkjunnar kl. 13. Þrír kórar kirkjunnar,
Barnakór, Drengjakór og Æskulýðskór
koma fram og leiða söng í athöfninni.
GRENSÁSKIRKJA | Æskulýðsdagurinn.
Morgunmatur kl. 10, bænastund 10.15.
Fjölskyldumessa kl. 11. Ræðumaður er Jó-
hanna Sesselja Erludóttir æskulýðsfulltrúi.
Samskot til ABC-barnahjálpar. Messuhóp-
ur. Kirkjukór Grensáskirkju syngur, org-
anisti Árni Arinbjarnarson og prestur er sr.
Ólafur Jóhannsson. Molasopi á eftir. Kyrrð-
arstund á þriðjudag kl. 12. Hversdags-
messa með Þorvaldi Halldórssyni á
fimmtudag kl. 18.10.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Auður Inga Einarsdóttir
prédikar, Rósa Jóhannesdóttir syngur og
leikur á fiðlu og organisti er Kjartan Ólafs-
son.
GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Fjöl-
skyldumessa kl. 11. Prestur dr. Sigríður
Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadótt-
ir, barnakór Guðríðarkirkju syngur undir
stjórn Berglindar Björgúlfsdóttur, meðhjálp-
ari Sigurjón Ari Sigurjónsson. Fyrsta kaffið í
nýju kirkjunni eftir messu.
HALLGRÍMSKIRKJA | Æskulýðsdagurinn.
Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Ómar
Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni og
messuþjónum, Drengjakór Reykjavíkur í
Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Friðriks
S. Kristinssonar, organisti Hörður Áskels-
son. Dagstund í minningu Sigurbjörns Ein-
arssonar kl. 14-16. Tónlistarflutningur,
opnun myndlistarsýningar Hörpu Árnadótt-
ur og Af hverju afi?. Leikgerð Jóns Hjart-
arsonar eftir barnabók Sigurbjörns.
HÁTEIGSKIRKJA | Æskulýðsdagurinn.
Messa kl. 11. Fermingarbörn lesa ritning-
arlestra, Guðbjörg Hilmarsdóttir 18 ára
söngnemi syngur, organisti Douglas Brotc-
hie, prestur Helga Soffía Konráðsdóttir.
Barnastarf í umsjá Sunnu og Páls Ágústs.
Léttar veitingar á eftir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Æskulýðsguðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson
þjónar, Þorvaldur Halldórsson leiðir safn-
aðarsöng og Jónsi kemur í heimsókn,
krakkar úr æskulýðsstarfinu aðstoða.
Sunnudagaskóli kl. 13. Batamessa kl. 17.
Messan er á vegum Vina í bata, 12 spora
starfsins í kirkjunni. Bæna- og kyrrðarstund
á þriðjudag kl. 18. Sjá hjallakirkja.is.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Hjálpræðisherinn Akureyri | Samkoma kl.
17. Gideonfélagar sjá um samkomuna.
Hjálpræðisherinn Reykjanesbær | Kaffi-
húsakirkja undir yfirskriftina „nýr dagur ný
tækifæri“, kl. 17. Ræðumaður er Wouter
van Gooswilligen, lofgjörð, bæn, fé-
lagsskapur, kaffieitingar. Dagskrá í boði
fyrir börnin.
Hjálpræðisherinn Reykjavík | Samkoma kl.
20. Umsjón hefur Anne Marie Reinholdt-
sen og ræðumaður er Ólafur Jóhannsson.
Heimilasamband fyrir konur mánudag kl.
15. Bæn þriðjudag kl. 20. Kvöldvaka
fimmtudag kl. 20 með happdrætti og veit-
ingum. Umsjón hefur vistheimilið Bjarg.
Dagsetrið á Eyjarslóð er opið alla daga kl.
13-18.
HRÍSEYJARKIRKJA | Guðsþjónusta á
æskulýðsdaginn kl. 11.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Brauðs-
brotning kl. 11. Ræðumaður er Heiðar
Guðnason. Alþjóðakirkjan í kaffisalnum kl.
13. Ræðumaður er Fanuel Kapute. Almenn
samkoma kl. 16.30. Æskulýðsdagurinn,
ORÐ DAGSINS:
Freisting Jesú.
(Matt.4)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Siglufjarðarkirkja.
STIGAHÆSTI skákmaður heims,
búlgarski stórmeistarinn Venselin
Topalov vann öruggan sigur yfir
Gata Kamsky í einvígi þeirra sem
lauk í Sofia á fimmtudaginn. Loka-
tölur urðu 4 ½ : 2 ½. Topalov hefur
þar með tryggt sér rétt til að skora á
heimsmeistarann Anand. Einvígi
þeirra fer fram á hausti komanda.
Topalov varð heimsmeistari FIDE
haustið 2005 eftir glæsilega tafl-
mennsku á heimsmeistaramóti sem
fram fór í Morelia í Mexíkó haustið
2005. Í Elista í Kalmykíu ári síðar
dróst Búlgarinn síðan á að tefla ein-
hverskonar sameiningareinvígi við
Vladimir Kramnik um heimsmeist-
aratitilinn. Kramnik vann óvæntan
og sanngjarnan sigur í keppni sem
síðar hlaut nafnið „Toilet-gate“ og
snerist um tíðar salernisferðir hans
og grunsemdir um tölvunotkun.
Tölvumisnotkun er raunar á allra
vörum þessa dagana því á hinu
geysisterka Aeroflot-móti í Moskvu
sem lauk fyrir stuttu síðan hætti
stigahæsti keppandinn Aserinn
Shakriyar Mamedyarov í mótinu og í
yfirlýsingu sem hann gaf út af því til-
efni sakaði hann andstæðing sinn í 6.
umferð, Rússann Igor Kurnosov, um
að hafa notað töluforritið Rybku við
ákvörðun leikja. Sá sem þessar línur
ritar athugaði m.a. skák sem Kurno-
sov vann í 2. umferð og kom á daginn
að síðustu ellefu leikir hans voru
fyrsta val forritsins Deep Rybka 3.
Þess má þó geta að atburðarásin var
afar þvinguð.
Þó yfirdómarinn Hollendingurinn
Guert Guijjsen hafi ekki gefið mikið
fyrir yfirlýsingu Mamedyarov þá
hljóta slíkar grunsemdir eða væni-
sýki öllu heldur að knýja á um að
gerðar verði ráðstafanir á skákmót-
um til að girða fyrir uppákomur af
þessu tagi.
Magnús Carlsen vann Anand
Fyrri hálfeik er nú lokið á hinu
geysisterka Linares-móti og hefur
heimsmeistarinn Anand átt við
ramman reip að draga en gæti þó
með góðum endaspretti blandað sér í
baráttuna um efsta sætið. Hann hef-
ur þegar tapað fyrir Magnúsi Carl-
sen og Aronjan. Staðan:
1. Alexander Gristjúk (Rússland)
5 v. ( af 7 ) 2. – 3. Vasilí Ivantsjúk
(Úkraínu) og Magnús Carlsen (Nor-
egi) 4 v. 4. – 5. Wisvanathan Anand
(Indlandi) og Levon Aronjan (Arme-
níu) 3 ½ v. 6. Leinier Dominguez
(Kúbu) og Yue Wang ( Kína ) 2 ½ v.
Óvænt endalok
Ekki bar kappið fegurðina ofurliði
í skákþrautakeppni sem haldin var
samhliða Courus-mótinu í Wijk aan
Zee í janúar sl. Þar voru mættir til
leiks ýmsir kunnir jaxlar úr þessari
deild skáklistarinnar og var þar
fremstur í flokki stærðfræðiprófess-
orinn og stórmeistarinn dr. John
Nunn. Honum var spáð sigri en 22
keppendur settust niður að rýndu í
níu geysilega erfið dæmi. Mest voru
45 stig í boði og keppendur fengu
þrjár klukkustundir til að skila inn
lausnum. Öllum á óvart varð Nunn
að láta sér annað sætið lynda en sig-
urvegari óþekktur 18 ára Hollend-
ingur Twan Burg sem náði 35 stig-
um. Eftirfarandi dæmi var meðal
þeirra sem keppendur fengu að
glíma við:
Gady Costeff
Hvítur leikur og heldur jafntefli.
1. g5!
Ekki 1. Hxd2 De8! sem hótar 2. …
f6+ o.s.frv.
1. … d1(D)+ 2. Hxd1 g6+! 3. Kh6
Hxd1 3. Da4+ Ke7 4. Dxd1 Kf8!
Hótar 5. … Kg8 og 6. … Df8 mát
5. Dd4! Db2!
Þessi leikur virðist gera útslagið.
6. Dh8+!! Dxh8 7. f6!
Svartur er nú drottningunni yfir
en hvítur er í pattstöðu. Reyna má 7.
… De7 en eftir 8. fxe7 Kxe7 9. Kg7 er
niðurstaðan einnig jafntefli.
Minningarmótið um
Jón Þorsteinsson
Bræðurnir Jóhannes Gísli og Jón
Gunnar Jónssynir fundu margar at-
hyglisverðar og flóknar stöður sem
komu upp í skákum frægra meistara
á borð við Capablanca, Karpov, Lar-
sen, Petrosjan, Tal og Keres á u.þ.b.
70 ára tímabili. Úr þessum stöðum
tefldu keppendur á minningar-
mótinu um Jón Þorsteinsson í MH
um síðustu helgi með hvítu og
svörtu, tvær skákir við hvern and-
stæðing með 15 mínútna umhugs-
unartíma. Taflið hófst yfirleitt í
kringum 15. leik. Greinarhöfundur
vann nokkuð öruggan sigur og tap-
aði ekki skák. Fjölmargir öflugir
skákmenn tóku þátt í mótinu. Alls
voru keppendur 48 talsins. Loka-
staðan:
1. Helgi Ólafsson 14 v. (af 18 ) 2.
Bragi Þorfinnsson 13 v. 3. – 4. Stef-
án Kristjánsson og Þröstur Þór-
hallsson 12 ½ v. 5. Jón Viktor Gunn-
arsson 12 v. 6. Jón L. Árnason 11 ½
v. 7. – 12. Guðmundur Kjartansson,
Björn Þorfinnsson, Benedikt Jónas-
son, Hjörvar Steinn Grétarsson,
Sigurður Daði Sigfússon og Tómas
Björnsson 11 v.
Fjölmörg aukaverðlaun voru
veitt: Hjörvar Steinn Grétarsson
fékk verðlaun fyrir bestan árangur
16 ára og yngri en þar varð Birkir
Karl Sigurðsson í 2. sæti. Öldunga-
verðlaun komu í hlut Benedikts
Jónassonar, en næstur var Bragi
Halldórsson. Bestum árangri í
flokki keppenda undir á bilinu í
flokki keppenda undir á stigabilinu
2100 – 1900 náði Tómas Björnsson
en næstur kom Daði Ómarsson.
Verðlaun keppenda á bilinu 1900 –
1600 hlutu Jóhanna Björg Jóhanns-
dóttir, Patrekur Maron Magnússon
og Ólafur Kjartansson. Í flokki
keppenda undir 1600 stigum náði
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir
bestum árangri en næstir komu
Dagur Kjartansson og Páll Andra-
son. Verðlaun fyrir flesta 2:0 sigra
hlaut Þröstur Þórhallsson.
Topalov vann Kamsky – Vænisýki í Moskvu
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
SKÁK
Sofia, Búlgaría
Áskorendaeinvígið
17. – 26. febrúar 2009