Morgunblaðið - 28.02.2009, Side 42

Morgunblaðið - 28.02.2009, Side 42
42 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 Sudoku Frumstig 3 6 4 1 8 9 9 6 2 4 8 4 6 2 1 5 3 6 2 4 7 8 5 8 6 3 8 6 5 7 1 9 9 6 3 4 7 4 2 8 4 9 5 8 1 6 2 9 3 1 8 7 2 5 9 7 1 3 5 5 7 6 2 4 5 9 1 8 3 6 6 9 4 1 9 8 7 1 8 5 9 2 1 5 4 9 8 9 2 5 5 8 6 7 9 3 2 8 1 3 7 6 5 4 9 5 9 6 4 1 2 8 7 3 4 3 7 5 9 8 6 2 1 6 4 3 1 2 5 9 8 7 7 5 8 9 3 4 1 6 2 1 2 9 8 6 7 4 3 5 9 6 5 2 8 3 7 1 4 3 7 4 6 5 1 2 9 8 8 1 2 7 4 9 3 5 6 1 7 8 2 5 9 6 3 4 6 4 3 7 1 8 5 2 9 5 9 2 6 3 4 8 1 7 4 8 9 3 2 5 1 7 6 7 6 5 9 8 1 2 4 3 2 3 1 4 7 6 9 5 8 9 2 6 5 4 3 7 8 1 8 5 4 1 6 7 3 9 2 3 1 7 8 9 2 4 6 5 6 4 5 1 2 8 3 7 9 1 2 3 4 9 7 8 6 5 9 7 8 3 6 5 1 2 4 3 6 2 5 4 1 9 8 7 7 5 4 8 3 9 2 1 6 8 9 1 6 7 2 5 4 3 4 8 6 2 5 3 7 9 1 2 3 7 9 1 6 4 5 8 5 1 9 7 8 4 6 3 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 28. febrúar, 59. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. (Lk. 8, 17.) Facebook-samskiptasíðan er ímiklu uppáhaldi hjá Víkverja. Hann má því til með að stökkva henni til varnar þegar honum finnst að henni vegið. Það sem andstæð- ingar Facebook virðast helst finna henni til foráttu er að notendur hennar séu hættir að eiga eðlileg samskipti við fólk, hitti ekki vini sína lengur og tali ekki við þá augliti til auglitis, vegna þess að netsam- skiptin hafi tekið yfir þetta allt sam- an í einhvers konar sýndarveruleika. Þetta er mikill misskilningur. Samskipti á Facebook útiloka ekki samskipti í raunheimum, þau eru einfaldlega viðbót við þau. Frábær viðbót. Í tilfelli Víkverja er raunin sú að hann talar vissulega við bestu vini sína og fjölskyldu á Facebook, en ekki síður við kunningja og félaga sem standa honum fjær en eiga samt sinn sess í hjartanu. Það er kunn- ingsskapur sem að öllum líkindum myndi flosna upp úr á fáum árum ef ekki væri fyrir Facebook. Þetta er auðvitað sérstaklega dýrmætt þegar kemur að vinum í öðrum löndum. x x x Víkverji er ekki þess eðlis, ogsennilega eru það fæstir, að hann taki reglulega upp símann og hringi í gamla vinnufélaga eða fólkið sem var með honum í bekk í mennta- skóla til að heyra hvað er að frétta nema vinskapurinn hafi verið þeim mun nánari. Smám saman hættir fólk að þekkjast og kemst á það stig að kinka bara kolli ef það hittist úti á götu eða þá eiga stutt, yfirborðsleg samtöl um hvort ekki sé nú allt gott að frétta. Facebook hjálpar hins vegar mikið til við þetta því þar er hægt að viðhalda grunnsamskiptum og halda þannig áfram að vera mál- kunnugur fólki sem ekki er lengur tilefni til að hitta daglega. Sjálfur þekkir Víkverji engan sem er hættur að hitta vini sína af því þeir tali bara saman á Facebook í staðinn. Reyndar talar Víkverji helst við nánustu vini sína á Facebook til þess einmitt að skipuleggja næsta hitting með auðveldum hætti, án þess að þurfa að hringja á milli, eða til að þakka fyrir síðast – og grínast eitthvað í leiðinni. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 eira, 4 hæl- bein, 7 ákæru, 8 gaul, 9 lík, 11 stillt, 13 vanþókn- un, 14 frek, 15 tiginn valdsmaður, 17 að ótöld- um, 20 guði, 22 hryggur, 23 kvendýrið, 24 und- irnar, 25 hreinar. Lóðrétt | 1 óskar ákaft, 2 rödd, 3 eyðimörk, 4 heitur, 5 ungi lundinn, 6 líkamshlutinn, 10 veldur ölvun, 12 blekking, 13 skelfing, 15 einn post- ulanna, 16 klettasnös, 18 svardagi, 19 mannsnafn, 20 sóminn, 21 reitt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 pennalata, 8 messu, 9 tigna, 10 mær, 11 tjara, 13 ausan, 15 atlas, 18 ógild, 21 tól, 22 kafla, 23 asnar, 24 gallharða. Lóðrétt: 2 elska, 3 nauma, 4 letra, 5 tagls, 6 smit, 7 raun, 12 róa, 14 ugg, 15 aska, 16 lyfta, 17 stagl, 18 ólata, 19 iðnað, 20 durt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. Be3 Rg4 8. Bg5 f6 9. Bc1 Rc6 10. d5 Re7 11. h3 Rh6 12. h4 Rf7 13. h5 f5 14. hxg6 Rxg6 15. Dc2 f4 16. Bd2 a6 17. O-O-O Bd7 18. Hdg1 b5 19. g3 Df6 20. Bd3 Rh6 21. gxf4 Rxf4 22. Rg5 b4 23. Re2 c5 Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Gíbralt- ar. Indverski stórmeistarinn Penthala Harikrishna (2673) hafði hvítt gegn skosku skákkonunni og alþjóðlega meistaranum Ketevan Arakhamia- Grant (2500). 24. Rxf4 exf4 25. Rxh7! Dd4 svartur hefði tapað drottningunni eftir 25…Kxh7 26. e5+. 26. Hxh6 og svartur gafst upp enda manni undir. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 28-02-09 Vandvirkni. Norður ♠Á98752 ♥9 ♦ÁG6 ♣D75 Vestur Austur ♠64 ♠KD ♥82 ♥KG107543 ♦1043 ♦852 ♣G98632 ♣4 Suður ♠G103 ♥ÁD6 ♦KD97 ♣ÁK10 Suður spilar 6G. Norður vekur á 1♠ og austur stekk- ur í 3♥. Göslari gæti skotið á 6G í spor- um suðurs, en vandvirkur spilari myndi vilja kanna möguleikann á alslemmu. Góð leið til þess er að taka sterkt undir spaðann með 4♥ og spyrja því næst um lykilspil við 4♠ makkers. Niðurstaðan yrði sú sama, en ekki er víst að gösl- arinn færi eins vel út úr spilamennsk- unni. Eftir ♥8 út er sjálfgefin byrjun að renna ♠G til austurs. Hjarta kemur til baka og nú gæti göslarinn tekið upp á því að svína strax aftur í spaða „af því að austur á svo mörg hjörtu“. Sá vand- virki tekur hins vegar slagina í láglit- unum og þá upplýkst skipting austurs og það sannast að hann á tvílit í spaða. Ágiskun á sinn sess við spilaborðið, en með vandvirkni má fækka þeim stöðum mikið þar sem „kylfa ræður kasti“. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Rafmagnsleysi, tölvubilanir og tæknilegar snurður gætu valdið vand- kvæðum í vinnunni í dag. Gættu þín, þú gætir skotið þeim sem þekkja þig ekki vel skelk í bringu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Sérstakrar þolinmæði er þörf í sam- skiptum við vini og félaga. Mundu að gildi þitt felst ekki í verðmæti eigna þinna. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert í skapi til að láta ljós þitt skína en þarft þó ekki að ganga ekki fram af viðstöddum. Stilltu þig um að reyna að sannfæra náungann. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þetta er góður dagur til að endur- skoða hversdagslega hluti í lífi þínu. En þú ert að vasast í of mörgu öðru til að sinna því. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Samræður við vini og vinnufélaga eru nauðsynlegar þessa stundina. Mundu bara að gjalda þeim líku líkt þegar þeir þurfa á þér að halda. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Með gamanseminni tekst þér að létta á spennunni meðal félaganna. Láttu aðra ekki velkjast í vafa um hver þú ert. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Tekjumöguleikar leynast í skapandi hugmynd sem þú hefur lumað á um nokk- urt skeið. Ekkert er dýrmætara en heils- an svo þú skalt varast að ofbjóða þér til sálar eða líkama. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Stundum hjálpar að fara eftir reglunum þegar maður vill ná að sökkva sér ofan í vinnuna. Treystu á innsæi þitt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Viðræður við ráðamenn – hugsanlega foreldri – eru dálítið tilfinn- ingaþrungnar í dag. Þínar þarfir og ann- ara passa ekki jafn vel saman og þú varst að vonast til. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Láttu þér ekki bregða þótt ný- stárlegt tilboð reki á fjörur þínar. En þú þarft að vera tilbúinn til að hlusta á vin- inn, þegar hann þarfnast þín. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er aldrei of seint að brydda upp á nýjungum og beina orku sinni inn á aðrar brautir en þessar venju- legu. Nýttu þér meðfædda hæfileika ann- arra. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér tekst að hvetja þrjóskan ein- stakling með því að beita gömlu góðu gul- rótinni. Hverslags félagsstarf mun gera þér gott. Stjörnuspá 28. febrúar 1920 Þilskipið Valtýr fórst fyrir sunnan land og með því þrjá- tíu menn. Valtýr var mikið aflaskip. 28. febrúar 1941 Belgíska flutningaskipið Per- sier strandaði á Dynskóga- fjöru suðaustur af Hjörleifs- höfða. Skipið, sem var 8200 smálestir, náðist á flot um miðjan maí og var dregið til Reykjavíkur. Það var tekið upp í fjöru við Kleppsvík og brotnaði þar í tvennt. 28. febrúar 1950 Breska olíuskipið Clam fórst við Reykjanes. Björgunarsveit frá Grindavík bjargaði 23 mönnum en 27 skipverjar fór- ust. Flestir þeirra voru kín- verskir. 28. febrúar 2003 Vöruhótelið í Sundahöfn var opnað. Geymslurými er fyrir 21.000 vörubretti. Húsið er stærra að rúmmáli en Kringl- an og meira en fimm sinnum stærra en Laugardalshöll. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Valgerður Birna Jónsdóttir og Tinna Sif Arnarsdóttir söfnuðu 2.538 kr. með því að halda tombólu í Skipasundi og gáfu svo Rauða krossi Íslands ágóðann. Hlutavelta „ÉG er nú ekki vanur að halda neitt upp á þetta, en finnst eins og maður verði að gera það svona einu sinni á ævinni. Það er nú farið að síga á seinni hlutann og því get ég ekki verið að draga þetta miklu lengur,“ segir Hörður Ó. Helgason, skóla- stjóri í Fjölbrautaskólanum á Vesturlandi, sem í dag fagnar 60 ára afmæli. „Ég og konan mín ætlum að halda veislu og bjóða vinum, ættingjum og öðrum samferðamönn- um úr fótboltanum, menntamálunum og annars staðar frá að koma og fagna þessum tímamótum með okkur.“ Hörður er mikill fótboltaáhugamað- ur og mætir á alla heimaleiki ÍA-manna. „Það er gaman að fylgjast með ÍA-liðinu, ég spilaði nú lengi sjálfur með Fram. Svo var ég knatt- spyrnuþjálfari í um 15 ár og þjálfaði mörg lið. Fyrir utan Skagaliðið hef ég þjálfað lið í Reykjavík og fyrir norðan. Þannig að fótbolti hefur lengi verið stór hluti af lífi mínu,“ segir Hörður. Veislan verður ekki af verri endanum, þar munu þekktir tónlist- armenn stíga á pall og skemmta veislugestum. Veislan verður haldin í dag milli 14 og 17 í Fjölbrautaskóla Vest- urlands og vonast Hörður til að sjá sem flesta. Hörður Ó. Helgason er 60 ára í dag Farið að síga á seinni hlutann Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Reykjavík Signý Rún fæddist 12. desember kl. 18.06. Hún vó 3.685 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru S. Rósa Frið- riksdóttir og Eyjólfur Þór Jónasson. Reykjavík Matthías Máni fæddist 20. nóvember kl. 21.30. Hann vó 3.375 g og var 50 cm langur. For- eldrar hans eru Þuríður Elísa Harðardóttir og Rúnar Matthíasson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.