Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 1. M A R S 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
68. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
DAGLEGTLÍF
VÉLHJÓLADELLA, ÚR
OG MYNDIR ÚR LEIR
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN
EINLEIKUR Á FIÐLU
Í STUÐKONSERT
www.illugi.is
ILLUGI GUNNARSSON
1. SÆTI
ENDURREISN
BANKAKERFISINS
FUNDUR UM EFNAHAGSMÁL.
Staður: Askja - Náttúrufræðahús
Háskóla Íslands (stóri salur) Sturlugötu 7.
Kl. 20.00
MIKILL eldur blossaði upp á þaki Síðumúla 34 um miðjan dag í
gær. Engan sakaði í eldsvoðanum sem rekja má til þess að við-
gerðarmenn voru að bræða dúk á þakið. Vegfarendum var
nokkur hætta búin vegna gaskúta sem voru á þakinu. Þeir
sprungu og kom einn þeirra fljúgandi ofan af þakinu.
Á þriðju hæð hússins er Íslensk tónverkamiðstöð til húsa. Þar
eru átta þúsund tónverk sem voru í stórhættu, helst vegna
vatnsskemda. Betur fór en á horfðist og var það ekki síst að
þakka slökkviliðsmönnum sem breiddu plast yfir möppurnar.
Unnið var að þurrkun í gærkvöldi.
Á efstu hæð hússins var íbúð sem fór hvað verst út úr eld-
inum. Karlmaður á þrítugsaldri hafði búið í íbúðinni í rúman
mánuð og missti hann allt sitt í eldsvoðanum. Í gærkvöldi var
verið að setja spónaplötur fyrir glugga sem sprungið höfðu í hit-
anum. | 2
Missti allt í eldi í Síðumúla
Verið var að bræða dúk á
þakið og kviknaði í út frá verkinu
Átta þúsund tónverk á nótum
voru í stórhættu vegna brunans
Íbúð ungs karlmanns var á
efstu hæð og gjöreyðilagðist
Ljósmynd/Sveinbjörn Halldórsson Ljósmynd/Ágúst Bjarmi Símonarson Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eftir Önund Pál Ragnarsson
og Kristján Jónsson
„HANN ætti að vera algerlega sjálf-
stæður,“ segir Eva Joly, nýráðinn
ráðgjafi vegna rannsókna á efna-
hagsbrotum sem tengjast banka-
hruninu, um embætti sérstaks sak-
sóknara. „Það ættu alls ekki að vera
nein inngrip í störf hans. Það er mjög
freistandi að reyna að hafa áhrif,
beina rannsókninni í aðra átt þegar
hún er farin að nálgast einhvern sem
er náinn manni sjálfum.“ Joly segir
það brandara að saksóknarinn hafi
fjóra menn sér til aðstoðar við rann-
sóknir mála. Embættinu er ætlað að
vaxa með umfangi mála.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, segir ljóst að fjórir menn
dugi afskaplega skammt í þá vinnu
sem framundan sé. Nú sé komið að
því að fjölga. Hann ræður til sín einn
lögreglumann úr efnahagsbrotadeild
næsta mánudag og gefur á næstunni
út áætlun um
mannaflaþörf út
2009. Embættinu
eru ætlaðar 50
milljónir króna á
fjárlögum þessa
árs og núverandi
húsnæði þess ger-
ir ráð fyrir tólf
starfsmönnum.
„Ég held ekki að
hægt sé að gera þessa rannsókn með
færri en 20 manns,“ segir Joly.
Brýnt að hlusta á Evu Joly
„Ég tel brýnt að við hlustum á það
sem Eva segir, að það þurfi fleiri að
starfa að rannsóknum hjá hinum sér-
staka saksóknara,“ segir Ragna
Árnadóttir dómsmálaráðherra. Hvað
varðar stöðu sérstaks saksóknara
gagnvart ríkissaksóknara, þá skipi
þeir hvor sitt stjórnsýslustigið. Skýrt
sé að ríkissaksóknari sé æðsti hand-
hafi ákæruvalds á Íslandi, en sé hann
vanhæfur í máli skuli hann víkja sæti.
„Hafi Eva Joly ákveðnar hugmyndir
um breytingar á þessu fyrirkomulagi
verða þær vitaskuld skoðaðar mjög
vel,“ segir Ragna.
Ólafur Þór segist ekki hafa lent í
hindrunum vegna skorts á sjálfstæði.
Hingað til hafi verið brugðist við ósk-
um hans í dómsmálaráðuneytinu og
frá byrjun legið fyrir þar að saksókn-
ari fengi að gera það sem þyrfti að
gera. Ekki hafi heldur orðið afskipti
af hendi ríkissaksóknara. Algert
sjálfstæði frá ríkissaksóknara segir
Ólafur að yrði undantekning frá því
að tvö stjórnsýslustig séu í hverju
máli. Ekki sé aðeins hægt að skjóta
ákvörðun um ákæru til æðra stjórn-
valds heldur líka ákvörðun um nið-
urfellingu máls. Hann segir ráð Evu
Joly vel þegin en geldur varhug við
því að taka upp þannig fyrirkomulag
að hafa franskan rannsóknardómara.
Traustið skiptir mestu | 16
Sjálfstæðari saksóknara
Sérstakur saksóknari þarf margfalt
fleira starfsfólk en hann hefur í dag
Eva Joly
Í HNOTSKURN
»Björn Bjarnason, fyrrver-andi dómsmálaráðherra,
segist alltaf hafa gert ráð
fyrir að fjórir væri lágmarks-
fjöldi til að ýta embættinu úr
vör.
»Ef í ljós komi, eftir aðembættið hefur störf og
að ráði erlendra sérfræðinga,
að grípa þurfi til sérstakra
umfangsmikilla aðgerða, beri
að taka ákvarðanir í því ljósi.
Greiðsluþátt-
taka fólks á öldr-
unarstofnunum á
enn eftir að
aukast á næstu
árum eftir því
sem lífeyrissjóða-
og vaxtatekjur
fólks aukast. Það
er mat Gísla Páls
Pálssonar, framkvæmdastjóra í Ási í
Hveragerði. Hann telur að það eigi
við um öll öldrunarheimili landsins.
Greiðsluþátttaka nú getur hæst orð-
ið rúmlega 262 þúsund krónur á
mánuði. »8
Fólk á eftir að greiða meira
fyrir vist á elliheimilum
ENGAR líkur eru á því að kynja-
hlutfallið verði jafnt á þingi eftir
kosningar. Það er mat stjórmála-
fræðinga sem Morgunblaðið ræddi
við. Allnokkrar líkur eru þó á því að
hlutfall kynjanna jafnist aðeins í
komandi kosningum og verði 40/60
körlum í vil, í stað 30/70 eins og nú
er. »6
Á Alþingi Útlit er fyrir að karlmenn
verði áfram fleiri á þingi en konur.
Karlar halda meirihluta
HEITT vatn sprautaðist upp úr 300
metra djúpri borholu við tjaldstæðið í
Skaftafelli í fyrrinótt. Skaftafell hef-
ur fram til þessa flokkast sem kalt
svæði í jarðfræðilegum skilningi, en
áður höfðu verið boraðar tvær holur
niður á 200 metra dýpi sem ekkert
gáfu. Vatnajökulsþjóðgarður stóð að
boruninni ásamt sveitarfélaginu Höfn
í Hornafirði sem styrkti hana sér-
staklega, en Jarðboranir sáu um
framkvæmd verksins.
Vatnið var 43 gráður við yfirborð
jarðar en 47 gráða heitt neðst í holunni. Þrýstingurinn var mikill að sögn
þeirra sem voru viðstaddir þegar vatnið fannst. Ætlunin er að nota vatnið í
þjóðgarðinum, en sem dæmi má nefna að húsin í Skaftafelli hafa hingað til
verið hituð með gas- og rafmagnskyndingu. onundur@mbl.is
Heitt vatn í Skaftafelli
Morgunblaðið/RAX
Vatn Við tjaldstæðið í Skaftafelli.
Alls þrjátíu þúsund heimili eru
með neikvæða eiginfjárstöðu eða á
leiðinni í þá stöðu. Um fjórtán þús-
und heimili, eða 18% þeirra skulda
meira en þau eiga. Tæplega 21%
þeirra eru með eiginfjárstöðu á
bilinu núll til fimm milljónir króna,
samkvæmt ríkisstjórninni. »4
Fjórtán þúsund heimili
skulda meira en þau eiga