Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 6

Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 6
urstöður prófkjaranna, því setja verði úrslitin í samhengi við fylgi flokkanna í hverju kjördæmi. Bendir hún í því samhengi á að þótt konur hafi hlotið góða kosningu hjá Fram- sóknarflokknum í Suðvest- urkjördæmi, séu litlar líkur til að flokkurinn nái nema einum manni inn í þing, miðað við núverandi fylgi. Segir hún einnig ljóst að miðað við núverandi fylgi flokkanna megi ljóst vera að stór hluti karla sé í öruggum sætum meðan konurnar séu í líkleg- um varaþingmannssætum. Aðeins horft til mannkosta Nokkur munur er á milli flokka m.t.t. hlutfalls kynja á fram- boðslistum. Tveir flokkar fara þá leið að vera ekki með neinn kynjakvóta. Það eru Frjálslyndi flokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn. Hjá Magnúsi Reyni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, fengust þær upplýsingar að einvörðungu yrði horft til mannkosta frambjóðenda þegar stillt yrði upp á lista kjördæm- anna. Uppröðunin er í höndum stjórna kjördæmisfélaganna, sem bera listana undir félagsfund til samþykktar. Stjórn Landssambands sjálfstæð- iskvenna sendi nýverið frá sér álykt- un þar sem allir sjálfstæðismenn voru minntir á „að vanda vel til verka við val sitt á lista í þeim prófkjörum sem framundan eru“ á vegum flokksins. Landssambandið FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttir silja@mbl.is ALLNOKKRAR líkur eru á því að hlutfall kynjanna jafnist aðeins á Alþingi í komandi kosningum og verði 40/60 körlum í hag, í stað þess að vera um 30/70 eins og er í dag. Engar líkur eru hins vegar á því að kynjahlutfallið verði 50/50 eftir kom- andi þingkosningar, sama hver út- koman verður í þeim prófkjörum sem eftir eru á næstu dögum. Þetta er mat þeirra stjórnmálafræðinga sem Morgunblaðið ræddi við. Góð kosning kvenna í prófkjörum hjá annars vegar Vinstrihreyfing- unni – grænu framboði í Reykjavík- urkjördæmunum og hins vegar hjá Framsóknarflokknum í SV- kjördæmi hefur vakið töluverða at- hygli að undanförnu. Vakti það ekki síst athygli að karlar nutu góðs af kynjakvótum hjá Framsókn- arflokknum þar sem konur lentu í fimm efstu sætunum. Velta sumir fyrir sér hvort áratugalöng jafnrétt- isbarátta sé núna loksins að skila konum lengra í prófkjörum. Aðrir spyrja sig hvort skýra megi aukinn framgang kvenna með kröfunni um uppstokkun eftir kerfishrunið. „Ég sé ekki að konum sé almennt að ganga miklum mun betur í próf- kjörum á landsvísu en oft áður að þessum tveimur dæmum und- anskildum,“ segir Auður Styrk- ársdóttir stjórnmálafræðingur og bendir á að ekki megi einblína á nið- hefur í þessu skyni hrint af stað átakinu „2+2 sterkari listi“ sem vís- ar til þess að í fjórum efstu sætunum á hverjum framboðslita séu tvær konur og tveir karlar. Stjórnin árétt- ar þó að hún telji „ekki tilefni vald- boða í þessum efnum svo sem með kynjakvótum eða fléttulistum“. Ýmsar leiðir farnar Hinir flokkarnir þrír hafa kynja- sjónarmið að leiðarljósi í prófkjörum sínum. Að sögn Sigfúsar Inga Sig- fússonar, framkvæmdastjóra Fram- sóknarflokks- ins, er í öllum prófkjörum farið eftir ákvæði í lögum flokksins þess efnis að við val á frambjóðendum eigi hvort kynið ekki að vera með lægra hlutfall en 40%. Hjá Samfylkingunni og VG er það í höndum kjördæm- isráðanna að ákveða hvort gripið verði til aðgerða á borð við kynja- kvóta eða fléttulista til að tryggja jöfnuð milli kynja á framboðslistum kjördæmanna. Í lögum beggja flokka er kveðið á um, að við skipan á framboðslistum skuli gæta jafn- aðar milli kynjanna. Samkvæmt upplýs- ingum frá Sigrúnu Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra Samfylkingarinnar, er ólíkum leiðum beitt í kjördæmunum. Þannig var skýr fléttul- isti kynjanna í SV-kjördæmi en í NV-kjördæmi gilti að við röðun á lista var parað í sex efstu sætin þannig að ávallt yrði karl og kona í tveimur sætum raðað eftir at- kvæðamagni í prófkjöri. Í Reykjavík gildir að uppstillingarnefnd er frjálst að færa þá frambjóðendur til í efstu átta sætum eftir þörfum sem ekki fá bindandi kosningu, þ.e. 50% gildra atkvæða í viðkomandi sæti. Í reglum prófkjörsins kemur fram að uppstillingarnefnd muni við frágang framboðslista líta til kvenfrelsis- sjónarmiða og nauðsynjar þess að fjölga konum á þingi. Það getur þýtt að hrókerað verði þeim frambjóð- endum sem ekki hljóta bindandi kosningu í sæti sín. Hjá Drífu Snædal, fram- kvæmdastýru VG, fengust þær upplýsingar að það væri í hönd- um kjördæmisráða VG að útfæra ákvæði flokkslaga þannig að kynja- jöfnuður næðist. Það hefði t.d. leitt til fléttulista í S-kjördæmi og NA- kjördæmi. Ekki væri enn ljóst hvernig listinn í Reykjavík yrði út- færður. Jafnrétti ekki í höfn Engar líkur taldar á því að hlutfall kynjanna verði algjörlega jafnt á Alþingi eftir næstu þingkosningar sama hver útkoman verður í komandi prófkjörum um helgina Í HNOTSKURN »Allir stjórnmálaflokkarnema Frjálslyndi flokk- urinn verða með prófkjör fyr- ir komandi þingkosningar. »Alls verða 313 ein-staklingar í framboði í prófkjörum, þar af eru 118 konur sem eru 37,7%. »Þetta er sama hlutfall og íprófkjörum fyrir þing- kosningar 1999. 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 BJÖRGUNARSVEITIR úr Árborg, Þorlákshöfn og Hveragerði sóttu í gærkvöldi stúlku í Reykjadal ofan Hveragerðis. Stúlkan meiddist á göngu og talið er að hún hafi mjaðm- arbrotnað. Stúlkan var stödd langt inni í dal þar sem bratt er þegar hún slasaðist. Þar var snjór yfir öllu og erfitt yfirferðar, en þyrla Landhelg- isgæslunnar sótti hana og var lent við Landspítalann í Fossvogi um klukkan hálfsjö í gærkvöldi. Aðeins nokkrir dagar eru síðan fé- lagar í björgunarsveitunum þremur komu fótbrotinni konu til aðstoðar á svipuðum slóðum. onundur@mbl.is Bjargað í Reykjadal Beinbrotnaði í ferð um snjóþungt svæði Björgun Stúlkunni var komið á bör- ur og reynt að halda hita á henni. VART hefur orðið við svartfugls- dauða að undanförnu, líkt og und- anfarna vetur. Þorsteinn Sæmunds- son jarðfræðingur við Náttúrustofu Norðurlands vestra tilkynnti í gær- morgun um tugi dauðra svartfugla austan við Sauðárkrók. Í stuttri ferð um svokallaðan Borgarsand fundust fjörutíu dauðir fuglar, sem höfðu legið mislengi í fjörunni. Allt frá því veturinn 2002 hefur fæðuskortur hjá svartfugli verið vandamál á veturna, en þann vetur drápust tugir ef ekki hundruð þús- unda svartfugla úr hor vestur, norð- ur og austur af landinu. Fyrst og fremst var um tvær tegundir að ræða, langvíu og stuttnefju. Ólafur K. Nielsen hjá Náttúru- fræðistofnun segir aðeins þessa einu tilkynningu hafa borist stofnuninni vegna svartfuglsdauða í vetur. Ekki sé því hægt að fullyrða mikið um ástandið. Ólafur hvetur hins vegar alla sem verða varir við sjórekin svartfuglshræ að láta vita af þeim. onundur@mbl.is Hungurdauði hjá svartfugli Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÚTDRÁTTUR gærdagsins í Happdrætti Háskóla Ís- lands var sannarlega sögulegur. Þá voru 75 ár frá því að í fyrsta skipti var dregið og af því tilefni var Ingigerður Jónsdóttir fengin til verksins en hún sá um fyrsta út- dráttinn, 10. mars 1934. Ingigerður, sem var þrettán ára árið 1934, var ásamt Jónasi Guðbrandssyni valin af forstöðukonu barnaheim- ilisins Vorblómsins til að draga út vinningsnúmerin í happdrættinu. Þau sinntu og verkinu í heilt ár og þáðu laun fyrir. Í þá daga fór drátturinn fram í Iðnó og var troðfullt út úr dyrum á meðan á honum stóð. Ingigerður hefur alla tíð síðan átt miða í HHÍ. Afmælisdrátturinn fór fram í Iðnó að gömlum sið og sneri Ingigerður stokknum með teningunum í sem töl- urnar eru lesnar af. Að sögn viðstaddra þótti hún engu hafa gleymt þótt langt væri um liðið frá síðasta drætti. Að sögn Hans J. Þórðarsonar, markaðs- og kynning- arstjóra HHÍ, er þetta ekki fyrsta uppákoman til að fagna tímamótunum. Í desember sl. var opnuð afmæl- issýning í Smáralind þar sem gestir og gangandi gátu skoðað ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt tengt langri og viðburðaríkri sögu happdrættisins. Lokahnykkurinn er svo í desember næsta. Þá verður dregið um sannkallaðan stórvinning, 75 milljónir á einn miða. Til þess að vera með í útdrættinum um þann stóra, í desember 2009, er nóg að eiga miða í þeim mánuði. En í hvert skipti sem miðinn er endurnýjaður á árinu fer hann í pott fyrir útdráttinn. 75 ár frá fyrsta drætti Ingigerður Jónsdóttir sem dró út vinningsnúmerin í Happ- drætti Háskóla Íslands 10. mars 1934 endurtók leikinn Ljósmynd/Kristinn treystum grunninn – tryggjum velferð Kæru sjálfstæðismenn Það er til fyrirmyndar hvernig við höfum tekið höndum saman í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarna mánuði við lausn þeirra erfiðu verkefna sem við erum að takast á við. Ég vil flytja þá reynslu með mér yfir í landsmálin. Kosningaskrifstofa Glæsibæ, sími 618 4469 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins verður 13.-14. mars www.jorunn.is Jórunn Frímannsdóttir 2. sæti @

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.