Morgunblaðið - 11.03.2009, Page 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbli.s
BETRI nýting á pappír og aukin hagsýni í mat-
arinnkaupum er meðal þeirra sparnaðarliða sem
flestir leikskólar horfa til í starfi sínu. Ólíklegt sé
að farið verði út í dýr tækjakaup á næstunni og
eins hafi fimmta starfsdeginum verið bætt við í
stað þess að greiða sérstaklega fyrir starfs-
mannafundi. Hjá Kópavogsbæ hafa menn farið út
í samhæfðar sparnaðaraðgerðir, en í Reykjavík
liggur enn ekki fyrir hve miklum sparnaði borg-
aryfirvöld gera ráð fyrir í leikskólastarfi þetta ár-
ið. Leikskólastjórnendur eru þó þegar farnir að
leita allra leiða til að draga úr kostnaði.
Daglegur rekstur er nú í skoðun á leikskólan-
um Laufskálum í Grafarvogi, m.a. hvað varðar
nýtingu á pappír og öðrum efnivið. Sömu sögu er
að segja á Austurborg. „Það má segja að það fel-
ist viss umhverfisvernd í sparnaðinum,“ segir
Hrafnhildur Konný Hákonardóttir, leikskóla-
stjóri á Austurborg. „Við reynum að vera vakandi
og nýta það sem til er.“ Tölvutæknin sé t.d. nýtt í
auknum mæli til að koma upplýsingum til for-
eldra í stað þess að setja miða í hólf barnanna.
Pappír sé þá jafnvel nýttur báðum megin sé þess
kostur og pappírsgjafir fyrirtækja hafi komið sér
vel.
Enginn leikskólaforsvarsmannanna sem rætt
var við taldi sparnaðinn líklegan til að koma niður
á starfi barnanna, t.d. föndri. Leikskólar væru í
eðli sínu nægjusamar stofnanir sem gerðu mikið
af því að nýta það sem til félli. Á Austurborg eru
börnin m.a. farin að nota náttúrulegan efnivið í
meira mæli en áður og búa jafnvel til útilistaverk.
Erfiðara getur verið að spara í matarinnkaup-
um og á Laufásborg fengust þau svör að sparn-
aðurinn mæddi líklega mest á matráðnum. Á
Austurborg segir Hrafnhildur Konný sparnaðinn
vissulega hafa áhrif á matarúrval, en ekki holl-
ustu. Hætt hafi t.d. verið að bjóða upp á bæði
morgunkorn og hafragraut og ekki sé boðið upp á
margar tegundir ávaxta í einu. „Þá kaupum við
minna af tilbúnum mat og erum farin að baka
okkar eigin brauð sem er varla slæmur kostur.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Í leik Spara þarf í leikskólastarfi
eins og annars staðar.
Leita allra sparnaðarleiða
Umhverfisvernd í sparnaðinum Hollusta í mat þó að dragi úr úrvali
Múrarameistarafélag Reykjavíkur
hefur sagt sig úr Samtökum iðn-
aðarins. Sigurður Heimir Sigurðs-
son, formaður félagsins, segir að
þetta sé fyrst og fremst gert í
sparnaðarskyni. „Þegar kreppir að
vilja menn skera niður kostnað,“
segir Sigurður Heimir.
Hann segir að það sé áhugi á því
að félagið sjálft sé aðili að SI en
ekki hver og einn félagsmaður líkt
og hafi verið. Sigurður segir að fé-
lögum í Múrarameistarafélagi
Reykjavíkur finnist þeir ekki nýta
þá þjónustu sem sé í boði hjá SI.
„Þeim finnst þeir ekki vera að nýta
þetta og þá finnst þeim, að þeir
þurfi ekki að borga þetta,“ segir
hann. Aðildargjöldin eru tekju-
tengd og greiddi hver félagi 0,07%
af veltu til SI að sögn Sigurðar.
Ákvörðunin var tekin á fé-
lagafundi nýverið og var samþykkt
með 30 atkvæðum á móti 1. „Þetta
er það sem meirihluti félagsmanna
vill,“ segir hann. jonpetur@mbl.is
Sögðu sig úr
Samtökum
iðnaðarins
DREGIÐ hefur úr fjölgun atvinnu-
lausra í þessum mánuði samanborið
við sama tíma í febrúar.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
félags- og tryggingamálaráðherra
kynnti nýjar upplýsingar um at-
vinnuástandið í ríkisstjórn í gær-
morgun.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra segir að nú liggi fyrir að
fjölgun atvinnulausra fyrstu dag-
ana í marsmánuði er nálægt helm-
ingi minni en á fyrstu dögum febr-
úarmánaðar. ,,Þetta er afar
jákvætt. Hreyfingin á heildar-
atvinnuleysi á milli febrúar og mars
er 0,2%. Sem betur fer eru það já-
kvæð teikn sem við sjáum þarna,“
sagði Jóhanna á fréttamannafundi í
Þjóðmenningarhúsinu í gær.
Jákvæð teikn
um atvinnu
„ÉG er stolt af
því að geta boð-
ið öllum ung-
lingum í 8., 9. og
10. bekk í
Vinnuskóla
Reykjavíkur í
sumar,“ segir
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir,
formaður um-
hverfis- og samgönguráðs Reykja-
víkurborgar. Áfram verður tekið á
móti öllum nemendum sem skrá sig
í Vinnuskólann en vinnutími nem-
enda verður styttur.
Í vetur eru 4.500 nemendur
skráðir í 8., 9. og 10. bekk grunn-
skóla í Reykjavík. Búist er við að
80-90% þeirra skrái sig í Vinnuskól-
ann, eða nær 4.000. Síðasta sumar
voru 2.400 nemendur skráðir.
Komast öll í
vinnuskóla