Morgunblaðið - 11.03.2009, Page 12

Morgunblaðið - 11.03.2009, Page 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 SÍMINN og Míla skrifuðu nýverið undir samning um áframhaldandi fjarskiptaþjónustu í stofnlínuneti Mílu. Með samningnum er verið að ramma inn það þjónustustig sem Míla hyggst veita Símanum í fram- tíðinni, segir í tilkynningu, en öll fjarskipti í landinu fara um stofn- línunetið, hvort sem um er að ræða talsíma, farsíma, gagnaflutninga eða sjónvarp. Undir samninginn rituðu (f.v.) Eva Magnúsdóttir, forstöðumaður sölu hjá Mílu, Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri hjá Símanum, Páll Á. Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu, og Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Síminn og Míla semja um fjarskipti Ljósmynd/Sigurður Salomon Gear ÁRLEG stofnmæling botnfiska á Ís- landsmiðum, eða togararall eins og verkefnið er kallað, hófst í síðustu viku. Fimm skip taka þátt í verkefn- inu: togararnir Bjartur NK, Ljósa- fell SU og Páll Pálsson ÍS og rann- sóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson. Vorrallið hefur farið fram árlega síðan 1985. Helstu markmið eru að fylgjast með breytingum á stofn- stærðum, aldurssamsetningu, fæðu, ástandi og útbreiðslu helstu fiskteg- unda við landið, og hitastigi sjávar. Allar tegundir fiska sem veiðast eru lengdarmældar og margar teg- undir auk þess vigtaðar, kyn- og kynþroskagreindar og kvörnum safnað til aldursgreininga. Þá er fæða þorsks og ýsu greind úti á sjó. Auk mælinga á afla eru skráðar upp- lýsingar um opnun vörpunnar, veð- urfar og sjávarhita við yfirborð og botn. Ennfremur er safnað sýnum vegna ýmissa rannsókna, t.d. á mengandi efnum í sjávarfangi, að því er fram kemur á heimasíðu Hafró. Rannsóknasvæðið nær yfir allt landgrunnið niður á 500 m dýpi – alls tæplega 600 togstöðvar. aij@mbl.is Fimm skip taka þátt í árlegu vorralli Hafró

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.