Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 GUÐMUND KJARTANSSON HAGFRÆÐING Í 3-4 SÆTI Í REYKJAVÍK! SJÁFSTÆÐISMENN! Sameinumst um sterkan lista! Ég býð mig fram í 3-4 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu í Reykjavík 13-14 mars. Helstu áherslur og greinaskrif mín er að finna á www.xd.is eða www.profkjor.is/gudmundur. Ég hef tekið þátt í opinberri umræðu um stjórnmál og efna- hagsmál m.a. á Útvarpi Sögu FM 99.4, þar sem ég verð á nk. fimmtudag, 12 mars kl. 16:30. Getum við aðstoðað? Í dag, miðvikudag, sitja ráðgjafar okkar lengur við símann. Ráðgjafar Eignastýringar, Almenna lífeyrissjóðsins og Fjármögnunar svara spurningum ásamt ráðgjöfum Íslandsbanka. Hringdu í okkur á milli kl. 17 og 21 í síma 440 4000. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -2 2 5 4 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is NÝLEGUR dómur Hæstaréttar í máli Ásgeirs Þórs Davíðssonar, sem kenndur er við nektarstaðinn Gold- finger, gegn blaðamanni og ritstjóra Vikunnar vekur ýmsar spurningar um stöðu blaðamanna. Í málinu var sannað að ummæli sem blaðamaðurinn hafði eftir viðmælanda sín- um voru efnislega rétt höfð eftir en engu að síður dæmdi Hæsti- réttur blaðamanninn til að greiða bætur fyrir ummælin. Þar með sneri Hæstiréttur við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað öllum kröfum Ás- geirs. Málið snýst um viðtal við Lovísu Sigmunds- dóttur, fyrrum nekt- ardansara á Goldfinger, sem birtist í Vikunni 23. ágúst 2007. Þar eru höfð eftir henni, innan gæsalappa, ýmis ummæli um Ásgeir og starfsemina á Goldfinger, m.a. um að þar væri stundað vændi og Ásgeir vildi geta stjórnað vændinu sjálfur til að tryggja að hann fengi þannig hluta af þóknun stúlknanna. Í kjölfarið höfðaði Ásgeir mál gegn Lovísu og einnig gegn blaðamann- inum, Björk Eiðsdóttur, og ritstjóra vikunnar, Elínu Arnar. Engar efnislegar breytingar Blaðamaðurinn Björk Eiðsdóttir hljóðritaði viðtalið við Lovísu og í nið- urstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Björk hafi unnið upp úr hljóðupptökunni á þann veg að óformleg samræða, án efnislegra breytinga, hefði verið orðuð þannig að úr yrði frambærilegt ritmál. Síðan hefðu farið tölvupóstar á milli Bjark- ar og Lovísu sem sýndu að Lovísa samþykkti birtingu samtalsins í end- anlegri mynd. Undir rekstri málsins gerði Ásgeir dómsátt við Lovísu, greiddi henni 150.000 krónur í málskostnað og felldi málið gegn henni niður. Að sögn lögmanns Ásgeirs, Sveins Andra Sveinssonar, er ástæðan sú að þegar í ljós hafi komið að ummælin voru ekki höfð orðrétt eftir Lovísu, hefði ekki lengur verið grundvöllur fyrir mál- sókn gegn henni, hún hefði einfald- lega ekki viðhaft þau ummæli sem málið snerist um. Hvort sem ummæl- in voru höfð orðrétt eftir henni eða ekki, hefði eftir sem áður verið hægt að höfða mál gegn blaðamanninum. Ekki innan stjórnarskrár Héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að Lovísa bæri ábyrð á um- mælunum en þar sem fallið hefði ver- ið frá málsókn á hendur henni bæri blaðamaðurinn ekki ábyrgð sem „höf- undur greinarinnar“ og því var ekki fallist á kröfur Ásgeirs. Hæstiréttur taldi hins vegar að blaðamaðurinn bæri ábyrgð á ummælunum sem höfundur greinarinnar, samkvæmt ákvæð- um prentlaga. Engu breytti þó viðmælandi hennar kynni einnig að geta talist höfundur hennar. Með sumum ummælunum hefði Ásgeiri verið borin á brýn refsiverð háttsemi. Ummælin fælu ekki í sér lýsingu á skoðunum eða gildismat, heldur full- yrðingar um staðreyndir sem rúm- uðust ekki innan ákvæða stjórn- arskrárinnar um tjáningarfrelsi. Þórður Bogason hrl., lögmaður Bjarkar Eiðsdóttur, segir að dómur Hæstaréttar hafi sannarlega komið á óvart enda var sýknudómi Héraðs- dóms Reykjavíkur hrundið. Svo virð- ist sem Hæstiréttur sé að senda þau skilaboð að menn geti ráðið því hvort þeir höfði mál gegn viðmælendum eða blaðamönnum. Dómur Hæsta- réttar sé að ýmsu leyti ekki nægilega afdráttarlaus, t.d. varðandi túlkun á því hver teljist höfundur efnis og hvaða ábyrgð felist í því. Björk hafi staðfest að hún sé höfundur viðtalsins að svo miklu leyti sem hún bjó talmál í skriflegan texta. Hæstiréttur virðist leggja mikið upp úr því atriði en það sé óljóst hver staða hennar hefði ver- ið, hefði hún neitað að vera höfundur. Blaðamaður ábyrgur sem höfundur greinar  Málið gegn viðmælandanum var fellt niður með dómsátt Björk Eiðsdóttir, blaðamaður á Vikunni, segir að Lovísa Sig- mundsdóttir hafi haft samband við Vikuna að fyrra bragði í kjölfar umfjöllunar um nektardans sem birtist í Vikunni 2. ágúst 2007. Í því tölublaði var viðtal við þrjár er- lendar nektardansmeyjar á Gold- finger sem allar báru staðnum vel söguna og sögðu að umræða um nektardans væri lituð af fordóm- um. Í sama tölublaði var viðtal við tvær fyrrverandi nektardans- meyjar sem lýstu allt öðrum veru- leika og að vændi væri stundað í tengslum við staðina. Í hvorugu tilfellinu er tekið fram á hvaða nektarstöðum konurnar störfuðu. Í samtali við Morgunblaðið sagði Björk að Lovísa hefði haft samband að eigin frumkvæði. Hún hefði sent tölvupóst og sagt að þessar stúlkur myndu aldrei segja sannleikann meðan þær störfuðu hjá honum. Hún væri hins vegar til í að koma fram undir nafni og mynd. Viðtalið sem dæmt var fyrir hefði verið efn- islega rétt haft eftir, þó hún hefði lagað til málfar og þess háttar. Hafði samband við Vikuna að fyrra bragði Hitamál Sumarið 2007 voru greinar um nektardans og vændi og eiturlyfjaneyslu sem tengdust því til umfjöllunnar í Vikunni. ARNA Schram, formaður Blaða- mannafélags Íslands, segir að stjórn félagsins sé að íhuga mjög al- varlega hvort dómi Hæstaréttar gegn Björk Eiðsdóttur, blaðamanni Vikunnar, verði skotið til Mannrétt- indadómstóls Evrópu. „Mér finnst þessi dómur mjög al- varlegur fyrir blaðamannastéttina og ef hann stendur getur hann haft neikvæð áhrif á hina lýðræðislegu umræðu.“ Arna sagði að með dómnum hefði Hæstiréttur skotið sendiboðann og að dómurinn gæti orðið til þess að blaðamenn veigruðu sér við að fjalla um viðkvæm mál og blaðamenn gætu jafnvel tekið upp á því að rit- skoða viðmælendur sína og það væri slæm þróun. Blaðamenn yrðu að sjálfsögðu að meta trúverð- ugleika viðmælenda sinna en þeir gætu ekki haldið aftur af þeim og sagt þeim hvað þeir mættu segja og hvað ekki af ótta við málsókn, sér- staklega ekki þegar verið væri að fjalla um við- kvæm og um- deild mál líkt og vændi. „Ég lít svo á að verið sé að þrengja að starfsumhverfi blaðamanna.“ Björk var dæmd til að greiða alls 900.000 krónur í bætur og máls- kostnað. Arna sagði að á flestum fjölmiðlum væri í gildi einhvers konar samkomulag um að útgáfu- félagið bæri málskostnað sem félli á blaðamenn vegna dómsmála. Und- anfarið hefðu bætur í málum sem þessum hækkað og tilefni væri til að Blaðamannafélagið skoðaði hvort setja þyrfti ákvæði um þessar greiðslur inn í kjarasaminga. Málið væri hins vegar snúið því blaða- menn vildu halda í höfundarrétt sinn og ráða því sjálfir hvað þeir settu á prent. Alvarlegur dómur fyrir blaðamenn Neikvætt fyrir lýðræðislega umræðu Arna Schram BJÖRK Eiðs- dóttir, blaðamað- ur á Vikunni, hefur ákveðið að höfða mál gegn ritstjóra Frétta- blaðsins og Ás- geiri Þór Davíðs- syni á Goldfinger vegna ummæla sem voru höfð eftir Ásgeiri í Fréttablaðinu 6. mars sl. Ummælin voru eftirfarandi: „Það er ekki hægt að leyfa óheið- arlegum blaðamönnum á borð við þennan, sem eru stétt sinni til skammar, að komast upp með dylgjur og óþverrahátt. Mest kem- ur mér á óvart að Vikan, þetta kvenna-dægurmálablað, hafi þarna umturnast í eitthvert sorptímarit.“ Fréttin var ekki merkt blaðamanni Fréttablaðsins en undir henni stóð „jbg“ og í samtali við Morgunblaðið sagði Björk að þar með væri blaða- maðurinn stikkfrí, samkvæmt dómafordæmum. Stefnan er tilbúin hjá lögmanni Bjarkar og verður væntanlega birt fljótlega. Í mál gegn Fréttablaðinu og Ásgeiri Björk Eiðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.