Morgunblaðið - 11.03.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 11.03.2009, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þúsundirellilífeyris-þega þurfa að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins ofgreiddan lífeyri vegna fjármagnstekna, sem þeir hafa haft. Þetta eru út af fyrir sig ekki ný tíðindi; end- urkröfur TR koma jafnilla við margt gamalt fólk á hverju ári. Í fréttaskýringu Ágústs Inga Jónssonar, fulltrúa rit- stjóra, í Morgunblaðinu í gær, kemur fram að ein ástæða þess að fólk er krafið um end- urgreiðslu lífeyris er að það hefur haft fjármagnstekjur, umfram frítekjumark sem er tæplega 100.000 krónur. Til fjármagnstekna teljast ekki bara vextir, sem fólk hef- ur af bankainnstæðum, heldur líka verðbætur. Verðbætur eru, eins og orðið sjálft gefur til kynna, hugsaðar til þess að fjárskuldbindingar, í þessu til- viki bankainnstæður, haldi verðgildi sínu þegar verðbólga er í landinu. Verðbæturnar, sem ellilíf- eyrisþegar fá greiddar, eru þess vegna ekki fjármagns- tekjur eins og vaxtagreiðslur. Þær eru ekki ávöxtun, heldur aðeins hugsaðar til þess að innstæður rýrni ekki. Bætur almannatrygginga eru hugsaðar til framfærslu. Ef þær skerðast vegna þess að fólk fær verðbætur, verður fólk væntanlega að taka verð- bæturnar til að framfleyta sér. Þá rýrnar banka- innstæðan. Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og kynningarsviðs Tryggingastofnunar, segir í blaðinu í gær að þessi fram- kvæmd byggist ekki á túlkun TR á lögum; hún sé skýrt skil- greind í lögunum. En það eru þá, eins og Landssamband eldri borgara bendir á í ályktun, óskiljanleg og óréttlát lög. Lands- sambandið bendir réttilega á að nú er verðbólga mikil. Þá hækka auðvitað verðbætur, sem fólk fær greiddar. Og fyr- ir vikið munu lífeyrisgreiðslur skerðast, eins og kaupmáttur þeirra hafi ekki skerzt nóg vegna hækkandi verðlags eins og sér. Þetta er fyrirkomulag, sem er fundið upp til að spara pen- inga skattgreiðenda og allra góðra gjalda vert sem slíkt. En hafa þeir, sem setja lögin, velt fyrir sér hvað þarf marga starfsmenn hjá TR til að svara fyrir svona vitlausar reglur? Hafa þeir velt fyrir sér hve mikið af tíma og peningum ellilífeyrisþeganna og ætt- ingja þeirra fer í lögfræðinga, endurskoðendur og ótal ferðir til Tryggingastofnunar til að reyna að skilja reglurnar, svara kröfum stofnunarinnar og finna út hvernig á að mæta þeim? Ætli sparnaðurinn sé áreiðanlega mikill þegar upp er staðið? Lögin eru óskilj- anleg og óréttlát}Lifað á verðbótum? Lækkun dag-peninga rík- isstarfsmanna á ferðalögum erlend- is um 10% er eðli- leg ráðstöfun eins og nú árar. Af sama toga er sú ákvörðun fjármálaráðherra að breyta sérstökum ákvæðum um end- urgreiddan ferðakostnað og dagpeninga til ráðherra og æðstu embættismanna. Löngu tímabært var að af- nema dagpeninga maka ráð- herra, enda ástæðulaust að rík- issjóður greiði slíkan ferðakostnað. Allur ferða- og gistikostnaður er greiddur að fullu, svo dagpeningarnir hafa ekki runnið til slíkra brýnustu nauðsynja ferðalanga. Þegar vart birtast fréttir án þess að nefndir séu milljarðar, tugir milljarða eða jafnvel mörg hundruð milljarðar þykir sumum kannski dropi í hafið að dagpeningar ráðherra á ferða- lagi í London lækki úr rúmum 19 þúsund krónum í tæpar 12 þúsund og að tæplega 10 þús- und króna greiðsla til maka falli niður. En sparnaður upp á rúmar 17 þúsund krónur á dag fyrir ráðherra og maka er ekkert til að fúlsa við. Þegar þar við bætist að aðstoð- armaður og ráðuneytisstjóri fá ekkert, en hefðu áður fengið samtals rúmar 31 þúsund krón- ur á dag, þá er ljóst að sparn- aður við þriggja daga ferð þessa hóps er hátt í 150 þúsund krónur. Og munar marga um minna. Indriði H. Þorláksson ráðu- neytisstjóri segir réttilega að fjárhæðirnar sem sparist séu óverulegar í samanburði við heildina. „Þetta er meira spurning um hvað er talið rétt og eðlilegt,“ sagði hann. Mest er um vert að með þessum breytingum gefa stjórnvöldum skýr skilaboð um verulegt aðhald. Allur þorri al- mennings finnur fyrir áhrifum kreppunnar og hefði ekki sætt sig við að ráðamenn héldu áfram að þiggja óeðlilega háa dagpeninga. Stjórnvöld senda skilaboð um aðhald}Rétt og eðlilegt É g veit að það sökkar allt á Íslandi. Ef þér finnst það bót í máli get ég sagt þér að hlutirnir sökka líka í Bosníu.“ Þessa hughreyst- andi kveðju, sem ég hef þýtt lauslega, fékk ég nýlega í tölvuskeyti frá kró- atískri vinkonu minni, sem búsett er í Saraj- evo. Ég hafði skrifað henni og rakið í stuttu máli nýjustu fregnir af landinu hrunda. Vin- konan, sem er upplýst menntakona, þarf reyndar engan tölvupóst frá mér til að fá upp- lýsingar um sprungnu blöðruna Ísland. Til þess nægir að kíkja í útbreiddustu fjölmiðla heims. Ein nýjasta afurðin um þetta efni er grein bandaríska blaðamannsins Michael Lewis í Vanity Fair, sem réttilega hefur verið nefnd ein versta landkynning sögunnar. Þar lýsir hann með háðskum hætti hvernig jakkafatastrákar í bankaleik settu Ísland á hausinn á undraskömmum tíma. Eitt í grein Lewis vakti sérstaka athygli mína. Hann segir að þrátt fyrir að hrunið hafi breytt öllu þá fari ekki mikið fyrir því á yfirborðinu. Ísland sé hins vegar eins og tifandi tímasprengja – kveikiþráðurinn styttist stöðugt. Mér fannst þessi orð blaðamannsins lýsa því vel hvern- ig er að búa á Íslandi snemma árs 2009. Þótt hér hafi orð- ið hrun og meira að segja einhvers konar bylting, er margt enn eins og það var. Þegar gengið er um stapp- fullar verslunarmiðstöðvar og þéttsetin kaffihús borg- arinnar virðast hugtök á borð við kreppu og þjóðargjaldþrot fjarri. Hins vegar þarf sjaldan meira en að spjalla við vini og kunningja til þess að muna að það herðir að. Sumir hafa misst vinnuna, aðrir eru hlaðnir þungum myntkörfubyrðum, nema hvort tveggja eigi við. Flest eigum við það sameiginlegt að búa við óvissu um hvað fram- tíðin ber í skauti sér. Verð ég í vinnu eftir hálft ár? Verður hér áfram boðlegt heilbrigðiskerfi og menntakerfi? Þarf ég að fara að safna strax í skólasjóð svo tryggt verði að börnin mín komist í háskóla? Hefur hrunið varanleg áhrif? Breytist hugsunin eða verður næsta tækifæri til þess að stinga sér á kaf í peninga- og gróðahyggju nýtt um leið og það gefst? Meðan við bíðum eftir svörunum er ágætt að reyna að sjá björtu hliðarnar. Á fréttavef mbl.is las ég í gær um könnun tímaritsins Economist. Þar kemur fram að Reykjavík teljist nú með ódýrustu borg- um Vestur-Evrópu, þótt það gildi að vísu fyrir aðra en Ís- lendinga. Þetta hlýtur að þýða að hingað streymi ferða- menn, sem kíkja á hestbak og virða fyrir sér örþjóðina sem dreymdi í nokkur augnablik drauminn um ríkasta land í heimi, en hefur (blessunarlega) hrokkið upp af hon- um. Ég sé líka fram á að vinkona mín frá Bosníu, sem fram að hruni lét sig ekki dreyma um að kaupa svo mikið sem einn flatan bjór á íslenskum bar, geti loks kíkt í heim- sókn. Fátt er svo með öllu illt … elva@mbl.is Elva Björk Sverrisdóttir Pistill Óvissa í ódýrri borg Þurfa að laga sig að sumarlokun leikskóla Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is M argir leikskólar í höf- uðborginni verða lokaðir í fjórar vikur í sumar. Algengast er að þeir séu lok- aðir frá 13. júlí til 10. ágúst. Er til- gangurinn sá meðal annars að ná fram sparnaði með því að ráða færra fólk í sumarafleysingar en venju- lega. Engu að síður þarf að ráða nokkurn fjölda sumarstarfsmanna, því starfsmenn leikskólanna eiga rétt á 5-6 vikna sumarleyfi. Nokkurrar óánægju gætir meðal foreldra vegna þessa, enda eru ekki allir foreldrar svo heppnir að fá sum- arfrí á sama tíma og leikskólar barnanna eru lokaðir. Í bréfi, sem foreldri skrifaði til borgarinnar vegna sumarlokana, segir að það að loka leikskóla barns- ins í fjórar vikur samfleytt sé enn eitt skrefið afturábak í þjónustu leikskólanna, ekki síst á þeim tímum sem nú eru í þjóðfélaginu. Atvinnurekendur spara „Fæst fyrirtæki í landinu geta leyft sér að loka sisvona og skrúfa þar með fyrir þjónustu sína í mánuð af árinu. Má búast við því að fólki verði nú settar þrengri skorður en áður í því hvenær því gefst kostur á að taka sumarleyfi sitt frá vinnustað – því líkt og Leikskólar Reykjavíkur leitast atvinnuveitendur við að spara eins og kostur er í ráðningu sum- arstarfsfólks. Munurinn er hins veg- ar sá að Leikskólar Reykjavíkur eru opinber þjónustustofnun, sem hefur það hlutverk að þjónusta fjölskyldur borgarinnar, og nýta til þess útsvar- stekjur sem þessar sömu fjölskyldur greiða í borgarsjóð,“ segir í bréfinu, sem væntanlega endurspeglar skoð- anir fleiri foreldra í borginni. Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs, segir að flestum leikskólum Reykjavík- urborgar sé lokað ýmist í tvær eða fjórar vikur vegna sumarleyfa. Engu að síður verði lögð áhersla á að veita börnum og foreldrum þeirra sem besta þjónustu. Liður í því sé að bjóða þeim foreldrum sem ekki geta tekið sumarleyfi á sama tíma og börn sín upp á þann möguleika að vista börnin tímabundið í þeim leik- skólum sem hafa opið í allt sumar. Ragnhildur segir að starfsmenn leikskólanna og ráðgjafar á að- alskrifstofu muni leggja kapp á að sú ráðstöfun gangi snurðulaust og hvetur foreldra til að snúa sér til þeirra ef vandamál koma upp. Sumarlokun talin æskileg Ragnhildur segir að það sé skoðun langflestra leikskólastjóra að sum- arlokun leikskóla sé æskileg. Með því skapist m.a. skýr skil á milli leik- skólaára, starfið verði markvissara og alltaf séu reyndir starfsmenn á staðnum. Þá séu vinir barnanna í leikskólanum í fríi á sama tíma. „Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hve mjög aðstæður í þjóð- félaginu hafa breyst á undanförnum mánuðum. Gæta þarf aðhalds í öllum rekstri borgarinnar og eru leikskól- arnir þar engin undantekning,“ seg- ir Ragnhildur Erla. Að sögn Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins, hafa kvartanir vegna lokana leikskóla ekki komið inn á borð samtakanna, enn sem komið er að minnsta kosti. Samtökin leggi áherslu á að sveitarstjórnir bjóði upp á úrræði fyrir foreldrana svo lokanirnar þurfi ekki að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja í landinu. Morgunblaðið/Kristinn Leikskólinn Sumarið er skemmtilegur tími fyrir börnin í leikskólanum. Gott veður er flesta daga og hægt að vera úti tímunum saman að leika sér. ÞEGAR ákvörðun var tekin um að loka leikskólum í Reykjavík vegna sumarleyfa árið 2004 voru um það nokkuð skiptar skoðanir. Í ljósi þess lét Reykjavíkurborg framkvæma rannsókn haustið 2004 á afstöðu foreldra til sumarlokana í leikskólum borgarinnar og var hún unnin af Gallup. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu meðal annars að 75,8% for- eldra töldu að lokun leikskólans hefði valdið litlum eða engum óþægindum, 69% foreldra töldu að mjög eða frekar auðvelt hefði verið að fá sumarleyfi á sama tíma og barnið. Um 94% barna dvöldu hjá foreldrum eða forráðamönnum sín- um þann tíma sem leikskólinn var lokaður, að því er fram kom í könn- uninni. ÓÞÆGINDI LÍTIL ››

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.