Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 30

Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 Töffari, harðjaxl, ljúfur frændi! Þannig munum við systkinin hann Barða, móður- bróður okkar. Hann bjó með okkur á Selvogsgötunni fyrstu árin eftir að amma dó. Hann ungur sjóari á síðu- togurum, flottur, heillaði stelpurnar upp úr skónum og skemmti sér í landlegum, stundum svo, að mömmu þótti nóg um. Við krakkaormar, sem fylgdumst með honum með stjörnur í augum og þótti hann æðislegur. Hann sigldi til annarra landa með aflann og kom færandi hendi heim. Hann færði okkur krökkunum leik- föng og sælgæti en best munum við þó eftir þegar hann keypti Bosch-ís- skápinn fyrir pabba og mömmu í Þýskalandi. Þvílíkur gripur, þvílík breyting! Það var haustið sem mjólk- in hætti að hanga í innkaupaneti út um eldhúsgluggann. Barði Guðmundsson ✝ Barði Guðmunds-son fæddist í Hafnarfirði 1. júlí 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 24. janúar síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 30. janúar. Síðan róaðist töffar- inn aðeins, kvæntist henni Guðrúnu og þau eignuðust dæturnar þrjár. Þau bjuggu lengst af á Vopnafirði, svolítið langt í burtu frá okkur, en þar undi fjölskyldan hag sínum vel. Með Steinþóru eignaðist hann svo ný heimkynni í Suður- Afríku. Þá fékk flökku- eðli hans að njóta sín á ný. Þar nutu þau sín í sól og hita hálft árið með fjölskyldu hennar, en komu svo eins og farfuglarnir til Íslands á vorin og dvöldu fram á haustið. Síðustu árin eftir að þau systkinin Dóra, Unnur og Barði voru öll orðin ein, reyndist Barði bílprófslausum systrum sínum betri en enginn. Hann var duglegur að heimsækja þær í Fjörðinn og áttu þau systkinin marg- ar góðar samverustundir. Þau þeystu um allt land að heimsækja ættingja og vini eða bara njóta náttúrunnar, fóru í bíó og leikhús, á kaffihús og í kirkjugarðinn til ömmu. Þessar stundir voru þeim öllum mikils virði og systurnar eru honum afar þakk- látar fyrir umhyggjusemina. Það var alltaf gaman að hitta Barða. Hann var mikill sögumaður, róttækur, stóð fast á sínu og þoldi hvorki vol né væl. Hann fylgdist vel með okkur öllum og þótti vænt um okkur eins og okkur um hann. Nú er hann farinn, en við eigum góðar minningar um töffar- ann, harðjaxlinn og ljúfan frænda. Eyjólfur, Sigrún og Sólveig Reynisbörn. Elsku afi okkar, þú varst sterkur maður sem lifðir lífi þínu til fullnustu. Við munum aldrei gleyma dögunum sem við eyddum saman við leik í sundlauginni. Á kvöldin þótti okkur skemmtilegast að spila saman. Okk- ur þótti yndislegt að fá okkur kex í sólinni með þér og það var næstum eins og þú kæmir alltaf með lífsbyrðir af skemmtun í farteskinu þegar þú komst í heimsókn til okkar í Suður- Afríku. Hvað sem á dundi virtist þú aldrei hafa áhyggjur eða skipta skapi. Elsku amma okkar, sem við sökn- um svo mikið, við vonum að þú og afi séuð saman núna að horfa niður til okkar. Ekkert getur komið í staðinn fyrir þá sex mánuði á ári sem þið eydduð með okkur í Suður-Afríku. Við söknum þess tíma svo rosalega mikið. Þið voruð ljósið í lífi okkar og þó það sé kominn tími til að kveðja núna, þá biðjum við þess að við fáum að hittast á himnum og leika okkur saman eins og áður. Við elskum þig, við söknum þín. Tamarin, Tiffany, Steven og Stephany Aubrey. Vinur minn og frændi Gunnar Kr. Björnsson frá Kópaskeri hefur kvatt okkur í síðasta sinn. Gunna frænda, eins og hann var alltaf kallaður í minni fjölskyldu, og Lísu kynntist ég fyrst náið haustið 1963, þegar ég flutti til Reykjavíkur til að hefja nám við Háskóla Íslands. Árin þar á eftir var ég tíður gest- ur í Hvassaleiti 79, en það hús höfðu þau hjónin þá nýlega byggt og flutt í. Síðar, eftir að ég gifti mig, vorum við Hanna og börnin einnig tíðir gestir í Hvassaleitinu. Þangað var alltaf gott að koma, nánast eins og að koma heim, slíkar voru móttök- urnar og viðmót þeirra hjóna gagn- vart okkur. Leiðir okkar Gunna frænda lágu víða saman, bæði í starfi og einka- lífi. Við störfuðum saman í hartnær tvo áratugi hjá Berki hf., en hann var einn aðal hvatamaðurinn að stofnun fyrirtækisins árið 1963 og starfaði þar, samhliða öðrum störf- um, frá stofnun og fram til ársloka 1987 þegar það var selt. Saman keyptum við fimm félagar sumarbústaðalandið „Eyrar“ í Bisk- upstungum árið 1976. Þar varð okk- ar sameiginlega griðland frá hinu daglega amstri. Gunni frændi hafði mikið dálæti á Gunnar Kristján Björnsson ✝ Gunnar KristjánBjörnsson efna- verkfræðingur fædd- ist á Kópaskeri 20. janúar 1924. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 26. febrúar síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Langholtskirkju 6. mars. veiðiskap, bæði stangaveiði og skot- veiði og undir hans handarjaðri og tilsögn hófst minn veiðiferill. Minnisstæðar eru ferðirnar í Miðfjarð- ará í Bakkafirði sem þau hjónin buðu mér með sér í. Að hálfu á móti honum, eignaðist ég mína fyrstu hagla- byssu og fórum við gjarnan saman á haustin til gæsa- og rjúpnaveiða. Margar þessara ferða eru mér í fersku minni. Gunni frændi var líka mjög barn- góður og minnisstæðar eru stund- irnar þegar hann brá sér í líki hvals- ins í heita pottinum og ljónsins í skóginum. Þá var ungdómnum skemmt. Hann var ákaflega bóngóður og hjálpsamur og forkur duglegur. Þetta kom fram í öllum hans dag- legu störfum og gjörðum. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég góðan vin. Við hjónin sendum Lísu og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gunna frænda. Björn Ragnar. Látinn er eftir erfið veikindi góð- ur vinur og nágranni í áratugi, Gunnar Björnsson frá Kópaskeri. Hann var skólabróðir okkar í Menntaskólanum á Akureyri og varð stúdent þaðan 1944. Eftir námsár hér og erlendis lágu leiðir saman á ný þegar ráðist var í bygg- ingu raðhúsalengju í Hvassaleiti 77- 85. Þar var athafnamaðurinn og dugnaðarforkurinn á réttum stað, stjórnaði verkinu og vann mikið við að koma húsunum undir þak. Sumir fluttu svo í hálfkláruð hús sín og áfram var leitað til Gunnars um hvernig standa skyldi að verki. Svo fór börnunum að fjölga og í Hvassa- leitinu skapaðist sérstakt og ánægjulegt samfélag, öll börnin áttu einhverja jafnaldra í næstu húsum, léku sér saman, gengu saman í skóla og samgangur var mikill milli allra heimilanna. Þegar jeppar komu til sögunnar var haldið í tjaldútilegur og jafnvel reyndi Gunnar að kenna sumum okkar laxveiði sem var honum mikil ástríða. Fórum við margar ánægju- legar ferðir innan lands og utan og alltaf var Gunnar fróðleiksfús og áhugasamur um það sem fyrir augu bar, ekki síst ef það tengdist tækni og framkvæmdum. Við vorum líka svo heppin að Gunnar og Lísa komu sér upp sumarbústað í Biskupstung- um og voru ólöt við að bjóða okkur þangað. Sambýlisfólk þeirra þar tók líka mjög vel á móti okkur og oftar en ekki voru Hedda og Gunnar Bi- ering með í för. Mál þróuðust þann- ig að Gunnar leyfði okkur öllum að taka þátt í kartöflurækt og áttum við margar á ánægjustundir við þá rækt og uppskeru. Gunnar var tryggur vinur alla tíð og með Lísu sér við hlið. Í ártuga ára sambýli hefur aldrei borið skugga á og eftir flutning okkar fjögurra í vesturbæinn höfum við ræktað vináttuna áfram. Seinasta árið hefur verið erfitt fyrir Gunnar, sérstaklega síðustu vikur og það var ekki auðvelt fyrir sívinnandi mann að sætta sig við þær takmarkanir sem vaxandi hjartabilun hafði í för með sér. Gunnar hafði alltaf mikinn áhuga á mönnum og málefnum. Það átti ekki við hann að geta ekki fylgst með og hann var orðinn mjög þreyttur á vanlíðan sinni. Finnst okkur að hann hafi verið hvíldinni feginn. Við eigum margar ógleym- anlegar minningar með þeim hjón- um og biðjum Lísu og fjölskyldum þeirra Guðs blessunar. Anna og Tómas Árni. Meira: mbl.is/minningar                                        ✝ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA ÁRNADÓTTIR, Tjarnargötu 36, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala, Landakoti þriðjudaginn 24. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Leifur Sveinsson, Bergljót Leifsdóttir Mensuali, Enrico Mensuali, Linda Mensuali. ✝ Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BIRNA HERVARSDÓTTIR, Hamraborg 18, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 8. mars. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 16. mars kl. 13.00. Guðmundur Maríasson, Hafsteinn Gunnar Jakobsson, Þórunn Sif Björnsdóttir, Svanhvít Jakobsdóttir, Stefán Jens Hjaltalín, Jón Þorkell Jakobsson, Júlíana Harðardóttir, Sóley Jakobsdóttir, Bjarni Sigurbjörnsson, Guðmunda Jakobsdóttir, Hannes Ingi Jónasson og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri HÁKON AÐALSTEINSSON, Húsum Fljótsdal, síðast til heimilis Bjarkaseli 2, Egilsstöðum, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum að kvöldi föstu- dagsins 6. mars. Útförin mun fara fram í kyrrþey, blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Hákonar er bent á minningar- sjóð Sjúkrahússins á Egilsstöðum. Sigrún Benediktsdóttir, Jóhann Hákonarson, Aðalsteinn Hákonarson, Inga Birna Hákonardóttir, Þórveig Hákonardóttir, Benedikt Bragason, Nikulás Bragason, Margrét Bragadóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ ÓSKAR GUÐJÓNSSON, hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi Hellu, lést sunnudaginn 8. mars. Sveinn Guðjónsson, Bjarni Guðjónsson, Gróa Guðjónsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI SIGURÐUR JÓNASSON frá Hlíð, Langanesi, lést föstudaginn 6. mars. Minningarathöfn fer fram í Árbæjarkirkju föstudaginn 13. mars kl. 15.00. Útförin fer fram frá Sauðaneskirkju laugardaginn 21. mars. Þeim sem vilja minnast Helga Sigurðar er bent á Velunnarasjóð hjúkrunarheimilisins Klausturhóla, Klaustri. Vigdís Jóhannsdóttir, Jónas A. Helgason, Sandra Þorbjörnsdóttir, Jóhann H. Helgason, Þórunn Kristjánsdóttir, Páll H. Helgason, Ingibjörg Hauksdóttir, Þórir J. Helgason, Hulda J. Sigurðardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.