Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 36

Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 36
36 Menning MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 Eftir að hafa verið dagsstund með Richman var eins og það hefði bráð af henni... 38 » Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna hús- inu í hádeginu í dag flytja Peter Maté píanóleik- ari, Borgar Magnason bassaleikari og Frank Aarnink slagverksleikari fjögur verk eftir Ás- kel Másson tónskáld. Tvö verkanna eru frum- flutt og eitt til er nú flutt í fyrsta skipti hér á landi. „Þetta eru allt einleiksverk,“ segir Áskell. „Tvö verkanna eru fyrir píanó, Álfasteinn og Fantasiestück, og er þetta heimsfrumflutn- ingur á Álfasteini. Fantasiestück hefur verið flutt víða; í Kína, í Þýskalandi, Danmörku … Íslensk þjóðlög koma við sögu í báðum. Verkið Kím, fyrir litla trommu, hefur verið flutt mjög víða en þetta er frumflutningur á Ís- landi. Það hefur verið leikið í flestum löndum Evrópu, víða í Ameríku og í Asíu. Það er komið á kennsludagskrá í mörgum háskólum. Loks er fjórða verkið einleiksverk fyrir kontrabassa sem kallast Ymur. Það er einnig heimsfrumflutt. Það er einskonar etýða, hefst á nokkuð hefðbundinn hátt en verður eins og frjáls fantasía. Þetta verk reynir mjög á kontra- bassaleikarann, það er farið vítt um tónheim hljóðfærisins. Það sama má segja um hin verk- in, þau gera öll miklar kröfur til flytjendanna.“ Er alltaf að; í átakinu – Þér gengur greinilega vel að semja; þau streyma frá þér verkin? „Jú, ég er alltaf að; í átakinu, eins og Thor Vilhjálmsson vinur minn segir,“ svarar Áskell og hlær. Nú situr hann við og vinnur að keppn- isverki fyrir alþjóðlega keppni ungs fólks í ma- rimbuleik, keppni sem er hluti af listahátíð Brno-borgar í Tékklandi. Þetta verður skyldu- verk fyrir síðasta prufuspilið. Keppnin er í sept- ember og situr Áskell í dómnefndinni. „Það er alltaf gaman að vinna fyrir ungt fólk,“ segir Ás- kell en þetta er í þriðja sinn sem hann er beðinn um svona verkefni. „Það er skrýtið að heyra verkið frumflutt margoft af ungu fólki, sem kemur allsstaðar að. Maður heyrir svo ólíka nálgun.“ efi@mbl.is Reyna á flytjandann Ný verk eftir Áskel Másson á Háskólatónleikum Morgunblaðið/Árni Sæberg Áskell Másson Verk eftir hann eru á efnis- skrám tónleika víða og kennd í háskólum. VATNSLITAMYND eftir Ásgrím Jónsson frá árinu 1911, af sólarlagi við Hornafjörð, seldist á uppboði Gallerí Foldar á mánudag fyrir 3,2 milljónir króna. Önnur vatnslitamynd eftir Ásgrím, af Arnarfelli, seldist á tvær milljónir króna. Verðmat beggja verkanna var 2,8 til 3 milljónir. „Það gekk bærilega,“ sagði Tryggvi P. Friðriksson uppboðshald- ari. „Það var fullt hús og ágætlega boðið. Eins og áður gekk mjög vel með ódýrari verk, en þyngra með sum dýrari verkin.“ Tryggvi segir Ásgrímsmyndirnar hafa verið mjög fínar. „Myndin frá Hornafirði er gersemi,“ sagði hann. Misvel gekk með sölu verka eftir Jóhannes Kjarval. Nokkuð lítil mynd eftir hann, 33x73 cm, sem nefnist Vík- ingarnir var slegin kaupanda á 1.350 þúsund krónur, vel yfir matsverðinu sem var sex til átta hundruð þúsund. Önnur Kjarvalsmynd fór á 650.000. Stór stytta eftir Sæmund Valdi- marsson seldist fyrir 1.050 þúsund krónur. „Þetta er mjög gott verk eftir Sæmund en líka afar gott verð fyrir naívista. Það er ekkert framboð af þessum verkum,“ sagði Tryggvi. Ásgrímur á 3,2 milljónir „Myndin er gersemi“ Sólarlag við Hornafjörð eftir Ásgrím Jónsson, vatnslitamynd frá 1911. MÁLVERK eftir nokkra af meist- urum íslenskrar myndlistar eru boðin upp í röð uppboða í upp- boðshúsi Bruun- Rasmussen í Kaupmannahöfn þessa dagana. Á mánudagskvöld voru boðin upp tvö málverk eftir Jóhannes S. Kjar- val og eitt eftir Jón Stefánsson. Öll seldust undir matsvirði. Annað málverkanna eftir Kjarval, úr Svínahrauni, var metið á 300.000 danskar en slegið á 180.000. Hitt Kjarvalsverkið, landslagsmynd með jöklasýn og flúri, var metið á 100.000 danskar krónur en slegið á 75.000. Þá var málverk Jóns af „fjallalands- lagi“ metið á 75.000 krónur en slegið kaupanda á 60.000. Ofan á verð við hamarshögg leggst 31% uppboðsgjald og skattar. Seld undir matsverði Kjarvalsmynd Fór á 75.000 danskar. NÁMSKEIÐ um „danska sjónvarpsseríugaldurinn“ hefst hjá Endurmennt- unarstofnun HÍ í kvöld og er kennari Sveinbjörn I. Bald- vinsson. Margir þekkja eflaust þætti á borð við Taxa, Rejse- holdet, Nikolaj & Julie, For- svar, Krøniken, Ørnen, Forbrydelsen og Anna Pihl. En hvað veldur því að þessar sjónvarpsseríur ná þeirri teng- ingu við áhorfendur sem raun ber vitni? Handrits- höfundurinn Dorte W. Høgh (Anna Pihl o.fl.) mun m.a. fjalla sérstaklega um hina vinsælu þáttaröð. Nánari upplýsingar eru á endurmenntun.is. Sjónvarp Sveinbjörn I. Baldvinsson Allt um danska sjónvarpsvorið HÖNNUÐURINN Karl Aspelund heldur fyrirlestur í Hafnarhúsinu á morgun kl. 20. Mun hann skoða hvernig sam- starf fólks úr mismunandi um- hverfi og af ólíkum sviðum er áhrifarík leið að nýsköpun í hönnun. Aspelund kennir við University of Rhode Island í Bandaríkjunum ásamt því að leggja stund á doktorsnám við Boston University. Rannsókn- arsvið hans er samspil hönnunar og sjálfsmyndar þjóða og vinnur hann að bókinni Fashioning So- ciety, sem fjallar um þátt hátískuhönnunar í þjóð- félagsímynd Vesturlanda. Hönnun Leiðir til nýsköp- unar í hönnun Karl Aspelund Sunnudaginn 15. mars kl. 14 verður Akureyrarmessa í Bú- staðakirkju. Það eru allir vel- komnir en Akureyringar og þeir sem tengjast Akureyri eru sérstaklega boðnir velkomnir. Prédikun flytur Tryggvi Gísla- son fv. skólameistari MA, Kristján Jóhannsson stór- söngvari syngur, Atli Guð- laugsson leikur á trompet og Akureyringar lesa bænir og lestra. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson og Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Renötu Ivan. Boðið upp á kaffi og konfekt. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er til Akureyrarmessu. Tónlist Kristján syngur í Bústaðakirkju Kristján Jóhanns- son Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er mjög fallegur kons- ert. Hann er lagrænn, en það er líka mikið stuð í honum, því hann er líka rytmískur,“ segir Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari, en hún leikur einleik með Sinfón- íuhljómsveit Íslands á tónleikum í Háskólabíói annað kvöld kl. 19.30. Viðfangsefnið er Fiðlu- konsert nr. 2 eftir rússneska tón- skáldið Sergei Prokofijev. Elfa Rún byrjaði að æfa kons- ertinn í haust. „Ég hef haft mjög mikið að gera í vetur, en ég tók febrúar allan í að æfa mjög stíft og einbeita mér að verkinu.“ Fingurnir verða að hlýða „Þegar ég byrja að æfa nýtt verk byrja ég fyrst á því að læra nóturnar og finna þær fingra- setningar og bogastrok sem henta mér,“ segir Elfa Rún, en auðvitað eru ekki allir fingur eins, ekki heldur á fiðluleikurum, og hver og einn þarf að finna sína lausn á því að raða fingrum á hálsinn á sinn hátt, sama hvaða flækjur og tækniþrautir tón- skáldið leggur fyrir einleikarann. Þá þarf að ákveða hvenær á að strjúka boganum upp og hvenær niður. Þetta er nefnilega aldrei eins einfalt og það sýnist. „En svo kynnist maður verkinu fljótt þegar maður byrjar að spila og móta sína eigin túlkun.“ Fiðlukonsertinn, sem var frum- fluttur á Spáni haustið 1935, er erfiður að sögn Elfu Rúnar, en ekki á sama hátt og mörg önnur erfið verk. „Það er slatti af fingraflækjum í honum,“ segir Elfa Rún, og eins og það sé ekki mikið mál, bætir hún því strax við að hann sé umfram allt fal- legur og lagrænni og áheyrilegri en fyrri fiðlukonsert Prokofijevs. Betra að spila með hundrað Elfa Rún segir alltaf smá stress koma á fyrstu æfingu með hljómsveit, en segir þó miklu þægilegra að æfa konsert með hljómsveit en með píanói. „Þann- ig þekkir maður verkið og heyrir í sinni réttu mynd, og þess vegna er oft auðveldara að spila konsert með hljómsveit en píanói. Það er líka öðruvísi að spila með hundr- að manns en einum. Ég er ekki búin að hitta stjórnandann, en oftast leyfa hljómsveitarstjórar einleikurum að ráða ferðinni í túlkun konsertsins. En auðvitað verðum við að fara sameiginlega leið, og vonandi höfum við Bringuier svipaða sýn á verkið.“ Önnur verk á efnisskránni eru Helix eftir finnska hljómsveit- arstjórann og tónskáldið Esa- Pekka Salonen og Sinfónía nr. 4 eftir Beethoven. Hljómsveit- arstjóri á tónleikunum er Lionel Bringuier. Fingraflækjur og fegurð Elfa Rún Kristins- dóttir leikur fiðlu- konsert nr. 2 eftir Prokofijev með Sinfóníuhljóm- sveitinni Morgunblaðið/Golli Sameinuð Elfa Rún hafði ekki hitt stjórnandann, Lionel Bringuier, er við- talið var tekið en var leidd á hans fund af ljósmyndara Morgunblaðsins. „ÉG hef nú ekki prjónað síðan í grunnskóla og man varla hvern- ig það er,“ segir Elfa Rún hlæj- andi og að því er virðist undr- andi á spurningunni um það hvort hún hafi tíma fyrir áhuga- mál og frístundir – jafnvel prjónaskap, þegar hún er í mikl- um æfingaham eins og nú í febrúar. „Maður verður að ein- beita sér að verkinu en ég þarf auðvitað pásur inn á milli. Ég bý í Berlín og þar er margt um að vera, ég fer eitthvað út, hitti vini mína.“ Enginn prjónaskapur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.