Morgunblaðið - 11.03.2009, Page 40

Morgunblaðið - 11.03.2009, Page 40
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SÚ VAR tíðin að það var ekki hægt að lúta lægra sem rithöf- undur en að skrifa vísindaskáld- sögu og það þótt slíkar bækur hafi iðulega glímt við veigamiklar spurningar, enda gefur formið færi á því að stilla söguhetjunum upp frammi fyrir ótrúlegum og ólíkindalegum atburðum til að draga fram eðlisþætti og fram- komu sem annars væri hulin. Gott dæmi um þetta er sú magnaða bók Cloud Atlas eftir David Mitchell sem segir sex sög- ur en eina sögu þó; sögu af því hvernig maður leggst á mann, hópur á hóp, þjóðir á þjóðir – við erum grimmlynd og gráðug og ekkert fær því breytt. Ömurleg framtíð Fyrir stuttu kom út bókin The Stone Gods eftir Jeanette Win- terson sem flokkuð er sem vís- indaskáldskapur, enda gerist hún í fjarlægri framtíð og í henni er ýmislegt framand- og fram- úrstefnulegt. Sumir hafa fett fingur út í að Winterson grípi til slíkra stílbragða en hún svarar því jóssi vel á vefsetri sínu: „Ég skil ekki hvers vegna menn vilja setja merkimiða á bækur eins og hverja aðra unna kjötvöru í stórmarkaði. Til eru bækur sem vert er að lesa og svo bækur sem ekki er vert að lesa. Það er allt og sumt.“ The Stone Gods segir þrjár sögur sem allar fela í sér heldur ömurlega framtíð fyrir mannkyn þar sem karllægar hvatir hafa sigrað hið kvenlega; konur eru eiginlega ekki notaðar nema til að gamna sér með og helst á barnsaldri, enda eru allir rækt- aðir í tilraunaglösum, allir glæsi- legir og stæltir, eilíf fegurð. Um líkt leyti hefur mannkyni og tek- ist að gera endanlega út af við Jörðina, hún er í andarslitrunum, þegar ný pláneta finnst, fersk og óspillt, það þarf bara að byrja á að drepa þær verur sem þar ráða ríkjum og þá getur mannkyn flutt sig um set eða réttara sagt sá hluti þess sem á peninga. Inni í þetta fellur svo saga af Páska- eyju og hvernig sú hitabeltisp- aradís varð að auðn fyrir til- verknað mannanna og þráhyggju þeirra eftir því sem mölur og ryð fá ekki grandað. Er ástin bara efnaboð? Saman við þær sögur sem segja frá ömurlegri framtíð flétt- ar Winterson síðan ástarsögum, ekki venjulegum þó heldur dýpri ást sem erfitt er að henda reiður á. Henni er mikið niðri fyrir og á köflum fullmikið, en tekst þó lip- urlega að segja sögu sem er drunga- og sorgleg og um leið bráðfyndin. Helstu sögupersónur eru Billie Crusoe, vísindakona sem passar ekki í gerviveröld framtíðarinnar, og ástkona hennar, vélmennið Spike, sem er ekkert venjulegt vélmenni heldur vísir að nýju mannkyni, róbó-sapiens. Þessi ástarsaga, kolefni mætir kísli, veltir upp kunnuglegum spurningum um hvað það eig- inlega sé sem gerir okkur mennsk og eins hvað er ást annað en efnaboð? Forvitnilegar bækur: Vísindaskáldskapur Winterson Kolefni mætir kísli Kísill Í framtíðinni verða allar konur Barbarella og allir karlar Elvis. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 AUSTURRÍKISMAÐURINN E. H. Gombrich var þekktasti listfræðingur síns tíma og öðlaðist heimsfrægð fyrir Sögu listarinnar sem hefur selst í sex milljónum eintaka en sú bók var nýlega endurútgefin á íslensku. En Gombrich skrifaði fleira en þá bók og þar á meðal er lista- vel skrifuð og sérlega skemmtilega hugsuð bók um sögu heimsins frá steinöld til 20. ald- ar. Árið 1935 var hinn 26 ára gamli Gombrich, sem var með dokt- orspróf í listasögu, án atvinnu. Þá fékk hann óvænt tilboð um að skrifa mann- kynssögu fyrir unga lesendur. Hann lauk verkinu á sex vikum og til varð Eine kurze Weltgeschichte für junge Leser sem sló samstundis í gegn í heimalandi hans en komst ekki löngu síðar á bannlista nasista þar sem friðarboðskapur höfundar þótti alltof fyrirferðarmikill í verkinu. Síðan hefur bókin verið þýdd á tuttugu og fimm tungumál. Nýlega kom þess merka bók út í enskri kiljuútgáfu og heitir A Little History of the World. Á kápunni má lesa meðmæli þekktra nútímahöfunda. „Frábær, ómót- stæðileg, kemur dásamlega á óvart,“ segir Philip Pullman. „Töfrandi verk,“ segir John Banville. Margaret Drabble segir bókina einkennast af ómótstæðilegum strákslegum krafti og eldmóði. Þessi með- mæli gefa lesanda þau fyrirheit að hann verði ekki fyrir vonbrigðum. Og þannig er það. Það skiptir engu hvort lesandinn er á unglingsaldri eða vel fullorðinn, honum getur ekki annað en líkað þessi dásamlega bók sem einkennist af frásagnarsnilld, notalegri kímni og greindarlegri og grein- andi hugsun mikils húmanista. Bók sem er orðin klassísk og á það sannarlega skilið. Töfrandi verk A Little History of the World eftir E.H. Gombrich. Yale University Press gefur út. 284. bls. Kilja. Kolbrún Bergþórsdóttir BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. Promises in Death – J. D. Robb 2. The Associate – John Grisham 3. White Witch, Black Curse – Kim Harrison 4. One Day at a Time – Danielle Steel 5. Run For Your Life – James Pat- terson and Michael Ledwidge 6. Night and Day – Robert B. Parker 7. Heart and Soul – Maeve Binchy 8. The Host – Stephenie Meyer 9. Terminal Freeze – Lincoln Child 10. The Guernsey LiterAry and Po- tato Peel Pie SoCiety – Mary Ann Shaffer and Annie Barrows. New York Times 1. The White Tiger – Aravind Adiga 2. The Blood Detective (vefbók) – Dan Waddell 3. The Other Hand – Chris Cleave 4. The Secret Scripture – Sebastian Barry 5. The Kite Runner – Khaled Hosseini 6. Netherland – Joseph O’Neill 7. The Assassini (rafbók) – Thomas Gifford 8. When Will There be Good News? – Kate Atkinson 9. Cleanskin (rafbók) – Val McDer- mid 10. This Charming Man – Marian Keyes Waterstone’s 1. Breaking Dawn – Stephenie Meyer 2. Eclipse – Stephenie Meyer 3. The Girl Who Played With Fire – Stieg Larsson 4. Slumdog Millionaire – Vikas Swa- rup 5. Brida – Paulo Coelho 6. All the Colours of Darkness – Pet- er Robinson 7. Confessions of a Shopaholic – Sop- hie Kinsella 8. Foreign Body – Robin Cook 9. Dead Mańs Footsteps – Peter James 10. The Broken Window – Jeffery Deaver Eymundsson Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 Fanboys kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ He’s just not that into you kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Hotel for dogs kl. 5:30 LEYFÐ The Pink Panther 2 kl. 8 - 10 LEYFÐ Bride wars kl. 8 - 10 B.i. 12 ára Frost/Nixon kl. 5:30 B.i. 12 ára The Wrestler kl. 10:30 B.i.14 ára Vicky Cristina Barcelona kl. 5:50 LEYFÐ The Reader kl. 8 - 10:20 B.i.14 ára Frá leikstjóra The Hours og Billy Elliott - S.V., MBL- L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI 750k r. - S.V., MBL - DÓRI DNA, DV8ÓSKARSVERÐLAUN Þ A R Á M E Ð A L BESTA MYNDIN OG BESTI LEIKSTJÓRINN 750kr. BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Frábær gamanmynd um fimm vini sem brjótast inn í Skywalker Ranch til að stela fyrsta eintaki af Star Wars Episode I. ÞEIR RÁÐA YFIR FJÁRHAGI ÞÍNUM ÞEIR STJÓRNA LÍFI ÞÍNU OG ALLIR BORGA EN HVAÐ EF ÞEIR NOTA PENINGANA ÞÍNA TIL AÐ KAUPA MORÐ? - Tommi, kvikmyndir.is - S.V., MBL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI 750k r. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI - D.V.- Tommi, kvikmyndir.is - D.Ö., KVIKMYNDIR.COM - DÓRI DNA, DV - S.S., MBL - Ó.H.T., Rás 2 2 - ÓHT, Rás 2 Marley & Me kl. 6:30 - 9 LEYFÐ The International kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára Ævintýri Dexperaux ísl. tal kl. 6 LEYFÐ Milk kl. 5:30 - 8 B.i.12 ára Marley & Me kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ Ævintýri Despereaux ísl. tal kl. 6 LEYFÐ He’s just not that into you kl. 8 B.i.12 ára Viltu vinna milljarð? kl. 10:15 B.i.12 ára 750k r. 750k r. SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Tvær vikur á toppnum í U.S.A.! Þau voru í fullkomnu sambandi þangað til einn lítill hlutur komst upp á milli þeirra Frábær gamanmynd með Jennifer Aniston og Owen Wilson ... og hundinum Marley 750k r. MAGNAÐUR SPENNUTRYLLLIR MEÐ CLIVE OWEN OG NAOMI WATTS Í FANTAFORMI! Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú b - S.V., MBL - E.E., DV „HELVÍTIS FOKKING BANKAHYSKI” Bráðfyndin rómantísk gamanmynd sem sviptir hulunni af samskiptum kynjanna 750k r. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI “Marley & Me er skemmtileg kvikmynd sem lætur engan ósnortinn.” - M.M.J., Kvikmyndir.com “...vönduð og ómissandi fjöl- skyldumynd öllum þeim sem unnalífinu í kringum okkur.” - S.V., MBL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.