Morgunblaðið - 06.04.2009, Page 6

Morgunblaðið - 06.04.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is EF FRAM heldur sem horfir mun eitt þingsæti færast frá Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvesturkjördæmi í kosningunum sem áætlaðar eru eftir fjögur ár. Þá munu verða 13 þingsæti í Suðvesturkjördæmi og 8 í Norðvesturkjördæmi. Í 31. gr. stjórnarskrárinnar og í 9. gr. laga um kosn- ingar til Alþingis segir að ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, séu eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjör- dæmi en í einhverju öðru skuli landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun. Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni eru 58.203 á kjörskrá í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosn- ingar til Alþingis og 21.294 í Norðvesturkjördæmi Í Suðvesturkjördæmi eru nú 12 þingsæti og að baki hverju og einu þeirra eru því um 4.850 atkvæði. Á hinn bóginn eru aðeins 2.366 atkvæði að baki hverju þeirra 9 þingsæta sem eru í Norðvesturkjördæmi. Hið sama var uppi á teningnum í kosningum árið 2007 er þingsætum var fækkað í 9 í Norðvesturkjör- dæmi og fjölgað í 12 í Suðvesturkjördæmi. Fær Kraginn þrettánda þingsætið? Morgunblaðið/Eyþór Kosningar Atkvæði hafa mis- mikið vægi milli kjördæma.  Um helmingi færri atkvæði eru að baki hverju þingsæti í Norðvesturkjördæmi en í Suðvesturkjördæmi  Lögum samkvæmt ber að draga úr þeim mun Í HNOTSKURN »Um 4.000 fleiri eru nú á kjörskrá íKraganum en fyrir kosningar árið 2007. Í Norðvesturkjördæmi eru hins veg- ar álíka margir á kjörskrá og fyrir tveimur árum. »Í kosningunum árið 2007 hlaut KristinnH. Gunnarsson, sem þá var í Frjáls- lynda flokknum, 9. sætið í Norðvest- urkjördæmi. Ef fram heldur sem horfir mun það sæti færast yfir í Kragann fyrir kosningar sem áætlaðar eru eftir fjögur ár. ÞORVALDUR Jón Ottósson málar hér bátinn Þorra VE 50 á Grandagarði. Þorri VE er 63 brúttótonna togbátur, smíðaður í Neskaupstað árið 1960. Hann mun hafa borið nafnið Gnýfari SH í upphafi en seinna nöfnin Haraldur EA, Ágústa Haraldsdóttir VE og Narfi VE. Morgunblaðið/Kristinn Þorri gerður upp í höfninni Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is ENN er allt óljóst um þinglok; þing- forseti bindur vonir við að þingi ljúki fyrir páska, en þingflokksformaður Samfylkingar segir meiri líkur en minni á áframhaldandi þingstörfum eftir páskana. Formaður Sjálfstæð- isflokksins vill engu spá um fram- haldið næstu daga. Þingmenn sátu á löngum og ströngum fundum fram á nætur í síð- ustu viku. Þingmenn Sjálfstæð- isflokksins fluttu þá margar og lang- ar ræður meðan þingmenn stjórnarflokkanna létu lítið fyrir sér fara í aðalmálinu, þar sem málflutn- ingur sjálfstæðismanna fer gegn stjórnskipunarfrumvarpi ríkisstjórn- arinnar. Sjálfstæðismenn telja marga annmarka á málinu og málsmeðferð- inni og vilja helzt fá það af dagskrá þingsins. Slíkt hefur Jóhanna Sigurð- ardóttir, forsætisráðherra, sagt ekki koma til greina, enda stjórnlagaþing- ið, sem er hluti frumvarpsins, eitt af skilyrðum Framsóknarflokksins fyr- ir hlífiskildi hans yfir ríkisstjórninni. Eins og staðan var í vikulokin var samkomulag ekki í augsýn og þinglok fyrir páska ólíkleg. Guðbjartur Hannesson, forseti Al- þingis, segir, að forsætisnefnd þings- ins komi saman á mánudagsmorgun og síðan er fundur með þingflokks- formönnunum um dagskrá Alþingis. Guðbjartur segist þrátt fyrir allt binda vonir við að þinghaldinu ljúki fyrir páska. Það sé hins vegar ekki gefið að svo geti orðið, en ef menn ganga til samkomulags í dag, ættu þrír dagar að duga að hans mati. Þegar Guðbjartur var spurður hvernig hann mæti stöðuna á því að þinglok verði fyrir páska, sagðist hann telja helmingslíkur þar á. Fyrir helgi hættu menn í miðri umræðu um stjórnskipunarlögin og verður þeirri umræðu haldið áfram í dag, mánudag. Þar er enn á þriðja tug manna á mælendaskrá og játar Guðbjartur því að það séu alfarið þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Rök sjálfstæðismanna hunsuð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki tíma- bært að segja fyrir um þinglok. Það sé hinsvegar hægt að ljúka þing- störfum á tveimur dögum ef menn nái sátt í stjórnskipunarmálinu. En ekki sé hlustað á rök sjálfstæð- ismanna í því máli og vilji meirihlut- ans standi enn til þess að þvinga mál- ið í gegn í fyrsta skipti í aldar- fjórðung sem stjórnskipunarlög yrðu afgreidd án fullrar samstöðu á Al- þingi. „Eins og staðan er í dag, þá er margt sem bendir til þess að þing- haldið fari fram yfir páska og ég tel líkurnar á því meiri en minni,“ segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar. „Það er eldhúsdagur á þriðjudaginn svo við verðum að hætta snemma þá, það verður bara hálfur dagur hjá okkur, og aðrir dagar fyrir páskana ekki margir.“ Þing líklega eftir páska  Hlífiskjöldur Framsóknarflokksins yfir ríkisstjórninni heldur hnífnum í kúnni  Bjarni Benediktsson segir unnt að ljúka þingi á tveimur dögum náist sátt „Það eru ein tíu mál sem brýnt er að þingið klári. Þar af eru 6, 7 kom- in á dagskrá, en von er á 2-3 til við- bótar, þar á meðal frumvarpi um greiðsluaðlögun fyrir heimilin. Þessi mál verður þingið að af- greiða. Það ríkir sátt að mestu um þau, en þau hafa samt tekið 6-8 tíma í umræðum af því að menn eru alltaf með augun á stjórnskip- uninni. Þessi mál yrðu samt fljót- afgreidd, ef samkomulag tekst um stjórnskipunarfrumvarpið,“ segir Guðbjartur Hannesson. Lúðvík Bergvinsson segir stefna í langa umræðu um stjórnarskrár- málið og eftir það fer málið til nefndar. Í þessu máli stæði hníf- urinn í kúnni, því sæmileg sátt væri um flest önnur mál sem þing- ið þarf að afgreiða og honum væri til efs að samkomulagi í þeim yrði vandnáð. „Það eru til lausnir á öllum mál- um ef menn vilja finna fjölina sína til þess,“ segir Lúðvík, en neitar að hugsa upphátt um þá leið sem hann sér til lausnar deilunni um stjórnarskrármálið og þá loka þingsins. Tugur mála sem sæmileg sátt er um GISTINÆTUR á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 72.900 en voru 77.600 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fækk- aði þó einungis á höfuðborgarsvæð- inu og á Austur- landi en fjölgaði í öðrum lands- hlutum. Þess má geta að gistinætur í febrúar árið 2007 voru samtals 65.645 og árið þar á undan 55.885. Þannig að ef undan er skilið árið 2008 hafa aldrei eins margir gist hér á hótelum í febrúar, þrátt fyrir fækkun milli ára. Gistinóttum fækkar heldur Þó fleiri en á sama tíma 2006-2007 „VIÐ höfum aldr- ei áður séð færri nýskráningar fólks í atvinnu- leit. Þær eru um 50 prósentum færri en fyrir ári,“ segir Gunn- ar Haugen, fram- kvæmdastjóri Capacent ráðn- inga. Færri sæki um hvert laust starf. „Kannski eru ekki margir hæfir í sum starfanna. Það kann líka að vera að þeir einu sem sæki um séu þeir sem eru án vinnu. Á undanförnum árum hefur mat okkar verið að 50 til 60 þúsund hafi verið tilbúin til þess að skoða aðra vinnu á hverjum tíma. Nú virð- ist sem fólk sé hrætt við að breyta til. Það heldur í það sem það hefur.“ Capacent leitar nú að fólki í 50 til 60 störf. Frá áramótum hefur fyr- irtækið haft milligöngu um ráðn- ingar í 100 störf. Gunnar kveðst telja að fleiri séu reiðubúnir að fara út á land að vinna en áður vegna aukins atvinnuleysis. Færri sækja um laus störf Gunnar Haugen ÞYRLUR Landhelgisgæslunnar voru settar í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um reyk í flugstjórn- arklefa Boeing 777 farþegaþotu bandaríska flugfélagsins United Airlines yfir Atlantshafi á öðrum tímanum í gærdag. Á þriðja hundrað manns voru um borð. Þotan lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli um klukkan þrjú. Ekki var um eld að ræða og mátti rekja reykinn til papp- írsþurrku sem skilin var eftir á kaffihellu flugmannanna. andri@mbl.is Reykur vegna pappírsþurrku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.