Morgunblaðið - 06.04.2009, Síða 10

Morgunblaðið - 06.04.2009, Síða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009 Kristján Möller samgöngu-ráðherra vill taka upp á ný rík- isstyrktar strandsiglingar.     Í hádegisfréttum RÚV í gær sagðiforveri hans, Sturla Böðvarsson, slík áform óraunhæf. Landflutn- ingar kynnu að verða óhagkvæmir vegna þess að ríkisstyrktir sjóflutn- ingar tækju til sín hluta flutnings- magnsins.     Kristján erharður á sínu. Hann segir að enginn muni fara í strandsigl- ingar á markaðs- legum for- sendum. „Þó að við borgum einhverja peninga með strandsiglingum, þá fáum við þá margfalt til baka í minna vegasliti, færri umferðarslysum, að ég tali ekki um umhverfisþáttinn,“ sagði Kristján í fréttum RÚV.     Ákveðin grundvallaratriði virðastfara framhjá bæði núverandi og fyrrverandi samgönguráðherra.     Ástæðan fyrir því að þungaflutn-ingar, sem ættu að vera hag- kvæmari með skipum, hafa færzt yfir á vegina, er að ríkið nið- urgreiðir þá í raun. Gjaldtaka af landflutningafyrirtækjum stendur aðeins undir broti af þeim kostnaði, sem þau valda skattgreiðendum vegna vegaslits, slysa og meng- unar. Talið er að einn stór flutn- ingabíll með aftanívagn slíti veg- unum eins og tíu þúsund fólksbílar.     Þessi niðurgreiðsla skekkir sam-keppnina milli landflutninga og sjóflutninga.     Leiðin til að gera sjóflutningasamkeppnishæfa á ný er ekki að bæta við nýjum niðurgreiðslum, heldur að láta landflutningafyr- irtækin greiða raunverð fyrir afnot sín af vegunum. Kristján Möller Nýjar niðurgreiðslur? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 7 skýjað Lúxemborg 3 heiðskírt Algarve 8 heiðskírt Bolungarvík -1 snjókoma Brussel 3 heiðskírt Madríd 4 léttskýjað Akureyri 2 alskýjað Dublin 9 heiðskírt Barcelona 10 súld Egilsstaðir 3 skýjað Glasgow 8 léttskýjað Mallorca 9 skýjað Kirkjubæjarkl. 7 heiðskírt London 9 alskýjað Róm 12 skýjað Nuuk -9 skýjað París 1 heiðskírt Aþena 14 skýjað Þórshöfn 3 alskýjað Amsterdam 0 þoka Winnipeg -5 alskýjað Ósló 0 skýjað Hamborg 2 léttskýjað Montreal 2 skýjað Kaupmannahöfn 6 skýjað Berlín 1 heiðskírt New York 5 léttskýjað Stokkhólmur 5 heiðskírt Vín 4 heiðskírt Chicago 5 alskýjað Helsinki 3 skýjað Moskva 2 þoka Orlando 16 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 6. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.01 3,5 10.27 0,7 16.36 3,4 22.43 0,6 6:27 20:34 ÍSAFJÖRÐUR 5.58 1,9 12.34 0,2 18.42 1,7 6:26 20:45 SIGLUFJÖRÐUR 1.51 0,4 8.07 1,2 14.30 0,1 20.50 1,2 6:09 20:28 DJÚPIVOGUR 1.19 1,9 7.32 0,6 13.40 1,8 19.46 0,4 5:55 20:05 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á þriðjudag Norðlæg átt, 8-13 m/s norð- vestan til, annars hægari. Úr- komulítið vestanlands, snjó- koma eða slydda norðan til en rigning eða súld sunnan- og austanlands. Hiti 1 til 6 stig en kringum frostmark norð- anlands. Á miðvikudag Norðan og norðvestanátt, yfir- leitt 5-10 m/s. Snjókoma norð- vestanlands, annars bjartviðri að mestu en stöku él suðvestan til. Fremur kalt í veðri. Á fimmtudag og föstudag Stíf austan- og norðaustanátt með vætu víða um land og hlýnandi veður. Á laugardag Kólnar aftur með norðan- og norðvestanátt og snjókomu um landið norðanvert en úrkomu- lítið syðra. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan- og norðaustanátt og rigning eða slydda víða um land seinni part dags, fyrst suðaust- anlands. Hiti 0 til 8 stig að deg- inum, svalast norðvestan til. Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Þrettán nemendur í fjölmiðlatækni í Flensborgarskóla í Hafnarfirði hafa undanfarna daga dvalið á Skagaströnd ásamt kennara sínum, Halldóri Árna Sveinssyni. Er hér um að ræða eiginlegt lokaverk- efni hópsins en eftir þriggja anna grunnnám og yfirstandandi önn í fjölmiðlatækni munu þau útskrifast sem fjölmiðlatæknar nú í vor. Hópurinn tekur upp efni á Skaga- strönd og í nágrenninu og sendir daglega út tveggja tíma dagskrá í Kántrýútvarpinu og einnig senda þau út 30-40 mínútna frétta- og skemmtiþátt í kapalkerfi Skaga- strandar þessa daga sem þau dvelja hér. Hafa nemendurnir farið víða um bæinn þessa daga og fátt látið sér óviðkomandi. Halldór Árni segir að þetta sé í fyrsta sinn sem svona tilraun er gerð, þ.e.a.s. að fara með nemendur og allan útbúnað út á land. Telur hann að þetta sé afar mikilsverð reynsla fyrir nemana þar sem þau verða að fást við raunverulegar að- stæður og þurfa að útvega efni bæði fyrir útvarpið og sjónvarpsútsend- ingarnar. Allt þarf þetta að vera tilbúið á réttum tíma fyrir útsend- ingu líkt og gerist í hinum harða heimi samkeppnisfjölmiðlanna. Þá hafa nemarnir líka spreytt sig á bein- um útsendingum þannig að segja má að þau komist í kynni við „allan pakkann“ í þessari heimsókn sinni. Halldór segir að aðstæður til að framkvæma þetta séu einstakar hér á Skagaströnd þar sem bæði er rekin útvarpsstöð og kapalkerfi sem getur sent út efni sem framleitt er á staðn- um. Hlustun og áhorf á efni sem nemarnir hafa boðið upp á hefur ver- ið mikið ef marka má umræður manna á meðal þessa daga. Hafa margir haft á orði að ónýtt tækifæri væru fyrir Skagaströnd til að skapa sér enn frekari sérstöðu en nú er. Guðmundur Ólafsson, tæknimaður hjá Kapalkerfinu, hefur verið hópn- um innan handar með tæknimál. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Nám Fjölmiðlanemarnir á fullu við að undirbúa sjónvarpsútsendingu. Læra saman fjölmiðla- tækni á Skagaströnd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.