Morgunblaðið - 06.04.2009, Side 12

Morgunblaðið - 06.04.2009, Side 12
Morgunblaðið/Kristinn Ræðumaðurinn Björn Bjarnason flutti aðalræðuna á NATO-fundinum. SAMTÖK um vestræna samvinnu og Varðberg buðu til hátíðardag- skrár í Þjóðmenningarhúsinu á laug- ardaginn í tilefni af því að nú eru lið- in 60 ár síðan Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, skrifaði undir Atlantshafssáttmálann. Aðalræðumaður hátíðarfundarins var Björn Bjarnason, alþingismaður, og fulltrúar þriggja stjórnmála- flokka fluttu ávörp; Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Árni Páll Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar. VG var líka boðið að senda fulltrúa, en gerði það ekki. Þá fluttu erindi Gréta Gunn- arsdóttir, sendiherra, og Svanhildur Bogadóttir, forstöðumaður Borg- arskjalasafns. Á fundinum var Guðmundur H. Garðarsson heiðraður en hann var fyrsti formaður Varðbergs. VG sendi ekki full- trúa á NATO-hátíð Guðmundur H. Garðarsson heiðraður 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009 MJÓLKURSAMSALAN er að setja á markað nýja heildstæða matar- gerðarlínu sem nefnist Gott í mat- inn. Magnús Ólafsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, afhenti Stein- grími J. Sigfússyni vörur úr línunni Gott í matinn ásamt nýju tímariti sem dreift verður til allra lands- manna á næstu dögum. Í línunni eru 13 vörur, bæði vörur sem neytendur þekkja vel sem og nýjungar á borð við gríska jógúrt. Á vefnum www.ms.is/gottimatinn er hægt er að nálgast nýjar upp- skriftir með vörum úr línunni. Ný vörulína frá MS NÝTT samstarfs- ráð um al- þjóðlega þróun- arsamvinnu hefur tekið til starfa. Ráðið hef- ur ráðgefandi hlutverk við stefnumótun í þróunarmálum og fjallar um áætlun um al- þjóðlega þróunarsamvinnu. Það gefur ráð um forgangsröðun og val á samstarfslöndum. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanrík- isráðherra, er formaður ráðsins. Í ráðinu situr fólk með fjölþætta reynslu úr mannúðar- og þróun- arstarfi auk fjölbreyttrar þekk- ingar á þróunarmálum. Nýtt ráð um þróunarsamvinnu Valgerður Sverrisdóttir UM 12.000 manns hafa nú tekið þátt í hjónanámskeiðum sr. Þór- halls Heimissonar. Námskeiðin hafa verið haldin óslitið frá árinu 1996 og eru orðin fastur liður í starfi Hafnarfjarðarkirkju auk þess að hafa verið haldin í ölllum stærri sveitarfélögum. Námskeiðin hefjast á ný í Hafnarfjarðarkirkju í haust. Hjónanámskeið Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Kvarnir, áhuga- hópur um framtíðina á Snæfellsnesi, hafa í samvinnu við ráðgjafarfyr- irtækið Ildi í Grundarfirði staðið fyr- ir íbúafundum vítt og breitt um Snæfellsnesið en markmið þessara fundarhalda er að sögn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur hjá Ildi að bjóða fólki upp á vettvang til að ræða sam- an um hvaðeina sem varðar tilvist og tilveru íbúa á Snæfellsnesi en áherslan er þó á að ræða um allt það sem íbúar telja að við getum gert til að láta hamingjuna blómstra á nes- inu, þrátt fyrir umrót í þjóðfélaginu. Nú þegar hafa verið haldnir fund- ir í Snæfellsbæ, í Grundarfirði og á Breiðabliki í Miklaholtshreppi en lokafundurinn var í Stykkishólmi sl. fimmtudag. Að sögn Sigurborgar er það vilji þeirra sem standa að þess- ari vinnu með íbúunum að halda áfram með þetta verkefni í frekara vinnsluferli og meiningin er að sækja um hjá Vaxtarsamningi Vest- urlands í því skyni. Blómstrandi hamingja á Snæfellsnesi Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Hamingja Á fundunum er m.a. rætt um það sem getur bætt mannlífið. FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VIÐRÆÐUR milli Íslands og Kína um fríverslunarsamning milli landanna tveggja ganga vel, sam- kvæmt upplýsingum frá utanrík- isráðuneytinu. Takist að semja verður þetta annar tvíhliða frí- verslunarsamningurinn sem Ísland gerir við annað land. Hinn fríversl- unarsamningurinn var gerður við Færeyjar og tók gildi árið 2006, samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu. Ísland hefur sem aðili að EFTA gert fríverslunarsamninga við fjölda ríkja, eins og sjá má á með- fylgjandi korti. Mikilvægasti fríverslunarsamningurinn er þó samningurinn um EES, en sá samningur er auðvitað mun víð- tækari en svo að hann taki ein- ungis til fríverslunar. Krefst mikillar vinnu Íslandi er frjálst að leita samn- inga við önnur ríki og við- skiptablokkir um fríversl- unarsamninga. En hvers vegna skyldi Ísland ekki hafa gert fleiri tvíhliða fríverslunarsamninga, líkt og þegar hefur verið gerður við Færeyjar og þann sem verið er að ræða um að gera við Kína? Einar Gunnarsson, sem stýrir skrifstofu viðskiptasamninga hjá utanríkisráðuneytinu, segir að ef nokkur kostur sé á, reyni Ísland að beina viðræðum um fríversl- unarsamninga inn á vettvang EFTA. Ástæðan sé sú að EFTA- ríkin sem heild séu mun álitlegri samningsaðili en einstök ríki. Auk þess eru fríverslunarviðræður gríðarlega viðamikið verkefni og það valdi margföldu álagi á ís- lensku stjórnsýsluna þegar Ísland semur eitt, í samanburði við samn- ingaviðræður í samfloti með EFTA. Sendinefndir á samn- ingafundum séu fjölmennar, oft um 50-60 manns og samningarnir geti hlaupið á nokkur hundruð blaðsíðum. Hjá EFTA starfi um tylft sérfræðinga í milliríkjasamn- ingum auk þess sem EFTA-ríkin leggi öll til mannskap. Fáir með viðameira net Einar segir að með aðildinni að EFTA hafi Ísland aðild að svo víð- tæku neti fríverslunarsamninga að jafna megi við það besta sem ger- ist. Aðeins Evrópusambandið gæti hugsanlega státað af viðameiri frí- verslunarsamningum. Mörg ríki hafa verið treg til að gera tvíhliða viðskiptasamninga og heldur viljað reiða sig á alþjóða- viðskiptakerfið. Bandaríkin, Ástr- alía og Nýja Sjáland hafa verið í þessum hópi auk þess sem erfitt hefur verið að semja við þau vegna stífra krafna um markaðsaðgang fyrir landbúnaðarafurðir. Ísland hefur þó gert samning um reglu- bundið viðskiptasamráð við Banda- ríkin. Ef Ísland gengur í Evrópu- sambandið fær það sjálfkrafa aðild að öllum fríverslunar- og við- skiptasamningum þess, en á móti kemur að EFTA-samningarnir og tvíhliða samningar falla niður. Ekki hlaupið að því að semja um fríverslun Fríverslunarsamningar EFTA og ESB Ef Ísland gengur í ESB mun Ísland tilheyra tollabandalagi ESB. Viðskiptasamningar sem ESB gerir við ríki utan bandalagsins munu gilda fyrir Ísland og Ísland getur ekki gert sérstaka viðskiptasamninga. Að ofan er samanburður EFTA á fríverslunarsamningum EFTA annars vegar og ESB hins vegar. Ríki sem hafa bæði gert fríverslunarsamning við EFTA og ESB (14 ríki) • Króatía • Færeyjar • Makedónía • Egyptaland • Ísrael • Jórdanía • Líbanon • Marokkó • Palestínska heimastjórnin • Túnis • Tyrkland • Chile • Mexíkó • Suður Afríka Ríki sem hafa gert fríverslunarsamning við EFTA en ekki ESB (8 ríki) • Botswana • Kanada • Suður-Kórea • Lesotho • Namibía • Singapore • Swaziland • Kólumbía Ríki sem hafa gert fríverslunarsamning við ESB en ekki EFTA (5 ríki) • Albanía • Algería • Andorra • San Marino • Sýrland Samningaviðræður EFTA um fríverslunarsamninga (12 ríki) • Algería • (Persa-)Flóaráðið (4 ríki) • Indland • Perú • Taíland • Úkraína* • Albanía* • Serbía* • Rússland** Samningaviðræður ESB um fríverslunarsamninga (33 ríki) • Samtök Suðaustur-Asíuríkja (10 ríki) • Bosnía og Herzegóvína • Mið-Ameríka (6 ríki) • Indland • Írak • Suður-Kórea • MERCOSUR (4 ríki) • Svartfjallaland • Serbía • Úkraína * Viðræður hefjast á næstu mánuðum ** Rússar vonast eftir viðræðum á þessu ári Heimild: EFTA og utanríkisráðuneytið, apríl 2008 Náist fríverslunarsamningur við Kína verður Ísland eitt af fyrstu vestrænu ríkjunum sem nær slíkum samningi. Einar Gunn- arsson, skrifstofustjóri hjá ut- anríkisráðuneytinu, segir að með honum myndu tollar lækka á sjávarafurðum og fleiri vörum sem fluttar eru héðan auk þess sem fríverslunarsamningar virka almennt sem hvati til aukinna viðskipta. Þá gæti samningurinn aukið möguleika Íslands á samstarfi við fyr- irtæki frá öðrum ríkjum sem hefðu áhuga á Kínamarkaði. Fleiri í undirbúningi Nú standa yfir viðræður EFTA- ríkjanna við Indland og brátt hefjast viðræður við Úkraínu, Serbíu og Albaníu. Auk þess er EFTA nú í könnunarviðræðum við Rússland, Indónesíu og Malasíu svo nokkur ríki séu nefnd. Mikill hagur af fríverslun við Kína  Viðræður milli Íslands og Kína ganga vel

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.