Morgunblaðið - 06.04.2009, Síða 16
16 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009
- Lifið heil
www.lyfja.is
Prófaðu 100% lífræna mýkt
úr íslenskri náttúru
Olían frá Móður Jörð er án allra aukaefna og framleidd í Vallanesi á Fljótsdalshéraði.
Dreifing: Heilsa ehf.
LÍFOLÍA
er ilmandi og
djúpvirk fyrir
vöðva og liði.
BIRKIOLÍA
mýkir og græðir
þurra húð
og exem.
BLÁGRESISOLÍA
nærir viðkvæma
slímhúð og eyðir
bólgu.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Kræklingurinn er gjörnýtt-ur í rannsóknum í Há-skólasetri Suðurnesja íSandgerði. Hann er not-
aður við þróun aðferða við að mæla
mengun. Í þeim tilgangi mæla vís-
indamenn krækling úr Reykjavík-
urhöfn, bæði líffræðilega virkni og
eiturefnainnihald, og bera saman
við krækling úr mengunarlausu
umhverfi. Þá eru sýni send til Ítal-
íu til samanburðar við rannsóknir á
umhverfisáhrifum þar.
Sex meistaranemar og einn dokt-
orsnemi hafa nú rannsóknaraðstöðu
við Háskólasetur Suðurnesja.
Flestir eru í sjávarlíffræði og með-
al leiðbeinenda þeirra eru Jörundur
Svavarsson prófessor og Halldór
Pálmar Halldórsson, forstöðumaður
setursins.
Hreinn sjór til viðmiðunar
Halldór segir að áhugi sé á Ís-
landi um þessar mundir. Aðstæður
á norðurslóðum henti vel sem við-
mið við rannsóknir á mengun. Ver-
ið sé að vinna úr nokkrum fyrir-
spurnum og bindur hann vonir við
að ný verkefni komi út úr þeim.
Rannsóknarstöðin nýtur þeirrar
sérstöðu að hafa hreinan sjó úr
borholu við húsvegginn til að nota
við rannsóknir. Vegna hans hafa
fjölmargir erlendir vísindamenn
kosið að vinna þar að rannsóknum
sínum. Áætlað er að um fimmtán
doktorsritgerðir hafi verið skrif-
aðar eftir rannsóknir í þessari að-
stöðu. „Við rannsóknir á mengun í
lífverum er mikilvægt að hafa til
viðmiðunar lífverur úr sjó sem er
alveg laus við mengun, eins og við
höfum. Hugmyndin er að búa til
banka með nokkrum tegundum líf-
vera og sýna hvernig þær eiga að
vera í raun og veru,“ segir Halldór.
Safnar í sig eitri
Aline Andrey, umhverfisverk-
fræðingur frá EPFL-tækniskól-
anum í Lausanne í Sviss, vinnur að
meistaraverkefni sínu í háskóla-
setrinu. Hún notar krækling til að
mæla mengun og er tilgangurinn
að þróa áfram þær aðferðir sem
notaðar hafa verið við þessar rann-
sóknir. Halldór er leiðbeinandi
hennar ásamt Jörundi Svavarssyni
en Halldór rannsakaði þessi mál í
meistara- og doktorsnámi sínu. Eit-
urefnamælingar eru unnar í sam-
vinnu við Kristínu Ólafsdóttur, dós-
ent í eiturefnafræði við Háskóla
Íslands. Rannsóknirnar hafa ekki
verið stundaðar á þessum tíma árs
og eru vísindamennirnir spenntir
að sjá hvort þær verða aðrar í
kuldanum í vetur en hlýindum á
sumrin.
Kræklingurinn er hafður í
Reykjavíkurhöfn þar sem mikil
mengun er og til samanburðar í til-
tölulega hreinu umhverfi í Hval-
firði. Tekin eru sýni á tímabilinu til
að meta hversu hratt breytingar
verða en kræklingurinn er lengst
tvo mánuði í sjónum.
Mengunin hefur áhrif á vöxt
kræklingsins og hegðun og svo
sitja þar eftir eiturefni sem hann
safnar í sig úr olíumengaðri höfn-
inni. Sem dæmi má geta þess að
þótt fyrir löngu sé búið að banna
hættulegustu tegundir botnmáln-
ingar skipa er enn að mælast TBT-
eiturefni í kræklingi. Halldór segir
að eiturefnin liggi í botnsetinu í
mörg ár og alltaf gruggist eitthvað
upp.
Verkefni Aline nýtist einnig í
verkefni sem unnið er í samstarfi
við tvo hópa ítalskra vísindamanna.
Þar er fyrst og fremst verið að at-
huga áhrif aðstæðna í umhverfinu á
lífverur, ekki síst frumuskemmdir.
Gernýta kræklinginn í Sandgerði
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Vísindi Aline Andrey og Halldór Pálmar Halldórsson rannsaka í Sandgerði áhrif mengunar á krækling.
Sjö meistaranemar
starfa í Háskólasetri
Suðurnesja í Sand-
gerði, en þar er úrvals-
aðstaða til rannsókna
í sjávarlíffræði.
„ÞEGAR maður lendir í slysi, vill
maður gera margt, læra sem mest
og kynnast nýjum stöðum og fólki.
Þess vegna kom ég til Íslands,“
segir Aline Andrey, sem nemur
umhverfisverkfræði við tækniskól-
ann í Lausanne í Sviss. Hún slas-
aðist lífshættulega fyrir rúmum
tveimur árum í svifvængjaflugi í
fjalli á heimaslóðum sínum í Sviss
en er aftur komin á flug.
Aline hafði áhuga á að ljúka
meistaranámi sínu með rannsókn í
eiturefnavistfræði. „Mér fannst Ís-
land áhugavert. Ég hef aldrei ver-
ið við rannsóknir við sjó og það
var því gott að fá tækifæri til að
koma hingað,“ segir hún. Það kom
forstöðumanni Háskólaseturs Suð-
urnesja á óvart þegar hann fékk
fyrirspurn frá nema í þessu land-
lukta ríki um möguleika á rann-
sóknum í sjávarlíffræði.
„Ég þarf að vera búin að fá nið-
urstöður fyrir 15. maí því þá fer
ég aftur heim,“ segir Aline. Hún
segir að rannsóknirnar hafi gengið
vel og vonast til að niðurstöðurnar
verði eftir því.
Örugg íþrótt, venjulega
Aline hefur mikinn áhuga á úti-
vist, ekki síst fjallamennsku, og
það dró hana í og með til Íslands.
Hún hefur meðal annars stundað
svifvængjaflug (e. paragliding),
þar sem stokkið er fram af klett-
um og svifið til jarðar með litlum
svifvængjum. Einnig notar hún
slíka vængi þegar hún rennir sér
á skíðum.
Hún tekur það fram að þetta sé
örugg íþrótt yfirleitt, og í Sviss
þurfi sérstaka þjálfun og leyfi til
að stunda hana. Sjálf er hún í hópi
hinna óheppnu. Lenti í einhverjum
vandræðum í loftinu svo svifvæng-
urinn fór að hringsnúast í 100
metra hæð og snerist með hana til
jarðar. Hún margbrotnaði við fall-
ið, báðir lærleggir brotnuðu, rif og
hryggjarliðir, svo nokkuð sé nefnt,
en alvarlegast var að lungun
sködduðust. Hún telur að það hafi
bjargað lífi sínu að sjúkralið kom
með björgunarþyrlu nokkrum
mínútum síðar og flutti hana á
spítala. En sjúkraliðarnir voru
ekki bjartsýnir. Þegar móður
hennar var tilkynnt um slysið, á
meðan Aline var í þyrlunni á leið á
sjúkrahúsið, var henni sagt að út-
litið væri svart og hún þyrfti ekki
að flýta sér.
Aline var nokkra mánuði á
sjúkrahúsi þar sem gerðar voru á
henni margar aðgerðir, þá tók við
endurhæfing og loks þurfti að
hreinsa járnaruslið úr líkamanum.
Þetta tafði hana um ár í náminu
og það tók tíma að komast á ról
en ellefu mánuðum eftir slysið fór
hún aftur á svif, í það skipti með
væng sem kærasti hennar stjórn-
aði. Sjálf segist hún hafa verið
kvíðin en ekki nærri því eins og
kærastinn. En þetta var tilfinn-
ingaþrungin stund.
Þegar kærastinn heimsótti Al-
ine hingað til lands á dögunum
fóru þau norður í Eyjafjörð og
svifu við fjöllin þar. helgi@mbl.is
Vildi gera sem mest eftir slysið
Á lofti Aline Andrey svífur um loft-
in blá í frítíma sínum. Loftfarið
gengur fyrir vindi, er stýrt með
höndunum og nefnist svifvængur.
STARFSFÓLKIÐ í botndýrarann-
sóknarstöðinni í Sandgerði er
þessa dagana að flokka botndýr úr
Barentshafi.
Einstæð aðstaða er til flokkunar
og greiningar á botndýrum í rann-
sóknarstöðinni og þjálfað starfs-
fólk. Stjórnandi botndýraverkefnis í
Norður-Noregi þekkti stóru botn-
dýrarannsóknina sem unnin var í
Sandgerði og ákvað að senda eitt
tonn af sýnum úr Barentshafi þang-
að til flokkunar. Guðmundur Víðir
Helgason, forstöðumaður stöðv-
arinnar, segir að botndýrin verði
flokkuð í helstu hópa, alls um 45
talsins, og svo verði ef til vill mar-
flær og fleiri dýr flokkuð í und-
irflokka. Þannig fara botndýrin út
til Noregs þar sem sérfræðingar
greina þau.
Þetta er verkefni í þrjá mánuði
fyrir níu starfsmenn.
Verið er að undirbúa nýtt botn-
dýraverkefni hér við land, þar sem
grunnsævið verður tekið fyrir. „Við
þekkjum ekki botndýralífið á
grunnsævinu of vel. Verið er að
kortleggja það víða um heim,“ segir
Guðmundur Víðir. helgi@mbl.is
Flokka botndýr
úr Barentshafi
GRJÓTKRABBI, einn af nýju land-
nemunum í lífríki Íslands, er til rann-
sóknar í Háskólasetri Suðurnesja í
Sandgerði. Hann er efniviður í
meistaraverkefni tveggja nema í líf-
fræði við Háskóla Íslands.
Grjótkrabbinn fannst fyrst hér við
land 2006, var í fyrstu talinn tösku-
krabbi. Segir Halldór Halldórsson,
forstöðumaður háskólasetursins, að
hann hafi að öllum líkindum verið
hér lengur, eða í að minnsta kosti
sex til tíu ár, miðað við hversu stórir
krabbar hafi veiðst. Grjótkrabbi er
stærri og öflugri en íslenskir krabb-
ar á grunnsævi.
Talsvert er af grjótkrabba í Hval-
firði og hann hefur fundist víðar í
Faxaflóa, í Breiðafirði og lirfur hafa
fundist við Vestfirði. Í sumar verður
reynt að meta útbreiðslu krabbans
og stofnstærð. Óskar Sindri Gísla-
son kannar tímgun, lirfuþroskun og
uppruna grjótkrabbans og Marinó F.
Pálsson athugar þéttleika, vöxt og
áhrif hans á botnsamfélagið. Halldór
hefur unnið með þeim að veiðum og
aðstoðar við rannsóknirnar.
Grjótkrabbi er amerísk krabba-
tegund, heldur sig mest við norður-
hluta austurstrandar
Norður-Ameríku. Þar er
hann veiddur til matar.
Þessi krabbategund hef-
ur ekki áður sést í Evr-
ópu, svo vitað sé, og
ekki liggur fyrir hvernig
hún hefur borist hingað.
Helst er talið að lirfur
hafi borist með kjölvatni
skipa sem dælt hefur
verið í sjóinn. Íslenskir
vísindamenn hafa sýnt
þessum nýja landnema
áhuga enda sjaldgæft
tækifæri að fylgjast
með landnámi nánast
frá upphafi. Ef grjót-
krabbinn breiðist út með sama
hraða og hingað til er ekki ólíklegt
að hægt verði að nýta hann. Þetta er
góður matur, eins og starfsfólk
Fræðasetursins í Sandgerði hefur
sjálft sannreynt. helgi@mbl.is
Ný krabbategund Grjótkrabbinn er góður til
matar. Það veit rannsóknarfólkið.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Bragðgóður nýr landnemi