Morgunblaðið - 06.04.2009, Side 28

Morgunblaðið - 06.04.2009, Side 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009 ✝ Konráð ÞórSnorrason fædd- ist í Reykjavík 24. október 1972. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 30. mars 2009. Foreldrar hans eru Soffía H. Bjarnleifs- dóttir, f. 8. apríl 1949, og Snorri S. Konráðsson, f. 20. júlí 1947. Foreldrar Soffíu voru María G. Jóhannesdóttir, f. 21. janúar 1920, og Bjarnleifur Bjarnleifsson, f. 21. mars 1915. Foreldrar Snorra voru Þuríður Baldvinsdóttir, f. 28. febr- úar 1910, og Konráð Guðmunds- son, f. 30. maí 1908. Systkini Kon- ráðs eru: 1) Kolbrún Björk, f. 6. mars 1968, maki Ellert Jónsson, f. 8. september 1966. Synir þeirra eru Eyþór, f. 30. jan- úar 1993, og Bjarki, f. 21. júní 2000. 2) Snorri Birkir, f. 11. desember 1991. Konráð Þór kvænt- ist Svanhildi Ástu Gunnarsdóttur 20. júní 1998. Börn þeirra eru Snorri Sævar, f. 14. janúar 1999, og Katrín Magdalena, f. 26. ágúst 2002. Þau skildu. Konráð Þór ólst upp í Kópavogi. Hann starfaði einkum hjá Ömmubakstri, Opnum kerfum og síðasti vinnustaður hans var Síminn þar sem hann starfaði sem tæknimaður á fyrirtækjasviði. Útför Konráðs Þórs fer fram frá Langholtskirkju í dag, 6. apríl, kl. 15. Elsku bróðir minn, vinur minn, hetjan mín. Minningarnar streyma fram og allar eru þær góðar nema kannski þegar þú hentir skiptilykli í hausinn á mér svo úr varð gat eða þegar ég setti nokkur krækiber upp í nefið á þér. Þá vorum við lítil. Og þegar börnin þín fæddust varstu svo stoltur. Síðasta sumar þegar við systkinin þrjú vorum á austurleið skemmtum við okkur vel. Skyldleikinn tengdi okkur rækilega saman þrátt fyrir aldursmuninn. Samverustundirnar í sveitinni með foreldrum okkar, fjöl- skyldu og börnum voru yndislegar og þegar börnunum var sagt frá prakkaraskap foreldranna þegar þeir voru yngri féll það í góðan jarð- veg og verður þeim minnisstætt. Við munum áfram halda minningunum lifandi fyrir gullmolana þína Snorra Sævar og Katrínu Magdalenu. Það verður gaman að fylgjast með þeim stækka og þroskast og sjá taktana þína koma fram í þeim. Þú barðist eins og ljón við óvæg- inn sjúkdóminn en samt var húm- orinn í lagi allt til loka. Þú varst svo ánægður með hetjurnar þínar, Alex, Gulla, Hauk frænda og Guðmund Má frænda, sem léttu þér lífið, auk fjölda annarra ættingja, vina og samstarfsfélaga sem studdu þig eins og þeir gátu. Stuðningur þeirra er ómetanlegur og veittur af kærleika. Þakklátur varstu læknum, hjúkr- unarfólki og séra Braga sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að hjálpa þér og okkur fjölskyldunni í gegnum þetta óvinnandi stríð. Tím- inn var óhemju erfiður, endalaus vonbrigði en hetjan bróðir minn hvikaði aldrei. Það sem huggar mig er að þjáningar þínar eru að baki, en mikið óskaplega sakna ég þín. Ég kveð þig að sinni, elsku bróðir minn, vinur minn, hetjan mín. Þín systir, Kolbrún. Elsku Konni minn. Loksins færðu hvíld eftir erfiða baráttu við þennan hræðilega sjúk- dóm. Þó að hann hafi haft yfirhönd- ina á líkamanum, þá stal hann aldrei frá þér húmornum né þínum karakt- er. Fram á síðasta dag varstu að rífa þig upp og spjalla eins og ekkert væri að, neitaðir að fara í hjólastól, frekar vildirðu taka fjórhjóla trylli- tækið og rölta um. Þú og ég eyddum mörgum „skjálftum“ saman sitjandi hlið við hlið, blaðrandi í míkrófóninn að það væru komnar heitar pítsur (peitar hítsur eins og við sögðum alltaf) þeg- ar mótshelgi fór fram. Við spjölluð- um um allt á milli himins og jarðar í nánast 50 klukkutíma um þessar helgar því við sváfum nú ekki mikið þarna á þessu P1mpa-borði. Þú varst vinur minn, vinnufélagi og maður sem ég gat spjallað við á kvöldin/nóttunni klukkutímum sam- an um akkúrat ekkert, báðir í tölv- unni og bluetooth í eyranu. Þú og ég spjölluðum mikið um lífið og tilveruna eftir að þú greindist í september í fyrra og þá sérstaklega eftir að vinur okkar Addi kvaddi okkur núna í byrjun mars. Þú bentir mér á að lifa lífinu einn dag í einu, njóta þess sem maður á og ekki plata sjálfan sig með því að segja að ég geri þetta á næsta ári eða hitt í næsta mánuði, við vitum ekkert hversu lengi við verðum hérna og eigum að njóta hverrar ein- ustu mínútu sem við höfum. Þetta, Konni minn, kenndir þú mér á síð- ustu mánuðum og tókst af mér loforð um slíkt. Þú varst mjög góður pabbi, elsk- aðir börn þín og fjölskyldu, enda heyrði maður þig alltaf vera að tala um þau. Ég mun sakna þín rosalega mikið Konni minn, partur af hjarta mínu er horfinn með þér og það skarð verður seint fyllt. Bið ég þig að hugsa vel um og gæta hans Árna okkar í ykkar sameiginlegu ferð inn í paradís og ég hlakka til að fá að hitta ykkur á ný. Vertu bless elsku vinur minn. Alexander Örn Arnarson og fjölskylda. Þegar þú sagðir mér að þú værir búinn að greinast með krabbamein, þá varð ég fyrst dofin, svo reið, næst leið. Það var rússíbani af tilfinning- um. Þrátt fyrir að hafa verið skilin þá var sambandið mjög gott okkar á milli, sem betur fer. Eftir 12 ára samband, þá kom aldrei neitt annað til greina en að setja börnin okkar í forgang og ala þau upp saman, bara á sitthvorum staðnum. Sem betur hefur okkur tekist vel upp með það, ég er þér ævinlega þakklát fyrir hvað þú varst góður pabbi. Snorri og Katrín áttu hug þinn allan og það hefur líkað skilað sér. Það kom oft upp skrítinn svipur á fólki sem við þekktum, undrunar- svipur, þegar við fórum stundum öll út að borða saman, þú, ég, Ranald, Snorri og Katrín. En okkur var al- veg sama, því að við fundum það hvað krökkunum fannst það skemmtilegt að hafa okkur öll við sama borðið að spjalla og hlæja sam- an, þessar minningar munu þau varðveita vel. Krakkarnir eiga bágt núna, þau sakna pabba síns mikið og vita að það kemur enginn í staðin fyrir þig. Ég lofa þér því að við munum gera allt sem við getum til að hjálpa þeim í gegnum sorgina og að leiða þau í gegnum lífið með allar góðu minn- ingarnar um þig. Ég ætla núna að sjá þig fyrir mér þarna hinum megin, alsælan og laus- an við verkina og veikindin, sjá þig fyrir mér í vöðlunum úti í miðri á, þannig leið þér einu sinni best. Einn með sjálfum þér úti í náttúrunni í laxveiði, það gerðist varla betra. Guð blessi þig Konni minn, takk fyrir samfylgdina í gegnum árin og takk fyrir að gefa mér það dýrmæt- asta sem ég á í lífinu, ég lofa því að hugsa vel um þau. Svanhildur. Það er þrautin þyngri að setjast niður og skrifa minningargrein um góðan vin sem tekinn er frá okkur í blóma lífsins. Konni hefur nú lokið sinni ferð hér eftir örstutta og harða baráttu við illvígan andstæðing. Yf- irvegaður og æðrulaus tók hann á móti örlögum sínum og af veikum mætti sýndi hann okkur hve sterkur hann var með því að leyfa okkur að njóta áfram hans einstöku jákvæðni, tryggðar og einlægni þar sem hann skildi við okkur með aðeins góðar minningar. Spor okkar Konna lágu saman á 19. aldursári og tengdumst við fljót- lega sterkum vináttuböndum. Við áttum margar góðar stundir saman og get ég endalaust talið upp hina ótrúlegustu hluti sem okkur duttu í hug á þessum árum eins og þegar við skelltum okkur til London og Ibiza ásamt fleiri góðum vinum. Það er fátt dýrmætara veganesti út í lífið en góður vinur og það var Konni. Konna kynnti ég síðan fyrir Svan- hildi frænku minni og giftu þau sig árið 1998 og voru saman í 12 ár. Það var mikil gleðistund þegar þau eign- uðust börn sín tvö sem mér þykir óendanlega vænt um, þau Snorra Sævar og Katrínu Magdalenu. Elsku hjartans Snorri, Katrín og fjölskyldur, ykkar missir er mikill. Aðeins þeir sem hafa þurft að mæta slíkum örlögum geta gert sér í hug- arlund hvílík raun það er. Megi Góð- ur Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg og minningar um Konna lifa með ykkur. Elsku Konni minn, minningin þín mun lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég kveð þig með miklum söknuði. Þín vinkona, Sara Rut Kristinsdóttir. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Allt á sér upphaf og endi. Kær frændi er kvaddur allt of fljótt, en við örlög er ekki hægt að ráða. Minningarnar eru ljúfar, um gló- koll, augastein mömmu, pabba og stóru systur, svo fullkomnaði litli bróðir hópinn. Perluband af minn- ingum um gleði í samveru stórfjöl- skyldunnar. Í öndvegi sátu langamma, afi og amma, ekki má gleyma Lauga frænda. Konni alltaf bjartur og glaður, tók öllu með ró. Árin líða, fjölskyldan stækkar, í fang Konna komu tveir hrokkinkollar, þau Katrín og Snorri, sem voru hon- um allt. Samband föður og barna var einstakt. Nú er komið að leiðarlokum, dval- ið er við miningar um góðar stundir og þakkað fyrir líf hans og æðru- leysi. Erla, Ása, Bjarnleifur, Ólafía og fjölskyldur. Elsku Konni minn, ég trúi því stundum ekki að kveðjustundin hafi runnið svona fljótt upp. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért far- inn. Þú skildir eftir þig svo ótrúlega margar og góðar minningar og ég er svo þakklátur fyrir þær góðu stundir sem við höfum átt saman í gegnum árin. Þú hefur alltaf verið traustur og góður vinur og varst ávallt til staðar ef ég þurfti á aðstoð þinni að halda, betri vin er ekki hægt að hugsa sér. Ég kveð þig frændi góður, það voru forréttindi að fá að kynnast þér og eiga þig að sem vin. Ég mun ávallt sakna þín og varðveita minn- ingu þína. Guð geymi þig. Þín návist Guð mér gefur allt svo mikið og gakkt þú með mér ævi minnar veg. Ég vild’ þú gætir aldrei frá mér vikið og bið þú verndir mig meðan ég er. Það veit ei nokkur ævi sína alla og án þín Guð er lífið búið spil. Því á þig einhver engillinn mun kalla þá endar þetta líf ef rétt ég skil. (Ólafur Sveinn Traustason) Guðmundur Már Kristjánsson. Það sem stendur hæst upp úr í minningunum um Konna frænda eru samverustundir okkar á yngri árum. Við bræðurnir bjuggum úti á landi en hann í Kópavogi þannig að við hittumst ekki oft en þegar við kom- um til höfuðborgarinnar gistum við oftast hjá afa og ömmu í Selási og þangað komu frændsystkini okkar mikið og þar á meðal Konni og Kolla systir hans en í huga okkar bræðr- anna voru þau systkinin alltaf sam- tvinnuð enda ekki svo langt á milli þeirra í aldri og yfirleitt hittum við þau bæði í einu í þessum borgarferð- um okkar. Konni var mikill fjörkálfur og þeg- ar við vorum hjá afa og ömmu var margt og mikið brallað úti sem inni. Þau bjuggu í stóru húsi þar sem við fengum að leika nokkuð lausum hala og ekki var nú nágrennið verra fyrir fjörmikla stráka sem hittust sjaldan. Engin byggð að heitið getur í næsta nágrenni og því stutt út í móa eða að Rauðavatni og margt hægt að gera. Kannski voru leikirnir stundum of hressilegir og háværir fyrir smekk þeirra fullorðnu en við skemmtum okkur allavegana vel. Stundum fengum við að gista heima hjá Konna í Túnbrekkunni og þar var alltaf tekið vel á móti okkur enda stóð heimili foreldra hans okk- ur ávallt opið. Þegar gist var í Tún- brekkunni var leikið úti og inni, sum- um örugglega til hrellingar en okkur til mikillar skemmtunar. Þegar við urðum eldri hittumst við sjaldnar en þó alltaf öðru hvoru enda stóð heim- ili Konna og foreldra hans okkur op- ið til gistingar þegar leiðin lá til höf- uðborgarinnar. Mér er minnisstætt þegar ég gisti hjá þeim í Lækjar- hjallanum og nýtti auðvitað borgar- ferðina til að gera stórinnkaup til heimilisins að Konni var mjög vilj- ugur til að fara með mér í Bónus enda veitti ekki af hjálp við innkaup- in sem gátu auðveldlega fyllt 2-3 inn- kaupakerrur. Eitt sinn er við kom- um út úr Bónus með þrjár fullar kerrur af ýmsum varningi spurði ég hann hvort honum fyndist ekki leið- inlegt að standa í þessum verslunar- ferðum með mér. Svar hans við þess- ari spurningu er mér sérstaklega minnisstætt: „Nei, það er svo gaman að fara með einhverjum í búð sem gerir alvöru innkaup, kaupir ekki bara í einn poka.“ Hvíl í friði kæri frændi. Kristján Ágúst Kristjánsson. Sú hugsun var fjarstæð fyrir rúmri viku að það næsta sem ég gerði fyrir vin minn Konna væri að skrifa um hann eftirmæli. Þegar það er stórt skarð í hjarta manns er erf- itt að rita niður þau orð og þær til- finningar, sem við áttum saman í eina litla grein. Ég dáðist að því hvernig þú tókst á við sjúkdóminn, með miklum dugn- aði og æðruleysi og aldrei heyrði ég þig kvarta, alltaf glaðlyndur og já- kvæður eins og þitt eðli var. Ég minnist sérstaklega miðnætursím- talanna okkar sem voru fastir liðir hjá okkur. Aldrei leið langur tími á milli símtala. Við gátum talað út í eitt um það sem stóð okkur næst, sem voru tölvur og allt sem þeim tengist. Þú varst mikill grúskari og þar varst þú alltaf fremstur í flokki, allt- af með nýjustu græjurnar; ef það var ekki skjalftamót eða netspilun með okkur vinunum þar varstu alltaf búinn að plana eitthvað með okkur strákunum. Þú varst ekki bara góð- ur vinur heldur vorum við líka um tíma samstarfsfélagar hjá Símanum og ég man hvað ég hlakkaði til að fá að vinna með þér. Við eyddum ómældum tíma saman sveittir yfir tæknilegum vandamálum en þar komst þú sterkur inn, þú hafðir allt- af svo mikla yfirsýn yfir allt sem þú gerðir. Elsku Konni, mér þótti ólýsanlega vænt um þig og þótt ég einhvern veginn kæmist aldrei til að segja það, þá er ég viss um að þú vissir það. Mig langar til að tileinka þér ljóð sem ég fann og fannst passa vel við þig: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Jón Gunnlaugur. Það er með miklum söknuði sem ég kveð Konna, góðan vin sem er fallinn frá langt fyrir aldur fram eft- ir hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm. Mér varð hugsað til þeirra stunda sem við spjölluðum um lífið og tilveruna, fjölskyldur okkar og áhugamál, hvað það var rosalega mikið varið í þennan dreng og hvað ég er heppin að hafa kynnst honum á lífsleiðinni. Minningin um Konna sitjandi við p1mpaborðið á tölvuleikjamótinu Skjálfta innan um aðra tölvuleikja- áhugamenn er ein af þeim fyrstu sem koma upp í hugann. Þarna var Konni í sínu umhverfi og þar kynnt- ist ég honum fyrst, á fullu við að halda utan um allt saman enda ekki kallaður Zlave fyrir ekki neitt. Fullt hús af spenntum nördum, tímahrak og ofurmagn af pizzum. Þetta var skemmtilegur tími og mun ávallt skipa sérstakan sess í hjarta mínu og þó sérstaklega vegna þess að þarna varð til vinskapur sem átti eftir að reynast mér ómetanlegur. Addi, eiginmaður minn heitinn er lést 28. febrúar sl., var góðvinur Konna, fyrst gegnum tölvuleiki og seinna urðu þeir vinnufélagar en báðir unnu í þjónustuveri Símans. Það var gaman að sjá þá tvo saman og þann vinahóp sem hafði myndast í vinnunni og veit ég að þar eru stór skörð höggvin í vinahópinn með frá- falli þessara góðu pilta. Það er eitt sem ég veit að var Konna hugleikið og það voru börnin hans, Snorri og Katrín. Það lýsti upp á honum and- litið þegar talið barst að þeim og þykir mér leitt að hann skuli hverfa frá þeim svona ungum en hann verð- ur ávallt í hjarta þeirra og það ásamt yndislegri fjölskyldu mun hjálpa þeim á þeim erfiðu tímum sem eru framundan og sendi ég fjölskyldu hans og ástvinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Góður maður er genginn en minningin lifir. Takk fyr- ir allt Konni minn og hvíl í friði. Saknaðarkveðja, Geirþrúður. Konráð Þór Snorrason Úti á miðri grasflötinni stóð ég í fangi bróður míns með flugustöngina. Ég lítill, hann stór. Konni var að kenna mér að kasta flugu. Hann var meistari í flugu- kasti. Nú er fang hans, hlýtt og gott, horfið, hann er far- inn. Það er góð minning að hafa átt þessi 17 ár með hon- um. „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ var sagt í gamla daga. Vernda þú mig bróðir minn, þaðan sem þú ert. Snorri Birkir. Hinsta kveðja. Það er dauðinn sem gerir lífið svo dýrmætt. Það er lífið sem gefur okk- ur góðan dreng – eins og Konna. Það var Konni sem gaf okkur Snorra og Katrínu – með Svanhildi. Það á ég Konna að þakka – og samfylgdina alla. Það var ótímabær dauðinn sem tók Konna frá ástvinum öllum. Það var allt of stutt; lífið – þessa góða drengs. Það er hann Konni sem við kveðjum í dag – og syrgjum. Það er unga lífið, sem sem gerir dauðann svo sáran. Gunnar Ingi Gunnarsson. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.