Morgunblaðið - 09.05.2009, Side 8

Morgunblaðið - 09.05.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009 FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐIN Kampur stendur fyrir listasýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Sýningin, sem opnuð verður kl. 12 í dag, er tileinkuð Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna. Börn og unglingar á frístundaheimilum og félagsmið- stöðvum Kamps hafa unnið út frá sáttmálanum og á sýningunni „Réttindi mín“ verður afrakstur þeirrar vinnu til sýnis, m.a. fjöl- skyldumyndir sem börnin teiknuðu, ljósmyndaveggspjöld, veggteppi, leirlistaverk og stuttermabolir. Listsýning Kamps í Ráðhúsinu opnuð ALLA næstu viku, 11. – 15. maí, býður Ferðafélag Íslands upp á gönguferðir fyrir barnafólk með barnavagna og kerrur. Með þeim er ætlunin að gefa ungu fólki með ungabörn í vagni tækifæri á að sýna sig og sjá aðra í skemmti- legum gönguferðum. Lagt verður upp frá ýmsum stöðum á höfuð- borgarsvæðinu kl. 16 og gengið í um hálfa aðra klukkustund. Ætlunin er að fara um Elliðaár- dal, Öskjuhlíð, Heiðmörk, Foss- vogsdal og út á Gróttu. Á göngu- ferðinni, í upphafi hennar og enda verða laufléttar og stuttar æfingar/ upphitun/teygjur. Þátttaka er ókeypis – allir velkomnir. Nánari upplýsingar gefur Páll Guðmunds- son í síma 895-4510. Morgunblaðið/Golli Á göngu Í Elliðaárdal eru góðir göngustígar til að vera með vagna. Gengið með vagna HEKLA frumsýnir víða um land í dag sjöttu kynslóð af Volkswagen Golf. Golf var m.a. á dögunum út- nefndur „Heimsbíll ársins 2009“. Volkswagen Golf fæst nú með TSI bensínvél sem hlaut „Al- þjóðlegu vélarhönnunarverðlaunin 2008“. Vélin þykir setja ný viðmið í sínum flokki með auknu afli ásamt mun betri eldsneytisnýtingu. Meðal nýjunga í Golf eru hnéloft- púðar, sérstakir hliðarloftpúðar og öryggisviðvörun fyrir beltanotkun aftursætisfarþega. Nýr Golf sýndur STUTT Mistök í niður- lagi greinar Í MORGUNBLAÐINU í gær birtist grein eftir Egil Örn Gunnarsson. Við vinnslu greinarinnar breyttist nið- urlagið. Þar stóð: „Því miður hræða spor undanfarinna ára ýmsa frá hinu frjálsa atvinnulífi.“ Þar átti hins veg- ar að standa: „Lokapunkturinn er sá að hátekjuskattur er og verður alltaf vinnuletjandi.“ Beðist er afsökunar á mistökunum. Rangt föðurnafn Í MYNDATEXTA í blaðinu í fyrra- dag um dans barna í Laugarnesskóla var farið rangt með föðurnafn Níelsar Einarssonar danskennara. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT TÓNLISTARSAFN Íslands verður opnað formlega á Kópavogsdögum í dag kl. 16. Tónlistarsafnið er til húsa við Hábraut 2 í Kópavogi. Því er ætlað að vera þjónustu-, fræðslu- og miðlunarsetur fyrir tónlist. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra flytja ávörp. Nýtt tónlistarsafn FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is VERÐ á karfa hefur verið óvenjuhátt á fiskmörkuðum und- anfarið. Dæmi eru um að hærra verð hafi fengist fyrir karfann held- ur en fyrir þorskinn. Aðeins lítill hluti af karfakvótanum fer á mark- aði því stóru útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækin eru með stærstan hluta kvótans og vinna aflann í frystihúsum eða vinnsluskipum og flytja sjálf út. Hjá HB Granda feng- ust þær upplýsingar að karfaverð hefði verið nokkuð stöðugt í vetur þegar til lengri tíma væri litið. „Þeir voru að gantast með það, kallarnir hérna, að gullkarfinn bæri sannarlega nafn með rentu,“ sagði Gunnar Bergmann Traustason hjá Fiskmarkaði Íslands í Ólafsvík. Hann sagðist ekki muna eftir karfa- verðinu hærra en það hefði verið undanfarna mánuði. Í nýliðnum aprílmánuði var selt 261 tonn af karfa á öllum fiskmörkuðum og var meðalverðið 198 krónur á kíló. Í apríl í fyrra voru seld 390 tonn á mörkuðunum og þá var með- alverðið 51 króna. „Fyrir ári voru menn í vandræð- um með karfann og kílóið fór allt niður í 20 krónur. „Þetta er mikil breyting,“ sagði Gunnar Berg- mann. Í þessari viku hafa fengist um og yfir 260 krónur fyrir karfann þegar algengt verð á þorski var 170 krónur. Í vikunni fékkst 254 króna meðalverð á kíló í Englandi, en seld voru tvö tonn sem flutt voru út í gámi. Langt komið með að veiða karfakvótann „Það hefur fengist ótrúlega hátt verð fyrir karfann innanlands í tals- vert langan tíma,“ segir Björn Jóns- son hjá LÍÚ. Auk stóru togaranna eru minni trollbátar á karfa og „fleiri fá smotterí af karfa“, eins og Björn orðaði það. Karfakvóti fisk- veiðiársins var skertur um 7 þúsund og er langt komið með að veiða 50 þúsund tonna kvóta ársins og þau 9 þúsund tonn sem flutt voru frá síð- asta ári. Síðan er heimilt að fara 5% fram yfir. Björn áætlar að í mesta lagi sé eftir að veiða um átta þúsund tonn það sem eftir lifir fiskveiðárs- ins. Í lok apríl í fyrra var búið að veiða 37 þúsund tonn af karfa, en um síðustu mánaðamót var karfa- aflinn orðinn 54 þúsund tonn. „Í fyrra var mjög hátt verð á þorski og fleiri tegundum og menn lögðu sig nánast ekkert eftir karf- anum. Þá var verðið lágt á honum, en á sama tíma var olíuverðið mjög hátt. Núna hefur þetta snúist við. Verðið á karfa hefur haldist en þorskurinn hefur lækkað verulega,“ segir Björn. Þróun til lengri tíma frekar en mánaðarsveiflur „Í raun er sögulega lítið eftir að veiða af karfa á fiskveiðiárinu miðað við að í hönd fer sá tími, sem venju- lega hefur mest verið veitt af karf- anum,“ segir Svavar Svavarsson, markaðsstjóri HB Granda, en fyr- irtækið er með um þriðjung karfa- kvótans. Reikna megi með litlu framboði næstu mánuði þar sem búið sé að veiða um 90% kvótans. Gullkarfi og djúpkarfi verða frá og með næsta fiskveiðiári aðskildir í kvóta, þannig að sérstakur kvóti verður gefinn út fyrir hvora tegund. Lítill munur er á afurðum þessara tegunda og í Evrópu er ekki gerður mikill greinarmunur á vörunni. Japanar vilja hins vegar frekar djúp- og úthafskarfa því hann er rauðari. Spurður um verð á karfamörk- uðum á meginlandi Evrópu segir Svavar verðið hafa verið tiltölulega stöðugt en það fari nú hækkandi. „Ég vil frekar miða við þróun til lengri tíma heldur en mánaðar- sveiflur,“ segir Svavar. „Það sem fer á fiskmarkaði þegar um lítið magn er að ræða gefur misvísandi skilaboð og endurspeglar frekar ákveðinn skort á vörunni.“ Gullkarfi hefur borið nafn með rentu að undanförnu  Hærra verð fyrir karfa en þorsk á mörkuðum  Lítill hluti fer á uppboðsmarkaði  Markaðsstjóri HB Granda segir verð erlendis hafa verið stöðugt en fara hækkandi &'                         Morgunblaðið/Ómar Verðmætur Hátt verð hefur fengist fyrir karfa á mörkuðum undanfarið en lítið magn er boðið upp innanlands. Karfakvóti fiskveiðiársins er langt kominn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.