Morgunblaðið - 09.05.2009, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009
Uppákoman í kringum ummæliGordons Brown, forsætisráð-
herra Bretlands, um Ísland og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn í brezka
þinginu er með talsverðum ólík-
indum.
Svo virðist, sem Brown hafi veriðilla upplýstur og ekki vitað um
hvað hann var að tala.
Hann hélt þvífram að
brezk stjórnvöld
ættu í viðræðum
við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn um
að Íslendingar
borguðu Icesave-
skuldir sínar.
Hann hélt því líka fram að brezkstjórnvöld hefðu ekki farið með
eftirlitsskyldu gagnvart Singer and
Friedlander-bankanum, dótt-
urfélagi Kaupþings.
Yfirlýsing brezka forsætisráðu-neytisins í gærkvöldi er aumt
yfirklór, þar sem þó er í raun við-
urkennt að forsætisráðherrann fór
með rangt mál.
Hvað gengur Gordon Brown tilmeð málflutningi sem þessum?
Er það hans eigin vonda staða íbrezkri pólitík, sem í annað
sinn rekur hann til að reyna að
draga athyglina frá sjálfum sér og
beina henni að Íslandi?
Málflutningur forsætisráðherraBretlands um Ísland og Ís-
lendinga hefur verið með þeim
hætti, að íslenzk stjórnvöld eiga
ekki aðeins að mótmæla honum
kröftuglega, eins og nú hefur verið
gert.
Þau eiga að fara fram á afsök-unarbeiðni frá vinum okkar.
Gordon Brown
Blóraböggull Browns?
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 5 skýjað Lúxemborg 16 léttskýjað Algarve 23 heiðskírt
Bolungarvík 1 slydda Brussel 13 skýjað Madríd 27 léttskýjað
Akureyri 1 slydda Dublin 10 skúrir Barcelona 19 léttskýjað
Egilsstaðir 2 rigning Glasgow 10 léttskýjað Mallorca 22 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 6 skýjað London 16 heiðskírt Róm 22 heiðskírt
Nuuk 0 snjókoma París 18 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað
Þórshöfn 7 skúrir Amsterdam 13 léttskýjað Winnipeg 3 alskýjað
Ósló 11 skýjað Hamborg 17 skýjað Montreal 17 skýjað
Kaupmannahöfn 15 skýjað Berlín 21 léttskýjað New York 20 heiðskírt
Stokkhólmur 15 heiðskírt Vín 24 skýjað Chicago 18 alskýjað
Helsinki 14 heiðskírt Moskva 19 léttskýjað Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
9. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 0.20 0,4 6.21 3,6 12.28 0,4 18.43 3,9 4:32 22:18
ÍSAFJÖRÐUR 2.31 0,2 8.16 1,9 14.32 0,2 20.43 2,1 4:16 22:44
SIGLUFJÖRÐUR 4.21 0,0 10.51 1,1 16.41 0,2 22.46 1,2 3:58 22:27
DJÚPIVOGUR 3.30 1,9 9.33 0,4 15.56 2,3 22.13 0,4 3:56 21:52
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á sunnudag
Suðvestan 8-13 m/s og rigning
á V-verðu landinu, en þurrt að
kalla eystra. Hvessir V-lands
um kvöldið. Hiti 4 til 12 stig,
hlýjast A-lands.
Á mánudag og þriðjudag
Sunnanátt, allhvöss einkum V-
lands, en lægir nokkuð á þriðju-
dag. Rigning eða súld S- og V-
lands, en þurrt NA-til. Hiti 7 til
12 stig, en 12 til 18 NA-lands.
Á miðvikudag, fimmtudag og
föstudag
Austlægar áttir og væta með
köflum syðra, en bjart fyrir
norðan. Áfram hlýtt í veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Dálítil slydda eða snjókoma
með köflum á norðanverðu
landinu en skýjað með köflum
og úrkomulítið syðra. Lægir
síðdegis og birtir til. Hiti yfir-
leitt 0 til 7 stig, en allt að 12
stigum syðst.
AFRÍSKI klæðskerameistarinn
Dieudonne er staddur hér á landi
um þessar mundir en hann er að
þróa fatalínu sína og kynna TOGO
TO GO. Hann vinnur á verkstæði í
Togo hjá systur Victo, en hún rekur
heimili fyrir 90 heimilislaus börn í
Aneho. Samfélagið þar er í upp-
lausn og hún missir húsnæði sitt
fyrir börnin núna í haust. Íslenska
styrktarfélagið „Sóley og félagar“
safnar nú í byggingarsjóð fyrir
Victo og heimilislausu börnin. Á
Skólavörðustíg 22 verður til sölu
fatnaður sem Dieudonne hannar og
saumar. www.soleyogfelagar.is
Safnað fyrir börn í Togo
Morgunblaðið/Golli
UMFERÐARSTOFA og Sýslumað-
urinn í Vík hafa verið valdar stofn-
anir ársins 2009. Þetta er í fjórða
sinn sem SFR stendur að valinu en
könnun var gerð meðal félagsmanna
SFR, í samstarfi við VR. Voru þátt-
takendur spurðir um trúverðugleika
stjórnenda, vinnuskilyrði, ímynd,
sjálfstæði, sveigjanleika, ánægju
með launakjör og fleira. Öllum stofn-
unum ríkisins var gefinn kostur á að
vera með.
Alls tóku tæplega 200 stofnanir
þátt í ár og 3.500 starfsmenn. Stofn-
unum var skipt eftir stærð. Í hópi
minni stofnana fékk Sýslumaðurinn
í Vík hæstu einkunn, eða 4,75 í heild-
areinkunn af 5 mögulegum. Í 2. sæti
var Biskupsstofa og í 3. sæti var
Skattrannsóknarstjóri ríkisins.
Siglingastofnun hástökkvari
Í hópi stærri stofnana fékk Um-
ferðarstofa hæstu einkunn, 4,56 í
heildareinkunn af 5 mögulegum. Í 2.
sæti var Ríkisskattstjóri og í því 3.
var Sjálfsbjargarheimilið. Há-
stökkvarinn í ár var Siglingastofnun
Íslands en stofnunin bætti sig um 82
sæti á milli ára.
Valdar stofnanir ársins
Weber Q ferðagrillin komin.
Söluaðilar.: Járn og gler - Garðheimar - Húsasmiðjan
www.weber.is