Morgunblaðið - 09.05.2009, Side 20

Morgunblaðið - 09.05.2009, Side 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009 Vesturröst | Laugaveg 178 | S: 551 6770 | www.vesturrost.is Remington 700 SPS með 6-18x50 Bushnell sjónauka, leupold stálfestingum og Harris tvífótur. Til í cal 270 win, 300 win, 7 mm rem mag. Verð kr. 164.900. SÉRVERSLUN MEÐ VEIÐIVÖRUR TILBOÐ Þetta helst ... ● SKULDIR almennings við lánakerfið námu 1.995 milljörðum króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2009, samkvæmt mati IFS Greiningar, og heildareign al- mennings í íbúðarhúsnæði um 2.475 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall heim- ilanna er því undir 20% miðað við fram- angreindar forsendur. Segir í vefriti IFS að ekki sé nóg að skoða aðeins skuldir vegna íbúðarhúsnæðis. Flest lán á Ís- landi, s.s. bílalán og neyslulán, krefjist sjálfskuldarábyrgðar. Bílalán og neyslu- lán séu oftast í erlendum gjaldmiðli á meðan lán til fasteignakaupa séu oftast verðtryggð. bjarni@mbl.is Miklar skuldir heimila ● KOSNING til stjórnar Byrs verður með hlutfallsfyrirkomulagi. Ný stjórn sparisjóðsins verður kjörin á aðalfundi hans hinn 13. maí næstkomandi og eru tveir listar í framboði. Þetta þýðir að sá listi sem flest at- kvæði fær kemur ekki öllum sínum frambjóðendum í stjórnina, heldur fara frambjóðendur af hvorum lista fyrir sig inn í stjórn í samræmi við fjölda at- kvæða sem viðkomandi listi fær. Aðeins einn af núverandi stjórn- armönnum býður sig fram til áfram- haldandi stjórnarsetu, en það er Jón Kr. Sólnes. Stjórnarmenn eru fimm talsins og varamenn eru tveir. bjarni@mbl.is Hlutfallskosning hjá Byr sparisjóði ● MIKIL viðskipti voru með skulda- bréf í vikunni. Heildarvelta nam 58,3 milljörðum og er vikan sú veltu- mesta á árinu. Í gær lækkaði Seðla- bankinn stýrivexti sína um 2,5 pró- sentustig í 13% og í kjölfarið hafa við- skiptabankar verið að lækka sína vexti. Eigendur fjármagns, sem legið hefur á innlánsreikningum, sækja því nú í æ rík- ari mæli í skuldabréf. Í tilkynningu tekur Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar NASDAQ OMX á Íslandi, undir þetta sjónarmið og segir að með væntingum um hratt lækkandi vaxtastig hafi sókn aukist í skráð skuldabréf. Væntir hann þess að framhald verði á líflegum skuldabréfa- viðskiptum á næstunni. Í vikunni voru viðskipti með rík- isskuldabréf fyrir 34 milljarða króna og íbúðabréf fyrir 21 milljarð og lækkaði ávöxtunarkrafa allra flokka talsvert í vikunni. Þýðir það að verð á viðkomandi skuldabréfum hækkaði í vikunni. bjarni@mbl.is Veltumesta vika ársins á skuldabréfamarkaði Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is LONGKEY LLC, bandarískt fyr- irtæki sem fékk lán hjá Sparisjóða- bankanum/Icebank til kaupa og end- urbóta á hótelbyggingu í Flórída, er dótturfélag fasteignafélagsins BLV Realty Organization. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu BLV sérhæf- ir fyrirtækið sig í byggingu og rekstri á lúxusíbúðarhúsum og hót- elum víðs vegar um heiminn. Hótelið í Flórída, sem keypt var fyrir rúmar 16 milljónir dala árið 2006, ætlaði BLV að gera upp, en ekki hefur verið unnið handtak á hótelinu frá kaupunum. Sparisjóða- bankinn lánaði fyrir helmingi kaup- verðsins, eða um milljarð króna. Þá ætlaði BLV að byggja við hót- elið hús með tíu lúxusíbúðum. Forstjóri BLV Group heitir Ra- heem Brennerman, en innan sam- stæðunnar eru um þrjátíu dótturfyr- irtæki víðsvegar um heiminn. Framkvæmdastjóri fjárfesting- arsviðs samstæðunnar er John L. Pickard, en hann er jafnframt stofn- andi Longkey LLC og sá sem skrif- aði undir skuldabréfið frá Icebank. Vegna þess trúnaðar sem almennt á að ríkja um fjármálaþjónustu seg- ist Finnur Sveinbjörnsson, fyrrver- andi bankastjóri Sparisjóðabankans/ Icebank, ekki geta tjáð sig um lán- veitingar á Flórída. Hann segir að allar ákvarðanir sem teknar séu í banka séu háðar óvissu og að einstök verkefni geti gengið illa. „Það getur gerst hvort sem góðæri eða hallæri er ríkjandi því þær forsendur sem ráða ákvörðun um einstök verkefni geta brugðist með þeim hætti sem enginn sá fyrir.“ Segir hann að lána- sérfræðingar banka leggi mat á út- lánaverkefni, sem svo séu lögð fyrir lánanefndir. Svo fylgist útlánaeftirlit með útlánasamningum og frammi- stöðu lántaka. „Reynt var að sinna þessum þáttum af vandvirkni og samviskusemi þann tíma sem ég var hjá Sparisjóðabankanum/Icebank.“ Hvorki náðist í formann skila- nefndar bankans, Þorvarð Gunn- arsson, í gær eða fyrradag. Byggingar fyrir hina ríku Miami Hótelið er til vinstri á mynd- inni en til stóð að byggja við það á auðri lóðinni við hlið þess. FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „ÞAÐ hefur ýmislegt verið sagt um Seðlabanka Íslands í umræðu um efnahagsmál en það er ekki hægt að segja að Seðlabankinn hafi ekki var- að við lántökum í erlendri mynt á meðan tekjurnar eru í krónum. Það hafa forsvarsmenn bankans gert við ýmis tilefni undanfarin ár,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhag- fræðingur Seðlabanka Íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á miðvikudag, kemur fram að gengi krónu gagnvart evru muni styrkjast minna en áður hafði verið talið. Krónan muni haldast í svipuðu horfi og nú út þetta ár en muni taka að styrkjast á næsta ári. Þó mun minna en margir höfðu gert sér í hugarlund. Árið 2007 kostaði evran á milli 80 og 90 krónur en á síðasta ári veiktist krónan mikið, ekki síst eftir hrun bankanna í október, og þá kostaði evran yfir 170 krónur. Til saman- burðar kostaði evran í gær um 168 krónur. Þórarinn segir skuldsetningu margra fyrirtækja, og ekki síður sveitarfélaga, í erlendri mynt vera mikla. Staða margra sé því við- kvæm. „Það er auðvitað með ólík- indum hvernig fyrirtæki og sveit- arfélög hafa verið skuldsett með þessum hætti,“ sagði Þórarinn. Vilhjámur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir spá Seðlabankans ekki endilega „þurfa að rætast“. Krónan geti orðið sterkari og náð jafnvægi með því að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Til þess þurfi að taka réttar ákvarðanir. „Þessi spá þarf ekki að rætast, ef atvinnu- lífið kemst af stað. Um leið og við [Íslendingar innsk. blm.] förum að taka réttar ákvarðanir í uppbygg- ingunni þá ætti gengi krónunnar að styrkjast meira,“ sagði Vilhjálmur. Hann segir hávaxtastefnu Seðla- bankans beinlínis hafa verið ætlað að laða fjármagn til landsins. „Gengið hækkaði við fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum eignum, og það var einnig fyrirséð að Íslend- ingar myndu leita til útlanda eftir lánsfé og allt þetta hélt gengi krón- unnar uppi með óraunhæfum hætti. Þessi vandamál, sérstaklega fjár- festing erlendra aðila í íslenskum krónum, eru nú helsta réttlætingin fyrir því að halda vöxtunum háum. Ein vitleysan réttlætir sem sagt aðra.“ Krónan styrkist lítið til ársins 2012  Seðlabankinn spáir því að evra fari ekki undir 145 krónur Í HNOTSKURN » Undir lok árs 2007 jafn-gilti hver dollar 58 krón- um og hver evra rúmlega 80 krónum. Í dag er evran 168 krónur og dollarinn 125 krón- ur. » Viðbúið er að skuldir í er-lendri mynt verði sveit- arfélögum þungar í skauti til framtíðar. Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „OKKAR staða er ágæt og í raun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Við erum þó starfandi á grundvelli frests frá Fjármálaeftirlitinu (FME),“ seg- ir Kjartan Georg Gunnarsson, stjórnarformaður Varðar trygging- arfélags. Félagið vinnur nú að því að afla frekara hlutafjár til þess að standast lágmörk um eiginfjárhlutafall, svo- nefnt gjaldþol. Guðmundur Jóhann Jónsson, for- stjóri Varðar, segir lausafjárstöðu félagsins góða og reksturinn sé traustur. „Eigendur fyrirtækisins vinna nú að því að afla hlutafjár og styrkja reksturinn til framtíðar. Eins og rekstrarumhverfi fyrirtækja er nú er ekki óeðlilegt að staðan sé erfið, en við berum okkur vel. Á þessu ári hefur gengið ágætlega en það þarf að bæta eiginfjárstöðu fé- lagsins. Ég er bjartsýnn á að það takist innan tíðar,“ segir Guðmundur Jóhann. Til að standast kröfur um gjaldþol þarf eiginfé Varðar að vera 255 millj- ónir króna. Eins og mál standa nú nær það því ekki, þótt eiginfjár- staðan sé jákvæð að sögn Guð- mundar. Félagið hefur frest fram í september til þess að lagfæra stöðu sína þannig að það uppfylli lág- markskröfur um starfsemi trygging- arfélaga. Fjármálaeftirlitið birti í gær á vef sínum frétt um rekstrarafkomu tryggingarfélaga af skaðatrygg- ingum. Samanlagður hagnaður var 819 milljónir. Iðgjöld af skaðatrygg- ingum námu 37,3 milljörðum sam- anborið við 32,9 milljarða árið áður. Hagnaður var mestur af lögbundn- um ökutækjatryggingum, 2,4 millj- arðar króna, en var 2,8 milljarðar ár- ið áður. Samanlagður hagnaður innlendu líftryggingarfélaganna var 1,5 millj- arðar í fyrra samanborið við 1,3 milljarða árið áður. Eina tryggingarfélagið sem ekki hefur skilað ársreikningum er Sjóvá. Hin stóru tryggingarfélögin, TM og VÍS, hafa bæði skilað ársreikningi og var staða þeirra beggja fjárhagslega traust, þrátt fyrir erfitt árferði, að sögn forsvarsmanna fyrirtækjanna. Samkvæmt upplýsingum frá FME verður umfjöllun eftirlitisins um stöðu tryggingarfélaganna í heild birt eftir helgi. Ekki náðist í forsvarsmenn Sjóvár í gær. Vörður starfar á FME-undanþágu Morgunblaðið/Frikki Vörður Guðmundur J. Jónsson, forstjóri Varðar tryggingarfélags.  Vörður tryggingarfélag starfar á undanþágu frá FME  Staðan ekki slæm segir stjórnarformaður  Öll tryggingarfélögin skilað ársreikningum nema Sjóvá STARFSFÓLKI var sagt upp hjá Atorku í gær Magnús Jónsson, forstjóri Atorku, segir að um helmingur starfsmanna hafi misst vinnuna. Ekki sé búið að ganga frá öllum uppsögnum og því liggi endanlegur fjöldi ekki fyrir. Hann segir að stöðugildin hjá félaginu hafi verið tólf. Magnús segir að Atorka sé, eins og önnur fyrirtæki að reyna að hagræða í rekstrinum við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu. Stjórn- endur félagsins hafi orðið að grípa til þessara ráðstafana, nú standi yfir fjárhagsleg endurskipulagn- ing á félaginu og því fylgi nið- urskurður á rekstrarkostnaði. Í síðustu viku sagði Morgunblaðið frá því að KPMG í London teldi hlutafé Atorku í Promens, helstu einingu félagsins, verðlaust. Vika er síðan kyrrstöðusamningur Atorku við kröfuhafa rann út. bjorgvin@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Störf Alls mun helmingur starfs- fólks Atorku hafa misst vinnuna. Uppsagnir hjá Atorku ()* ()*   + ()* ,*        + + -./0. 1 2        + + 34 -6*      + + ()*  ()*       + +

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.