Morgunblaðið - 09.05.2009, Síða 23

Morgunblaðið - 09.05.2009, Síða 23
Fréttir 23ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009 Háskólastarfsemi teygir anga sína víða og í Rangárþingi ytra má nú merkja slíka starfsemi að minnsta kosti í einhverjum mæli um þessar mundir, bæði í Gunnarsholti og á Leirubakka.    Að Leirubakka í Landsveit dvelur nú norskur hópur frá Háskólanum í Stafangri í hálfan mánuð við nám og mun taka próf í greininni áður en haldið verður heim á leið. Þetta eru 9 nemendur og 3 prófessorar. Námsefnið er „Vikingtid og tidlig rikssamling“.    Þetta er tilraunaverkefni unnið í samstarfi norska háskólans, ferða- þjónustunnar og Lærdómsseturs- ins á Leirubakka og ef vel tekst til gæti orðið aukning á þessu næsta vetur og síðar. Þá verður þetta hluti af ákveðnu námi sem stundað er við háskólann, það gæti hugs- anlega náð til fleiri námsgreina, svo sem jarðfræði, orkugreina ofl.    Lærdómssetrið á Leirubakka er fræðasetur sem var stofnað til að beita sér fyrir rannsóknum á því hvernig Ísland byggðist í öndverðu og hvernig mannlíf og þjóðfélag mótaðist í þeirri deiglu fólks af ólíkum uppruna sem hér kom sam- an og tókst á við nýjar aðstæður. Ísland er síðasta land Evrópu sem byggðist og óvenju miklar heim- ildir eru til um landnámið og fyrstu búsetu manna í landinu. Lærdóms- setrið á samstarf við háskóla- og fræðastofnanir víða um heim. Stjórn þess er skipuð háskólafólki frá nokkrum löndum. Formaður stjórnar er Gísli Sigurðsson pró- fessor.    Á vegum lærdómssetursins fer síð- an fram ráðstefna fyrstu helgina í júní, um sögu og skrif Þormóðar Torfasonar, Tormod Torfæus, (27. maí 1636 – 31. janúar 1719) sem var sagnaritari og fornritaþýðandi sem bjó mestanpart ævi sinnar í Nor- egi. Hann var sonur Torfa Erlends- sonar sýslumanns á Stafnesi og Þórdísar Bergsveinsdóttur prests á Útskálum. Hann fæddist í Engey. Þormóður hefur verið kallaður „faðir norskrar sagnfræði“, fyrir hið stóra rit sitt um sögu Noregs. Ráðstefnan fer fram á ensku.    Í Gunnarsholti var fyrir skömmu stofnað formlega rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands. Setrið er til húsa í Frægarði en þar er auk starfsemi Landgræðslunnar er lýt- ur að rannsóknum, öflun land- upplýsinga og fræverkun, skrif- stofa Hekluskóga, alþjóðlegi Landgræðsluskólinn frá Landbún- aðarháskóla Íslands og skrifstofa skógarvarðar Skógræktar ríkisins á Suðurlandi.    Við sama tækifæri bauð Land- græðslan í samstarfi við Háskóla- félag Suðurlands til ráðstefnu í Gunnarsholti, þar sem fjallað var um evrópskt rannsókna- og styrk- jaumhverfi og möguleika fyrir Ís- lendinga að sækja um styrki. Markmið ráðstefnunnar var að kynna fyrir fulltrúum allra rann- sóknamiðstöðva á Suðvesturlandi og fulltrúum sveitarfélaga, þá möguleika sem felast í styrkjakerfi Evrópusambandsins.    Landgræðsluskólinn er að hefjast á ný, en undanfarin tvö ár hafa Há- skóli Sameinuðu þjóðanna, Land- búnaðarháskóli Íslands og Land- græðsla ríkisins unnið saman að þróunarverkefni þar sem nemum er boðið að leggja stund á land- græðslufræði á Íslandi og læra af reynslu landans í baráttunni við jarðvegseyðingu.    Háskóli Sameinuðu þjóðanna stóð í vetur fyrir ítarlegri úttekt á verk- efninu og fengu íslensku aðilarnir mjög góða umsögn. Nú er þriðji nemendahópurinn kominn til lands- ins og býr sig undir hálfs árs náms- dvöl. Þetta eru nemar frá Mong- ólíu, Úsbekistan, Ghana, Úganda og Eþíópíu. HELLA Óli Már Aronsson, fréttaritari Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Allir saman Norski háskólahópurinn með heimafólki á Leirubakka. Bjarni Stefán Konráðsson svararvísnagátu Péturs Stefánssonar frá því í gær: Skýt ég á að skotti því sé skipt í fjóra parta; það bærist hvers manns brjósti í og beri nafnið hjarta. Fyrirsögn fréttar á Mbl.is í lið- inni viku var: „Maðurinn sem féll á batavegi“. Davíð Hjálmar Haralds- son velti þessu fyrir sér: Launhált reyndist lífsins svell á ljúfum, hlýjum degi; Mogginn veit um mann sem féll mitt á batavegi. Jón Ingvar Jónsson rýnir í þróun verðlags á Fróni: Á Íslandi fokdýrt er flest en finnst mér þó ranglætið mest hvað bensínið hækkar en buddgettið lækkar. Ég held að ég fái mér hest. Á vefsíðu Baggalúts má lesa blogg þjóðskáldsins Jónasar Hall- grímssonar, eins og fram kom hér í gær, svo sem þegar hann gleymdi að sækja um listamannalaunin. Þar er vísa undir yfirskriftinni: „Af óafturkræfu hrekkleysi íslenskra auðjöfra á alþjóðavettvangi“: Vér auðmenn á svakalegt svall fórum, þar svignuðu borð undan hnallþórum. Þar menn höfðu mætur og misjafnar gætur á auðveldum íslenskum karlhórum. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af Jónasi og blogginu Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Síðumúli 2 · 108 Reykjavík · s. 5702700 Á F E R Ð U M L A N D I Ð M E Ð F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A Bæklingurinn fæst á næstu þjónustustöð N1 og á upplýsingamiðstöðvum. ritt ó d st s ú g Á r u ðie h n g a R - r ö pSwww.sveit.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.