Morgunblaðið - 09.05.2009, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.05.2009, Qupperneq 26
26 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is V orið 1996 stofnaði Jakob Jakobsson veitinga- maður smurbrauðs- veitingahúsð Jómfrúna í Lækjargötu ásamt manni sínum, Guðmundi Guðjóns- syni. Jakob, sem verður fimmtugur eftir helgina, er í hópi þekktustu veitingamanna landsins, gjarnan kallaður Jakob Jómfrú. „Þegar ég hóf rekstur á Jómfrúnni fór nokkur tími í það í byrjun að gefa sig ekki. Fólk vildi breyta matseðlinum og vildi ekki ákveðnar samsetningar. En nú er allt fallið í ljúfa löð og ef einhverjir kunnu ekki að haga sér þá erum við búnir að ala þá upp,“ segir Jakob. „Ís- lendingum hættir til að líta á veit- ingahús sem opinbera staði sem þeir eru ekki, heldur eru þeir einkaveitingahús þar sem gestgjafi hefur sett ákveðnar reglur. Hann hefur markað sér stefnu og veit hvað hann vill standa fyrir. Þar með er veitingahúsið kannski ekki allra. Kúnninn þarf að bera virð- ingu fyrir því að á veitingahúsinu eru hlutirnir í ákveðnum skorðum.“ Fáránlegt fæðingarorlof Er það þá ekki rétt sem sagt er að kúnninn hafi alltaf rétt fyrir sér? „Vissulega hefur hann það þegar hann þakkar fyrir sig og kveður ánægður. En það að veitingamað- urinn beri virðingu fyrir kúnnanum og veiti þá þjónustu sem til er ætl- ast gefur kúnnanum ekki rétt til að ráðskast með veitingamanninn, eins og hann sé eldabuska, bara af því hann borgar reikninginn.“ Finnið þið fyrir kreppunni? „Nei, ekki í sölutölum. Þegar við opnuðum staðinn var hugmyndin sú að höfða til viðskiptageirans og listamanna. Það er vitanlega öll flóran í kúnnahópnum en þetta eru tryggustu viðskiptavinirnir. Við á Jómfrúnni verðum ekki vör við kreppuna nema að því leyti að um- ræðan við borðin snýst um hana.“ Ertu pólitískur? „Mér finnst erfitt að fylgja flokki. Ég er harður andstæðingur meiri- hlutafrekju sem veður uppi í þjóð- félaginu. Það var meirihlutafrekja þegar bannað var að reykja á veit- ingahúsum. Ég hef aldrei reykt en mér fannst smámunalegt og smá- borgaralegt að banna reykingar á veitingahúsum. Verður næst bann- að að selja mat sem inniheldur svo og svo mikið af kólesteróli? Fæðingarorlof er önnur meiri- hlutafrekja. Mér finnst óþarfi að borga fullfrísku fólki fyrir að eign- ast heilbrigð börn. Hugmyndin um fæðingarorlof kemur frá ríkum þjóðum sem hafa ráð á lúxumfram- lögum. Ég hef aldrei skilið af hverju fólk fær greitt í marga mánuði fyrir að eignast börn meðan sjúkt fólk bíður eftir aðgerðum á sjúkra- húsum. Og á tímum þegar grípa þarf til niðurskurðar er fæðing- arorlof fáránlegt.Mér finnst líka meirihlutafrekja að banna klám. Það getur alveg hentað sumu fólki að eiga sér stað til að ástunda gagn- kvæman dónaskap stöku sinnum. Það léttir á spennu og fólk verður allt að því siðavant og alveg til fyr- irmyndar í dágóðan tíma á eftir. Svona reglur og bönn eru venju- lega keyrð í gegnum Alþingi af fólki sem á það sameiginlegt að telja öll vandamál miklu erfiðari og stórkost- legri en nokkur geti ímyndað sér.“ Fann ástina á Djúpavogi Mig langar til að víkja að einkalífi þínu og sjálfum þér. Hvenær vissir þú að þú værir samkynheigður? „Þegar ég varð unglingur fóru þessar kenndir að vakna. Ég reyndi fyrst fjórtán ára gamall að opna skáphurðina en henni var skellt á nefið á mér. Á þeim tíma var fátt um opinbera homma og þeir örfáu sem þorðu að koma út úr skápnum voru fyrirlitnir. Foreldrar mínir vildu ekki að drengurinn þeirra fylgdi í þau fótspor. Ég vissi að hneigðir mínar þættu ljótar og yrðu fordæmdar svo ég bældi þær. Samt voru þessar hneigðir mjög einfaldar í huga barnssálar. Barnssálin vissi hvað hentaði sér. Þegar allt umhverfið hrópar á mann að bindast vináttubandi við stelpu þá gerir maður það. Á þess- um tíma mátti maður varla vera eldri en átján án þess að vera kom- inn á fast og ekki mikið yfir tvítugt þegar foreldrar manns fóru að öskra á barnabörn. Ég fór þessa leið, giftist ungur og sem betur fer afrekaði ég það að verða faðir. Drengurinn var tveggja ára þegar við hjónin fórum saman á Djúpavog til að vinna um stundarsakir. Ég sá um mötuneytið fyrir síldarvertíðar- fólk. Á Djúpavogi sá ég þennan gullfallega mann vera að salta síld. Ég fór að gera mér far um að heim- sækja konuna mína sem stóð á síld- arplaninu til að vera í návist J a k o b J a k o b s s o n v e i t i n g a m a ð u r á J ó m f r ú n n i Morgunblaðið/Golli Andstæðingur meirihlutafrekju » Mér finnst líka meirihlutafrekja aðbanna klám. Það getur alveg hentað sumu fólki að eiga sér stað til að ástunda gagnkvæman dónaskap stöku sinnum. Það léttir á spennu og fólk verður allt að því siðavant og alveg til fyrirmyndar í dá- góðan tíma á eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.