Morgunblaðið - 09.05.2009, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.05.2009, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009 ÞANN 1. mars áttu kauptaxtar verkafólks að hækka samkvæmt kjarasamningum sem undirritaðir voru á síð- asta ári um 13.500 krón- ur. Samkomulag samn- inganefndar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins kom hins vegar í veg fyrir það. Áður hafði farið fram umræða inn- an aðildarfélaga Al- þýðusambandsins um endurskoðun samningsins. Góður meirihluti var fyrir því að leggja til frestun á hækkunum fram á sumarið og var tekist á um málið innan sambands- ins. Þessari niðurstöðu mótmæltu sex öflug stéttarfélög á landsbyggðinni sem vakið hafa athygli fyrir baráttu sína fyrir bættum kjörum verka- fólks. Þau töldu eðlilegt að fyr- irtækjum yrði gert að standa við gerða kjarasamninga þar sem mörg þeirra hefðu fulla burði til þess. Í öðru lagi töldu þau eðlilegt að fé- lagsmenn aðildarfélaga Alþýðu- sambandsins fengju tækifæri til að gefa upp sína afstöðu með því að greiða at- kvæði um frestunina. Meirihlutinn hlustaði ekki á þessi rök og hélt sínu striki. Reyndar kom boð frá forseta Alþýðu- sambandsins um að félögunum sex væri frjálst að yfirgefa samflotið, sem er eftir því sem ég best veit einsdæmi í sögu sam- bandsins. Hins vegar lá það fyrir að félögin voru bundin og komust því ekki frá samningnum enda var það aldrei ætlun þeirra. Í pósti sem ég hef undir höndum frá Samtökum atvinnulífsins er stað- fest að félögin sex voru bundin af ákvæðum samningsins og áttu því ekki útgönguleið. Það voru mikil vonbrigði að samningsaðilar skildu ekki ganga frá því hvenær hækkunin sem frestað var kæmi til fram- kvæmda. Í dag er óljóst hvort eða hvenær hún kemur til framkvæmda. Verkafólk býr því áfram við algjöra óvissu. Það er líka afar sérstakt að grunnatvinnuleysisbætur, sem ekki eru merkilegar, skuli vera 149.523 krónur á mánuði, eða hærri en margir kauptaxtar verkafólks sem starfar eftir kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands en þar eru byrjunarlaun 137.752 krón- ur. Þetta gengur að sjálfsögðu ekki upp og er ekki hvetjandi fyrir þá hópa sem starfa eftir þessum kjör- um, það er á launum sem eru fyrir neðan atvinnuleysisbætur. Hefði at- vinnurekendum verið gert að standa við hækkanirnar 1. mars væru menn ekki í þessari stöðu. Það er gleðilegt til þess að vita að fjölmörg fyrirtæki hafa farið að til- mælum félaganna sex og hækkað laun starfsmanna, ekki síst fyrirtæki í sjávarútvegi. Barátta þessara sex stéttarfélaga færði þúsundum laun- þega hækkanir 1. mars í óþökk ákveðinna afla. Það hlýtur hins veg- ar að teljast nokkuð sérstakt að Samtök atvinnulífsins hafi séð ástæðu til að hvetja fyrirtækin í landinu til að hækka ekki laun starfsmanna þrátt fyrir að þau hefðu burði til þess. Það gerðu þau með bréfaskriftum og símtölum til at- vinnurekenda. Ekki er ólíklegt að símreikningurinn fyrir marsmánuð hafi verið hár hjá samtökunum. Framsýn – stéttarfélag Þingeyinga sem er eitt þessara sex félaga hefur falið lögfræðingum félagsins að kanna lögmæti þess að launahækk- unum var frestað. Félagið dregur í efa að það standist enda hefur ákvæðinu verið ætlað að verja kjör verkafólks og leiðrétta þau, hafi for- sendur kjarasamningsins brostið eins og nú liggur fyrir og enginn deilir um. Það er alveg ljóst að Sam- tök atvinnulífsins og samninganefnd Alþýðusambands Íslands verða að tryggja að umsamdar launahækk- anir sem koma áttu til framkvæmda 1. mars komi í vasa verkafólks strax í sumar. Við annað verður ekki unað. Eftir Aðalstein Á. Baldursson » Það er alveg ljóst að Samtök atvinnulífs- ins og samninganefnd ASÍ verða að tryggja að umsamdar launahækk- anir sem koma áttu til framkvæmda 1. mars komi í vasa verkafólks strax í sumar. Aðalsteinn Á. Baldursson Höfundur er formaður Framsýnar – stéttarfélags. Verkafólk á rétt á launahækkunum MÆTUR frambjóð- andi og grjótharður andstæðingur ESB- aðildar Íslands sagði rétt fyrir kosningarnar á dögunum að ráð við efnahagskreppunni væri að fólk hérlendis borðaði meira af ís- lenzkum mat. Ég veit reyndar ekki fyrir víst hvað kallast íslenzkur matur núna. Það hugtak gæti verið teygjanlegt, því talað er í fréttum um „íslenzkt kaffi“ vegna þess að baunirnar eru brenndar og malaðar á Íslandi. Eftir því ætti íslenzkur fiskur að breytast í bandarískan fisk þegar hann kemur út úr vinnslu- stöðvum þar í landi. Í ungdæmi mínu var íslenzkur matur alls konar súrmeti, blóðmör, lifrarpylsa, sviðafætur og sviðasulta, lundabaggar og enn fleira. Þetta svarar áreiðanlega til málvit- undar mjög margra. En kannski geri ég frambjóðandanum rangt til, kannski er kaffið hans íslenzkt ef það er brennt og malað á Akureyri, til dæmis. Ég veit þetta sem sagt ekki, held mér í bili við það merking- arsvið sem hugtakið „íslenzkur matur“ hef- ur í málvitund minni og brýni fyrir öllum að taka upp nýjan sið til þess að vinna bug á bankahruninu, efna- hagshruninu, gjaldmiðilshruninu, nefnilega að borða meira af súrmat. En nú vandast málið. Landbún- aðurinn getur ekki skaffað okkur til langframa nægan súrmat, guma þó bændasamtökin af því sem þau kalla „fæðuöryggi“ og þykir fínt orð handa kerfinu. Hvorki landbúnaður né sjávarútvegur, þessar gleið- mynntu atvinnugreinar, gætu haldið lífi í allri þjóðinni ef á reyndi, tryggt henni fæðuöryggi. Ekki er nóg með að þær séu í botnlausum skuldum – og án aðildar að ESB – heldur ber landið ekki þann kvikfjárbúskap sem til þyrfti né sjórinn frekari veiðar svo miklu nemi. Allt hefur verið nagað næstum inn að beini til sjós og lands. Og þjóðinni fjölgar jafnt og þétt. Ég get svarið að ég skyldi borða íslenzkan mat frá morgni til kvölds, á hálftíma fresti, ef ég vissi að það gerði efnahags- ástandið viðráðanlegra. En hvernig á ég að vita það? Hver getur sannað það fyrir fram? Nei, efnahagsvandinn hlýtur að liggja dýpra. Hann hlýtur að teygja anga sína til Krónkarlanna. Það eru merkilegir menn, Krónkarlarnir. Þann hóp skipa meðal annarra þeir sem segja að við þurfum að borða meira af íslenzkum mat til þess að losna úr bankahruninu, efnahags- hruninu, gjaldmiðilshruninu og líka þeir sem fengu fiskveiðiheimildirnar í skírnargjöf, fermingargjöf, brúð- argjöf. Krónkarlarnir eru til að mynda svo sjálfstæðir að þeir geta ekki hreyft sig, hvorki aftur á bak né áfram, án búvéla, skipa og margs konar tæknibúnaðar sem þeir urðu að kaupa í útlöndum, ekki sízt af þjóðum sem þeir fyrirlíta, þjóðum sem samt eru nógu góðar til þess að kaupa af þeim sjálfum hrossin og fiskinn. Við getum auðvitað japlað á ís- lenzkum mat eins lengi og hann hrekkur til. En hvað gera Krónkarl- arnir þegar ekkert er lengur í súr- tunnunum, skreiðarhjallarnir standa tómir og hvorki má fjölga fénaði sökum ofbeitar né auka aflann úr sjó sökum ofnýtingar fiskistofna? Eða getur sjávarútveg- urinn skaffað okkur nóg í soðið kvölds og morgna allan ársins hring um langa framtíð og selt samtímis fisk til hinna fyrirlitnu þjóða eins og verið hefur? Fæðuöryggið, hvort heldur í landbúskap eða útvegi, virðist eftir allt saman vera gjald- eyrismál. Annars er skemmst frá því að segja að við Íslendingar þykjum nú einhver mestu roðhænsni sem um getur í heiminum. Það kann að bæta mannorðið að borða íslenzkan mat í öll mál, en lagar tæpast að ráði hina víðfrægu skuldastöðu. Lýðveldið okkar er orðið haust- legt. Við sem munum stofnun þess og vorþytinn sem þá fór um þjóðlífið gerumst í raun orðlaus af for- undrun. Hverslags heimska, hvers- lags glámskyggni, hverslags glæpir valda því að nú skuli komið haust- hljóð í vindinn? Það var nú það Eftir Hannes Pétursson »Nei, efnahagsvand- inn hlýtur að liggja dýpra. Hann hlýtur að teygja anga sína til Krónkarlanna. Það eru merkilegir menn, Krón- karlarnir. Hannes Pétursson Höfundur er rithöfundur búsettur á Álftanesi. Gerir sig gleiðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, lækkar sig svo hann sé í sömu sjónlínu og sjónvarpstökumaður. Golli Heiða B. Heiðars | 8. maí Í kaffi með Jóhönnu og Steingrími Voðalega leiðist mér að við skulum ekki eiga betri orðabanka þegar „mót- mæli“ eru annars vegar. Enska orðið „demon- strate“ er miklu betra í þessu tilviki, gæti hugs- anlega verið þýtt sem „kröfufundur“. Tilgangur samkomunnar í dag var nefnilega ekki að fara gegn einum eða neinum, heldur að setja þrýsting á stjórn- völd um að koma með alvöru úrræði fyrir fólk og heimili landsins. Hópurinn var rétt svo búinn að stilla sér upp fyrir framan stjórnarráðið þegar Jóhanna og Steingrímur komu út á tröpp- ur og buðu nokkrum með sér inn til við- ræðna. Það voru sex sem sátu fundinn og ég var ein af þeim. Flott „move“ hjá þeim og ég kann alveg að meta það. Það er eitthvað svo mannlegt að fá ein- hverja fróun í því að stjórnarliðar heyri milliliðalaust hvað manni finnst, hvort sem það gerir svo eitthvert gagn eða ekki. … Meira: skessa.blog.is Hildur Helga Sigurðardóttir | 8. maí Það er þá hundur í honum Annars átti ég einu sinni afar skemmtilegan vin, einn af mörgum. Sá átti forljóta, rauðeygða, mjólkurhvíta tík, sem hann nefndi Ísbirnu kall- inn. Ísbirna greyið mun hafa verið albínói og var þar að auki öll hin ólögulegasta í vaxtarlagi. Jafnvel stuttur og digur minkahundur af Ströndum hefði virst straumlínulagaður við hliðina á þessum skrýtna klumpi. Einhver áhöld voru um hvernig seinna nafnið var til komið, því það lá nokkuð ljóst fyrir að kallinn var kvenkyns. … Nokkru áður hafði óvenju stór köttur í eigu þessa sama vinahóps safnast til forfeðra sinna og verið fleginn. Eftir það þótti hin besta skemmtun að klæða Ísbirnu Kallinn í kattarfeldin, enda skánaði hún heldur í útliti við það. Meira: hildurhelgas.blog.is Jón Magnússon | 7. maí Einyrkjar í atvinnurekstri njóta ekki velferðar Það er hárrétt hjá Neyt- endasamtökunum að breyta þarf lögum um greiðsluaðlögun þannig að einyrkjar í atvinnu- rekstri og smáatvinnurek- endur geti sótt um greiðsluaðlögun. … Hugmyndin um greiðsluaðlögun á jafnt við um smáatvinnurekendur sem launþega og þess vegna er mér það óskiljanlegt af hverju mátti ekki láta lög- in ná til þessara aðila. Meira: jonmagnusson.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.