Morgunblaðið - 09.05.2009, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009
ENN EFLAST
sveitarfélög landsins;
næst gerist það með
sameiningu Grímseyj-
arhrepps og Akureyr-
arkaupstaðar sem
samþykkt var í báðum
sveitarfélögunum á
kosningadaginn. Sem
ráðherra sveit-
arstjórnarmála fagna
ég þessu skrefi þeirra
Norðlendinga og vil nota tækifærið
til að fara yfir stöðu þessa verkefnis
stjórnsýslunnar, að efla sveit-
arfélögin með stækkun þeirra og
um leið fækkun.
Fleiri skref í sameiningarátt eru í
sjónmáli. Fulltrúar Fljótsdalshér-
aðs og Djúpavogshrepps hafa hafið
formlegar viðræður og forráðamenn
Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur
hafa einnig lýst áhuga á að skoða
tækifæri sem felast í sameiningu
bæjarfélaga sinna. Allt eru þetta
heillavænleg skref að mínu mati og
þó að ég sem ráðherra sveit-
arstjórnarmála hafi hvatt eindregið
til frekari sameiningar undirstrika
ég frumkvæði heimamanna í þess-
um efnum. Vil ég þakka viðkomandi
sveitarstjórnarmönnum fyrir að
hafa sýnt áhuga sinn í verki.
Samstaða um eflingu –
spurning um aðferð
Á liðnu hausti talaði ég um efl-
ingu sveitarfélaganna á öllum aðal-
fundum landshlutasamtaka sveitar-
félaga. Lagði ég út frá þeirri
hugmynd að lágmarksíbúafjöldi
sveitarfélaga yrði framvegis ekki
undir einu þúsundi, en eins og stað-
an er í dag er meira en helmingur
allra sveitarfélaga á Íslandi með
færri en þúsund íbúa. Með því yrðu
til stærri og öflugri rekstrarein-
ingar sem staðið gætu fjárhagslega
undir nauðsynlegri þjónustu í nú-
tíma sveitarfélagi. Hugmyndinni
um lágmarksfjöldann var víða vel
tekið en vissulega mætti hún einnig
andstöðu. Hygg ég
raunar að allir séu
sammála um eflingu
sveitarfélaga, spurn-
ingin er fremur um
hvaða aðferðafræði
verður unnt að beita.
Í framhaldi af þess-
ari kynningu í haust
voru smíðuð drög að
lagafrumvarpi um efl-
ingu sveitarfélaga þar
sem lágmarks-
íbúafjöldinn var hafður
sem leiðarljós. Í þeim
er gert ráð fyrir góðum fresti til að-
lögunar og raunar undantekningum
frá íbúafjöldanum ef aðstæður
krefjast. Skemmst er frá því að
segja að frumvarpið var til umfjöll-
unar í þingflokkum fyrri rík-
isstjórnar seint í haust og varð að
víkja þegar efnahagserfiðleikarnir
yfirtóku allan starfskraftinn.
Verkefnið um eflingu sveitarfé-
laganna er hins vegar enn í fullu
gildi og er í mínum huga enn
brýnna að vinna að þessum málum
nú þegar kreppir að. Til að draga
úr vægi skilyrðisins um íbúafjölda
hef ég sett fram hugmynd um aðra
leið til sameiningar sem mér þykir
einnig koma til greina og hef ég
kynnt hana fyrir sveitarstjórn-
armönnum.
Hugmyndin felur í sér að í stað
þess að reynt verði að ná fram sam-
einingu með hækkun lágmarks-
íbúafjölda verði farin sú leið að
skoða hvert landsvæði fyrir sig og
meta þá sameiningarkosti sem þar
koma til greina. Til þessa verkefnis
yrði settur starfshópur skipaður
fulltrúum Sambands íslenskra
sveitarfélaga og ríkis sem auk sér-
fræðinga myndi þannig meta hvern
landshluta fyrir sig, setja fram til-
lögur um raunhæfa sameining-
arkosti sem ná markmiði um heild-
stætt atvinnu- og þjónustusvæði og
eru jafnframt liður í að styrkja og
efla sveitarstjórnarstigið. Jafnframt
yrði metið hvort og þá hvaða aðrar
aðgerðir þyrftu að eiga sér stað
sem stuðlað gætu enn frekar að
samþættingu og eflingu viðkomandi
byggðarlaga, svo sem á sviði sam-
gangna, fjarskipta eða í byggðalegu
tilliti. Íbúafjöldinn sem slíkur verð-
ur þá í öðru sæti eða með öðrum
orðum, ekki verður gengið út frá
þúsund eða 500 íbúa lágmarki held-
ur fyrst og fremst horft til áð-
urnefndra atriða.
Alþingi ákveði
sveitarstjórnarskipanina
Þegar tillögur starfshópsins
liggja fyrir myndi ráðherra leggja
málið fyrir Alþingi til frekari af-
greiðslu, annað hvort í formi tillögu
til þingsályktunar eða lagafrum-
varps. Við meðferð Alþingis gæfist
tækifæri til að eiga náið samráð við
sveitarstjórnir. Það yrði því hlut-
verk Alþingis, sem hins æðsta lýð-
ræðislega kjörna valds, að ákveða
hvernig háttað yrði stækkun og efl-
ingu sveitarfélaga landsins, sem
gæti gerst frá og með almennum
sveitarstjórnarkosningum árið 2014.
Þessi leið til sameiningar hefur ver-
ið farin m.a. á Norðurlöndum, nú
síðast í Grænlandi þar sem sveit-
arfélögum er fækkað úr 18 í 4.
Ég er sannfærður um að með
þessari aðferð náum við þeim ár-
angri sem nauðsynlegur er. Við
þurfum nú sem aldrei fyrr að ná
sem mestri hagkvæmni í öllum op-
inberum rekstri og þjónustu. Með
því getum við best varið velferð-
arþjónustu og haldið áfram þrótt-
mikilli uppbyggingu sveitarfélag-
anna. Ríki og sveitarfélög þurfa að
ganga sameiginlega í það verkefni.
Eflum sveitarfélögin
með sameiningu
Eftir Kristján L.
Möller » Verkefnið um eflingu
sveitarfélaganna er
hins vegar enn í fullu
gildi og er í mínum huga
enn brýnna að vinna að
þessum málum nú þegar
kreppir að.
Kristján L. Möller
Höfundur er samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðherra.
Í GEGNUM tíðina
hefur veiði dregist
saman vegna breyt-
inga í náttúrunni. Sjáv-
arútvegsfyrirtæki sem
ætluðu sér að tryggja
framtíð sína í greininni
og verkefnastöðu fyrir
skip sín og stöðvar
keyptu því aflaheim-
ildir frá þeim aðilum
sem vildu selja.
Þeir sem keyptu aflaheimildir sáu
fram á að geta staðið undir lántök-
unni og geta gert út á hagkvæman
hátt. Til þess að þeir gætu staðið
undir skuldum var þeim brýnasta
þörf að leita allra leiða til að skapa
sem mest verðmæti úr hverju kílói.
Á þennan hátt gera skipin og stöðv-
arnar sem mestu verðmætin úr
þeirri auðlind sem er eign þjóð-
arinnar. Í framhaldi af því skapast
mesti mögulegi gjaldeyrir til þjóð-
arinnar og skatttekjur af auðlindinni
eru því meiri fyrir vikið.
Fyrirtækin búa yfir þekkingu,
reynslu og hafa fjárfest í fram-
leiðslutækjum. Hjá fyrirtækjunum
vinnur fólk sem veit hvað það er að
gera, það hefur áratuga reynslu í
greininni. Fyrirtækin geta skapað
gott vinnuumhverfi fyrir þetta fólk,
því með því að vita hversu mikið af
aflaheimildum þau mega veiða geta
þau sniðið stakk eftir vexti og þann-
ig keypt vélar eftir
þörfum og endurnýjað
skipakostinn. Ef aðilar
í greininni vissu ekki
hversu mikið þeir gætu
hugsanlega veitt,
hvernig skip ættu þeir
þá að leggja út í að
smíða?
Nú er þjóðfélagsand-
inn að verða sá að það
ætti engin atvinnu-
grein að standa undir
sér og skila okkur
tekjum í þjóðarbúið,
því að öllum líkindum eru þetta allt
glæpamenn eins og þessir frægu 30,
líkt og talað er um, eru taldir vera.
Því er talið eðlilegast af vinstri-
flokkunum að leggja okkar arðbær-
ustu atvinnugrein í rúst. Gera eigna-
upptöku á aflaheimildum og þannig
leggja fyrirtækin sem hafa stritað
fyrir tilvist sinni síðustu árin í gjald-
þrot. Bóndi án akurs er enginn
bóndi, bóndi sem hefur keypt sér
land á lánum fer rakleiðis á hausinn
ef landinu væri skipt niður á 4 aðra
bændur og hann héldi áfram að
borga af láninu fyrir landið.
Það sama mun eðlilega gerast fyr-
ir sjávarútvegsfyrirtækin. Hver
kaupir þá stöðvarnar og skipin?
Verða nýlegu skipin þá væntanlega
seld úr landi og gömlu útgerðirnar
sem seldu kvótann sinn geta farið að
gera út ryðdallana sína sem hafa
beðið við bryggjuna allan þann tíma
sem þeir voru á Spáni að eyða þeim
pening sem þeir fengu fyrir söluna á
kvótanum.
Réttlætinu er fullnægt
Þannig fengist líklega rosalega
hátt afurðaverð með þessum eld-
gömlu ryðdöllum og þjóðin væri
þannig líklega að hafa gott út úr auð-
lindinni. Af hverju ættu þeir að
reyna að keppast við að halda verð-
mætasköpuninni í hámarki, frekar
en að reyna að veiða sem mest áður
en fiskveiðiárið væri á enda eða út-
gefinn afli veiddur?
Annar möguleiki er að ríkið tæki
við þrotabúum útgerðanna og hér á
Íslandi væri allsherjar ríkisútgerð
þar sem ríkið væri að ausa pen-
ingum í ríkisútgerðina í stað þess að
hagnast á auðlindinni. Ríkið myndi
eflaust gera út á sem hagkvæmasta
hátt líkt og bæjarútgerðirnar gerðu
forðum daga. En það fór vægast
sagt hræðilega illa.
Arður þjóðarinnar
af auðlindum sínum
Eftir Harald
Pálsson »Hvað viljum við fá út
úr okkar auðlindum?
Hagnað eða tap? Viljum
við hætta að græða á
sjávarútveginum, leggja
hann í rúst og gera hann
ríkisstyrktan?
Haraldur Pálsson
Höfundur er skipstjórnarnemi.
ıwww.itr.is sími 411 5000
Góð
hreyfing
er lykillinn að góðri heilsu