Morgunblaðið - 09.05.2009, Side 43

Morgunblaðið - 09.05.2009, Side 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009 NÝ sýning pólska líffærafræðings- ins Gunthers von Hagens í Þýska- landi hefur vakið sterk viðbrögð. Von Hagens sýnir nái, sem hann hefur flegið og verkað með silikoni á sérstakan hátt. Gunther von Hagens hefur sýnt lík af ýmsum toga áður, en það fór sérstaklega illa í einhverja í þetta sinn, að hann sýnir þau í kynlífs- stellingum. Sýningin, sem opnuð var á fimmtudag, ber yfirskriftina Hring- rás lífsins og í fréttatilkynningu sem von Hagens sendi frá sér segir að með sýningunni vilja hann gefa innsýn í líffræði æxlunar og eðli kynlífs. „Þetta er botninn á smekk- leysu von Hagens,“ sagði Michael Braun, talsmaður kristilega demó- krataflokksins í samtali við frétta- stofu AFP Sýning von Hagens undir yfir- skriftinni Líkamar – sýning, sem fór um Bandaríkin fyrir nokkru, vakti mikla athygli og umtal, og spurningar vöknuðu um það hvar Gunther von Hagens fengi líkin í verk sín. Á vef líffærafræðingsins kemur fram að um níu þúsund manns hafi þegar ánafnað rannsóknarstöð hans líkama sinn eftir andlátið. Lík í kynlífs- stellingum vekja umtal Botn smekkleysunnar, segja kristilegir Lík Von Hagens sýnir mannslíkam- ann í ólíkustu kringumstæðum. RAGNAR Bjarnason syngur við undirleik þeirra Kjartans Valdemarssonar, Gunnars Hrafnssonar og Benedikts Brynleifssonar á tveimur stór- skemmtunum Selkórsins í fé- lagsheimili Seltjarnarness í dag, laugardag, klukkan 17.00 og 20.30. Fluttar verða syrpur úr vin- sælum söngleikjum og kvik- myndum og tónlist frá tíma- bilinu 1940 - 1960. Þá koma ýmsir Selkórsfélagar fram auk annarra uppákomna. „Sveitaball“ verður að loknum seinni tónleik- unum. Tónlist Raggi Bjarna á stórskemmtun Ragnar Bjarnason YFIR 100 börn og unglingar koma fram, spila og syngja, á tónleikum í Grafarvogskirkju á morgun, sunnudaginn 10. maí, kl. 15:00. Þátttakendur eru úr Strengjasveitum Tónlistar- skóla Grafarvogs, Skóla- hljómsveit Grafarvogs, Ung- lingakór og Barnakórum Grafarvogskirkju. Í lok tónleikanna verða seld- ar vöfflur á vægu verði og rennur ágóðinn í ferða- sjóð Barnakóra Grafarvogskirkju. Graf- arvogsbúar og aðrir eru hvattir til að koma og hlýða á dagskrána. Aðgangur er ókeypis. Tónlist Yfir 100 ungmenni koma fram Grafarvogskirkja ELEKTRA Ensamble heldur sína aðra tónleika í tónleikaröð á Kjarvalsstöðum á morgun, sunnudagskvöld, klukkan 20. Tónleikarnir eru kenndir við „gömlu meistarana.“ Á efnis- skránni eru Flautukvartett í D-dúr eftir Mozart, Klarín- ettutríó í B-dúr eftir Beetho- ven og Píanókvartett í c-moll eftir Brahms. Elektra Ensamble skipa Ástríður Alda Sigurðardóttir, Emilía Rós Sigfús- dóttir, Helga Björg Arnardóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Margrét Árnadóttir. Gestur verður Þórarinn Már Baldursson víóluleikari. Tónlist Leika verk eftir gamla meistara Elektra Ensamble Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ er eins og að taka sjálfa tónlist- arsöguna tali að spjalla við banda- ríska píanóleikarann Frank Glazer. 94 ára er hann hingað kominn til að spila tónleika í Salnum á sunnudags- kvöld; merkilega ungur í sinni og fasi. Og hvar á að byrja þegar talað er við mann sem lærði hjá Arthur Schnabel, fór í tíma hjá Arnold Schönberg, spilaði fyrir André Joli- vet og Kurt Weill og hefur leikið undir stjórn frægustu hljómsveit- arstjóra síðustu aldar. Hann var óvenju hæfileikaríkur sem barn, og í október 1932 styrktu listelskir efna- menn hann til náms í Berlín hjá austurríska píanósnillingnum Arth- ur Schnabel. Glazer var þá 17 ára. Flúði með Schnabel til Ítalíu „Þrem mánuðum síðar, í janúar 1933 komst Hitler til valda. Ég átti að vera tvö ár í Berlín, en eftir átta mánuði þar fannst Schnabel orðið of hættulegt að dvelja þar lengur; nas- istar voru um allt að grandskoða fólk og hýbýli þess, og Schnabel hafði tvennt gegn sér, hann var gyðingur, og var mjög andsnúinn nasistum. Hann flúði til Comovatnsins á Ítalíu og ég fór með og lauk fyrra árinu hjá honum þar. Þetta voru óvissutímar; ég fór heim til Cambridge í Massa- chussetts, en tveim árum síðar fór ég aftur til hans í nám. Við hittumst svo oft í New York og hann kom og hlustaði á mig og ég á hann. Lífið í Berlín var hörmung, fólk var drepið, og ég skildi ekki af hverju ég hafði verið sendur á þenn- an stað svona aleinn og ungur. Ég velti því þá oft fyrir mér hvort ég myndi nokkurn tíma hafa það af að verða píanóleikari.“ En Frank Glazer varð píanóleik- ari og fullnuma skipaði hann sér fljótt í fremstu röð. Ferill hans hefur verið óslitinn allt frá því hann kom fyrst fram í Ráðhúsinu í New York árið 1936. Hann fagnaði 70 ára leik- afmæli sínu 2006 með því að leika sama prógramm og hann gerði þá. Schönberg reyndist of dýr Í Berlín langaði Glazer líka að læra tónsmíðar, og það var í þeim til- gangi sem hann bankaði uppá hjá Schönberg. Tónskáldið tók honum vel, en þegar til átti að taka tók Schönberg hærra verð fyrir tímann en Glazer hafði ráð á, en Schönberg bauð honum þá að sækja tíma hjá nemanda sínum, en fara sjálfur yfir verkefnin. Síðan þá hefur Glazer samið fjölda verka af ýmsu tagi. Hann hefur sjálfur verið ötull við að spila nýja tónlist annarra tónskálda. Hér spilar hann Tokkötu í D-dúr eftir Bach, Rondó í a-moll eftir Moz- art, Sónötu op. 111 eftir Beethoven, Valses nobles et sentimentales eftir Ravel og tvær etýður og Polonaise brilliante eftir Chopin. Frank Glazer heldur einleikstónleika í Salnum á sunnudag kl. 20, 94 ára gamall Flúði nasistana með Schnabel Morgunblaðið/Golli Frank Glazer „Stofnanir setja fólk á eftirlaun, ekki listin,“ segir píanóleik- arinn. Hér lék hann síðast árið 1959 með Sinfóníuhljómsveit Íslands. SÝNINGIN Minjar – myndlist í náttúru / náttúra í myndlist opnar í Náttúrufræðistofu Kópavogs í dag, laugardag, klukkan 15.30. Á sýningunni eru verk sem flest eru unnin sérstaklega fyrir húsa- kynni Náttúrufræðistofunnar. „Á Íslandi hefur oft verið áhugi á að sýna myndlist í óhefðbundum rýmum en sjaldnar þar sem annars- konar sýning er fyrir. Það er mikill áhugi meðal myndlistarmanna á náttúru og því sem kallað er arkiver- íng, skjalasöfnun og flokkun, og við fundum hóp af listamönnum sem voru áhugasamir og hafa verið að vinna með þessi svið,“ segir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir sem er sýning- arstjóri ásamt Þórdísi Jóhannes- dóttur. „Þeim fannst áhugavert að fá að vinna innan safnsins og fá að búa til samtal við gripina sem fyrir eru. Okkur var tekið mjög vel í Nátt- úrufræðistofunni og höfum fengið að gera nánast hvað sem er.“ Tengsl náttúru og myndlistar eru hér í brennipunkti, en einnig fléttast inn í vangaveltur um söfn og hvaða hlutverki þau hafa að gegna. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Anna Líndal, Bjarki Bragason, Eygló Harðardóttir, Harpa Árnadóttir, Harpa Dögg Kjartansdóttir, Hekla Dögg Jóns- dóttir, Helga Arnalds, Hildigunnur Birgisdóttir, Hugsteypan, Hildur Bjarnadóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Jeannette Castioni, Magnea Ás- mundsdóttir, Pétur Thomsen, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Sigurrós Svava Ólafsdóttir og Unnar Örn Jónsson Auðarson. Sýningarstjórar eru Ing- unn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir. Hópur myndlistarmanna sýnir í Náttúrufræðistofu Kópavogs Tengsl myndlistar og náttúru í brennipunkti Ljósmynd/Pétur Thomsen Lítil saga Verk eftir Hörpu Árna- dóttur á sýningunni í Kópavogi. GUÐNÝ Einarsdóttir organisti við Fella- og Hólakirkju í Reykjavík kemur fram á tónleikum Listavina- félags Langholtskirkju annað kvöld, sunnudag, klukkan 20. „Það stóð fyrst til að tónleikarnir yrðu í haust sem leið en þá eign- aðist ég barn,“ segir Guðný þegar hún er innt eftir efnisskránni. „Ég leik verk eftir Bach, Arvo Pärt, Böhm og Þorkel Sigurbjörns- son. Ég leik einnig kafla úr „Messu fyrir klaustrin“ eftir Couperin. Nokkrir félagar úr Voces Thules munu syngja munkasöng með mess- unni. Þegar ég setti efnisskrána saman var afi minn, Sigurbjörn Einarsson biskup, mér ofarlega í huga. Eitt verkanna tengist honum beint, „Passacaglia í c-moll“ eftir J.S. Bach, sem var eftirlætisverk hans. Ég skrúfaði prógrammið eiginlega saman út frá því. Þetta eru ekki beint minningartónleikar en þegar ég setti efnisskrána saman í haust var andlát hans mér ofarlega í huga.“ Guðrún er fædd árið 1978. Hún stundaði píanónám frá unga aldri og lauk prófi frá tónmenntadeild Tónlistarskólans í Reykjavík og orgelnámi frá Tónskóla Þjóðkirkj- unnar, þar sem aðalkennari hennar var Marteinn H. Friðriksson. Vorið 2006 lauk Guðný kirkju- tónlistarnámi frá Kaupmannahöfn og hún hefur einnig sótt námskeið hjá mörgum kunnum tónlistar- mönnum. Guðný hefur haldið tónleika bæði hér heima og erlendis og komið fram við ýmis tilefni, sem einleik- ari, meðleikari og kórstjóri. Afi Guðnýjar var henni ofarlega í huga Guðný Einarsdóttir organisti leikur á tónleikum í Langholtskirkju á morgun Þessir veðbankar hérna vita svo nátt- úrlega ekki neitt. Þeir eru jafntraustir og greining- ardeildir bankanna eða stjörnuspár … 48 »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.