Morgunblaðið - 26.05.2009, Side 2

Morgunblaðið - 26.05.2009, Side 2
HREFNUVEIÐIMENN voru í gær í Njarðvík að gera Jóhönnu ÁR 206 klára til hrefnuveiða. Þeir voru að smíða pall sem skyttunni er ætlað að standa á og dytta að ýmsu öðru um borð. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmda- stjóri Félags hrefnuveiðimanna, sagði að Jó- hanna ÁR byrjaði veiðarnar en tveir aðrir bátar mundu einnig veiða hrefnu í sumar. Jóhanna ÁR er stórt og vel búið skip. Gunnar sagði að á henni væri hægt að sækja lengra og fleiri dýr í einu en á minni bátum. Þá er um borð krapakerfi sem gerir kleift að kæla kjötið strax. GERA KLÁRT FYRIR HREFNUVEIÐAR Í DAG Morgunblaðið/RAX 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Kastað til höndunum  Ríkisstjórninni falið að sækja um ESB-aðild samkvæmt stjórnartillögu á þingi  Munum ekki veita þetta opna umboð að óbreyttu, segir Þorgerður Katrín FRÉTTASKÝRING Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is SAMKVÆMT tillögunni verður ríkisstjórninni fal- ið að sækja um aðild að Evrópusambandinu, ESB. Að loknum viðræðum við sambandið verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildar- samning. „Við munum ekki veita þeim þetta opna umboð að óbreyttu. Mér finnst að það hafi verið kastað til höndunum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og bætir því við að þingmenn flokksins muni tjá sig frekar um tillöguna í þingumræðum. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismála- nefndar og þingmaður Vinstri grænna, segir að væntanlega muni þingmenn flokksins greiða at- kvæði með mismunandi hætti. „Það eru skiptar skoðanir um málið hjá okkur.“ Árni telur að þingmenn Vinstri grænna muni ekki reyna að tefja málið. „Við munum hins vegar tryggja vandaða umfjöllun og málsmeðferð í þinginu.“ Í tillögudrögunum segir að stjórnvöld áskilji sér rétt til að mæla með eða leggjast gegn samningnum þegar hann liggur fyrir enda séu settir margvísleg- ir fyrirvarar við hugsanlegan stuðning við málið. Í sjálfri tillögunni, sem lögð var fram á Alþingi í gær, hefur orðinu stjórnvöld í framangreindri setningu verið breytt í málsaðilar. „Stjórnvöld eru í mínum huga framkvæmdavaldið. Það koma fleiri að málinu og orðið málsaðilar er almennara. Það nær vænt- anlega til allra stjórnmálaflokkanna og hugsanlega samtaka hagsmunaaðila,“ segir Árni Þór. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir tillöguna enn ekki hafa verið rædda í þingflokknum. „Ég get þó sagt að ég hefði átt von á að sjá meiri breytingar. Þarna er bara verið að fela ríkisstjórn umboð til aðildarviðræðna og þá væntanlega bara helmingi ríkisstjórnarinnar, það er Samfylking- unni, því að Vinstri græn hafa lýst því yfir að þau séu ekki hlynnt aðildarviðræðum á þessum tíma- punkti,“ segir Sigmundur Davíð. Stjórnartillaga um aðildarumsókn að Evrópu- sambandinu var lögð fyrir Alþingi í gær. Til- lagan er nánast samhljóða drögum sem utan- ríkisráðuneytið kynnti um miðjan maí. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is BÆJARSTJÓRN Akraneskaup- staðar mun ákveða í dag að láta mál- efni Byggðasafnsins í Görðum og Listasetursins Kirkjuhvols „liggja að sinni“, að sögn Gísla S. Einarssonar bæjarstjóra. Til stóð að Vættir ehf. tækju yfir rekstur safnanna í þessum mánuði en áformin mættu harðri andstöðu Safnaráðs, þjóðminjavarð- ar og bæjarbúa. Afgreiðslunni var frestað í síðasta mánuði meðan beðið var eftir um- sögn Safnaráðs og þjóðminjavarðar um málið. Hún var tilbúin í síðustu viku og var lögð fram í bæjarráði á dögunum en verður tekin fyrir í bæj- arstjórn í dag. „Að sinni verður ekk- ert gert í málinu, heldur látum við það liggja, “ segir Gísli. „Reksturinn verður bara áfram eins og hann er. Mér finnst ótrúlegt að við förum af stað í sumar, enda er að koma að leyfum bæjarstjórnar og mér sýnist sem þessi mál séu af þeim toga að það gerist ekkert í þessu fram að því.“ Í umsögn sinni leggst Safnaráð sterklega gegn áformunum. „Það eru afar þung orð látin falla í þessari um- sögn og ég reikna með að menn þurfi að fá að skoða mjög vel hver ástæðan er fyrir henni. Okkur liggur ekkert á í málinu,“ segir Gísli. Hann bætir því við að umsögnin sé m.a. ástæða þess að beðið verði með málið. „Einnig þessi mikla andstaða og að mínu mati umfjöllun í Morgunblaðinu um Forn- leifastofnun Íslands (FSÍ).“ Þar kom m.a. fram að Framkvæmdasýsla rík- isins teldi FSÍ beita siðferðilega og lagalega hæpnum aðferðum til að viðhalda markaðsráðandi stöðu sinni á sviði fornleifagraftar á Íslandi. Adolf Friðriksson fornleifafræð- ingur, sem er í forsvari fyrir Vætti, á einnig sæti í stjórn FSÍ. Bæjarstjórn frestar einka- rekstri byggðasafnsins Ástæðan er hörð andstaða og umfjöllun um Fornleifastofnun Morgunblaðið/Ásdís Byggðasafn Kútter Sigurfari og bátarnir í Görðum á Akranesi. HREIÐUR með fjórum heiðlóu- eggjum fannst í hálfgrónu hrauni á suðurhluta Surtseyjar þegar leiðangur var farinn til eyj- arinnar í síðustu viku til að setja upp sjálfvirka veðurstöð. Hafði lóan gert sér hreiður í melgres- istoppi. Fram kemur á vef Nátt- úrufræðistofnunar, að heiðlóa sé fyrsti vaðfuglinn sem verpir í Surts- ey. Hún sé jafnframt fimmtánda tegundin sem verpir þar og sjötti landfuglinn. Heiðlóan í Surtsey Lóa Hefur numið land í Surtsey. LÍÐAN níu ára drengs, sem slas- aðist í umferðarslysi á uppstigning- ardag, er óbreytt frá því sem verið hefur undanfarna daga, að sögn vakthafandi læknis. Drengurinn er á gjörgæsludeild á Landspítalanum og í öndunarvél. Drengurinn varð fyrir bíl í Steinási í Garðabæ. Meiðsl hans voru talin minniháttar í fyrstu. Líðan drengs- ins óbreytt Í drögunum að tillögunni um að- ildarumsókn að ESB segir að „stjórnvöld“ áskilji sér rétt til að mæla með eða leggjast gegn samningnum. Þar segir einnig að Alþingi „meti“ hvort setja skuli sérstaka Evrópunefnd Al- þingis. Eftir Í tillögunni hefur orðinu stjórn- völd verið breytt í „málsaðilar“. Jafnframt segir að „stefnt“ sé að því að Alþingi setji á fót sér- staka Evrópunefnd Alþingis en ekki að Alþingi meti hvort setja skuli nefndina á fót. Eftirfarandi hefur verið bætt við grundvall- arhagsmunina: Náð verði fram hagstæðu og vaxtarhvetjandi samkeppnis- og starfsumhverfi fyrir atvinnulíf á Íslandi um leið og sérstöðu vegna sérstakra aðstæðna er gætt. Fyrir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.