Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 4

Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 4
Flensan smitaðist ekki SVÍNAFLENSAN hefur ekki breiðst á Íslandi, umfram manninn sem hingað kom sýktur frá New York fyrir helgi. Sýni sem tekin voru úr sex skyldmennum hans reyndust vera neikvæð eða laus við H1N1-veiruna. Að sögn Haralds Briem sóttvarnalæknis verður áfram fylgst með sexmenningunum næstu daga en ekki ástæða til að gera sérstakar ráðstafanir. Sóttvarnalæknir og al- mannavarnadeild boðuðu í gær til sameiginlegs fundar með lögreglustjórum af landinu öllu til að fjalla um við- bragðsáætlanir vegna farsótta. „Við erum bara að fínslípa þetta en við erum ekki með miklar aðgerðir núna í sjálfu sér þótt inflúensan sé komin inn í landið, einfaldlega vegna þess að þetta hefur þá mynd á sér að vera eins og venjulegur inflúensufarald- ur,“ segir Haraldur. Veikindi Íslendingsins sem sýktist reyndust vera væg og er hann á batavegi án þess að þurfa á meðferð eða lyfjagjöf að halda. Að sögn Haralds er ekki hætta á því að veiran taki sig upp aftur, heldur hafi líkami mannsins nú myndað mót- efni gegn henni. Inflúensan er því í litlu frábrugðin venjulegri flensu, sem er raunar enn á sveimi. „Það hafa þrír stofnar verið í gangi í vetur, einn tekur við af öðrum, en það er óvenjulegt hvað hún teygir úr sér. Kannski vekur það athygli nú því við erum meira á verði, við höf- um ekki tekið svona sýni í venjulegu árferði.“ gudni@mbl.is  Ættingjar mannsins sem veiktist af H1N1 reyndust ekki hafa smitast  Ekki alvarlegri en venjubundin inflúensa Morgunblaðið/Kristinn Flensulyf Íslendingurinn jafnaði sig án hjálpar lyfja. 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÍSLENSK stjórnvöld ættu að við- halda fjárfestingum í menntun á öll- um skólastigum, endurskoða mennta- og rannsóknakerfið og sameina háskóla landsins, leggja áherslu á nýsköpun, bæta og styrkja stjórnsýslu rannsókna og nýsköp- unar og ná samstöðu um skamm- tímabreytingar og hrinda þeim síð- an hratt í framkvæmd. Þetta eru meginniðurstöður nefndar al- þjóðlegra sérfræðinga sem skipuð var í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og haft hefur það að hlutverki frá upphafi árs að fjalla um framtíð menntunar, rann- sókna og nýsköpunar á Íslandi. Nefndin skilaði niðurstöðum sínum í gær og kynnti þær Katrínu Jak- obsdóttur menntamálaráðherra, Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráð- herra og háskólarektorum landsins. Einfalda ætti aðgang að samkeppnisfé til rannsókna Sérfræðinganefndin var skipuð Christoffer Taxell, fyrrverandi ráð- herra vísinda- og tæknimála og nú- verandi kanslara Åbo Akademi há- skólans í Finnlandi og formanni nefndarinnar, Richard Yelland, for- stöðumanni menntaáætlunar og innviðadeildar hjá OECD, Iain Gillespie, forstöðumanni vísinda- og tæknistefnudeildar hjá OECD, Markku Linna, fyrrverandi ráðu- neytisstjóra menntamálaráðuneytis Finnlands, og Arnold Verbeek, sér- fræðingi á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar hjá ráðgjafafyrirtækinu IDEA í Brussel. Meðal þess sem nefndin leggur til er að íslenska háskólakerfið verði endurskipulagt eins fljótt og auðið er með nýrri sýn á það hvernig megi hámarka hugsanleg samlegðaráhrif og hagræðingu. Telja sérfræðing- arnir tveggja háskóla kerfi líklegast til að tryggja langtíma árangur. „Einn háskóli byggður á Háskól- anum í Reykjavík, með Listahá- skóla Íslands og Háskólanum á Bif- röst, og annar háskóli byggður á Háskóla Íslands með öllum rík- isháskólunum. Til skamms tíma þýðir það að hér verði einn einkahá- skóli og einn ríkisháskóli, en þegar til lengri tíma er litið leggjum við til að þessi munur verði afmáður,“ seg- ir m.a. í skýrslunni. Tekið er sér- staklega fram að háskólanir tveir ættu að halda í landsbyggðarútibúin sem nauðsynlegan hluta starfsem- innar. Að mati nefndarmanna ætti að setja upp einn rannsóknarnáms- skóla að erlendri fyrirmynd. Slíkt myndi hjálpa til við að brúa bilið milli háskólanna tveggja og gera op- inberum rannsóknarstofnunum og atvinnulífinu auðveldara að þróa sameiginleg rannsóknarverkefni eða kennslu- og rannsóknastöður. Jafnframt ætti að einfalda aðgang að samkeppnisfé til rannsókna. Nefndin mælir með því að stefnt verði að gagnsærra fjármögn- unarkerfi fyrir háskólana. „Þegar mismunandi fjárstreymi er skoðað þarf sérstaklega að huga að því að fjármögnun rannsókna og inn- heimta skólagjalda verði sambæri- leg í öllu kerfinu. Hvað varðar skóla- gjöld sérstaklega þá er nauðsynlegt að skoða þau almennt og hugs- anlega taka þau upp á stærri skala en er gert í dag.“ Leggja ætti áherslu á þrjú svið Sérfræðinefndin bendir á að hag- kerfi Íslands sé of lítið til að landið geti keppt alþjóðlega á öllum svið- um vísinda, tækni og nýsköpunar. Því leggur nefndin til að áhersla verði lögð á tiltekin svið þar sem möguleikar á vexti eru góðir. „Okk- ur virðast þrjú fræðisvið sér- staklega lofandi: Jarðhitavísindi, líf- vísindi og skapandi greinar/upplýsingatækni,“ segir m.a. í skýrslunni. Tekið er fram að heilbrigðisvísindi sé lofandi svið sem ekki sé fullnýtt hérlendis. Jafnframt ráðleggur nefndin ríkisstjórn Ís- lands að beita sér sérstaklega á skýran og gagnsæjan hátt fyrir því að varðveita þekkingargrunninn sem Íslensk erfðagreining hafi byggt upp. Morgunblaðið/Ómar Háskóli Íslands Meðal þess sem sérfræðingarnir leggja til er að allir ríkisháskólar landsins verði sameinaðir undir merkjum eins skóla. Tveggja háskóla kerfi  Nefnd erlendra sérfræðinga hvetur til þess að menntakerfið verði endur- skipulagt og háskólar sameinaðir  Sérfræðingar hvetja til áherslu á nýsköpun ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, að Bænda- samtök Íslands (BÍ) hafi brotið samkeppnislög. Nefndin segir m.a. að verðlagning búvara sem ekki eru verðlagðar á grundvelli búvörulaga lúti „lögmálum hins frjálsa mark- aðar og þar með ákvæðum sam- keppnislaga eins og samkeppnisyf- irvöld hafa staðfest hvað eftir annað með úrskurðum þar að lút- andi“. Nefndin staðfesti einnig að BÍ hefði brotið gegn samkeppnislögum með aðgerðum sem miðuðu að því að hækka verð á búvörum og taldi nefndin að um óvefengjanlegt lög- brot hefði verið að ræða, að því er fram kemur á vef Samkeppniseft- irlitsins. Þar segir að áfrýjunarnefnd sam- keppnismála hafi talið hæfilegt að lækka sekt BÍ í sjö og hálfa milljón kr. Var í því sambandi vísað til þess að um fyrsta brot BÍ væri að ræða og að opinskáar umræður hefðu lengi viðgengist á vettvangi BÍ án afskipta. Áfrýjunarnefnd taldi fyr- irmæli Samkeppniseftirlitsins til BÍ um aðgerðir til að koma í veg fyrir að samskonar brot yrðu endurtekin of almenn og felldi þau úr gildi. Bændur brutu sam- keppnislög Áfrýjunarnefnd lækkaði sektina REKTORAR ís- lensku háskól- anna ætla að hitt- ast síðar í vikunni til að ræða skýrslu erlendu ráðgjafanna. Einnig um skýrslu íslenskr- ar nefndar um háskólastigið, en hún mun ætla að skila af sér í dag. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, sagði margar gagn- legar ábendingar í skýrslu erlendu ráðgjafanna. Þeir leggi áherslu á að staðinn verði vörður um íslenska menntakerfið á öllum stigum. Hún benti m.a. á að í niðurstöðu erlendu ráðgjafanna hefði ekki fylgt hvaða sparnaður fælist í því að sam- eina Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Sjálf kvaðst hún ekki sjá fjárhagslegan sparnað í því. Kristín Ingólfsdóttir Háskólarekt- orar ætla að ræða málin „ÞARNA eru ýmsar áhugaverðar hugmyndir, sumar góðar við fyrstu sýn en aðrar þurfa frekari umræðu og skoðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra um skýrslu alþjóðlegu sérfræðing- anna. Segist hún þegar vera búin að kalla saman rýnihóp úr háskólasamfélaginu sem leggjast muni yfir tillögurnar í sumar, auk þess sem tillögurnar verði til umræðu hjá háskólarektorum landsins. Undirstrikar hún að stjórnvöld hafi enn ekki tekið efnislega afstöðu til breytinganna. Spurð hvort til greina komi að taka upp skóla- gjöld á stærra skala en gert er í dag, líkt og nefndin leggur til, segir Katrín ljóst að sú tillaga hugnist sér ekki. Katrín bend- ir á að hún hafi talað fyrir aukinni samvinnu háskóla landsins en tekur fram að hún hafi ákveðnar efasemdir um að bein sameining þeirra sé besta leiðin þar sem rekstrarform þeirra sé afar ólíkt. Segist hún þó sammála því að mikilvægt sé að auka gagnsæið í fjármögnun þeirra. Rýna þarf betur í hugmyndirnar í sumar Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.