Morgunblaðið - 26.05.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 26.05.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 HIN tvítuga Elín Ásta Ólafsdóttir út- skrifaðist á laugardag með glæsileg- asta námsárangur sem sést hefur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún setti bæði einkunnamet og einingamet – 9,93 í meðaleinkunn og einingafjölda 225, en dagskólastúdentar þurfa 140 einingar til að klára nám af bóknáms- braut. „Ég tók 180 einingar í bóklega hlut- anum og síðan fékk ég 45 fyrir tónlist- arnám,“ segir Elín en þrátt fyrir þessa aukaáfanga lengdist námstím- inn ekki. „Síðasta önnin var eiginlega auka. Ég kláraði alla kjarnaáfanga um jólin og hefði getað útskrifast en ákvað að vera til vors. Ég tók skemmtilega valáfanga, því ég vissi ekki hvað tæki við,“ segir hún. Elín spilar á fiðlu og píanó og nem- ur við Tónlistarskóla Kópavogs. Hún byrjaði tónlistarnámið í Fossvogs- skóla í upphafi skólagöngunnar en bætti píanónáminu við um níu ára ald- ur og fiðlunni ári seinna. „Núna er ég á síðari hluta framhaldsnáms á bæði hljóðfærin.“ Elín gerir þessa dagana upp við sig hvort hún hefur háskólanám í haust, og þá í raungreinum, eða gefur tón- listinni einni eitt ár: „Enn er allt opið og ég hugsa málið.“ Ekki er samkeppni milli vinanna og hún tók því með jafnaðargeði þegar hún fékk níu fjórum sinnum á náms- leiðinni. „Ég fann þó að á síðustu önn var ég svona svolítið að reyna að standa mig vel til að fara ekki að skemma einkunnina,“ segir hún í gamansömum tóni og fullyrðir að hún hafi ekki legið yfir bókunum þessi fjögur ár. „Þetta snýst um skipulag og að hafa áhuga á því sem maður er að gera og velja sér grein- ar sem maður hefur gaman af. Ég hef alltaf reynt að gera mitt besta í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.“ Alls brautskráðust 153 stúdentar í hátíðarsal Menntaskólans, 93 konur og 60 karlar, á laugardaginn síðasta. gag@mbl.is Með glæsileg- asta árangurinn  Elín Ásta Ólafsdóttir lauk 225 einingum á fjórum árum með meðaleinkunn 9,93 Morgunblaðið/Jakob Fannar Dúx Elín Ásta Ólafsdóttir lauk stúd- entsprófi með glæsilegum árangri. Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is VIÐSKIPTI Kópavogsbæjar við fyrirtækið Frjálsa miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra, eru nú til rannsóknar hjá löggiltum endurskoðendum bæj- arins og í biðstöðu þar til úttekt þeirra liggur fyrir. Gunnar er sakaður um að hafa staðið fyrir óeðlilega háum greiðslum, um 50 milljónum króna, til fyrirtækis dóttur sinnar vegna verkefna sem bærinn fól því á tíma- bilinu 2003-2008. Að sögn Gunn- steins Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, kom til um- ræðu í bæjarráði hvort réttara og eðlilegra væri að fela utanaðkom- andi aðilum rannsókn málsins. Engin tortryggni vakni „Það sem farið er fram á er nokk- urs konar innri endurskoðun og þá hafa sumir haldið því fram, og ég get alveg skilið það, að ekki sé endilega eðlilegt að fela það sömu endurskoð- unarskrifstofunni og fer með endur- skoðun hjá bænum.“ Fullkomin sátt hafi hins vegar náðst um þá niðurstöðu fyrir helgi að fela Ómari Stefánssyni, formanni bæjarráðs, að hafa umsjón með vinnu endurskoðendanna og taka ákvörðun um framhaldið. „Meg- inmálið var að við vildum vanda okk- ur og standa þannig að málum að það vekti enga tortryggni.“ Ómar Stefánsson, formaður bæj- arráðs og fulltrúi Framsókn- arflokksins, vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi tryggt að málið hlyti hlutlausa afgreiðslu hjá endur- skoðendum Kópavogsbæjar. Framsóknarmenn í Kópavogi funduðu vegna greiðslnanna fyrir helgi og komu meirihlutaslit til tals en ákveðið var að bíða niðurstöðu rannsóknarinnar áður en ákvörðun yrði tekin um framhaldið. Búist er við að rannsóknin taki stuttan tíma þar sem einungis þetta eina fyr- irtæki er til skoðunar. Á sama tíma er einnig beðið nið- urstöðu Ríkisendurskoðunar á greiðslum til sama fyrirækis frá Lánasjóði íslenskra námsmanna, sem námu um 11 milljónum króna, á meðan Gunnar Birgisson sat þar í stjórn. Stjórn LÍN taldi eðlilegast að utanaðkomandi rannsökuðu málið. Greiðslur Gunnars skoðaðar í kjölinn  Viðskipti við dóttur Gunnars I. Birgissonar á borði endur- skoðenda  Vafi um hlutlausa meðferð hjá Kópavogsbæ Ómar Stefánsson Gunnsteinn Sigurðsson Um hvað snýst málið? Bæjarfulltrúar Samfylkingar lögðu í apríl fram fyrirspurn um alls tæp- lega 50 milljóna króna greiðslur bæj- arins til fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars Birgissonar. Greiðslurnar þykja óeðlilegar vegna tengslanna, einkum þar sem fyrirtækið hafi feng- ið verkefni án útboðs og sum þeirra aldrei verið kláruð. Í kjölfarið kom einnig fram að Frjáls miðlun hafi átt sambærileg viðskipti við LÍN á með- an Gunnar Birgisson sat þar í stjórn. Hvernig stendur málið nú? Gunnar Birgisson hefur sagt að fé- lag dóttur hans hafi boðið lægst í umrædd verk og viðskiptin því ekki verið óeðlileg. Endurskoðendur fara nú yfir hvort um eðlilega við- skiptahætti hafi verið að ræða. S&S

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.