Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 8

Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið í Galleríi Fold virka daga 10–18, laugardaga 11–14, lokað sunnudaga Listmunauppboð Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is RANNSÓKNARNEFND flugslysa bíður eftur gögnum um flugatvik við Sandskeið um næstsíðustu helgi. Maður sveif á svifvæng í yfir 3.000 feta hæð yfir æfingasvæðinu þegar þota í aðflugi flaug hjá. Hann var ofan við skíðalyftur Bláfjalla. Þorkell Ágústsson, forstöðumað- ur rannsóknarnefndarinnar (RNF), býst við að gögnin berist í dag. „Þetta atvik fer í frekari skoðun.“ Samkvæmt upplýsingum Flug- málastjórnar Íslands er ekki hægt að fullyrða neitt um alvarleika flug- atviksins og bíður því Flug- málastjórn átekta á meðan gagna- söfnun rannsóknarnefndarinnar fer fram. „Það fer síðan eftir því hvort RNF rannsakar málið áfram hvað Flugmálastjórn gerir,“ segir Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Flugmálastjórnar. Flugmenn þotunnar tilkynntu um atvikið en svifvængsmaðurinn sótti ekki um leyfi áður en hann fór yfir 3000 fetin, eins og þarf á þessu svæði, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Þorkell segir erfitt að svo stöddu að tjá sig um hvort svifvængur geti grandað þotum. Það fari eftir stærð og hvar hann lendi á vélinni. Ágúst Guðmundsson, formaður Fisfélags Reykjavíkur, segir atvikið einstakt í sögu félagsins. Maðurinn sem mætti þotunni sé þaulvanur. Margir hafi flogið þennan dag en þessi hafi verið einn á sínu svæði. Farið verði nánar yfir atvikið. Einstakt flugatvik til rannsóknar Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „ÉG vil undirstrika það hér að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður ekki ferðinni,“ sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra þegar hún flutti Alþingi skýrslu um efnahags- horfurnar í gær. „Það eru íslensk stjórnvöld og íslenski Seðlabankinn sem ráða för enda þótt unnið sé af fullum heilindum á grundvelli efna- hagsstefnu íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.“ Allir leggi sitt af mörkum Forystumenn stjórnarandstöðu- flokkanna gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega við umræðurnar og sögðu engar lausnir boðaðar. Forsætisráðherra sagði að endur- reisn hagkerfisins myndi kosta mikla vinnu og afturhvarf til sam- hjálpar og samheldni sem einkennt hefði íslenska þjóð „Hagspár Seðla- bankans og fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir rúmlega 10% sam- drætti landsframleiðslu í ár og lík- lega mun efnahagslífið ekki taka að vaxa á nýjan leik fyrr en í lok ársins 2010. Gangi þessar spár eftir verður landsframleiðsla á mann árið 2011 álíka mikil og á árunum 2004 til 2005. Hagkerfið ætti frá þeim tímapunkti að geta vaxið á nýjan leik og gefið viðspyrnu inn í framtíðina en til þess að svo geti orðið verða allir að leggja sitt af mörkum,“ sagði Jóhanna. Hún fjallaði einnig um vandann í ríkisfjármálum og sagði að ná þyrfti niður halla fram til ársins 2013. „Þar stendur valið nánast eingöngu á milli margra slæmra kosta. Það verður viðfangsefni sem mun taka á hjá öll- um og felur án efa í sér erfiðustu ákvarðanir sem ég hef þurft að taka á öllum mínum pólitíska ferli.“ Vantar skýra stefnu Bjarni Benediktsson sagði for- sætisráðherra einungis flytja gamlar fréttir um hve ástandið væri alvar- legt. Greinilegt væri að samstarfið við AGS gengi ekki vel. Sagðist Bjarni hafa alvarlegar áhyggjur af að ekki væri enn búið að ganga frá greiðslu annars hluta af láni sjóðsins til Íslands. Vísaði hann og fleiri til fregna af því að sænski sérfræðingurinn Mats Josefsson hefði ætlað að hætta störfum fyrir ríkið vegna óánægju með hversu hægt miðaði við endurreisn banka- kerfisins. Trúverðugleiki væri í húfi. Bjarni sagði brýnt að fram kæmi skýr stefna um hvernig ætti að taka á halla ríkissjóðs. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði að endurreisn bankakerfisins hefði reynst miklum mun flóknara og erfiðara verkefni en menn ætluðu. Þá stefndi nú í a.m.k. 20 milljarða viðbótarhalla á ríkis- sjóði á þessu ári. „Ef við ætlum að ná aftur landi nálægt því sem lagt var upp með um áramótin, þá þurfum við aðgerðir í formi tekjuöflunar og sparnaðar á þessu ári af stærðar- gráðunni 20 milljarðar kr.“ Síðan yrði að taka mjög stórt skref á næsta ári, stærðargráða hallans gæti orðið 45-55 milljarðar kr. og einir 10 til 20 milljarðar á árunum þar á eftir. „Þess vegna er það algerlega úrslita- slagur sem við stöndum frammi fyrir núna og á næsta ári að ná þessu nið- ur þannig að vaxtakostnaðurinn og uppsafnaður halli hlaðist ekki upp.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði engar líkur á að hér yrði nokk- ur hagvöxtur ef ekki yrði gripið inn í. Verðbólgan færi jú minnkandi en „af hverju er það? Það er hætt að blæða vegna þess að blóðið er allt búið. Það er allt að þorna upp í hagkerfi Ís- lands“. Þór Saari, Borgarahreyfingunni, sagði að nú væri enn og aftur komin í gang peningamaskína fjármála- manna sem lékju sér að íslensku hagkerfi. Eigendur jöklabréfa seldu sínar vaxtatekjur fyrir evrur sem þeir færu með úr landi, keyptu þær hér á 175 kr. og seldu þær á gengi Evrópska seðlabankans og fengju 220-230 kr. fyrir hverja evru. Úrslitaslagurinn núna  Fjármálaráðherra segir stefna í 20 milljarða viðbótarhalla í ár  Stjórnarand- staðan gagnrýnir aðgerðaleysi  Forsætisráðherra segir AGS ekki ráða för Morgunblaðið/Golli Dökkt útlit Það var alvöruþrungið andrúmsloft í þingsal í gær þegar þingmenn og ráðherrar ræddu alvarlega stöðu efnahagsmála. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti þinginu skýrslu um horfurnar og sagði sárs- aukafullar aðgerðir óhjákvæmilegar. „Þetta er áskorun sem enginn stjórnmálaflokkur getur skorast undan.“ Í HNOTSKURN »Umræður stóðu yfir í tværklukkustundir á Alþingi í gær þegar forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um horfur í efnahagslífinu. Skýrslan var flutt að beiðni þingflokks sjálfstæðismanna. »15 þingmenn og ráðherrarúr öllum flokkum tóku þátt í umræðunni. » Í dag fer fram fyrsta um-ræða um frumvarp um strandveiðar. Orðrétt á þingi ’ Lækki vextir ekki á næstunni verð-ur ríkisstjórnin einfaldlega að af-þakka efnahagsráðgjöf Alþjóðagjaldeyr-issjóðsins til að forða þjóðinni frágjaldþroti. LILJA MÓSESDÓTTIR ’ Þó að endurreisnin gangi hægt, þágengur hún í rétta átt og það erfurðulegt að formaður Sjálfstæð-isflokksins skuli hér reyna að slökkvavon hjá fólki og grafa undan trúverð- ugleika samstarfs okkar við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. HELGI HJÖRVAR ’Ég held að við þurfum að sannfæraAlþjóðagjaldeyrissjóðinn og aðraum það að háir stýrivextir eru ekkert aðhalda þessum krónubréfum á Íslandi.Stíflan lekur bara. PÉTUR H. BLÖNDAL ’ Fyrst þarf að leysa ríkisfjármálin.Svo þarf að endurreisa bankakerfiðog þá þýðir ekki að vera með eitthvaðhálfkák og óljósar hugmyndir um hvern-ig það eigi að gera. BJARNI BENEDIKTSSON ’ Að öllu óbreyttu stefnir í að28.500 heimili verði komin ígreiðsluþrot undir árslok. Ef við tökummið af vísitölufjölskyldunni, þá mun þaðsnerta rúmlega 100 þúsund Íslendinga. BIRKIR JÓN JÓNSSON ’ Það eru þeir sem verst standasem við þurfum að hafa áhyggj-urnar af því að hinir pluma sig sennilegalifandi í gegnum kreppuna. ÞRÁINN BERTELSSON ’ Eftir á að hyggja má það teljast lání óláni hversu lítil veðhæfni eignaer víða á landsbyggðinni ef horft er tilþess hve mikil ásókn bankastofnana vará síðustu árum í að bjóða fólki lán með ýmsum gylliboðum og helltu þar með olíu á eldinn í einkaneyslunni. LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR JÓHANNA Sigurðardóttir for- sætisráðherra staðfesti á Alþingi í gær að sænski bankasérfræðing- urinn Mats Josefsson hefði haft áform um að hætta störfum fyrir ríkisstjórnina. „Mats Josefsson lagði áherslu á að allri vinnu við endurskipulagningu á bönkunum yrði hraðað. Honum fannst hún ganga of hægt og ég get að mörgu leyti tekið undir það,“ sagði Jó- hanna. Kom þetta fram í svari við spurningu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem vísaði til fréttar Morgunblaðsins um að Josefsson hefði hótað að hætta. Spurði hún hvort þetta væri rétt og hvort hann hefði sett skilyrði fyrir að halda áfram störfum. „Mats Josefsson taldi t.d. að vinna hefði átt hraðar í end- urskipulagningu á bankakerfinu en margvíslegar ástæður eru fyrir því að ekki hefur tekist að vinna hrað- ar en raun ber vitni,“ svaraði Jó- hanna. „Mat á bönkunum varð miklu flóknara en menn gerðu ráð fyrir og þar af leiðandi samninga- viðræður við kröfuhafana einnig. Það er líka staðreynd að ágrein- ingur var í þinginu, t.d. um af- greiðslu á eignaumsýslufélagi sem Mats Josefsson lagði mikla áherslu á. Það var ekki afgreitt á síðasta þingi, m.a. vegna andstöðu sjálfstæðismanna og framsókn- armanna,“ sagði Jóhanna. Vonir standa til að úr þessu máli leysist og þetta eignaumsýslufélag verði m.a. afgreitt á þessu þingi.“ Tók undir gagnrýni Josefssons á hægagang JÓHANNA Sig- urðardóttir for- sætisráðherra sagði á Alþingi í gær stefnt að því að annar hluti af láni Alþjóðagjald- eyrissjóðsins yrði afgreiddur í júlí. Hún efaðist um að það hefði áhrif á gengið þó lánið yrði ekki afgreitt fyrr. Lánin frá AGS og Norðurlöndunum væru geymd á bók. „Ef við hefðum fengið þetta fyrr þá hefðum við fyrr þurft að byrja að greiða vexti af þessu og svo framvegis.“ AGS-lánið afgreitt í júlí Jóhanna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.