Morgunblaðið - 26.05.2009, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009
Fréttir um yfirvofandi verkfallflugvirkja eru eins og draugur
úr fortíðinni. Í maí 2009, í rústum
efnahagslífsins, boða flugvirkjar
tímabundið þriggja daga verkfall
dagana 8.-10. júní og allsherjarverk-
fall 22. júní. Slík verkföll, án tillits til
almenns ástands í efnahagsmálum,
hafa reyndar lengi einkennt flug-
stéttirnar.
Flugvirkjar eruþó ekki alveg
heillum horfnir.
Þeir virðast gera
sér grein fyrir, að
ekki þýðir að krefj-
ast kauphækkana,
eftir að fallið var
frá að þeir tækju á sig skerðingu
taxta. Hins vegar snúast viðræð-
urnar um að tryggja atvinnuöryggi
flugvirkja hjá Icelandair Technical
Services, ITS. Það eru 150-200 flug-
virkjar, sem starfa hjá Icelandair og
Flugfélagi Íslands.
Ekki er hægt að skilja fréttir afkröfugerð flugvirkja á annan
veg en svo, að þeir vilji festa störf sín
í sessi. Það er ósköp skiljanleg löng-
un, nú þegar uppsagnir eru á flest-
um sviðum. En telja flugvirkjar
virkilega raunhæft að setja fram
kröfur og ætla sér að þvinga þær
fram með verkfalli? Halda þeir að
þeir hafi samúð landa sinna, á þess-
um síðustu og verstu tímum?
Vonandi halda sem flestir flug-virkjar starfi sínu áfram. Í því
felst nefnilega, að flugfélögin sem
þeir þjóna geta haldið óbreyttum
rekstri. Enginn gerir sér að leik að
segja starfsfólki upp störfum. Komi
til slíks er það neyðarúrræði, sem þó
getur skipt sköpum um hvort fyrir-
tæki ná að berjast áfram gegnum erf-
iðleikana og rísa upp sterkari á eftir.
Hafi fyrirtæki engan sveigjanleikatil að bregðast við breyttum að-
stæðum er hætt við að rekstur
þeirra stöðvist með öllu. Þá skiptir
engu máli hversu mörg verkföllin
verða eða hversu lengi þau standa.
Flugvirkjar án jarðsambands?
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ féllst
ekki á beiðni Kortaþjónustunnar um
að beita íslenska kortaútgefendur
bráðabirgðaákvæði sem hefði gert
þeim skylt að innheimta sömu milli-
gjöld fyrir íslenskar debetkorta-
færslur á Íslandi óháð færsluhirði
eða því hvort færslurnar eru gerðar
upp í innlendum eða erlendum
greiðslumiðlunarkerfum. Eftirlitið
lofaði þó að hraða meðferð málsins,
segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson,
framkvæmdastjóri Kortaþjónust-
unnar. Of flókið hafi þótt að bregð-
ast við með bráðabirgðaákvæði.
Kortaþjónustan sér um að taka
saman kortaupplýsingar og
greiðsluupplýsingar og senda þær til
útgefanda debet- eða kreditkorta
viðskiptavinar. Hún vænir alla
kortaútgefendur landsins, sem eru
bankar og sparisjóðir, um samráð og
kvartaði til Samkeppniseftirlitsins í
byrjun apríl. Hún fer fram á hæstu
mögulega sekt, 10% af veltu þeirra,
þar sem þeir rukki Kortaþjónustuna
um hærri gjöld við kortanotkun við-
skiptavina á Íslandi en þeir gera hjá
keppinautum hennar, dótturfélögum
sínum. Stærstu bankarnir hafa sent
svör sín við ásökununum til eftirlits-
ins sem hefur aftur gefið þjónust-
unni tíma til 30. júní til að bregðast
við þeim svörum.
Samkeppniseftirlitið lofar að vinna hraðar
Samkeppniseftirlitið neitaði að beita
bráðabirgðaákvæði á kortaútgefendur
Morgunblaðið/Golli
Jóhannes Ingi Krefst aðgerða.
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 9 léttskýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað
Bolungarvík 4 alskýjað Brussel 22 skýjað Madríd 15 léttskýjað
Akureyri 11 skýjað Dublin 13 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað
Egilsstaðir 10 léttskýjað Glasgow 13 skýjað Mallorca 27 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 7 hagl London 20 heiðskírt Róm 29 heiðskírt
Nuuk 13 heiðskírt París 22 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt
Þórshöfn 9 skúrir Amsterdam 20 léttskýjað Winnipeg 11 heiðskírt
Ósló 19 skýjað Hamborg 17 heiðskírt Montreal 16 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Berlín 19 heiðskírt New York 21 heiðskírt
Stokkhólmur 17 léttskýjað Vín 23 léttskýjað Chicago 22 skýjað
Helsinki 15 skýjað Moskva 17 skýjað Orlando 24 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
26. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 1.22 0,2 7.26 3,7 13.33 0,2 19.48 4,2 3:38 23:13
ÍSAFJÖRÐUR 3.34 0,1 9.28 2,0 15.42 0,1 21.46 2,4 3:06 23:55
SIGLUFJÖRÐUR 5.40 -0,0 12.08 1,2 17.50 0,2 2:47 23:39
DJÚPIVOGUR 4.29 2,0 10.38 0,3 17.01 2,4 23.21 0,4 2:59 22:51
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á miðvikudag
Hæg norðvestlæg eða breytileg
átt. Minnkandi skúrir eða
slydduél norðantil en skýjað
með köflum og þurrt að mestu
syðra. Hiti 2 til 10 stig, mildast
S-lands.
Á fimmtudag
Suðaustanátt og rigning, eink-
um sunnan- og vestanlands.
Hlýnandi veður.
Á föstudag, laugardag og
sunnudag
Suðlæg átt og vætusamt S- og
V-lands, en úrkomulítið og bjart
með köflum á Norðaustur- og
Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig,
hlýjast norðaustantil.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Víða hægviðri og sums staðar
hafgola. Norðaustan 8-13 á
Vestfjörðum og dregur smám
saman úr úrkomu. Hiti 4 til 12
stig, hlýjast í innsveitum.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
46
31
1
05
/0
9
• Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is
Fugla-
skoðun
Í dag verður farin fuglaskoðunarferð.
Leiðsögumaður er Hafsteinn Björgvinsson.
Þátttakendur eru hvattir til að taka með
sér sjónauka. Mæting er kl. 19:30 við
Minjasafnið í Elliðaárdal og tekur
gangan rúma tvo tíma.