Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 11

Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 Á MORGUN, miðvikudag, heldur Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Noregs, fyrir- lestur um skýrslu sína „Nordic Co- operation on Foreign and Security Policy“. Fyrirlesturinn fer fram kl. 12:15 til 13:30 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opin. Fundarstjóri er Bogi Ágústsson fréttamaður. Stoltenberg talar í Háskólanum Thorvald Stoltenberg NÝ stjórn var kjörin á aðalfundi Fé- lags forstöðumanna ríkisstofnana, þann 11. maí sl. Í ályktun fundarins var varað við hugmyndum í nefnd- aráliti fjárlaganefndar um að ónot- aðar fjárheimildir í árslok verði felldar niður og lögð áhersla á að ónotaðar fjárheimildir muni áfram flytjast yfir á næsta ár. Fjárheimildir AFHENDING styrkja úr Húsvernd- arsjóði Reykjavíkur fór fram á fimmtudag síðastliðinn. Hæsta styrkinn fékk Kirkjutorg 4 og nem- ur styrkurinn 1.650.000 krónum. Einnig voru veittir styrkir til þriggja húsa sem öll eiga það sam- eiginlegt að vera timburhús sem hafa verið „forsköluð“, þ.e. að upp- runalegri klæðningu þeirra hefur verið skipt út fyrir múrhúðun og verður klæðning þeirra nú færð til upprunalegs horfs. Þessi hús eru Veltusund 3B (1,1 milljón), Kára- stígur 3 (700 þúsund) og Ránargata 24 (800 þúsund). Einnig fær Þing- holtsstræti 8 og 8A styrk upp á 750 þúsund. Morgunblaðið/Jim Smart Húsavernd Hús við Kirkjutorg. Úthlutað úr húsverndarsjóði ADOLF Guðmundsson hlaut í síð- ustu viku Hvatningarverðlaun Þró- unarfélags Austurlands. Adolf hefur lengi verið fram- kvæmdastjóri útgerðarfélagsins Gullbergs ehf. á Seyðisfirði auk þess að vera stjórnarformaður fisk- vinnslufyrirtækisins Brimbergs ehf. „Adolf hefur haft forgöngu um að styðja ötullega við samfélagið á margan hátt, s.s. í íþrótta- og æsku- lýðsmálum og ýmsum velferð- armálum og má þar nefna til dæmis sjúkrahúsið,“ segir í tilkynningu. Verðlaun Adolf Guðmundsson, fyrir miðju, með viðurkenninguna. Hvatningarverðlaun á Austurlandi STUTT „ÞAÐ er frábært að allir tóku mjög vel í að skrifa fyrir okkur, hvort sem það var forsetinn, klæðskerinn eða verkamaðurinn,“ segir Guðjón Sig- urðsson, formaður MND-félagsins, sem gefið hefur út nýja hljóðbók. Bókin hefur að geyma upplestur á greinum eftir 49 höfunda, þar á meðal Ólaf Ragnar Grímsson, for- seta Íslands, sem tók við fyrsta ein- takinu í gær, eins og myndin til hlið- ar ber með sér. Umfjöllunarefni greinanna eru af ýmsum toga að sögn Guðjóns en í gegnum þær ligg- ur þó rauður þráður. „Allt á þetta sameiginlegt að vekja jákvæðni og von hjá fólki, þetta er okkar leikur í þeirri skák.“ Hljóðbókin fæst á heimasíðu félagsins, www.mnd.is, en verður einnig seld í símasölu. MND-félagið gefur út nýja hljóðbók Boða jákvæðni og von hjá fólki Morgunblaðið/Heiddi Landsbanki Íslands hf. Slitastjórn | Winding-Up Board INNKÖLLUN Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum þann 3. mars 2009 var heimild Landsbanka Íslands hf., kt. 540291-2259, Austurstræti 16, 101 Reykjavík til greiðslustöðvunar, sem upphaflega var veitt þann 5. desember 2008, framlengd til fimmtudagsins 26. nóvember 2009. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum nr. 44/2009 um breytingu á lögum nr. 161/2002 hefur Héraðsdómur Reykjavíkur skipað bankanum slitastjórn sem hefur meðal annars með höndum meðferð krafna á hendur bankanum meðan á greiðslustöðvun stendur og eftir að slitameðferð hefst að lokinni greiðslustöðvun. Frestdagur er 15. nóvember 2008. Upphafsdagur kröfumeðferðar miðast við gildistöku laga nr. 44/2009 og er 22. apríl 2009, sbr. nánar 1. mgr. og 2. málsliður 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 44/2009. Hér með er skorað á alla þá, sem telja til hvers kyns skulda eða annarra réttinda á hendur Landsbanka Íslands hf. eða eigna í umráðum bankans, að lýsa kröfum sínum fyrir slitastjórn bankans innan sex mánaða frá fyrri birtingu innköllunar þessarar hinn 30. apríl 2009. Samkvæmt því er síðasti dagur til þess að lýsa kröfu hinn 30. október 2009. Kröfulýsingar skulu sendar bréflega til slitastjórnar bankans að Austurstræti 16, 101 Reykjavík og skal efni þeirra vera í samræmi við fyrirmæli 2. og 3. mgr. 117. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Vegna áðurnefndra ákvæða 1. mgr. og 2. málsliðar 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 44/2009, er því beint til kröfu- hafa að í kröfulýsingu komi fram staða kröfu þann 22. apríl 2009. Kröfum í erlendri mynt skal lýst í viðkomandi mynt. Kröfuhöfum frá aðildarlöndum Evrópska efnahagssvæðisins eða Fríverslunarsamtaka Evrópu er heimilt að lýsa kröfum á tungumáli heimalands síns. Slíkum kröfulýsingum skal fylgja íslensk þýðing en þó er heimilt að lýsa kröfu á ensku án þess að þýðing fylgi. Aðrir kröfuhafar geta lýst kröfum sínum á íslensku eða ensku. Sé kröfu ekki lýst innan framangreinds frests gilda um það sömu réttaráhrif og um vanlýsingu kröfu skv. 118. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 og telst hún því fallin niður gagnvart Landsbanka Íslands hf. nema undan- tekningar í 1.–6. tölulið lagaákvæðisins eigi við. Sérstaklega er áréttað að með því að lýsa kröfu sinni telst kröfuhafi hafa fallist á brottfall þagnarskyldu (bankaleyndar) að því er varðar viðkomandi kröfu. Kröfuhafafundur mun haldinn mánudaginn 23. nóvember 2009, kl. 09:00, að Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlands- braut 2, Reykjavík. Rétt til setu á fundinum eiga þeir sem lýst hafa kröfu á hendur bankanum. Á fundinum verður fjallað um skrá um lýstar kröfur og afstöðu slitastjórnar að því leyti sem hún liggur þá fyrir. Skrá um lýstar kröfur verður aðgengileg þeim sem lýst hafa kröfum á hendur bankanum að minnsta kosti viku fyrir framangreindan fund. Framangreindur fundur er jafnframt haldinn til umfjöllunar um greiðslustöðvun Landsbanka Íslands hf. í samræmi við ákvæði III. kafla laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Samkvæmt framangreindum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur mun umfjöllun um greiðslustöðvun bankans tekin fyrir í dóminum að nýju þann 26. nóvember 2009 kl. 13:30 í dómsal 102. Nánari upplýsingar um kröfulýsingar og meðferð krafna munu gerðar aðgengilegar á heimasíðu bankans, www.lbi.is. Beinir slitastjórn þeim tilmælum til kröfuhafa að upplýsa um tölvupóstfang sitt eða umboðsmanns síns í kröfulýsingu til að auðvelda miðlun upplýsinga. Reykjavík 30. apríl 2009. Slitastjórn Landsbanka Íslands hf. Kristinn Bjarnason hrl. Halldór H. Backman hrl. Herdís Hallmarsdóttir hrl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.