Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 17

Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 17
Fréttir 17VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 Lægri lagerkostnaður Eimskip býður fyrirtækjum að geyma ótollafgreidda vöru eins lengi og óskað er. EIMSKIP TOLLVÖRUGEYMSLA Frekari upplýsingar eru veittar í síma 525 7600 eða sendið fyrirspurnir á netfangið fzo@eimskip.is P IP A R • S ÍA • 9 0 2 9 6 Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is MEIRIHLUTI stjórnar VR ákvað á fundi í gær að skipta út þremur af fjórum fulltrúum VR í stjórn Lífeyr- issjóðs verslunarmanna. Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, greindi frá þessu á ársfundi lífeyr- issjóðsins, sem haldinn var í gær. Nýir fulltrúar VR í stjórn Lífeyr- issjóðs verslunarmanna eru Ragnar Önundarson, Ásta Rut Jónasdóttir og Stefanía Magnúsdóttir. Benedikt Vilhjálmsson sem hefur setið í stjórn lífeyrissjóðsins fyrir stjórn VR verð- ur þar áfram. Gunnar Páll Pálsson, fyrrverandi formaður VR, sem Kristinn Örn felldi í formannskjöri í marsmánuði síðatliðnum, hefur því vikið úr stjórn lífeyrissjóðsins. Kristinn Örn sagði í samtali við blaðamann skömmu áður en árs- fundi Lífeyrissjóðs verslunarmanna lauk í gær, að í ljósi aðstæðna í sam- félaginu og í lífeyrissjóðnum væri eðlilegt að menn skiptust á skoð- unum, og það hefði verið gert á árs- fundinum í gær. Fundurinn hafi þó ekki verið átakafundur. „Það urðu breytingar í stjórn VR og það er ekkert nema eðlilegt að þær breyt- ingar endurspeglist inni í stjórn líf- eyrissjóðsins á þessum tíma,“ sagði Kristinn Örn. Þá sagðist hann binda miklar vonir við að nú myndu þeir sem hefðu verið að spyrja spurninga um málefni lífeyrissjóðsins fá svör við þeim. „Þetta snýst fyrst og fremst um trúverðugleika. Trúverð- ugleikinn hefur verið helsta vanda- málið að undanförnu,“ sagði Krist- inn Örn. Samkvæmt heimildum blaða- manns var ekki einhugur innan stjórnar VR um þær mannabreyt- ingar sem samþykktar voru á fundi stjórnarinnar í gær. Af fimmtán stjórnarmönnum munu níu hafa samþykkt þá fjóra sem Kristinn Örn gerði tillögu um til setu í stjórn líf- eyrissjóðsins, og sem tilkynnt var um á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins. Ragnar nýr formaður Samkomulag hefur verið um það milli stjórnar VR og atvinnurek- enda, að formaður lífeyrissjóðsins komi til skiptis frá hvorum aðila fyr- ir sig. Tími fulltrúa VR er ekki liðinn og mun stjórn VR gera ráð fyrir að Ragnar Öndundarson, viðskipta- fræðingur og bankamaður til margra ára, verði nýr formaður stjórnar lífeyrissjóðsins. Ragnar segir að sér lítist vel á að setjast í stjórn lífeyrissjóðsins. „Það þarf að horfast í augu við raunveru- leikann og stilla hlutina af og svo þarf að endurheimta það sem tap- aðist. Ég hef fjölþætta reynslu úr bankakerfinu, og er spenntur að tak- ast á við stjórnun lífeyrissjóðs og vona að reynsla mín nýtist. Ég tek hins vegar fram að ég er af gamla skólanum og legg áherslu á gömul gildi og hefðir og siði,“ segir Ragnar Þremur af fjórum fulltrúum VR skipt út Morgunblaðið/Golli Árfundur Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, tilkynnti um breytingu á fulltrúm VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna á ársfundinum.  Nýlegar breytingar í stjórn VR endurspeglast í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna á miðju kjörtímabili Í HNOTSKURN » Í stjórn Lífeyrissjóðsverslunarmanna sitja 8 menn, 4 tilnefndir af stjórn VR og 4 af samtökum atvinnurek- enda sem að sjóðnum standa. » Formaður stjórnar lífeyr-issjóðsins er til skiptis frá VR og frá atvinnurekendum. Góð mæting var á ársfundi Líf- eyrissjóðs verslunarmanna í gær. Nokkuð var tekist á, samkvæmt viðtölum blaðamanns við fund- argesti, en fundurinn var lokaður fréttamönnum. EIGENDUR ríkisskuldabréfa sem eru á lokagjalddaga hinn 12. júní næstkomandi hafa í ljósi gjaldeyr- ishaftanna engan annan kost en að endurfjárfesta það sem þeir fá greitt hér innanlands. Um er að ræða lokagjalddaga ríkisbréfaflokksins RIKB 09 0612. Flokkurinn er tæpur 71 milljarður að stærð og er að mestu leyti í eigu útlendinga samkvæmt markaðs- upplýsingum Seðlabanka frá mars- lokum. Þegar hefur verið tilkynnt um ríkisbréfaútboð hinn 9. júní næst- komandi og er því ætlað að koma til móts við ofan- greindan gjald- daga, a.m.k að hluta. Rík- issjóður átti í lok apríl ríflega 194 milljarða króna á reikningum í Seðlabankanum og ætti því að hafa bolmagn til að greiða út höf- uðstól og vexti af ríkisskuldabréf- um í næsta mánuði án þess að þurfa að standa í nýrri útgáfu til að mæta högginu. thorbjorn@mbl.is Blóðtaka hjá ríkissjóði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.