Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ásafninu, semreist var íHiroshima
til minningar um
það þegar kjarn-
orkusprengjunni
var varpað á borgina, er veggur
þakinn bréfum. Bréfin hafa
borgarstjórar Hiroshima skrif-
að í áranna rás í hvert skipti,
sem einhvers staðar í heiminum
hafa verið gerðar kjarnorku-
tilraunir. Í bréfunum eru stjórn-
völd í viðkomandi landi beðin um
að minnast skelfilegra afleiðinga
þess að kjarnorkusprengjum
var varpað á Hiroshima og
Nagasaki og skorað á þau að
vinna að útrýmingu kjarn-
orkuvopna í stað þess að tefla
framtíð mannkyns í tvísýnu.
Bréfin eru nú orðin nokkur
hundruð og í gær bættist borg-
arstjóranum í Hiroshima enn
eitt tilefni til að senda bréf.
Norður-Kóreumenn kváðust í
gær hafa sprengt kjarnorku-
sprengju neðanjarðar í tilrauna-
skyni og mættu harkalegri
gagnrýni um allan heim. Til-
raunin í gær sýnir þann vanda,
sem alþjóðasamfélagið stendur
frammi fyrir, þegar óútreikn-
anleg ríki eiga í hlut. Reynt hef-
ur verið að nálgast stjórnvöld í
Norður-Kóreu með ýmsum
hætti til að fá þau til að hverfa
frá kjarnorkuvopnaáætlun sinni.
Hvorki fagurgali né refsiaðgerð-
ir hafa haft áhrif.
Bandaríkjamenn, sem gert
hafa flestar kjarnorkutilraunir
allra og hafa einir þjóða notað
kjarnorkuvopn í stríði, leggja nú
aukna áherslu á að hefta út-
breiðslu þeirra. Stjórn Obama
beitir nú þau ríki, sem eru komin
með kjarnorkuvopn, en hafa ekki
skuldbundið sig til að lúta sátt-
málanum um að
hefta útbreiðslu
þeirra, sérstökum
þrýstingi og var tek-
ið eftir því að í ný-
legri ræðu hjá Sam-
einuðu þjóðunum nefndi hann
Ísrael til sögunnar, en hingað til
hafa Bandaríkjamenn látið sem
kjarnorkuvopnabúr þeirra væri
ekki til. Þykir þetta bera alvöru
Bandaríkjamanna vitni. Þeir
gera sér grein fyrir því að vilji
þeir koma í veg fyrir að Íranar
komi sér upp kjarnavopnum geti
þeir ekki haldið hlífiskildi yfir
Ísraelum í þessum efnum.
Eins og Össur Skarphéð-
insson utanríkisráðherra benti
á þegar hann fordæmdi kjarn-
orktilraunina búa íbúar Norð-
ur-Kóreu við verulegan skort og
stjórnvöld landsins hafa ým-
islegt þarfara við peningana að
gera en að sprengja kjarna-
vopn. Að auki reka þau milljón
manna her og sennilega er
hvergi jafn mikinn vígbúnað að
finna og á landamærum Norð-
ur- og Suður-Kóreu.
Heimurinn þarf ekki á því að
halda að þar sem mest spenna
ríkir í heiminum sé einnig hætta
á að kjarnorkustyrjöld brjótist
út, hvort sem Norður- og Suð-
ur-Kórea eiga í hlut, Pakistan
og Indland eða Íran og Ísrael.
Ríki, sem þegar eru komin
með kjarnorkuvopn, verða ekki
knúin til hlýðni með valdi. Inn-
rás í Íran myndi hrinda af stað
atburðarás, sem ógerningur
gæti orðið að vinda ofan af. Því
þarf að fara samningaleiðina.
Eigi hún að bera árangur verð-
ur að vera ljóst að allir sitji við
sama borð og lúti sömu reglum
án tillits til þess hverjir banda-
menn þeirra eru.
Kjarnorkutilraun
Norður-Kóreu hefur
vakið hörð viðbrögð }
Ógn kjarnorkunnar
Jóhanna Sigurð-ardóttir for-
sætisráðherra hef-
ur í gegnum tíðina
sjaldnast verið tals-
maður lækkunar
ríkisútgjalda. Nú horfist hún
hins vegar í augu við alvöru
málsins.
Í ræðu Jóhönnu á Alþingi í
gær, er hún flutti þingheimi
skýrslu sína um efnahagsmál,
kom skýrt fram að forsætisráð-
herra er reiðubúinn að taka erf-
iðar ákvarðanir. Hún sagði að
erfitt yrði að ná fram þeirri
lækkun stýrivaxta, sem skiptir
fyrirtæki og heimili miklu máli,
„nema einnig verði á sama tíma
gripið til róttækra og sárs-
aukafullra aðgerða í rík-
isrekstrinum, með niðurskurði
útgjalda og skattabreytingum.“
Jóhanna sagði að stæðust
áætlanir um aukinn hagvöxt frá
lokum næsta árs, myndi hann
skila ríkinu um 70 milljörðum
króna upp í 170 milljarða halla,
sem eyða verður fram til ársins
2013. Vonandi hefur rík-
isstjórnin í huga að erfitt verð-
ur að ná fram hag-
vexti ef lagðir
verða á skattar,
sem íþyngja bæði
atvinnulífi og heim-
ilum.
Megináherzlan hlýtur að vera
á lækkun ríkisútgjaldanna. Jó-
hanna boðaði að það viðfangs-
efni myndi fela „án efa í sér erf-
iðustu ákvarðanir sem ég hef
þurft að taka á öllum mínum
pólitíska ferli.“
Hún hnykkti líka réttilega á
því að ekki væri verið að takast
á við hallarekstur ríkissjóðs til
að þóknast Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum eða erlendum lán-
ardrottnum. Jafnvægi í rík-
isrekstrinum er einfaldlega
nauðsynlegt til þess að hægt
verði að tryggja hér almanna-
þjónustu til framtíðar, jafnvel
þótt sú almannaþjónusta verði
eitthvað umfangsminni en hún
hefur verið í góðæri síðustu ára.
Þetta horfist forsætisráð-
herrann í augu við og vonandi
líka bæði aðrir stjórnmálamenn
og kjósendur, sem fólu þeim
erfitt verkefni.
Íþyngjandi skattar
munu draga úr
hagvextinum}
Jóhanna sker niður
É
g fékk um daginn bréf frá banka
sem telur sig vera bankann
minn, þótt ég hafi hvorki talað
þar við nokkurn mann né stigið
þar inn fæti. Tilefnið var það að
tilkynna mér að nú væri kominn tími á að end-
urnýja greiðsluþjónustusamninginn. Jú, gott
og vel, ég sit í sömu súpu og flestir aðrir, að
bankinn minn var þjóðnýttur og sjálfkrafa er
ég komin í viðskipti við annan banka, án þess að
hafa verið spurð. Mér þótti tillagan sem fylgdi í
póstinum, að nýjum greiðsluþjónustusamningi,
satt að segja skelfileg, því heildarhækkun á
mánaðargjöldunum er áætluð um 22,5 prósent.
Ekki dettur mér í hug að vorkenna sjálfri
mér þess vegna, ég skulda sjálfsagt minna en
gengur og gerist, – gamalt húsnæðislán, náms-
lán og lífeyrissjóðslán – engin myntkörfulán
eða önnur háskalán, og svo bara þetta hversdagslega, af-
notagjöldin, Orkuveitan, síminn og það allt. Jú, að vísu
gufaði þriðjungur sparnaðarins míns í peningabréfasjóði
Landsbankans upp í haust. Ég tóri þó. En mér finnst nú
samt nóg um, því ég veit að mjög margir glíma við enn
stærri og flóknari vanda og þrátt fyrir fögur fyrirheit
stjórnvalda sjá þeir ekki hvort þeim skýtur á endanum
upp úr kafinu, eða þeir drukkna í skuldafeninu.
Á meðan við troðum marvaðann hvert í kapp við annað
við að reyna að þrauka, þrasa alþingismenn um bindi og
betri herbergin og virðast ekki kunna að skammast sín
fyrir að bera sig að slíkum hégóma. Það kann að vera ein-
hverjum gleymt í dag, að það var einmitt um-
ræða af slíkum toga sem kveikti eldana við
þingsetninguna á Austurvelli í janúar.
En nóg um það. Ég geri mér ekki miklar
vonir um að tekjur mínar aukist um þau 22,5
prósent sem mánaðarleg útgjöld mín munu
hækka nú í sumar. Það er erfitt að geta sér til
um hverju kjaraviðræður sem nú standa yfir
munu skila, þegar peningar eru ekki til.
Mér heyrðist á forsvarsmönnum vinnuveit-
enda um daginn að það væri lítið svigrúm til
launahækkana. Það hefur svosem aldrei verið
neitt, þannig að það er ekki ný frétt. En eitt
ætla ég að leggja til og vona að sú fróma ósk
mín fái einhvers staðar hljómgrunn.
Hvenær, ef ekki núna, er tækifærið til að
semja um styttingu vinnuvikunnar og aukinn
orlofsrétt? Það eru sannarlega laun, þótt eng-
ar peningagreiðslur fáist fyrir. Vissulega þýðir það aukin
útgjöld fyrir vinnuveitendur, sem þyrftu að ráða mann-
skap til að bæta vinnutapið sem af hlytist. En um leið og
vinnutími almennings styttist, kæmi tækifærið til að veita
fleirum atvinnu, og á því þurfum við sannarlega að halda
nú. Með meiri tíma utan vinnu hefði þjóðin betri tíma til að
takast á við líf sitt og langanir, dansa í sig lífsgleði eða
jafnvel pota niður nokkrum kartöfluspírum í búið, að ég
tali nú ekki um að gefa sig að börnum sínum og foreldrum.
Styttri vinnutími og lengra orlof myndi án nokkurs vafa
gera Ísland betra land og það er kjarabót, sem líka kæmi
þeim að gagni sem í dag mæla göturnar. begga@mbl.is
Bergþóra
Jónsdóttir
Pistill
Kjarabót í dansi og kartöflum
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
M
eð þeirri ákvörðun að
hefja tilraunir með
kjarnavopn að nýju
hafa stjórnvöld í
Norður-Kóreu aftur
skipað sér á bekk kjarnorkuvelda.
Nokkurra missera hléi þar sem
útlit var fyrir að stjórnin myndi falla
frá kjarnorkuáætluninni gegn til-
slökunum og umbun af hálfu
ríkjanna í sex ríkja viðræðunum svo-
kölluðu er því lokið.
Þrátt fyrir að kjarnorkuáætlunin
hvíli á brauðfótum blásnauðs ríkis
þar sem stór hluti íbúanna býr við
vannæringu og vöruskort – þjóð-
artekjur eru undir 300.000 krónum á
mann á ári – eru áhyggjur ná-
grannaríkjanna skiljanlegar.
Ástæðan er ekki síst sú að leyni-
þjónustur telja að verkfræðingar
kommúnistastjórnarinnar séu
komnir á það stig að geta smíðað
smáa en öfluga kjarnaodda sem
koma megi fyrir í meðaldrægum eld-
flaugum sem beina má að millj-
ónaborgum S-Kóreu og Japans.
Drægnin dugar þó skammt ef
kjarnaoddana skortir.
Framleiddu allt að 50
kíló af plútóni
Siegfried S. Hecker, verkfræði-
prófessor og annar stjórnenda
alþjóðastofnunar um öryggismál við
Stanford-háskóla, hefur fært rök
fyrir því að Norður-Kóreustjórn hafi
verið búin að framleiða allt að 40 til
50 kíló af plútóni þegar hún féllst ár-
ið 2007 á að hefja niðurrif kjarnorku-
innviða sinna í sex ríkja viðræðunum
svokölluðu, afvopnunarviðræðum
Kínverja, Rússa, Suður-Kóreu-
manna, Bandaríkjamanna, Japana
og N-Kóreumanna.
Til samanburðar segir hann að
stjórnin hafi þá gefið upp að hún hafi
framleitt og einangrað umtalsvert
minna magn eða alls 26 kíló.
Sé því gengið út frá því að sex kíló
þurfi í smíði hvers kjarnaodds hafi
stjórnin því haft úr nógu plútóni að
spila fyrir fjórar til átta sprengjur.
Áætlun Heckers telst áreiðanleg
en hann hefur að eigin sögn fengið á
síðustu fimm árum greiðan aðgang
að kjarnakljúfinum í Yongbyon og
vísindamönnunum sem þar starfa.
Gátu hafið framleiðslu á ný
Hann segir 10 af 12 skrefum
niðurrifsins hafa verið lokið þegar
hann heimsótti kjarnorkumiðstöðina
í Yongbyon í fyrra. Þá hafi engu að
síður verið hægt að gangsetja á ný
þrjá lykilþætti miðstöðvarinnar, líkt
og stjórnin ákvað að gera í apríllok.
Í vor voru 8.000 stangir af kjarn-
orkuúrgangi í miðstöðinni sem Hec-
ker telur raunhæft að vinna megi úr
allt að um 8 kíló af plútóni.
Svo þurfi að bíða í a.m.k. þrjú ár
áður en hægt sé að hefja ferlið á ný.
Reynist þetta rétt hafði stjórnin
úr að spila á milli 34 og 44 kílóum af
plútóni fyrir tilraunasprenginguna í
gær, að viðbættum kílóunum 8 sem
má vinna úr kjarnorkuúrganginum.
Að því gefnu að 6 kíló hafi farið í
sprengjuna í gær ættu að vera eftir
42 til 50 kíló af plútóni, magn sem út
frá ofangreindum forsendum dugir í
7 til 8 kjarnaodda.
AP
Reiði í Seoul Suður-kóreskir mótmælendur hrópa slagorð gegn Kim Jong-
il, leiðtoga kommúnistastjórnarinnar í Norður-Kóreu, vegna tilraunanna.
Kjarnorkuveldi
á brauðfótum
Bandarískur sérfræðingur sem
hefur fylgst með niðurrifi kjarn-
orkuinnviða Norður-Kóreu áætlar
að plútónbirgðir landsins dugi í
allt að átta kjarnaodda. Þar með
er ekki öll sagan sögð.
Hver er tilgangurinn?
Leiddar eru líkur að því í frétta-
skýringu New York Times að til-
raunasprengingin sé til marks um
þá óvissu sem ríki í Norður-Kóreu
um arftaka Kim Jong-il.
Hver tekur þá við?
Kim Jong-il er talinn hafa fengið
heilablóðfall í ágúst sl. og hefur
sonur hans Kim Jong-un verið
nefndur sem mögulegur arftaki.
Hvað með herinn?
Blaðið rekur tvær kenningar um
tilgang sprengingarinnar. Annars
vegar hafi markmiðið verið að
sýna samstöðu með hernum áður
en til valdaskiptanna kemur. Hins
vegar hafi Kim Jong-il verið að
setja á svið sýningu til að efla
þegnum sínum stolt vegna tækni-
kunnáttu stjórnarinnar.
Hvenær tekur annar við?
New York Times hefur það eftir
Kim Sung-han, prófessor við Kór-
eu-háskóla í Seoul, að talið sé að
sökum ungs aldurs muni Jang
Seong-taek, mágur Kim Jong-il,
taka við af honum, þar til sonur
hans, Kim Jong-un, sem er á þrí-
tugsaldri, hefur náð þeim aldri
sem hæfa þykir leiðtoga landsins.
S&S