Morgunblaðið - 26.05.2009, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009
Betra líf? Þráinn Bertelsson, Borgarahreyfingunni, í þungum þönkum í þingsalnum í gær. Spurning hvort þarna hafi fæðst hugmynd að nýrri kvikmynd, eða þingstarfið bara svona þreytandi.
Golli
Hrafn Andrés Harðarson | 25. maí
Skáldaþing á
Biskops Arnö
Var að koma heim frá vel
heppnuðu skáldamóti á
Biskops Arnö í Svíþjóð.
Þar var rætt um Eystra-
saltið hans Tomasar
Tranströmers sem er al-
veg magnað ljóð. Vatnið og hafið var
þema mótsins og voru mætt skáld frá
Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum
(nema Litháen), Þýskalandi, Póllandi og
Rússlandi, auk Íslands og Færeyja. Aldr-
ei þessu vant var tungumál þessa móts
enska og var það léttir bæði mér og öðr-
um sem ekki hafa norrænt mál á valdi
sínu. Þarna sátum við sem sagt við
sama borð og Skandinavarnir, sem ekki
gátu nú haft forskotið eins og nánast
alltaf með að tala móður/föðurmálið
sitt.
Þessi limra varð til að loknu skemmti-
legu móti:
Poetry Seminar on Biskops Arnö:
There once was a poetry party
both pompous, postmodern and arty,
they all read aloud
their poems so proud
but some of it sounded a bit farty!
Meira: hrafnandres.blog.is
AK-72 | 24. maí
Hvar er
sómatilfinningin?
Ég ætla þó ekki að dæma
ríkisstjórnina út af borð-
inu strax því stuttur tími
er liðinn og hún hefur lít-
inn tíma haft til að koma
með alvöru lausnir, auk
þess sem þar er margt gott fólk sem ég
vona að valdi félagshyggjuhjarta mínu
ekki vonbrigðum. Aftur á móti við stuðn-
ingsmenn ríkisstjórnarinnar og Smugu-
penna sem haga sér svona með orðfari
háðs og níðs í garð fólks sem er að berj-
ast fyrir réttindum og réttlæti, fólks sem
stóð með þeim í vetur og barði trommur,
fólks sem sýndi samstöðu gegn sinnu-
leysi, aðgerðarleysi og valdhroka þáver-
andi ríkisstjórnar, þá vil ég taka mér
söguleg orð öldungadeildarþingmanns-
ins Joseph Welch mér í munn og beina til
þeirra:
„Hafið þér enga sómatilfinningu? Haf-
ið þér glatað endanlega allri sómatilfinn-
ingu?“
Meira: ak72.blog.is
Lára Hanna Einarsdóttir | 25. maí
Gullkorn mannanna
Eini tónlistarmaðurinn
sem hefur komist nálægt
því að vera tónlistarlegt
átrúnaðargoð í lífi mínu
er Ómar Ragnarsson. Þá
var ég um 10 ára og Ómar
að hefja feril sinn. Cliff Richard komst
ekki með tærnar þar sem Ómar hafði
hælana á þeim tíma nema hvað mér hef-
ur líklega fundist Cliff sætari en Ómar.
Meira: larahanna.blog.is
„NYTJASTOFNAR
á Íslandsmiðum eru
sameign íslensku þjóð-
arinnar. Markmið laga
þessara er að stuðla að
verndun og hagkvæmri
nýtingu þeirra og
tryggja með því trausta
atvinnu og byggð í
landinu. Úthlutun veiði-
heimilda samkvæmt
lögum þessum myndar ekki eign-
arrétt eða óafturkallanlegt forræði
einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“
Svo hljóðar 1. grein laga um stjórn
fiskveiða. Miðað við þróun núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfis – kvótakerf-
isins – þarf ekki að undra að lítil sátt
hafi verið um nýtingu þessarar sam-
eiginlegu auðlindar þjóðarinnar á
umliðnum árum ef markmið laganna
eru höfð til hliðsjónar. Mikill ófriður
hefur verið um kvótakerfið og m.a.
hefur Morgunblaðið lengi verið í far-
arbroddi þeirra sem hafa gagnrýnt
það. Hvað verndun og uppbyggingu
fiskistofnanna varðar þá er ljóst að
þau markmið hafa ekki gengið eftir.
Nægir þar að nefna nýlegan nið-
urskurð á aflaheimildum í þorski sem
hafði slæm áhrif á mörg sjáv-
arútvegsfyrirtæki og sveitarfélög.
Fara verður yfir það hvers vegna
ekki hefur náðst betri árangur í
verndun og uppbyggingu fiskistofn-
anna með samstarfi fræðimanna og
þeirra sem starfa í sjávarútvegi.
Mismunandi reynsla
af núverandi kerfi
Skiptar skoðanir eru meðal lands-
manna um hvort það markmið að
„tryggja með því trausta atvinnu og
byggð í landinu“, hafi gengið eftir.
Íbúar sveitarfélaga um allt land, þar
sem kvótastaðan hefur versnað vegna
sölu aflaheimilda, segja þetta mark-
mið ekki hafa náðst. Erfið nýliðun í
greininni bætir svo ekki stöðu þess-
ara sveitarfélaga heldur. Íbúar ann-
arra sveitarfélaga, þar sem kvóta-
staðan hefur batnað vegna kaupa á
aflaheimildum, segja e.t.v. að þetta
markmið hafi náðst. En óvissan plag-
ar þá líka. Þeir vita ekki hvort þeirra
bíða sömu örlög – að kvótinn verði
seldur úr byggðarlaginu. Nið-
urstaðan hlýtur því að vera sú að
þetta markmið laganna hafi ekki
náðst. Þótt innstreymi aflaheimilda
hafi styrkt stöðu einhverra sveitarfé-
laga, þá hvílir sú styrking ekki á
nægilega traustum stoðum vegna
þess að útstreymið getur hafist hve-
nær sem er án þess að sveitarstjórnir
eða íbúar fái neitt við ráðið.
Kjarni vandans?
Önnur ástæða fyrir því að ekki hef-
ur ríkt sátt um núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi má tengja síð-
ustu málsgrein 1. greinar laganna;
„Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt
lögum þessum myndar ekki eign-
arrétt eða óafturkallanlegt forræði
einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“
Þrátt fyrir þennan skýra vilja lög-
gjafans hefur það verið tilfinning
fólks að framkvæmd laganna hafi
þróast í þveröfuga átt – að einstakir
aðilar hafi eignast þessa sameig-
inlegu auðlind þjóðarinnar. Þessi
sjónarmið þarf að koma til móts við til
þess að skapa sátt um þessa und-
irstöðuatvinnugrein landsmanna. Ef
menn vilja á annað borð taka mark á
1. grein laganna þá er ljóst að um
tímabundinn nýtingarrétt er að ræða
en ekki eignarkvóta. Það er óvið-
unandi að útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtæki, starfsfólk, sveitarfélög og
íbúar þeirra séu í uppnámi fyrir
hverjar kosningar vegna átaka um
fiskveiðistjórnunarkerfið. Sjávar-
útvegur verður, eins og aðrar at-
vinnugreinar, að búa við stöðugleika
og það er hagur allra að koma í veg
fyrir upplausnarástand. Kannski felst
lausnin í því að ráðast að þeim hluta
vandans, sem hægt er kalla eign-
arhalds- og framsalsvanda, án þess
að skerða veiðiréttindi.
Mörg störf í húfi
Undirrituð eiga það sameiginlegt
að stýra sveitarfélögum sem að
stærstum hluta byggja afkomu sína á
veiðum og vinnslu. Hugmyndir nýrr-
ar ríkisstjórnar um fyrningarleið hafa
valdið töluverðum óróa. Útgerðin
fullyrðir að sú leið valdi fjöldagjald-
þroti í greininni og það vekur bæj-
arbúum ugg í brjósti um lífsafkomu
sína. Á Hornafirði og í Grindavík má
segja að helmingur starfandi fólks
komi að sjávarútveginum beint eða
óbeint. Áhyggjur undirritaðra lúta
þess vegna fyrst og fremst að framtíð
þessara starfa í byggðalögunum.
Munu aðgerðir stjórnvalda verða til
þess að störfum í sjávarútvegi fækki?
Mun nýtt kerfi virka þannig að afla-
heimildir færist úr einu sveitarfélagi í
annað? Þessum spurningum og fleiri
verður að svara áður en stórar
ákvarðanir eru teknar um framtíð ís-
lensks sjávarútvegs – og þar með
byggðanna. Áhyggjur okkar lúta ekki
að því hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi
verði stuðst við í sjávarútvegi, þær
snúast um atvinnustigið í sveit-
arfélögunum.
Réttlætið breytist ekki
í nýtt ranglæti
Í ljósi ófriðarins sem staðið hefur
um kvótakerfið má öllum vera ljóst að
nauðsynlegt er að hefja heildarend-
urskoðun á fiskveiðistjórnunarkerf-
inun þar sem markmiðið er að skapa
sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið og
stöðugleika fyrir íslenskan sjávar-
útveg til framtíðar. Undirrituð hvetja
stjórnvöld til að íhuga gaumgæfilega
allar ákvarðanir sem teknar verða og
vera fullviss um hvaða áhrif eða af-
leiðingar ákvarðanir þeirra kunna að
hafa. Ef núverandi hugmyndir um
fyrningarleið og endurúthlutun skapa
ekki grundvöll til sátta og ef réttlætið
sem þeim er ætlað að skapa breytist í
nýtt ranglæti, ber að endurskoða þær
– ekki síst í ljósi óvissunnar í efna-
hagsmálum þjóðarinnar.
Eftir Árna Rúnar
Þorvaldsson og
Jónu Kristínu
Þorvaldsdóttur
»Mikilvægt er að
hefja heildarend-
urskoðun á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu þar
sem markmiðið er að
skapa sátt og stöð-
ugleika fyrir íslenskan
sjávarútveg.
Árni er formaður bæjarráðs Horna-
fjarðar og Jóna er bæjarstjóri
Grindavíkurbæjar og eru oddvitar
Samfylkingarinnar í bæjarstjórn.
Sátt og stöðugleiki
í sjávarútvegi
Árni Rúnar
Þorvaldsson
Jóna Kristín
Þorvaldsdóttir
BLOG.IS
Viðar Ingvason | 25. maí
Fréttaflensa
Fréttamenn róast ekkert
þrátt fyrir að landlæknir
hafi sprautað þá niður. Ég
er mun hræddari við nið-
urskurð í heilbrigðiskerf-
inu en skaðlitlar flensu-
veirur. Óskynjanlegt er
hvers vegna fréttamiðlar flestir ná ekki
fókusnum af þessari flensu.
Meira: v-ingvason.blog.isÁgúst Valves Jóhannesson | 25. maí
2009
Halda þingmenn að þeir
séu í 9-4 vinnu?
Ég verð nú að segja að
þetta er versta stjórn-
arandstaða sem hefur
verið síðan ég byrjaði að
fylgjast með Alþingi.
Þarna koma menn í
ræðustól og tala í upp-
hrópunum, dylgjum og með hreinum
ósköpum ómálefnalega. Ég verð að segja
að þegar Steingrímur J. Sigfússon var í
stjórnarandstöðu þá fór hann í pontu og
sagði mönnum til syndanna á málefna-
legan hátt þar sem stefna flokks hans
var í fyrirrúmi. Það er þá helst hægt að
hrósa Þór Saari fyrir mjög góða ræðu
þar sem hann fór yfir það sem þyrfti að
gera og að hans mati væri best til að
koma til móts við þjóðina.
Meira: agustvalves.blog.is
Sigurður Sigurðarson | 25. maí 2009
Ekkert hefur breyst,
allt í frosti
Greinilegt er að vaxandi
óþreyju gætir meðal þing-
manna ríkisstjórnarinnar
vegna aðgerðaleysis
hennar. Ástæðan er ein-
föld. Stýrivextir eru
ennþá 13,5% og ekki útlit
fyrir frekari lækkun. Meira en 18.000
manns eru atvinnulausir og nýju bank-
arnir eru gjörsamlega máttlausir og
duga engan veginn atvinnulífinu.
Þjóðin er búin að gefa þessari rík-
isstjórn fjóra mánuði. Ríkisstjórnin
hreykir sér af hinu og þessu en þegar á
hólminn er kominn stendur allt fast.
Atvinnulífið vantar súrefni.
Meira: sigsig.blog.is