Morgunblaðið - 26.05.2009, Side 25

Morgunblaðið - 26.05.2009, Side 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 ✝ Ólöf AðalheiðurPétursdóttir fæddist að Laufási í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu 28. febrúar 1919. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 17. maí sl. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Guðrún Jósefsdóttir, f. 1889, d. 1974 og Pétur Jónsson, f. 1888, d. 1923. Systkini Ólafar eru Guðrún Jónína, f. 1914, d. 1989, Sigurður Jósef, f. 1916, Sigurlaug Sigríður, f. 1922, d. 1951 og Þorsteinn Jóhann Gunn- arsson, hálfbróðir þeirra systkina, f. 1931, d. 1970. Ólöf giftist Guðmundi Jóhann- essyni, f. 1908, d. 1997. Börn þeirra eru: 1) Pétur, f. 1938, maki Sonja Nikulásdóttir. Þau eiga tvær dætur, þrjú barnabörn og eitt barnabarnabarn. 2) Jóhanna, f. 1939, d. 2001, maki Sigurður Ing- ólfsson. Þau eiga tvo syni, fjögur barnabörn og fjögur barna- barnabörn. 3) Þórdís, f. 1945, fyrr- verandi maki Sverrir Sigurjónsson. Þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. Sambýlismaður Axel Sveinsson. 4) Inga, f. 1947, maki Magnús Kristinsson. Þau eiga tvær dætur og þrjú barnabörn. 5) Guð- laugur, f. 1951, fyrr- verandi maki Kol- brún Gísladóttir. Þau eiga tvær dætur og tvö barnabörn. Ólöf missti föður sinn mjög ung og ólst upp hjá móður sinni sem síðar hóf sambúð með Gunnari Þorsteinssyni. Lengst bjuggu þau í Stóru-Hlíð í Víðidal. Ólöf og Guð- mundur hófu sinn búskap að Kambshóli í Víðidal en fluttu að Efri-Svertingsstöðum í Miðfirði ár- ið 1944. Þar bjuggu þau til 1963 er þau fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík vann Ólöf ýmis störf svo sem við fatahreinsun, saumaskap og fleira. Seinustu árin átti hún heima á Dalbraut 20 og undi hag sínum vel. Útför Ólafar fer fram frá Laug- arneskirkju í dag, 26. maí, kl.15. Meira: mbl.is/minningar Elsku amma mín. Það kom að því að þú kvaddir okkur, ég veit að þú ert sátt við að vera farin, en engu að síður er það rosalega sárt að kveðja þig. Ég er svo heppin að eiga margar yndislegar minningar um stundir, sem við áttum saman, ég var meira og minna hjá þér og afa fyrstu 6 ár ævi minnar, þar sem þið bjugguð á Njálsgötunni og ég á Grettisgöt- unni. Ég var á leikskóla á Njálsgöt- unni og oftast komst þú að ná í mig og við fórum heim á Njálsgötuna. Þar sem Hrafnhildur frænka bjó fyrir neðan ykkur fyrstu árin sín, þá vorum við frænkurnar mikið saman enda erum við fæddar á sama ári og héldum við mikið upp á þig og afa. Það var ósjaldan sem þú varst að gera eitthvað spennandi í eldhúsinu og vildum við ólmar fá að hjálpa þér. Það fengum við oftast, nema þegar að þú varst að steikja kleinur, þá máttum við ekki vera mjög nálægt. Ég hef verið svona ca 10 ára þeg- ar að þú og afi fluttuð á Rauðalæk- inn. Þá fékk ég oft að gista heilu helgarnar hjá ykkur og þá var oft- ast farið í eldhúsið og bakað, það þótti mér óendanlega gaman og þykir enn í dag. Við Hrafnhildur vorum langt komnar á unglingsald- ur þegar við vorum ennþá að biðja um að fá að vera yfir nótt hjá þér og afa. Við fengum alltaf að kaupa okkur laugardagsnammi til að hafa yfir sjónvarpinu og svo var spjallað langt fram eftir nóttu og aldrei man ég það að þú hafir skammað mig eða Hrafnhildi. Þú komst svo stundum upp í Árbæ til okkar og varst að passa mig og Helenu systir í einhverja daga á meðan foreldrar okkar voru erlendis. Þá fannst mér ég vera komin til himnaríkis því að þá vissi ég að þú biðir eftir mér þegar ég kæmi heim úr skólanum og þá alltaf með heitt kakó og eitthvað gott með því. Þín seinni ár man ég varla eftir þér öðruvísi en sitjandi við eldhús- borðið inni á Dalbraut,og gjarnan með spil í hendi. Það var ósjaldan sem við tókum í spilin, hvort sem það var að leggja kapal eða spila ol- sen-olsen. Þegar Thelma Maria dóttir mín fór að stálpast og við vor- um að heimsækja þig á Dalbrautina þá fannst henni svo gaman að spila við þig og spiluðum við oft þrjár saman. Thelma María reyndi líka oft að kenna þér einhver ný spil og alltaf varstu tilbúin til að hlusta á hennar leiðbeiningar og svo var oft mikið hlegið þegar það var reynt að spila þetta nýja spil, því það gekk misvel hjá þér og mér að læra nýju reglurnar. Ég mun alltaf geyma þessar minningar í hjarta mínu, og minn- ing þín lifir með mér eins og bjart- asta ljós. Elsku amma mín, ég kveð þig nú í hinsta sinn, til að reyna að lýsa mínum hug sem ég mun ætíð bera til þín, læt ég fylgja með þetta ljóð. Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.). Eva Bergmann Guðlaugs- dóttir og Thelma María. Hún amma í Reykjavík, eins og ég kallaði hana, hefur nú kvatt þennan heim og er ég minnist henn- ar kemur margt upp í hugann. Þeg- ar ég var lítil stelpa og heimsótti ömmu á Njálsgötuna, gekk með henni í mjólkurbúðina á horninu, fylgdist með henni leggja kapal og spilaði við hana ólsen, en amma hafði spilastokkinn alltaf við hönd- ina. Amma keyrði bíl og því var ég stolt af, því það gerðu nú ekki allar ömmur í þá daga. Hvað mér fannst gaman að fá hana í heimsókn til Ak- ureyrar. Stundirnar á Rauðalækn- um þegar ég var orðin eldri og við spjölluðum um prjónaskap og aðra handavinnu en þar var amma á heimavelli, flink í höndunum og boðin og búin að leiðbeina mér. Hún var höfðingi heim að sækja, stjanaði við okkur og fannst við aldrei vilja þiggja nóg, við systurnar gerðum oft grín að henni fyrir það. Amma hafði svolítið kaldhæðinn húmor og oft var mikið hlegið en hún sagði hláturinn lengja lífið. Hún hafði sterkar skoðanir og var opinská, átti það til að vera ákaflega pólitísk og fylgdist vel með þjóðmálunum til síðasta dags. Elsku amma, þú varst kjarna- kona og ég þakka þér fyrir sam- fylgdina. Hvíl þú í friði. Erna Hrönn. Ólöf Aðalheiður Pétursdóttir VETURINN 2008 tók ég ákvörðun um að fara í framhaldsnám til Spán- ar, alveg grunlaus um hvað væri í vændum, þó að vissulega væru teikn á lofti um „lægð“ eða „mjúka lend- ingu“ – veit reyndar núna að strax í febrúar höfðu einhverjir ráðaherrar vitað að allt væri að fara til helvítis, en höfðu ekki fyrir því að upplýsa sauðsvartan almúgann um það. Auð- vitað hefði ég ekki farið ef ég hefði vitað það sama og þeir, en ég fór og er að ljúka námi nú í sumar sem verður að teljast afrek miðað við hvernig allt fór. Stuttu eftir að við, ég ásamt konu og þremur börnum, lentum hér á Spáni þá fór Ísland á hausinn, ef ég má nota það orðalag, og krónan hrundi. Við vissum ekki okkar rjúk- andi ráð; hvað ættum við eiginlega að gera, búin að rífa upp fjölskyld- una og borga skólagjöldin fyrirfram, ég gat ekki hætt við. Veit ekki hvað ég eyddi mörgum klukkustundum fyrir framan tölvuna til að fylgjast með framvindu mála. Í fyrstu ákváðum við að taka einn mánuð í einu og sjá svo til og lifa eins spart og við mögulega gætum, sem er í fínu lagi nema að fjárútlátin, vegna veikingar krónunnar, eru og hafa verið eins og við séum meðalútrás- arvíkingar. Allan tímann hef ég verið að bíða eftir að eitthvað yrði gert til að bjarga þeim námsmönnum sem hafa verið við nám í útlöndum. Það eina sem hefur verið gert er að bjóða námsmönnum í sárri neyð aukalán, sem út af fyrir sig er ágætt en dugar í fæstum tilfellum til. Það sem hægt hefði verið að gera, þar sem lána- sjóðurinn borgar eftir á, sem er fá- ránlegt, og bankarnir með sína vexti á yfirdráttarlánum maka krókinn á kostnað stúdenta, þá hefði verið hægt að afnema hreinlega vexti af þessum yfirdráttarlánum. Ekki segja að það sé ekki hægt; ef það er hægt að dæla 300 milljörðum í fallit banka þá er það víst hægt. Annað sem hefði hjálpað mér per- sónulega er að þar sem það er búið að loka á að ég geti skipt peningum yfir á gjaldeyrisreikninginn minn (veit ekki af hverju) þarf ég að senda þjónustufulltrúanum mínum tölvu- póst um leið og ég sé að LÍN er búið að leggja inn á mig, þá þarf hann að leggja inn á mig. Meðan á þessu ferli stóð hrapaði krónan og ég tapaði 700 evrum, sem hefði nú aldeilis komið sér vel fyrir fimm manna fjölskyldu. Annað er að ég þurfti að hafa fyrir því að fá þann hluta barnabótanna sem ég sannanlega á rétt á, hringj- andi þvers og kruss, og svo þarf ég að sanna að ég hafi ekki unnið hér meðan á náminu stóð. Þurfti að hafa fyrir því að skrá mig inn í skatt- kerfið hér til að sanna að ég borgaði ekki skatta. Það hefði til dæmis al- veg mátt sleppa þessu þannig að fólk fengi fullar barnabætur strax og kæmi svo með gögnin eftir á, í stað- inn fyrir að þurfa að bíða. Þetta kostar ríkið ekki háar fjárhæðir en gæti gert gæfumuninn fyrir marga námsmenn, en því miður virðist ekki vera mikill vilji til að gera eitthvað eða hugmyndaleysið er svona mikið. Það á við þetta eins og svo svo margt annað tengt þessu ástandi, bara beð- ið og vonað að þetta lagist af sjálfu sér. KRISTINN JÓHANN HJARTARSON, nemi í útlöndum. Ráðalausir ráðamenn Frá Kristni Jóhanni Hjartarsyni BRÉF TIL BLAÐSINS MÁLEFNI lífeyr- issjóða hafa verið í umræðunni vegna lé- legrar afkomu þeirra og því er tilefni til að staldra við og íhuga hvort kerfið í heild sé á réttri braut. Útkoma og staða lífeyrissjóða Aðalfundur Lífeyr- issjóðs verkfræðinga var 5. maí sl. og varð mér tilefni til hugleiðinga um hvort lífeyrissjóðakerfið væri á skynsamlegri braut. Þar var upp- lýst um verstu útkomu sjóðsins frá upphafi eða um –31,4% neikvæða raunávöxtun samtryggingardeildar og –34,9% neikvæða ávöxtun sér- eignadeildar 2. Það kemur e.t.v. ekki á óvart að ávöxtun væri slæm í framhaldi af falli bankanna og meðfylgjandi erfiðleikum í þjóð- félaginu, en draga má í efa að nokkur fundarmanna hafi hugleitt svo slaka útkomu. Ein haldbærra skýringa á fundinum var að í safni lífeyrissjóðsins hefði verið til- tölulega hátt hlutfall bankabréfa, en trygging þeirra var skert með neyðarlögunum. Í greinargerð Ólafs Ísleifssonar á aðalfundi Landssamtaka lífeyr- issjóða 14. maí sl. má sjá að ávöxt- un sjóðsins var einna slökust í samanburði þeirra lífeyrissjóða sem hann tilgreinir 2007 og slök- ust 2008. Tryggingafræðileg staða skv. sömu heimild var einnig léleg- ust í árslok 2008 eða um –16,5%, en í því felst að sjóðurinn eins og margir aðrir sjóðir getur að óbreyttu ekki staðið við skuldbind- ingar sínar. Á fundinum var lögð fram og samþykkt tillaga um 10% skerð- ingu réttinda með það að markmiði að rétta af hallann. Í ljósi útkomunnar hefði mátt ætla að stjórnarmenn segðu allir af sér og settu fram tillögu um lækkuð laun fyrir stjórnarsetu til samræmis við mun lakari kjör fé- lagsmanna almennt, en svo var ekki. Það er umhugsunarvert að tveir þeirra sem áttu að ganga úr stjórn voru endurkjörnir með naumindum til nýrra verka. Stjórnin er með gjörðum sínum komin í erfiða stöðu gagnvart starfsmönnum lífeyrissjóðsins, sem ættu eðlilega að lækka í launum. Dvínandi tiltrú á lífeyrissjóða- kerfið Gera má ráð fyrir að fjölmargir sem settu traust sitt á líf- eyrissjóðina séu ósátt- ir við hvernig málum er komið og dregið hafi verulega úr tiltrú fólks á lífeyr- issjóðakerfinu ekki síður en á bankakerf- inu. Í því ljósi hljóta áleitnar spurningar að vakna. Halli sjóðanna réttur af? Skv. fjölmiðlum er svo að heyra, að margir lífeyrissjóðir grípi til þess ráðs að rétta hallann af með því að skerða áunnin réttindi. Einnig hafa heyrst dæmi um hækkun framlags um t.d. 2% og svo um frekari skerðingu makalíf- eyris. Rætt hefur verið um sam- einingu lífeyrissjóða með bætta áhættudreifingu og minni rekstr- arkostnað að markmiði. Hækkað framlag í lífeyrissjóð hefur þann augljósa galla að það skerðir það sem fólk hefur handa á milli nú þegar að þrengir. Eru lífeyrisgreiðslur samaflafé hjóna? Einstaklingar leggja fram lög- bundna fjármuni til lífeyrissjóða, sem um nokkurra ára skeið hefur verið 4% á móti 6% framlagi at- vinnurekenda. Ef sjóðsfélagi fellur frá fær makinn bætur í tvö ár eftir fráfall hans hjá sumum lífeyr- issjóðanna, en í fimm ár hjá öðr- um. Reglum í þessu sambandi var breytt fyrir fáeinum árum í kjölfar breytinga á laga- og regluverki. Ef laun starfsmannsins hefðu verið hækkuð sem nam þessari upphæð og þau hjón ávaxtað upphæðina skynsamlega væri hún öll tiltæk eftirlifandi maka. Skerðingin á réttindum maka felur því í reynd í sér eignaupptöku á aflafé hjónanna. Skerðingin var réttlætt hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga með því, að konur ynnu nú úti til jafns við maka og næðu þannig sömu réttindum. Vissulega er það rétt, að konur sækja vinnu, en þær eignast börnin og kannanir benda enn í dag til talsverðs launamis- réttis. Á þessu eru svo ýmsar hlið- ar sem koma upp við skilnað þar sem konur standa höllum fæti. Hvað réttlætir lögbundnar lífeyrissjóðsgreiðslur almennings? Við Íslendingar stærum okkur af öflugu kerfi lífeyrissjóða, en ætli margir hafi ekki orðið uggandi um sinn hag og fyllst efasemdum um hæfi stjórnenda, þegar það kom raunverulega til tals í september sl. að þeir hlypu undir bagga með fjármálafyrirtækjunum með því að flytja heim 250 milljarða kr. (ávarp formanns LL 14/5), svo fráleitt sem það var. Það hefur svo trúlega runnið upp fyrir mörgum Íslendingum eftir því sem uppgjör sjóðanna hafa birst, að þeir hefðu mátt varðveita féð sem þeim var treyst fyrir mun betur. Svo er að sjá sem þeir hafi allir gert það með svip- uðum hætti, sem lýsa mætti sem hjarðhegðun stjórnendanna. Sumir þeirra hafa setið í stjórnum fyr- irtækja, t.d. bankanna, án þess að hafa minnsta grun um hvert stefndi að því er virðist. Þá eru ótaldar svimandi háar launa- greiðslur og hlunnindi stjórn- endum til handa. Lokaorð Þegar á heildina er litið hlýtur sú spurning að vakna hvort lífeyr- issjóðakerfið sé ekki komið í ógöngur, orðið ofvaxið bákn haldið forsjárhyggju og hvort ekki sé réttara að fólk beri sjálft mun meiri ábyrgð á lífeyri sínum eins og öðrum fjármálum. Markmið líf- eyrissjóða verði aðeins að halda utan um tiltölulega hóflegar greiðslur í sameignarsjóð, t.d. 5-6% í stað 10%. Forsenda breytinga er, að unga fólkið mæti á fundi og láti sig varða málefni lífeyrissjóða. Er lífeyrissjóðakerfi Íslendinga á réttri braut? Eftir Gylfa Sigurðsson » Í ljósi útkomunnar hefði mátt ætla að stjórnarmenn segðu all- ir af sér og settu fram tillögu um lækkuð laun fyrir stjórnarsetu til samræmis við mun lak- ari kjör félagsmanna al- mennt, en svo var ekki. Gylfi Sigurðsson Höfundur er byggingaverkfræðingur. UMRÆÐAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.