Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 29

Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 ✝ Guðlaugur MagniÓðinsson fæddist á Fáskrúðsfirði 28. september 1991. Hann lést af slysför- um 16. maí 2009. For- eldrar hans eru Björg Hjelm, f. 15. mars 1962 og Óðinn Magnason, f. 28. októ- ber 1960. Foreldrar Bjargar eru Lára Sig- urjónsdóttir, f. 29. maí 1938 og Sigurður Vignir Hjelm, f. 4. júní 1940. Foreldrar Óðins eru Guðrún Rafnkelsdóttir, f. 25. apríl 1934 og Guðlaugur Magni Þórlindsson, f. 6. apríl 1932. Systk- ini Magna eru Sigurður Vignir Óð- insson, f. 23. apríl 1982, sambýlis- kona Þóra Ólafsdóttir, f. 7. mars 1984, börn þeirra Viktoría, f. 10. júní 2004 og Adam Fannar, f. 27. desember 2005; Guð- björg Sandra Óðins- dóttir Hjelm, f. 9. október 1984, unnusti Heimir Logi Guð- björnsson, f. 12. mars 1986. Magni bjó í for- eldrahúsum á Fá- skrúðsfirði. Hann lauk námi við Grunn- skóla Fáskrúðs- fjarðar vorið 2007 og stundaði nám við Verkmenntaskóla Austurlands á Nes- kaupstað veturinn 2007-2008 og á haustönn 2008. Hann færði sig um set yfir í Menntaskólann á Egils- stöðum á vorönn 2009. Útför Magna fer fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira: mbl.is/minningar Þú átt lítið blóm sem gaf þér gleði það gæddi lífið tilgangi og hljóm. Þó að sorg sé nú í þínu geði sæl þér verður minning um það blóm. Það skartar nú í beði fríðra blóma þess bíður ekki harmur eða þraut. Það missir aldrei lit sinn eða ljóma en lýsir þér á minninganna braut. En best er þó að Guð nú blómið geymir í garði þeim sem aldrei visnar strá. Og eitt er víst að áfram lífið streymir enginn mun Hans vegi skilið fá. (Guðrún V. Gísladóttir.) Guð blessi þig, elsku Magni okkar. Magni afi og Gunna amma. Bjartur laugardagsmorgunn, en svo komu ólýsanlegar sorgarfréttir, hann Magni frændi er dáinn, hann dó í nótt. Engin orð fá lýst þeirri sorg sem foreldrar, ættingjar og vinir upplifa við svona fréttir, að ungur drengur sem er rétt að byrja lífið sé hrifinn svona burtu. Þetta á að vera bannað, ekkert foreldri á að þurfa að lifa barnið sitt og upplifa svona sorg og þennan hrikalega missi. Á þessum fáu dögum sem liðnir eru frá þessum hræðilega at- burði hafa minningarnar um þennan yndislega og góðhjartaða dreng hellst yfir okkur föðursystkin hans og við höldum á lofti myndinni af rauðhærða, freknótta, orkumikla og góðhjartaða grallaraspóanum okkar. Rifjum upp öll hnyttnu og fyndnu tilsvörin hans og uppátæki, þau hafa hjálpað okkur að brosa í gegnum tárin. Ein saga fær að fljóta með hér eins og við munum hana. Hún er af því þegar Magni og æskuvinur hans, Heimir Jón, gerðu tilraun til banka- ráns aðeins fjögurra ára gamlir, vopnaðir plastbyssum og lambhús- hettum. Þegar mamma hans Magna veitti honum tiltal fyrir uppátækið, huggaði hann hana með því að þeir hefðu nú ekki fengið neina peninga heldur bara konfekt og klapp á koll- inn. Magni var ótrúlega lunkinn við tölvur, vírushreinsaði og lagfærði fyrir ættingja og vini eins og ekkert væri. Hann var vinmargur og alltaf hrókur alls fagnaðar í þeim hópi. Hann spjallaði við sjötugu kallana í netagerðinni, stoppaði á götu og bauð fólki far heim þegar hann sá það burðast með innkaupapokana, hann var allra. Magni skilur eftir sig stórt skarð í hjörtum okkar. Regarde, lui dit-il: Sjáðu, sagði hann: Les choses sont tristes, elles pleu- rent. Allt grætur. Les arbres pleurent, Trén gráta. Les rochers pleurent, Steinarnir gráta. Les nuages pleurent. Skýin gráta. Et moi, je pleure avec eux. Og ég, ég græt með þeim. (Michel Tournier.) Góða ferð, elsku Magni, þín er sárt saknað. Elsku Ói og Björg, Viggi, Þóra og börn, Gugga og Heimir, megi Guð styrkja ykkur og leiða í gegnum þessar erfiðu stund- ir. Már og Kolbrún, Þór og Andr- ea, Arna og Sigurður, Birna og Halldór, Magna og Eggert. Elsku Magni minn. Það er svo ótrúlegt að þú hafir yf- irgefið þennan heim. Það er svo sárt að sjá á eftir svona yndislegum ung- um strák sem átti allt lífið fram- undan. Þó svo að við vitum að þú sért kominn á betri stað er sökn- uðurinn mikill og tárin sem hafa fallið verið ófá. Það fer ekki á milli mála að þú varst einn hressasti og brosmildasti strákur sem mér hefur nokkurn tímann hlotnast að kynn- ast. Varst alltaf hlæjandi þessum endalaust smitandi hlátri sem náði til allra og kom brosi á allra varir. Ég veit allavega bara fyrir mína parta að í hvert sinn sem þú hlóst kom ósjálfrátt bros framan í mig og því fylgdi oftast hlátur, og ég efast ekki um að þetta hafi átt við fleiri því þegar þú brostir lýstist herberg- ið upp. Mér þykir það svo sárt að fá ekki að heyra þennan prakkarahlátur aftur eða sjá bjarta brosið þitt og rauða hárið. Ég býst við því að það sem ég eigi sé samt hlutur sem ég mun ávallt varðveita og það eru minningarnar. Enda ófáar dásam- legar minningar sem ég fékk við að umgangast þennan frábæra strák. Og þær mun ég ávallt varðveita og aldrei gleyma. Eins erfitt og mér finnst að trúa því að ég muni aldrei sjá þennan prakkara með rauða hárið og breiða brosið aftur, veit ég að hann er á betri stað og horfir niður á okkur hin og vakir yfir okkur og passar. Mér finnst það hafa verið alger forréttindi og heiður að hafa kynnst þessum dásamlega strák og þó svo að ég vildi svo sannarlega að kynni okkar hefðu enst lengur þá trúi ég því að Guð hafi bara ætlað Magna stærra og meira hlutverk en öðrum. Nú var sá tími kominn að Magni þurfti að fara og deila hlátrinum sín- um og útgeisluninni með öðrum, enda ekki sanngjarnt gagnvart heiminum að við hérna gætum bara fengið að kynnast þessu gulli af manni. Það er svo sannarlega satt að guðirnir taki þá fyrst sem þeir elska mest og ég veit ekki um neina aðra manneskju sem hefur verið jafn elskuleg og hann Magni. Ég er handviss um að hann er núna uppi í himnaríki að kynnast öllum hinum englunum og ég veit að nú mun himnaríki alltaf skarta sín- um fegursta engli. Minning þín verður ávallt ljós í okkar lífi, elsku Guðlaugur Magni Óðinsson. Megir þú hvíla í friði, elsku snúð- urinn minn. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til fjölskyldu Magna, vina hans og ættingja. Valdís Theódóra Ágústsdóttir. Kveðja frá Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar Hinn 18. maí sl. markaðist skóla- hald í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar af hræðilegu slysi sem varð hér að morgni þess 16. er fyrrverandi nem- andi okkar og félagi, Guðlaugur Magni, lést. Við lok dags settumst við starfs- menn grunnskólans niður, áttum saman kyrrðarstund og létum minn- ingarnar flæða. Minningar um hann Magna, glaðan, bjartsýnan, jákvæð- an og einlægan. Viljann til góðra verka skorti aldrei, þó hugurinn bæri hann oft af leið. Það var sama hvað hann var beðinn um, viðkvæðið var alltaf: „Ekkert mál“. Magni var virkur þátttakandi í flestu sem nem- endur tóku sér fyrir hendur. Pennar, blýantar, USB-lyklar og aðrir smá- hlutir rötuðu óviljandi upp í hend- urnar á honum og voru þá oft bútaðir niður í frumeindir, í rannsóknar- skyni – en alveg óvart. Hann slapp oft betur frá prakkaraskapnum en margur annar með sakleysissvipnum og einlægninni. Það var erfitt að byrsta sig við hann. Þegar leið á skólagönguna beindist áhugi hans að tölvum og tónlist. Magni bað ná- grannana afsökunar á hávaðanum frá músíkinni, þegar hann var að æfa sig heima, en þeim hafði nú bara fundist hún skemmtileg. Okkur er öllum minnisstætt þegar leiðir bekkjarfélaganna skildu við út- skrift úr grunnskóla. Þá varð Magna að orði: „Við verðum alltaf bekkur í hjartanu.“ Þarna tókst Magna að orða þá tilfinningu sem flestir hafa þegar þeir kveðja bekkjarfélagana eftir langa samleið. Eftir að grunnskóla lauk hittum við Magna oft, m.a. á kaffihúsinu Sumarlínu þar sem hann var óþreyt- andi við að aðstoða foreldra sína. Þar lagði hann sig allan fram og ósjálf- rátt fylltumst við stolti við að fylgj- ast með þessum unga manni. Í vetur rákumst við á hann í ræktinni og þá birtist gamalkunni svipurinn úr skól- anum sem sagði okkur að á þessu yrði tekið með trompi. Við höfum ávallt haft þá tilfinn- ingu að samband Magna við foreldra sína, systkini, afa og ömmur, hafi verið sérstaklega gott. Við megum til með að minnast orða sem hann lét falla við einn kennarann þegar hann var búinn að vera fimm daga í skóla- ferðalagi í Danmörku en þá hrökk uppúr Magna: „Ég er bara búinn að gleyma hvernig mamma lítur út.“ Það eru bæði ungir og gamlir sem minnast vingjarnlegs viðmóts og greiðasemi Magna. Hann bauð bæði eldri borgurum og yngri krökkum að aka þeim heim ef svo bar undir. Foreldrum Magna, systkinum, öðrum ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Megið þið öðlast styrk til að takast á við sorg- ina. Þið eigið minningu um dreng sem var góður í gegn. Hugur okkar, starfsfólks Grunn- skólans, er einnig með bekkjarfélaga Magna, Wojciech, sem lifði af slysið. Við biðjum um styrk og vernd hon- um til handa og fjölskyldu hans. Líneik Anna. Hönd þín snerti sálu okkar. Fótspor þín liggja um líf okkar allt. (Úr Gleym-mér-ei 1989.) Í dag kveð ég ungan vin minn, hann Magna. Að morgni 16. maí kom kallið stóra til Magna, kallið sem við fáum öll einhvern tímann, spurning- in er bara hvenær við fáum það. Sumir fá það snemma en aðrir seint. Magni fékk kallið alltof snemma eða tæplega 18 ára gamall. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn er ég hugsa til Magna er gleði, ánægja, bros, hjálpsemi og strákur sem var alltaf á ferðinni. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Þeg- ar hann fékk bílprófið þá eignaðist hann bíl og hafði hann gaman af að skutla fólki heim sem varð á vegi hans, sama á hvað aldri fólkið var. Magni hafði alltaf af og til komið heim til mín í Hamrahlíðina. Í byrj- un til að hitta syni mína sem eru dá- lítið eldri en hann var og nú undir lokin til að hitta dóttur mína sem er aðeins yngri en hann var. Enn sá ég að aldur skipti engu máli hjá Magna. Ég kenndi Magna þegar hann var í grunnskólanum og ég naut þeirra forréttinda að fara með hans bekk í skólaferðalag til Danmerkur. Það var yndisleg ferð með frábærum nemendum, þau voru samheldin og voru bekkur í hjartanu eins og Magni komst svo vel að orði á út- skriftardegi þeirra vorið 2007. Magni stóð við hlið foreldra sinna og sinnti þar starfi á Cafe Sumarlínu þegar leyfi gafst frá námi, en það kaffihús er í eigu foreldra Magna. Að missa barnið sitt er það erf- iðasta sem hægt er að ganga í gegn- um og manni finnst orð vera fátæk- leg á þannig stundu. Elsku Björg, Óðinn, Vignir, Guðbjörg Sandra, ömmur og afar og aðrir aðstandend- ur. Ég mun biðja Guð um að gefa ykkur styrk til að læra að lifa án Magna ykkar og einnig vona ég að allar góðu og fallegu minningarnar um yndislegan dreng gefi ykkur enn meiri styrk í lífinu. Þú litla barn sem ég þráði að faðma, umvefja elsku, vaxa með þér. Líf þitt var svo stutt. Hér er ég eftir hugsandi um það, sem hefði getað orðið. Kannski í eilífðinni fáum við að hlæja og gráta, faðmast og vaxa. Og vinna upp þann tíma, sem við aldrei áttum. (Úr Gleym-mér-ei 1989.) Jóhanna Kristín Hauksdóttir. Elsku Magni, besti vinur minn, það er svo erfitt að trúa að núna sért þú farinn frá okkur og að ég eigi aldrei eftir að heyra þinn sérstaka fallega hlátur sem þú sparaðir sko alls ekki. Minningarnar eru svo margar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þig að það er erfitt að byrja. En það fyrsta sem mér dettur í hug er allt það skemmtilega og það kjánalega sem okkur hefur dottið í hug að gera. Það er mér svo ofarlega í huga þeg- ar við vorum á rúntinum og ákváðum allt í einu að fara á Norð- fjörð seint um nótt og þú varst að fara í próf daginn eftir, og þér gekk nú ekkert rosalega vel í því. Og þeg- ar við vorum saman í herbergi í menntaskólanum hafðir þú svo gam- an af því að fara inn á Facebookið mitt og skrifa einhvern skandal um mig, klæða þig í fötin mín og svo margt fleira sem þér datt í hug til þess að fá okkur vinina til að hlæja. Elsku Magni, mér finnst lífið svo óréttlátt að svona ungur og fallegur drengur hafi þurft að kveðja þennan heim svona snemma. Hver verður það núna sem er alltaf tilbúinn til þess að gera allt þetta kjánalega með mér sem okkur datt í hug að gera, og segir alltaf já þegar mig vantar eitthvað? Magni, það er svo sárt að kveðja þig en núna veit ég að þú ert sætur, rauðhærður, tanaður engill sem passar okkur hin. Hvíldu í friði, elsku Magni minn. Þín vinkona, Bryndís Hjálmarsdóttir. Ekkert okkar gleymir setning- unni sem Magni sagði í lok 10. bekkjar, þegar við vorum að ræða það hvernig hlutirnir yrðu þegar við færum öll hvert í sína áttina: „Við verðum alltaf bekkur… í hjartanu,“ sagði hann með glottið sitt á sér og hendur á hjartastað og við hlógum svo mikið að honum. Frá því í 1. bekk var Magni mikið miðpunktur athyglinnar og algjör grallari, t.d. mjög áberandi á öllum hópmyndum og á öllum myndum yf- ir höfuð, með gretturnar sínar og sæta glottið. Hann var vinur allra hvað sem á bjátaði og sama hver átti í hlut. Hann hafði gaman af því að koma öllum til að brosa og hlæja. Magni var mjög virkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og lagði mikinn metnað í það. Hann hafði mikinn áhuga á tónlist og íþróttum og kynntist hann heilu hópunum af fólki í gegnum þessar greinar. Sama hvert hann fór náði hann alltaf að kynnast fleira og fleira fólki og var mjög vinsæll, átti alls staðar vini og kunningja eins og sást vel á því hve margir mættu í minningarstundina þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Magni var alltaf mjög uppátækja- samur, eins og þegar hann og Heim- ir frömdu bankaránið fræga sem gaf lítið af sér nema skammir, sem þeim fannst nú algjör óþarfi fyrst þeir fengu engan pening. Þeir héldu líka reglulega heræfingar uppi í fjalli hjá virkinu sínu fyrir ofan húsið hans Magna í Króksholti, sem nokkrum af okkur stelpunum fannst mjög sniðugt að breyta í stelpuvirki, það vakti mikla reiði og hefndaraðgerðir lengi á eftir. Þeir héldu líka vöku fyrir nágrönnunum með stríðslátun- um og leiserunum sínum. Á einu af fyrstu árunum okkar í grunnskóla lagði kennarinn eftirfar- andi gátu fyrir bekkinn: „Hvað er það sem mætir í skólann á hverjum degi en lærir þó aldrei neitt?“ Magni svaraði strax: „Wojciech!“ Við munum ekki hvort það var sami kennarinn sem hann setti teikniból- una í stólinn hjá. Þegar við bekkjarsystkinin hitt- umst til að skrifa þessa minning- argrein rifjaði skólastjórinn upp þegar hún hélt útskriftarræðuna okkar og kynnti þar hljómsveitina hans Magna sem spilaði lagið „Minning um mann“. Þetta snertir okkur núna en þá fannst okkur það ekkert hafa með hann eða okkur hin að gera. Magna verður aldrei gleymt, hans er sárt saknað og eins og hann sagði réttilega verðum við alltaf bekkur í hjartanu. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farinn þú sért og horfinn burt þessum heimi, ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Elsku Björg, Ói og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð og megi Guð styrkja ykkur í þessum mikla missi. Bekkurinn hans Magna, Brynjar Andri, Brynjar Ö., Ellen Rós, Hildur Rán, Inga Sæbjörg, Ingiborg, Jóna Sæ- rún, Stefanía, Steinunn Edda, Valtýr Aron, Wojciech, Þorleif- ur og Þráinn. Guðlaugur Magni Óðinsson Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.