Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 34

Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 34
34 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 Ég spjallaði aðeins við Paris eftir uppákomuna, hún er mjög sérstök stúlka... 36 » MICHAEL Hardt og Antonio Negri halda opna fyrirlestra í sal 102 á Háskólatorgi í kvöld kl. 20. Negri og Hardt eru heimsþekktir fyrir metsölubókina Empire, sem gagnrýn- andi New York Times kallaði „Kommúnistaávarp 21. aldarinnar“. Þeir eru þekktir sem helstu kenningasmiðir róttækra andófshreyfinga í samtímanum. Í fyrirlestrum sínum fjalla Hardt og Negri um möguleikann á því að byggja upp endurnýjaðan, lýðræðislegan skilning á kommúnisma sem leið út úr kreppum, fátækt og lýðræðishalla kapítalismans. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Hugvísindi Kenningasmiðir nú- tíma róttækni tala Hardt og Negri. SÝNING Kristínar Blöndal myndlistarmanns stendur nú yfir í Listasal Iðu í Lækjar- götu. Myndlist Kristínar snýst um tilraunir, þar sem hún leit- ast við að gera huglæga, ómeð- vitaða ramma fólks sýnilega og hefur hún fundið farveg fyrir tjáningu sína í ýmsum miðlum, hingað til þó aðallega í mál- verki. Innsetning með gamla ramma og fígúrur og gjörn- ingur tekinn á myndband er það sem Kristín gerir tilraunir með á þessari sýningu. Verk hennar hafa verið sýnd í einka- og opin- berum listasölum á Íslandi, í Osló, Lübeck, Barce- lona og New York. Myndlist Huglægir rammar verða sýnilegir Kristín Blöndal Lýðveldisleikhúsið frumsýnir nýtt ís- lenskt leikverk fyrir börn í dag kl. 17 í Gerðubergi. Þetta er dans- og söngleikur sem ber nafnið Út í kött! og fjallar um tvo krakka og ferðalag þeirra um tölvu- og ævin- týraheima. Þessi ævintýraleikur er fyrir börn á aldrinum fjögurra til tólf ára en fullorðnir ættu líka að hafa gaman af, að því er segir í frétt frá leikhúsinu. Leikin atriði mynda skemmtilega um- gjörð utan um söng- og dansatriði þar sem ævin- týrapersónur í litríkum búningum bregða á leik. Þar birtast Rauðhetta, Öskubuska, prins, úlfar og grísir. Sjá nánar á vefnum www.this.is/great. Leiklist Ævintýraleikur með dansi og söng Úr ævintýraleiknum Út í kött! Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SÝNING Listahátíðar á óperunni Í óðamansgarði eftir Sun- leif Rasmussen var samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Tjóðpallsins, sem er þjóðleikhús Færeyinga. Leikhússtjóri þar er Jenny C. Petersen. Tjóðpallurin var formlega stofnaður árið 2003 og er því ungt leikhús, þótt leikhúshefð eigi sér mun lengri sögu í Fær- eyjum. Tjóðpallurin er sprottinn úr starfsemi eldri leik- félaga. „Þetta hefur gengið hægt, en það gengur,“ segir Jenny um starfsemi Tjóðpallsins unga. „Árleg fjárveiting okkar er 3,8 milljónir danskra króna [um 90,4 milljónir íslenskra króna] sem eiga að duga fyrir allan reksturinn. Húsnæði Tjóðpalls- ins er gamalt mjólkurbú sem sveitarfélagið lét okkur í té, og fyrir það þurfum við ekki að greiða leigu. En það er alls ekki nógu gott fyrir þjóðleikhús. Eftir heimsókn okkar í Þjóðleik- húsið veit ég ekki hvort ég fæ leikarana okkar til að koma aft- ur heim,“ segir Jenny og hlær. „Aðbúnaðurinn fyrir leik- arana er svo miklu, miku betri á Íslandi. Jú, það gengur hægar hjá okkur að koma hlutunum í almennilegt horf.“ Fyrstu árin leikin í leku mjólkurbúi Jenny segir að í Tjóðpallinum séu tvær stórar sýningar á ári og þrjár til fjórar minni og gestafjöldi yfir árið er á bilinu átta til tíu þúsund manns. „Í fyrra komu um átta þúsund manns en fyrsta árið okkar komu tólf þúsund gestir. Fyrstu árin okkar í mjólkurbúinu stríddum við við vatnsleka og það tók tíma að laga hann vegna þess að húsnæðið er á ábyrgð sveitarfélagsins, ekki okkar. Þannig erum við stundum milli tveggja elda.“ Samstarfi þjóðleikhúsa Færeyja og Íslands verður fram haldið að sögn Jennýjar, vilji til þess var samþykktur á fundi leikhússtjóranna um helgina. „Það hefur verið mjög spenn- andi fyrir okkur að vera hér á Íslandi og ég er mjög ánægð með þessa sameiginlegu sýningu okkar. Ég vona að í Þjóð- leikhúsinu sé jafnmikil ánægja með samstarfið og okkar megin. Þó hefur alltaf verið mikið samstarf milli þjóðanna í leiklist, bæði meðal áhuga- og atvinnuleikfélaga og íslenskt leikhúsfólk hefur oft komið og unnið með okkur í Færeyjum. Þetta samstarf þarf að efla, því við getum lært hvert af öðru.“ Samstarfið þarf að efla  Leikhússstjóri Tjóðpallsins ánægður með samstarf við Þjóðleikhúsið  Tjóðpallurin býr við erfiðar aðstæður og sýnir í gömlu mjólkurbúi Morgunblaðið/Eggert Jenny C. Petersen „Eftir heimsókn okkar í Þjóðleikhúsið veit ég ekki hvort ég fæ leikarana okkar til að koma aftur heim,“ segir Tjóðpallsstjórinn færeyski eftir dvöl sína á Íslandi. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is TRÍÓ Nordica leikur á tónleikum Listahátíðar í Reykjavík í Listasafni Íslands í kvöld kl. 20. Á efnisskrá þeirra Auðar Hafsteinsdóttur, Bryndísar Höllu Gylfadóttur og Monu Kontra verður norræn tónlist, auk ástsæls píanótríós nr. 1 eftir Mendelssohn. Norrænu verkin eru Allegro í D-dúr eftir Sibelius, rómantískt píanótríó eftir Toivo Kuula, ópus 7, og glænýtt verk, Scherzo, eftir Þórð Magnússon sem verður frumflutt á tón- leikunum. Upphaflega er scherzo hraður og glaðlegur þáttur í stærra verki, eins og í sinfóníu eða kammerverki. En scherzoið hefur líka öðlast sjálfstætt líf, og mörg scherzo hafa verið samin sem sjálfstæð verk, án tengsla við stærri verk, en þó oft í stíl hins klassíska scherzos. Það á við um Scherzo Þórðar, sem hann segir sverja sig að formi til í ætt hins klassíska scherzos. „Það er meðalhratt, hressilegt og dans- kennt. Það er í rondóformi eins og scherzoin voru gjarnan. Ég er að leika mér með íslensku rímnalögin, þótt þau heyrist ef til vill ekki. Þeir sem eru þeim mun betur að sér í rímnalögunum gætu þó þekkt þau – bæði í laglínum og rytma.“ Þórður segir rytmann í nýja verkinu klass- ískan. „Þetta er fyrsta verkið sem ég sem, sem er allt í sömu takttegund, – ég held að það hafi aldrei gerst áður.“ Því fer fjarri að Scherzoið sé fyrsta verk Þórðar með tengsl við þjóðlegan tónlistararf. „Ég hef verið að leika mér með hann í flest- um verkum mínum síðustu árin, því ég vil reyna að ná tengingu við það að vera Íslend- ingur. Ég segi eins og arkitektinn Jean Nou- vel, að á tímum alþjóðavæðingar verði fólk að líta í eigin barm og skoða hvað það hefur sjálft fram að færa. Mér finnst það jákvæð þjóðern- iskennd. Þegar hann var beðinn að teikna tón- listarhús í Reykjavík, þá teiknaði hann torf- hús. Það sama gildir um mig; mér finnst það skylda mín sem Íslendings að draga fram það íslenska í verkunum sem ég vinn að,“ segir tónskáldið Þórður Magnússon. Skylda Íslendingsins Tríó Nordica frumflytur Scherzo eftir Þórð Magn- ússon á tónleikum í Listasafni Íslands í kvöld kl. 20 Morgunblaðið/Heiddi Þórður Magnússon „Ég vil reyna að ná tengingu við það að vera Íslendingur.“ KONUNGLEGI ballettinn í Lund- únum ræðst í sína fyrstu dansför til Kúbu í júlímánuði. Í sýningum Kon- unglega ballettsins þar verður kúb- anska ballerínan Alicia Alonso heiðr- uð sérstaklega. Alonso er frægasti dansari Kúbu, fædd 1920, og er ekki bara ballerína, því hún ber æðsta tit- il kvendansara í klassískum ballett; prima ballerina assoluta, auk þess að hafa samið hundruð dansa á löngum ferli sem dansari og danshöfundur. Hún var alþjóðleg stjarna, dansaði bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Í frétt frá Konunglega ballett- inum segir að leyfi hafi fengist frá stjórnvöldum á Kúbu fyrir heim- sókninni, og segir Kevin O’Hare, framkvæmdastjóri flokksins, að ákveðið hafi verið að ráðast í ferðina vegna þess að aðalgestadansari flokksins, Carlos Acosta, sé Kúbu- maður, og að samlandar hans heima á Kúbu séu farnir að þrá heitt að sjá hann dansa. Svo vill til að aðalkenn- ari Acostas á mótunarárum hans í dansinsum var einmitt Alicia Alonso. Alls fara 96 dansarar Konunglega ballettsins í ferðina, og halda fjórar sýningar í Havana frá 14.-18. júlí. Heiðra Aliciu Alonso Konunglegi ballett- inn í Lundúnum dansar á Kúbu Alonso Prima ballerina assoluta. Tjóðpallur Færeyja var stofnaður með lagasetningu á Lögþingi Færeyja í maí 2003. Tjóðpallurin leysti þá af hólmi Leikpallin, sem stofnaður var 1989 til undirbúnings stofnun þjóðleikhúss, og leikfélagið Grímu, sem hóf starfsemi 1975. Markmið Tjóðpallsins lögum sam- kvæmt eru þau að sýna færeysk verk í besta gæðaflokki, en einnig alþjóðleg sígild verk og ný verk; að gefa Fær- eyingum um allt landið tækifæri til að sjá breitt úrval leikverka, sem og verk í öðrum greinum sviðslista; að gefa fær- eysku sviðslistafólki atvinnumöguleika í sinni grein; að efla og taka þátt í starf- semi áhugaleikhúsanna í landinu. Á vef Tjóðpallsins er mottó leikhúss- ins, en það er haft eftir rúmenska leik- skáldinu Eugéne Ionesco: „Ein stór succés í einum lítlum leik- húsi er betri enn ein lítil succés í einum stórum leikhúsi og nógv betri enn ein lítil succés í einum lítlum leikhúsi.“ Stór succés í einum lítlum leikhúsi GESTIR á Broadway hafa sagt sitt, þeir kusu söngleikinn Billy Elliot besta nýja verkið á Breiðvangsárinu. Söngleikurinn Hárið fékk verðlaun sem besta enduruppfærslan. Margir muna eftir Billy úr mynd- inni sem um hann var gerð og draumi hans um að verða dansari. Billy Elliot vann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.