Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is VERÐ í sjálfsafgreiðslu olíufélag- anna hefur aldrei verið hærra, sam- kvæmt mælingum FÍB, Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda. Algengasta verðið nú er 181,30 en var áður hæst um mánaðamótin júní og júlí í fyrra, samtals 177,40 krónur á lítrann. Bifreiðagjöldin hafa hækkað um 10%, bensíngjaldið um 10 krónur á lítrann og olíugjaldið um fimm krón- ur. Það hefur nú þessi áhrif á verðið en félagið sakar einnig stóru olíufé- lögin um að hækka verð umfram gjöldin. „Stóru olíufélögin virðast hafa sætt lagi og hækkað eldsneytisverð um miðjan dag í [fyrradag] þegar fréttir bárust af fyrirhuguðu laga- frumvarpi um herta gjaldtöku á hendur eigendum heimilisbílsins. Bensínið kostaði í [fyrradag] í sjálfs- afgreiðslu yfirleitt 164,90 eins og fyrr er sagt, en upp úr miðjum degi var verðið orðið um fjórum krónum hærra og komið í 168,80. Ofan á það er svo stjórnvaldshækkunin nú lögst og verðið komið í 181,30,“ segir í ályktun þess. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir þetta aðferðafræði skjólsins sem olíufélög- in hafi notað. Sést á lánunum í ágúst Hærri gjöld á áfengi, tóbaki og eldsneyti munu mælast í næstu vísi- töluútreikningum Hagstofunnar. Verð verður mælt 8.-12. júní og vísi- talan kynnt 24. júní. Hún mun svo hafa áhrif á verðtryggð húsnæðislán í ágúst, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, sérfræðingur í hagfræðideild Lands- bankans, bendir á að hækkun áfeng- isverðs um 6-11% hækki vísitöluna um um það bil 0,25%. Þá hafi bens- ínverðið nú hækkað um tæpar 20 krónur frá síðustu mælingu og dís- ilverð um tæpar sjö krónur. Það þýði, standi eldsneytisverð í stað fram að næstu verðbólgumælingu, að þessi liður hækki vísitöluna um 0,4%. „En eldsneytið er kvikur liður. Verð þess breytist hratt. Styrkist krónan eða heimsmarkaðsverð lækki gæti þessi hækkun gengið, að hluta til, til baka,“ segir hún. „En miðað við þessar forsendur má reikna með að vísitalan hækki um 0,7% vegna þessara tveggja liða. Líklegast hækkar hún þó meira því búast má við að verð á öðrum liðum, til dæmis matvöru, hækki einnig.“ Sé rýnt í þessa fyrirhuguðu hækk- un vísitölunnar og hún reiknuð yfir á höfuðstól tíu milljón króna verð- tryggðs húsnæðisláns þýðir það að hann hækkar um tæpar 70 þúsund krónur í ágúst en þar af um 50 þús- und vegna breyttra gjalda á áfengi, tóbak og eldsneyti. Nýju gjöldin hafa því ekki einungis áhrif á bíla- eigendur og kaupendur áfengis heldur einnig lántakendur verð- tryggðra lána. Hækkun á breiðu bökin? Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur lagt áherslu á að í því erfiða efnahagsástandi sem nú ríki sé mikilvægt að auknar álögur lendi á þeim sem hafi breiðust bökin; séu efnaðastir. Bolli Héðinsson, hag- fræðingur og aðjúnkt í við- skiptadeild HR, segir þessar að- gerðir miða í þá átt en þær hafi hræðilegar hliðaráhrif, sem sé hækkun vísitölunnar. Hún lendi á öllum með verðtryggt lán, óháð stéttum. „Íslendingar búa við þetta sér- staka fyrirkomulag, verðtrygg- inguna, sem hefur því þessar hrika- legu afleiðingar – hækkun skulda. Þetta er enn einn naglinn í líkkistu krónunnar.“ Krónan hafi runnið sitt skeið á enda. „ Í rauninni lít ég svo á að þessar aðgerðir séu biðleikur áð- ur en farið verði í frekari skatta- hækkanir, þær eru óumflýjanlegar,“ segir Bolli. Þá sé mikilvægt að þær lendi á breiðu bökunum, sé það stefnan, en ekki á millistéttarfólki.  Sjálfsafgreiðsluverð á bensíni aldrei hærra  Höfuðstóll 10 milljóna króna húsnæðisláns hækkar um 50 þúsund vegna breyttra ríkisgjalda – en 20 þúsund aukalega vegna 20 króna hækkunar á bensínlítranum Hvað komast þeir langt? Breytingar á drægni tveggja algengra bíla vegna bensínhækkunar Bíll A VWGolf eða sambærilegt Eyðsla 7,5 l/100 km Bíll B Toyota Land Cruiser eða samb. Eyðsla 13 l/100 km Bensín til ferðarinnar 6.maí fengust 50 lítrar fyrir 7.755 kr. 29.maí fengust 42,8 lítrar fyrir 7.755 kr. Upphaf ferðar: Reykjavík Bíll B - eftir hækkun 329 km á 50 lítrum Bíll B - fyrir hækkun 385 km á 50 lítrum Bíll A - eftir hækkun 571 km á 50 lítrum Bíll A - fyrir hækkun 667 km á 50 lítrum Jökuldalsheiði Akureyri Eiðar Norðurárdalur Munur á vegalengd Bíll A kemst 96 km styttra á 50 lítrum eftir hækkun Bíll B kemst 56 km styttra á 50 lítrum eftir hækkun Heimild: FÍB Slógum met í bensínverði Hærri gjöld á áfengi, tóbak og bensín hafa áhrif á verðtryggðu húsnæðislánin. Aðgerðirnar miða í þá átt að skattahækkanir snerti síður þá efnaminni en efnameiri ef ekki væri fyrir verðtrygg- inguna, segir hagfræðingur. 12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Nýjar álögur ríkisstjórnarinnar „ÉG geri mér fulla grein fyrir því að við þurf- um að leggjast á eitt um að greiða niður óráð- síu undanfarinna ára. Það bitnar á mér eins og öðrum,“ segir Hörður Baldvinsson, deild- arstjóri framkvæmda- og eigna hjá sveitarfé- laginu Árborg. Hann ekur fimm daga vik- unnar á sparneytnum Audi til vinnu sinnar frá Mosfellsbæ. Reikningurinn nam 12 þús- und krónum á viku. „Mér þykir hart að greiða hækkunina en ég sætti mig við hana,“ segir hann. „Auknar álögur á mig, sem keyri svona langt, fá mig til að velta því fyrir mér að flytja á svæðið.“ Hörður segir að það velti á því að konan hans fái þar vinnu. Hann sæi þá fram á að leigja, því ekki sé hægt að selja húsnæði um þessar mundir: „Þetta snýst um atvinnuna.“ Sætti mig við hækkunina Morgunblaðið/Sigurður Elvar Heima Bjarnheiður býr með fjölskyldu sinni á Skaganum og ekur oft í viku til Reykjavíkur. Hún er ekki sátt við hærri gjöld á eldsneytið. „HÆRRI álögur á bíla eru kjaftshögg fyrir bifreiðaeigendur. Sér- staklega fyrir þá sem keyra langar vegalengdir, “ segir Bjarnheiður Hallsdóttir ferðamálafræðingur sem rekur fyrirtækið Katla DMI. Hún ekur eyðslugrönnum bíl, Hyundai i10, og eyðir allt að 30 þúsund krónum í bensín á mánuði í ferðum sínum á milli Akraness og Reykja- víkur. „Ég myndi segja að þessi ákvörðun gæti valdið því að forsendur fyrir búsetu á þessum fimmtíu kílómetra radíus um Reykjavík bresti þegar til lengri tíma er litið.“ Hækkanirnar þýði skert lífskjör fyrir fjölskylduna. „Þetta er einn bitinn enn sem við verðum að kokgleypa hérna.“ Álögurnar á eldsneyti hafi verið nógu háar fyrir. Bjarnheiður horfir ekki aðeins til tekjuskerðingar heimilisins því fyrirtæki hennar skipuleggur rútu- og einstaklingsferðir ferðamenn. „Við erum löngu búin að verðleggja þjónustuna, fólkið er á leiðinni, en nú rýkur verðið fyrirvaralaust upp og kostnaðurinn lendir á fyr- irtækinu,“ segir hún. Fyrirtækin í hennar bransa geti ekki brugðist við: „Þetta er ægileg aðgerð.“ gag@mbl.is Kjaftshögg fyrir fjöl- skyldur og fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.