Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það ber vottum uppgjöfríkis- stjórnarinnar fyr- ir því verkefni, sem hún stendur frammi fyrir, að fyrstu að- gerðir hennar til að rétta af hallann á ríkissjóði skuli vera hækkun skatta á neyzluvör- ur. Skattar á tóbak, áfengi, bíla og eldsneyti voru fyrir einhverjir þeir hæstu í heimi. Nú hækka þeir enn, með til- heyrandi lífskjaraskerðingu fyrir neytendur. Ofan á hana bætast áhrif verðlagshækk- ana á greiðslubyrði lands- manna af lánum sínum. Hækkanir á almennum neyzluvörum koma verst við þá, sem minnst hafa á milli handa. Ríkisstjórnin getur haldið því fram að hér sé ver- ið að skattleggja „synd- irnar“; tóbaksreykingar, áfengisneyzlu og notkun einkabílsins. Í staðinn gæti fólk sleppt því að reykja og drekka og hjólað eða tekið strætó í stað þess að nota bíl- inn. Ef allir tækju þennan kost, færu áform ríkissjóðs um tekjuöflun auðvitað út um þúfur. Þessir skattar eru lagðir á vegna þess að stjórn- völd vita að þeir leggjast á vörur, sem fólk neitar sér einna sízt um. Þannig skila krónurnar sér í ríkiskassann. Íslendingar eru einhverjir skatt- píndustu neyt- endur í heimi. Ríkisstjórnin seg- ist vilja hlífa þeim, sem minnst mega sín. Benzínið hækkar þó jafnt hjá öllum. Lágtekjufólk reykir frekar en hátekjufólk. Og áfengisgjaldinu er þannig háttað, að ódýra vínið hækk- ar meira en það dýrara. Á sama tíma og eldsneytis- verðið er skrúfað upp, verður ekki vart við neinar aðgerðir stjórnvalda til að auka t.d. framboð á almennings- samgöngum. Þar á neytand- inn því fáa kosti. Verðhækkanir á eldsneyti og áfengi koma sérstaklega illa við ferðaþjónustuna, sem ríkisstjórnin vill í orði kveðnu styrkja. Eina huggun erlenda ferðamannsins er gengishrun krónunnar. Fyrir t.d. langferðabílafyrirtækin er afkomuskerðingin hins vegar tilfinnanleg vegna eldsneytishækkananna. Og enn bólar ekkert á til- lögum ríkisstjórnarinnar um lækkun ríkisútgjalda og sam- drátt í rekstri ríkisins. Óneit- anlega hefði verið annar svipur á skattahækkununum ef þeim hefðu fylgt upplýs- ingar um sparnað í rík- isrekstrinum. En vinstri stjórnin hefur ákveðið sína forgangsröð. Vinstri stjórnin hef- ur ákveðið sína for- gangsröð} Uppgjöf stjórnarinnar Hæstirétturfelldi áfimmtu- dag þyngsta dóm sem fallið hefur hér á landi í kynferðis- brotamáli. Rétturinn stað- festi 8 ára dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir manni, sem beitti stjúpdóttur sína kynferðisofbeldi og nauðgaði henni margsinnis þegar hún var 11 til 14 ára gömul. Í dómi Hæstaréttar er niðurstaðan rökstudd með vísan til breytinga á hegningarlögum, annars veg- ar árið 2006 og hins vegar 2007. Fyrri breytingin laut að ákvæði til refsiþyngingar, ef brot beinist að barni ná- komnu geranda og tengslin þykja auka á grófleika verkn- aðarins. Síðari breytingin laut að hækkun refsimarka, auk þess sem lögfest var sér- stakt refsilágmark, sem ekki hafði verið áður. Dómstólar hafa legið undir ámæli fyrir of væga dóma í kynferðisbrotamálum, sem hafa gengið gegn réttarvit- und almennings. Lagabreyting- arnar hafa haft til- ætluð áhrif og með dóminum á fimmtudag hefur Hæstiréttur stigið skref til að endur- heimta traust almennings. Hitt er illskiljanlegt, hvers vegna meirihluti Hæstiréttar ákveður að lækka dæmdar miskabætur til stúlkunnar úr 3 milljónum í 2,5, „að teknu tilliti til dómaframkvæmdar Hæstaréttar“. Sú dómafram- kvæmd þarfnast endurskoð- unar. Viðhorf tveggja dómara réttarins, sem vildu staðfesta miskabætur héraðsdóms, vekja vonir um að sú endur- skoðun sé á næsta leiti. Ástæða er til að taka undir orð Sigríðar Björnsdóttur, formanns félagsins Blátt áfram, sem vonast til að dóm- urinn verði umhugsunarefni fyrir þá menn, sem hafi kyn- ferðislegt ofbeldi á börnum í huga, svo þeir leiti sér hjálp- ar. Og að dómurinn verði til þess að þeir sem orðið hafa fyrir ofbeldi leggi fram kæru. Lagabreytingar hafa haft tilætluð áhrif}Traustið endurheimt Í eftirvinnu og næturvinnu er hann bara í huga mér …“ Svona var sungið um pabba á barnaplötu Hrekkju- svínanna sem kom út fyrir um þrjátíu árum. Fyrir þau sem voru börn á þessum tíma, hringir setningin kunnuglegum bjöllum. Hversu margir sem nú eru á fertugs- aldri muna ekki eftir foreldrum að basla í hús- byggingum, vera í tveimur eða þremur vinnum, hugsanlega til að missa þetta allt í verðbólgubálinu sem þá geisaði? Skyldu margir þessara krakka hafa hugsað sér að þegar þeir yrðu stórir myndu þeir ekki lenda í því sama – það yrðu engir sextán tímar á dag? Í gær birtist á mbl.is frétt þar sem vísað var í lista sem viðskiptatímaritið Forbes hefur tekið saman. Á mbl sagði að listinn end- urspeglaði þau ríki OECD, þar sem hlutfalls- lega flestir eru í vinnu og vinna lengsta vinnudaginn. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að Ísland var þar í efsta sæti. Raunar þurfum við ekki Forbes til þess að segja okkur þessar fréttir. Í þeim efnum nægir að líta á gögn Hagstofunnar. Þar má sjá að allt góðærið unnu Ís- lendingar vel yfir 40 stunda vinnuviku að meðaltali. Karlar af minni kynslóð eyddu að meðaltali allt að 50 stundum af vikunni í vinnunni á árunum 2003-2009. Það eru tíu tímar á dag alla virka daga vikunnar; jafngildir raunar meiru en sex daga vinnuviku. Vinna hefur löngum verið talin til helstu dyggða á Íslandi. Fólk sem vinnur mikið og langa daga fær hrós fyrir dugnað – sums staðar er fólk jafnvel litið hornauga fyrir að fara heim klukkan fimm. Vinnudagur barnanna er líka langur. Þau eru í leik- skólum, skólum og frístundaheimilum allt upp í níu og hálfa klukkustund á dag. Góðærinu eyddu Íslendingar að miklu leyti í vinnunni. Það er meira en lítið kaldhæðn- islegt að hugsa til þess, að þrátt fyrir stritið, sitja margir hverjir í miklu stærri skuldasúpu nú, en þeir voru í fyrir fáum árum. Í vikunni mótmæltu nokkrir foreldrar ákvörðun borgarinnar um aukið gjald fyrir vistun barna lengur en átta tíma á dag. Það er skiljanlegt að fólk sem ekki sér önnur úr- ræði en að vinna langan dag sé ósátt við hækkanirnar. En ætti fólk ekki einmitt að krefjast þess, nú þegar við höfum séð afleiðingar frjálshyggju og vinnugeðveiki, að breyting verði á? Eða sættum við okkur við áframhald- andi þrældóm fyrir skuldum? Hvernig væri að stytta verulega vinnutíma fólks og auka þannig frelsi þess til að sinna sjálfu sér og sínum nánustu? Annars er hætt við að komandi kynslóðir geti áfram tekið undir fullum hálsi við lagið um pabbann sem var alltaf í vinnunni og mömmu sem var oft svo þreytt. elva@mbl.is Elva Björk Sverrisdóttir Pistill Þjóðin sem vann og vann Ætlað að tryggja vissa uppbyggingu FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Þ etta er búið að vera í um- ræðunni í nokkur ár og mjög skiljanlegt að rík- isstjórnin horfi til þess hvort þetta sé vænlegt til árangurs nú þegar lítið er í kassanum til að tryggja ákveðna uppbyggingu,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferða- málastjóri, um markmið ríkisstjórn- arinnar að kanna grundvöll þess að leggja á umhverfisgjöld tengd ferða- þjónustu sem renni til uppbyggingar þjóðgarða og annarra fjölsóttra og friðlýstra áningarstaða ferðamanna og til eflingar ferðaþjónustu. Ólöf bendir á að í lögum um bæði náttúruvernd sem og Vatnajök- ulsþjóðgarð sé að finna heimild fyrir gjaldtöku eða aðgangseyri rekstr- araðila að friðlýstum svæðum, sem renni þá beint til uppbyggingar á við- komandi svæðum. Að sögn Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, er vinnan við útfærslu umhverfisgjald- anna ekki enn hafin, en ljóst að málið er komið formlega á dagskrá. Að- spurð segir hún sjálfgefið að málið verði unnið í fullri sátt við alla þá sem hagsmuna eiga að gæta í málinu. Helst horft til þriggja leiða Það virðist vera nokkuð almenn skoðun að það þurfi að bregðast við þeim vanda sem aukin ferðaþjónusta kallar á til að viðhalda og byggja upp aðstöðu, viðhalda og vernda aðgengi að fjölsóttum áningarstöðum ferða- manna. Mjög mismunandi skoðanir eru hins vegar á því hvaða leiðir skuli farnar til að tryggja nauðsynlega fjármögnun þessa. Í samantekt sem Magnús Oddsson, fyrrverandi ferða- málastjóri, vann fyrir iðnaðarráðu- neytið í fyrra er bent á ólíkar leiðir til gjaldtöku. Meðal þeirra eru ferða- heimildargjald, komu- og brottfar- argjald, gistináttagjald, veitinga- gjald, ýmis þjónustugjöld og umhverfisskattur. Að sögn Helgu Harðardóttur, skrifstofustjóra ferðamála í iðn- aðarráðuneytinu, hafa menn fyrst og fremst horft til þriggja leiða. Þær eru í fyrsta lagi brottfarargjaldið, í öðru lagi gjald sem innheimt væri af öllum atvinnurekendum á Íslandi og í þriðja lagi að lagt væri almanna- gæðagjald á tilteknar atvinnugreinar sem starfa í ferðaþjónustu. Helga ítrekar að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um hvaða leið verði fyrir valinu enda ljóst að slíkt þurfi að út- færa í samvinnu við hagsmuna- samtök og fleiri. Í dag setur ríkið um 75 milljónir á ári í viðhald og úrbætur á ferðamannastöðum út um allt land, en Helga áætlar að um 400 milljónir þyrfti til þess að sinna þessari upp- byggingu sem best. „Við höfum ekki mótað okkur end- anlega stefnu í þessu máli. Okkur er ljóst að það er gríðarlega mikil vinna framundan við að byggja upp og halda við ferðamannastöðum og við erum tilbúin til viðræðna um það,“ segir Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustu. Segir hún kostinn við gjald- heimtu þá að inn komi fé til viðhalds á ferðamannastöðum, en gallarnir við hinar mismunandi leiðir séu mis- miklir. Þannig leggist samtökin alfar- ið gegn gistináttagjaldinu og hafi efa- semdir um hvort atvinnulífið ráði við meiri skattheimtu en nú þegar sé. Morgunblaðið/ÞÖK Strokkur Gullni hringurinn hefur verið vinsæll meðal ferðamanna. Í Haukadal horfa menn hugfangnir á Strokk gjósa enda tilkomumikil sjón. Í stefnuyfirlýsingu núverandi rík- isstjórnar er kveðið á um að kanna eigi grundvöll þess að leggja á umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu. Slík könnun er þó afar skammt á veg komin. MIKILL meirihluti ferðamanna á Íslandi, eða 92%, er tilbúinn að greiða aðgangseyri að vinsælustu náttúruperlum landsins að því gefnu að peningarnir renni til við- halds staðanna. Þetta voru nið- urstöður könnunar sem María Reynisdóttir, ferðamálafræðingur, lagði fyrir ferðamenn við Gullfoss og Skaftafell árið 2004 í tengslum við mastersritgerð sína. Í samantekt Magnúsar Odds- sonar, fyrrverandi ferðamálastjóra, fyrir iðnaðarráðuneytið í fyrra var bent á að væri komið á 300 kr. að- gangseyri á fimm til sex mest sóttu ferðamannasvæðin myndi það skila um 300 milljónum króna á ári. Að mati Magnúsar þyrfti, væri þessi leið farin, að tryggja að aðgangs- eyrir væri nýttur sem pottur til úr- bóta og uppbyggingar bæði á göml- um svæðum og líka til þróunar nýrra svæða til frekari dreifingar. FLESTIR JÁKVÆÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.