Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 27
Daglegt líf 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 H V ÍT A H Ú S I / S ÍA / A C TA V IS 9 0 3 0 3 0 Omeprazol Actavis - öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lyfja sem innihalda claritrómýcín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lyfja sem innihalda atazanavír. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar: Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erfiðleikar eru við að kyngja, við blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruflanir, geta komið fram og geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægðatregða, vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruflanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yfirleitt vægari við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband við lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva. Sýruþolnu hylkin ætti að taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hylkin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009. 20 mg, 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Af litlum neista… Nýttmagalyfán lyfseðils Stefán Jónsson var einn afmeisturum slitruháttarins og lýsti sjálfum sér þannig: Ste- var -raftur fylli- -fán, fót- tré- brúka kunni. Fá- er orðinn alger -bján- -i af -mennsk- þing- -unni. Stefán viðurkenndi ekki slitru, nema slitið væri í hverri hendingu. Jón Daníelson rifjar upp aðra slitru, sem Stefán orti í kosninga- baráttunni 1974, áður en hann var fyrst kjörinn á þing: Vits- er -muna ekki án, eykur -halds Í- grandið. Staur- á sínum -fæti -fán fer Ste- yfir landið. Og Jón skrifar: „Nú er orðið langt um liðið en ég held þó að ég fari rétt með að Stefán hafi talið sig sjálfan upphafsmann slitru- háttarins. Svo mikið er víst að hann hafði yfir fyrir mig slitru sem hann hafði ort um Pálma Jónsson á Akri þegar hann sóttist fyrst eftir þingsæti, sennilega 1967, en gæti þó reyndar hafa ver- ið 1963. Þetta finnst mér endilega að hann hafi sagt vera fyrstu slitr- una (eða kannski fyrstu alvöru- slitruna). Stefán var Austfirðingur og hafði gaman af að bregða fyrir sig flámæli, þótt það væri reyndar óþarfi í þessari slitru (nema kannski til að fá jarmhljóðið í fyrstu línu): Pál- er ungur maður -me mjög Fram- skæður - sókninne. Al- vell setja á -þinge. At- mön hljóta mörg -kvæðe.“ Þegar Magnús Snædal, sonur Rósbergs, hafði af litlum efnum keypt sér mikið notaða bíldruslu, varð honum að orði: Lúx- er þetta orðinn -us að eiga -reið svo lipra bif-. Lasa- Kristur leyfði -rus að lifna trúar- fyrir -hrif. Böðvar Guðmundsson orti undir sama hætti vísu, sem ætluð var sem afmælisskeyti til hins ástsæla leiðtoga („Our Beloved Leader“) Norður-Kóreu, Kim il Sung: Kim er okkur kær il Sung, Kóre- stýrir Norður- -u. Aug- hann dregur -a í pung, Amri- fór í stríð við -ku. Elías Mar orti til kunningja síns: Anta- jafnan etur bus einnig Pega- ríður sus, spíri- því ei teygar tus Thorla- kappinn frækn cíus. Bjarni Stefán Konráðsson rifjar upp vísu, en veit ekki deili á höf- undi: Sein er illur Saddam Hú, sið hann játar hameðs Mú. Weit hann tók með valdi Kú, van á slíku hef ég trú. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af kímni og slitrum NORÐLINGALEIKAR fóru fram í Norðlingaskóla í gær. Þetta er í annað sinn sem leikarnir eru haldnir en tilgangur þeirra er að nemendur fái tækifæri til að sýna sínar sterku hliðar, sýna hvað þeir eru ólíkir, hvað þeir búa yfir mis- munandi hæfileikum og hvernig mismunandi hæfileikar skila liðinu hámarks- árangri. Nemendur æfa sig í að vera góðir liðsmenn og sýna samstöðu. Mark- miðið er að hóparnir skemmti sér saman með því að taka þátt í allskonar þrautum og leikjum sem reyna á mismunandi hæfileika og greind. Með leik- unum þjálfa þeir eldri sig í að vera góðar fyrirmyndir fyrir þá yngri sem aftur læra af þeim. Á Norðlingaleikunum skipta nemendur sér í tíu manna keppnislið. Í hverju liði eru nemendur úr öllum tíu árgöngum skólans. Einn liðsstjóri er kosinn í hverju liði. Liðsstjórar eru úr elstu árgöngunum. Þeirra ábyrgð er að halda ut- an um liðið sitt og finna út í samvinnu við liðsmenn styrkleika hvers og eins til að hámarka árangur liðsins. Í lok Norðlingaleikanna eru stigin talin saman, valið í 3., 2. og 1. sæti og veitt verðlaun sem og farandbikar fyrir besta liðið. Norðlingaleikaeldurinn var tendraður í upphafi dagskrár og þátttakendur fóru saman með Norðlingaleikaeiðinn. Sýndu sýnar sterku hliðar Morgunblaðið/Heiddi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.