Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Það eru liðin meira en 35 ár síðan ég kom fyrst í sveit til Sigurðar frænda í Bjálmholti. Minningarnar eru margar og ljúfar. Ég man til dæmis þegar ég fékk að sitja klofvega á húddinu á gamla grána hjá frænda og við gerðum að gamni okkar því alltaf var stutt í grínið og stríðnin aldrei langt undan. Á hverju kvöldi fórum við Borghildur í herbergi frænda til að bjóða góða nótt. Borg- hildur skrifaði þá niður þegar sauð- burður stóð yfir hvaða ær voru born- ar og hversu mörg lömbin voru, hrútar eða gimbrar. Frændi þekkti allar ærnar með nafni þótt fjöldinn skipti hundruðum. Fjárgleggri manni hef ég aldrei kynnst. Frændi hvatti mig óspart til að lesa bækur sínar og það gerði ég með mikilli ánægju. Ég las stundum langt fram á nætur, vaknaði þar af leiðandi seint á morgnana og fékk aldrei skammir fyrir, því frændi sagði að börn sem væru að vaxa þyrftu að hvílast. Hann hafði sína skoðun á þjóðmálum og menningu og gátum við skeggrætt þau mál nú í seinni tíð fram og aftur. Við hjónin og börnin okkar höfum verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vera með sælureit í túnfætinum í Bjálmholti. Það hefur verið okkur ómetanlegt og kann ég þeim systk- inum í Bjálmholti mínar bestu þakkir fyrir það. Sigurður frændi kvaddi þennan heim á 18 ára afmælisdegi sonar míns, Sigurðar Borgþórs. Borghildur mín, missir þinn er mest- ur. Þau voru sjö sem bjuggu í Bjálm- holti þegar þú fæddist og nú ert þú ein eftir. Megi guð styrkja þig á þess- um erfiðu tímum. Þig skal ekki þrauta vé, þig á setja beisli. Láttu sem að lífið sé, ljúfur sólargeisli. (S.B.M.) Magnús Sigurðsson. Elsku Sigurður frændi. Það er með söknuði sem við kveðjum þig í dag en líka með þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samverunnar með þér fram að þessu. Minningarnar eigum við eftir margar og góðar alveg frá barnæsku. Alltaf vildum við systkinin fá að fara með þegar farið var í Bjálmholt, þar var alltaf tekið svo einstaklega vel á móti okkur. Þegar við stækkuðum og fórum að geta hjálpað til tókum við þátt í bæði smalamennskum og heyskap í Bjálm- holti eins og aðrir í Raftholti en mikil og góð samvinna hefur verið á milli bæjanna alla tíð. Ekki var rekið sam- an fé til rúnings eða smölun að hausti í Raftholti nema Sigurður og Borg- hildur kæmu þar að verki og alltaf fylgdi því mikil tilhlökkun hjá okkur krökkunum. Sigurður var mikill fjár- maður og hugsaði einstaklega vel um allar skepnur. Hann hafði líka alla tíð mikið yndi af hestum og hesta- mennsku. Þótt hann hafi ekki komist á hestbak á seinni árum stundaði hann alltaf ræktun af miklum áhuga. Hann efldi áhuga okkar systkinanna á hestamennskunni og þau Borghild- Sigurður Karlsson ✝ Sigurður Karls-son fæddist í Bjálmholti í Holtum 24. september 1928. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands á Selfossi miðviku- daginn 20. maí sl. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Ólafía Sigurðardóttir frá Bjálmholti, f. 26.4. 1896, d. 1.9. 1974, og Jón Karl Ólafsson frá Austvaðsholti, f. 20.12. 1898, d. 17.7. 1969. Systir Sigurðar er Borghildur Sjöfn, f. 12.6. 1937 í Bjálmholti. Sigurður bjó allan sinn aldur í Bjálmholti og stundaði þar búskap. Útför Sigurðar verður gerð frá Marteinstungukirkju í Holtum í dag, 30. maí, kl. 14. Meira: mbl.is/minningar ur gáfu okkur öllum trippi í fermingargjöf. Sigurður vildi alltaf fylgjast með hvað við værum með á járnum og hvatti okkur áfram í því sem við vorum að gera. Oft var farið ríðandi í Bjálmholt, hvort heldur var til að taka þátt í bústörfunum eða til að kíkja í heimsókn. Margar skemmtilegar stundir höfum við átt við kaffiborðið í Bjálm- holti en þar var oft glatt á hjalla, spjallað um liðna tíma, landsins gagn og nauðsynjar og gert að gamni sínu. Á þessari stundu er okkur efst í huga að þakka Sigurði samfylgdina og alla þá hlýju og vináttu sem hann sýndi. Minningin um hann er okkur fjársjóður á ókomnum árum. Við ósk- um honum blessunar í nýjum heim- kynnum. Guð blessi Borghildi frænku okkar og gefi henni styrk, betri bróður gat hún ekki átt. Systkinin frá Raftholti, Ágústa, Sigurjón, Guðrún og Valdimar. Út á hafsins hulduleiðir horfi ég með draumaþrá. Þegar sólin bros sitt breiðir bjartan öldufaldinn á, fegurð himins hugann seiðir heim til ljóssins jörðu frá. (Ingibjörg Sigurðard. frá Bjálmholti) Þetta ljóð Ingibjargar, Minnu, ömmusystur okkar, viljum við fá að láni til að kveðja kæran frænda okkar og vin, Sigurð í Bjálmholti. Við þökk- um honum fyrir samfylgdina en frá því við munum fyrst eftir okkur voru fjölskylduferðir í Bjálmholt með mömmu og pabba fastur liður í til- veru okkar. Ferðirnar þangað voru ófáar, ýmist í heimsókn eða til að keyra eða sækja Magga bróður sem alltaf hefur átt sér þar dýrmætt at- hvarf. Sigurður var systursonur ömmu okkar og bjó alla tíð í Bjálmholti með fjölskyldu sinni, síðustu árin með Borghildi systur sinni. Sigurður var með eindæmum ljúf- ur og hafði rólega og þægilega nær- veru. Málrómur hans var þýður og aldrei heyrði maður hann hækka róminn. Alltaf var gott að koma í Bjálmholt og sitja og spjalla um allt milli himins og jarðar. Sigurður hafði gaman af þjóðfélagsumræðu og kom oft með hnyttin tilsvör sem vöktu kát- ínu. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum ljúflingi og vottum elsku Borghildi frænku okkar innilegustu samúð um leið og við biðj- um góðan Guð að blessa minningu Sigurðar í Bjálmholti. Sesselja Ásgeirsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Ásgeir Sigurðsson, Ingunn Sigurðardóttir, Helga Sigurðardóttir og fjölskyldur. Í Bjálmholti í Holtum býr greiðvik- ið, gestrisið og gott fólk sem alltaf hefur verið talað hlýlega um af sveit- ungum mínum. Svo er einnig á mínu heimili á Fosshólum – þótt aldrei kynntist ég fólkinu í Bjálmholti sjálf- ur fyrr en ég fór að vinna að útgáfu á lögum Ingibjargar Sigurðardóttur, sem þar bjó. Ingibjörg var móður- systir Sigurðar og Borghildar sem þar bjuggu líka. Og í dag kveðjum við Sigurð, eftir að hann hafði verið mikið veikur og ég veit að hann var hvíld- inni feginn. Sigurður var skemmtilegur maður og varð fljótt í hópi minna vina. Hann var áhugasamur og hvetjandi vegna útgáfunnar og alla tíð síðan. Hann gat sagt frá mörgu frá liðnum dögum og það var alla tíð mjög gott að koma að Bjálmholti – til systkinanna Sigurðar og Borghildar. Umræðurnar voru skemmtilegar og fræðandi – og veit- ingar ekki af skornum skammti. Mér þykir við hæfi að enda þessa kveðju með vísunni Ómar vorsins eft- ir Minnu, frænku Sigurðar: Nú heyri ég hugljúfa róminn með himneska kliðinn sinn. Og vona að blessuð blómin brosi við gluggann þinn. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Borghildi og öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og þakka Sigurði góða samfylgd. Jón Þórðarson. Að verða að leggjast inn á sjúkra- hús er ákveðin, sterk lífsreynsla, eigi hvað síst fyrir þá sem lifað hafa langa ævi og góða og aldrei þurft þangað hjálpar að leita. Við vorum þrír Rang- æingar saman á stofu í Sjúkrahúsi Suðurlands í páskavikunni og nutum hlýrrar umhyggju og góðrar læknis- meðferðar. Allir vel málhressir. Nú hefur einn félaginn, Sigurður Karlsson bóndi í Bjálmholti, kvatt hinstu kveðju alveg óvænt, hann var svo hress að vænta mátti lengri líf- daga. Margir eiga minningar um það að hafa sótt heim hlýlega bæinn í Bjálmholti, notið þar gestrisni Sig- urðar og Borghildar systur hans og hlýtt á ljúfa tóna er Ingibjörg frænka þeirra spilaði eigin hugverk á harm- onikku eða orgel. Nú var nálægðin sýnu meiri. Í stuttri samvist á sjúkrastofu urðu til kynni sem tengdu menn vinaböndum í ætt við ævilöng kynni. Við stofu- félagar ræddum á víð og dreif um lífið og líðandi stund. Það var eins og eitt- hvað í líkingu við það að við hefðum verið bátsverjar, lagt allt þrek okkar í að draga saman veiðarfærin, mætt brimi og boðum. Öll áreynsla sem menn komast í og vinna úr sameinar. Við notalega upprifjun í þessum anda kemur innri maðurinn í ljósmál. Deg- inum var eytt við rökræður, viðhorf til líðandi stundar og liðinna daga, minni genginna ævidaga. Þar áttum við allir eitthvað svipað í sjóði. Hlýja og hógværð einkenndu alla samræðu Sigurðar. Vinir hans muna dreng- skap hans og góðan vilja til alls og allra. Við kvöddumst líkt og gagnveg- ir vináttu hefðu legið á milli okkar um langan tíma og við hlökkuðum til seinni samfunda í heimahögum. En hér ræður enginn sínum næturstað. Við unnum Sigurði vel heimkomunn- ar á land lifenda og sendum Borghildi og kærum vinum samúðarkveðjur. Grétar Haraldsson og Þórður Tómasson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elfa Björk og Valborg. HINSTA KVEÐJA Sími: 525 9930 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is Hótel Saga annast erfidr ykkjur af virðingu og alúð. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. Erfidrykkjur af alúð ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍANA HÓLMGEIRSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 13.30. Valgerður E. Valdemarsdóttir, Baldur Guðvinsson, Þórhildur S. Valdemarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Hólmgeir Valdemarsson, Birna S. Björnsdóttir, Baldvin Valdemarsson, Vilborg E. Sveinbjörnsdóttir, Sigrún B. Valdemarsdóttir, Ingólfur Ingólfsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför INGIBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR frá Grjóti, Þverárhlíð. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Eiríksson. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfara elskulegra foreldra okkar og tengdaforeldra, HELGU GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR og ÞÓRÐAR SNÆBJÖRNSSONAR, Stafholti 14, Akureyri. Snæbjörn Þórðarson, Liv Gunnhildur Stefánsdóttir, Helga Kristrún Þórðardóttir, Karl Jónsson, Haukur Þórðarson, Kristbjörg Jónsdóttir, Örn Þórðarson, Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Hrafn Þórðarson, Ragnheiður Sveinsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANDREAS CHRISTIAN FÆRSETH, Vatnsholti 3a, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 26. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Óli Jóhann Færseth, Jóhanna M. Karlsdóttir, Jónína Guðrún Færseth, Jóhannes Helgi Einarsson, Björg Linda Færseth, Einar Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ALFREÐ GUÐMUNDSSON netagerðarmeistari og athafnamaður, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur í Vikersund í Noregi miðviku- daginn 20. maí. Útförin verður auglýst síðar. Mae Ramil Opina, Drífa Alfreðsdóttir, Gunnar Magnússon, Svava Ástudóttir, Kieran Houghton, Berglind Ósk Alfreðsdóttir, Kristín Fríða Alfreðsdóttir, Alma Lísa Alfreðsdóttir, Alfreð Örn Alfreðsson, Guðmundur Ársæll Alfreðsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.