Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi sem felur í sér að höfuðstóll lána einstaklinga og fyrirtækja verði lækkaður, eða afskrifaður, um 20 pró- sent. Líklega er um að ræða róttækustu efnahagstillögu sem nokkru sinni hef- ur komið fram á Alþingi, þó efni hennar hafi verið nokkuð til umræðu frá því hún kom fram, fyrir kosning- arnar 25. apríl sl. Hún tekur öðru fremur mið af því fordæmalausa efnahagsástandi sem hér hefur skap- ast, eftir hrun Glitnis, Kaupþings og Landsbankans í sömu vikunni í októ- ber. Forsendubrestur Helstu rök Framsóknarflokksins fyrir afskriftinni eru þau að forsendu- brestur hafi orðið í lánasamningum, bæði hjá þeim sem tóku hefðbundin verðtryggð lán í krónum og þeim sem tóku lán í erlendri mynt. Þá sé einnig verið að afskrifa lánasöfn gömlu bankanna, hugsanlega um 50 pró- sent, og því sé ekkert athugavert að láta hluta af þeirri afskrift skila sér beint til lántakenda. „Með hruni íslenska bankakerf- isins, og í aðdraganda þess, varð for- sendubrestur á lánamarkaði. Fall á gengi íslensku krónunnar og mikil verðbólga í kjölfarið varð til þess að höfuðstóll umræddra lána hækkaði úr takti við allt sem áður hefur þekkst,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni. Hefur mætt andstöðu Leiðin sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað hefur mætt mikilli and- stöðu hjá bæði Samfylkingunni og Vinstri grænum. Þá hefur Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra einnig talað gegn tillögunni, og sagt hana óraunhæfa og ekki til þess fallna að bæta stöðu þeirra sem verst standa. Að mati Gylfa er betra að reyna eftir fremsta megni að minnka greiðslu- byrðina eins og kostur er, á meðan staðan er sem verst. Auk þess þurfi alltaf einhverjir að borga fyrir af- skriftirnar. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu á að mikil hætta sé á því að keðjuverkun til hins verra verði að veruleika, ef mál þróast áfram með þeim hætti sem áætlað er. Fólk verði „fast í íbúðum sínum“ þar sem hækk- andi lán og lækkandi fasteignaverð geri það að verkum að stór hluti þeirra sem borga af húsnæðislánum geti sig hvergi hreyft úr íbúðum sín- um, nema með miklu tapi. Framsóknarmenn segja í grein- argerð sinni að með hlutfallslega jafnri afskrift sé ekki verið að verð- launa þá sem fóru óvarlega í góð- ærinu. „Í raun er því öfugt farið þar sem umrædd lausn gerir ekki annað en að færa ástandið í það horf sem hefði verið ef hinir ófyrirséðu atburð- ir hefðu ekki orðið,“ segir í grein- argerðinni. Morgunblaðið/Sverrir Lánin Heildarútlán Íbúðalánasjóðs eru 613 milljarðar króna. Framsókn vill færa íbúðalán úr bönkunum til sjóðsins. Leggja til afskrift  Framsóknarmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um afskrift 20 prósenta skulda  Líklega róttækasta tillagan Helsta baráttumál Framsókn- arflokksins er komið inn á borð Alþingis. Flokksmenn telja nauð- synlegt að bregðast við for- sendubresti. MESTU skiptir að hafa þétt sam- starf sem flestra sem koma að mál- um barna yfir sumartímann og bjóða fram fjölbreytni í námskeiðum og úrræðum. Fjölmörg slík úrræði verða á boðstólum í sumar fyrir börn og ungmenni og fjölskyldur þeirra. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem Náum áttum, op- inn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál, efndi til í vikunni. Á fundinn mættu fulltrúar frá ÍTR, ÍSÍ, UMFÍ, SAMFOK, SAMAN- hópnum, Biskupsstofu, skátum, framhaldsskólanemum og lögreglu. Á fundinum var athyglinni beint að því ástandi sem ríkir vegna stöðu efnahagsmála. Þórólfur Þórlindsson prófessor var fundarstjóri og sagði í inngangserindi að mikill drungi hvíldi yfir samfélaginu. Því væri mikilvægt að hafa skipulagt starf fyrir ungt fólk í sumar og fjölskyldur þeirra, ítrekaði Þórólfur jafnframt mikilvægi félagslegs umhverfis við þessar aðstæður. Fram kom hjá flestum aðilum að strax eftir bankahrunið hefði verið sest niður og rætt um möguleg vandamál sem gætu komið upp í kreppunni. Starfið hefði verið skipu- lagt með það að leiðarljósi að bregð- ast við afleiðingum atvinnuleysis, fjárhagsvanda eða annarra erf- iðleika hjá þátttakendum í barna- og unglingastarfi. Fjölmargt verður í boði í sumar, s.s. leikjanámskeið, skátamót, íþróttamót af ýmsu tagi, unglinga- landsmót og minnt var á verkefnið Frumkvæði.is fyrir ungt fólk. bjb@mbl.is Rætt um stöðu fjölskyldunnar í sumar á fundi samstarfshópsins Náum áttum Þétt samstarf og fjölbreytt úrræði Pallborð Fulltrúar frá skátum, framhaldsskólanemum, lögreglunni, ÍSÍ, ÍTR, UMFÍ, Biskupsstofu, SAMAN-hópnum og SAMFOK tóku þátt í umræðum á fundi sem samstarfshópurinn Náum áttum efndi til í vikunni á Grand Hóteli. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is STAÐA Grensásdeildar er mjög erf- ið. Fram kemur í skýrslu stjórnar Hollvinasamtaka Grensásdeildar sem rædd var á aðalfundi í vikunni, að legurúmum hefur verið fækkað úr 40 í 26 og annarri legudeildinni verið lokað. „Eftir margra ára fjársvelti og niðurskurð á góðæristímum þrátt fyrir að sannað væri að deildin skil- aði miklum þjóðhagslegum hagnaði, hefur verið þrengt enn meir að starfi hennar,“ segir í skýrslu stjórnar. Ákveðið var að lækka útgjöld um 136 milljónir kr og var gripið til þess ráðs að fækka legurúmum. Þá hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkralið- um fækkað um 12 stöðugildi og deildarstjórum um einn. Dagdeild hefur hins vegar verið stækkuð. Þurfa að fara til síns heima „Allt mun þetta hafa mikil áhrif á þá sem þurfa nauðsynlega á endur- hæfingu að halda,“ segir í skýrsl- unni. Þetta hefur þær afleiðingar að sjúklingar þurfa að fara til síns heima og sækja göngudeildarþjón- ustu þaðan. „Til að það megi lánast þarf að efla mjög heimaþjónustu til þeirra. Ekki þarf aðeins að efla heimahjúkrun og/eða heimilisað- stoð,“ segir í fréttatilkynningu. Ljóst þykir að með fækkun legu- rúma og aukinni áherslu á göngu- deildarþjónustu muni slíkum ein- staklingum óhjákvæmilega fjölga. Fæstir þeirra eða aðstandenda þeirra viti hvert og hvernig eigi að snúa sér við slíkar aðstæður. Taldi fundurinn því að það ætti að vera forgangsverkefni hjá heilbrigðisyfir- völdum að koma upp ráðgjafa- og þjónustumiðstöð, sem veitti slíka að- stoð. Samtökin hafa lengi unnið að fjár- mögnun viðbótarálmu fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun. „Eins og ástandið er nú verður að horfast í augu við þá staðreynd að vonir um og stuðningur við byggingu viðbótarálmu við Grensásdeild eru af dagskrá í bili.“ Legudeild lokað og legurúmum verður fækkað Sjúklingar sækja þjónustuna frá heimili Morgunblaðið/Golli Erfiðleikar Rekstur Grensásdeildar hefur þyngst mikið að undanförnu. Í HNOTSKURN »Að mati Hollvinasamtak-anna er langbrýnasta þörf Grensásdeildar viðbótarálma, sem hýsa mundi sjúkra- og iðjuþjálfun. »Að frátalinni æfingasund-laug hefur engu rými ver- ið bætt við á Grensásdeild síð- an hún tók til starfa 1973. »Síðan þá hefur þjóðinnifjölgað um meira en 40%. Í svarbréfi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsókn- arflokksins, við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvernig flokkurinn hugsi sér að standa að afskrift lána lífeyrissjóðanna og Íbúðalánasjóðs upp á rúmlega 780 milljarða, sem ekki verða afskrifuð við skiptingu gömlu og nýju bankanna, segir Sigmundur Davíð það í höndum fjármálaráðherra hvernig staðið verði að því. Hins vegar hafi Framsóknarmenn talað fyrir því að færa íbúðalán til Íbúðalánasjóðs, og þar sem stór hluti þeirra verði hugsanlega afskrifaður um 50 prósent þá sé nægt svigrúm til þess að af- skrifa 20 prósent hjá öllum. „Hugsunin er þá sú að íbúðalán í bönkunum verði færð yfir í Íls með verulegri afskrift, t.a.m. 50%. Sú afskrift verði svo jöfnuð út innan Íbúðalánasjóðs þ.a. þá sé hvert lán fært niður um 20% og Íls hafi enn upp á eitthvað að hlaupa til að mæta viðbótar-afskriftum,“ sagði Sigmundur Davíð í svarbréfi sínu. Útfærslan ekki ljós enn EDDA Heiðrún Backman leikkona flutti ávarp á aðal- fundi samtakanna Hollvinir Grensásdeildar sem var haldinn í Safnaðarheimili Grensáskirkju síðastliðinn miðvikudag. Edda, sem berst við illvígan sjúkdóm, sagði þar frá átaki sem hún hefur hrint af stað með það að mark- miði að safna 500 milljónum króna til viðbyggingar við Grensásdeild. Fram kom á fundinum að ástandið í þjóðfélaginu hefur leitt til þess að geta Grensásdeildar til að veita þá þjónustu, sem hún ein getur veitt hefur skerst. Brýn nauðsyn sé því á að allir sem geta leggi deildinni lið. Söfnunarátak vegna Grensásdeildar Edda Heiðrún Backman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.