Morgunblaðið - 12.07.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.07.2009, Qupperneq 1
1 2. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 187. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is GENGISVÍSITALA SKÍTAMÓRALS XAVIER R.GALLEGO:KRÍSA KRUGMANS ÍSLENDINGAR SEGJA VOÐAMIKIÐ JÆJA HOLLYWOOD Skúrkarnir fá makleg málagjöld SUNNUDAGUR FEÐGARNIR og listamennirnir Bragi Ás- geirsson og Fjölnir Geir Bragason hafa verið áberandi hvor á sinn hátt. Myndlistin hefur átt hug og hjarta Braga og Fjölnir ólst upp í henni en hefur einbeitt sér að tattúi. Fjölnir ætlaði að verða myndhöggvari en segir að tattúið hafi kveikt í sér vegna þess að það hafi verið nýtt, ferskt og spennandi. Hann segist líka hafa óttast að fetaði hann í fótspor föður síns yrði hann alltaf borinn saman við hann og hefði staðið í skugg- anum af honum enda alltaf setið við fótskör hans. „Í seinni tíð hef ég hins vegar áttað mig á hvers virði það hefur verið. Hann er vitinn í myrkrinu, ljósið sem vísar veginn. Því valdi ég ekki listina heldur valdi listin mig.“ Bragi missti heyrnina þegar hann var níu ára. Fjölnir segir að hann hafi þurft að berjast við ýmsa fordóma og fyrir vikið hafi hann ákveðið hungur til þess að sanna sig, hungur, sem heyrendur þekki ekki. „Vel að merkja get ég litið í eigin barm um óþol- inmæði og fljótfærni á árum áður, en ég vann bug á hvorutveggja þegar ég glímdi við akademísk vinnubrögð í Kaupmanna- höfn,“ segir Bragi. Vinnan hefur alltaf skipt feðgana miklu máli og þeir eru báðir miklir vinnuþjarkar. Þeir hafa líka mikla reynslu af sannkölluðu bóhemlífi. „Það hefur eflaust verið jafn erf- itt fyrir hann og það var fyrir mig sem barn þegar hann lifði sjálfur slíku lífi,“ rifjar Fjölnir upp í viðtali við þá feðga. Hann seg- ir að svona líferni taki á alla, ekki síst þá sem næst standi. „Samt átti ég ótrúlega skemmtilega æsku í bóhemlífi pabba sem einkenndist af sýningum og samvinnu við aðra listamenn.“ | 14Listamenn Feðgarnir Fjölnir Geir Bragason og Bragi Ásgeirsson í vinnustofu Braga í Reykjavík. Morgunblaðið/Golli Vinnusamir og afkastamiklir feðgar Bragi Ásgeirsson og Fjölnir Geir Bragason hafa farið ólíkar leiðir í listinni TENNIS»6 STJÓRNMÁL»9 BÆTUR»4 Forsætisráðuneytið er tilbúið að koma til móts við hugmyndir stjórnar Breiðavíkursamtakanna um útfærslu frumvarps til laga um sanngirnisbætur vegna misgjörða gagnvart börnum á vistheimilum en enn ber mikið í milli í sambandi við skiptingu þolenda í bótaflokka og bótagreiðslur. Stjórn Breiðavíkursamtakanna leggur til að bætur til fyrrver- andi vistmanna í Breiðavík verði frá því að vera engar upp í allt að 16 milljónir króna á mann. Bárður Ragnar Jónsson, formað- ur samtakanna, segir að miðað við hugmyndir samtakanna um röðun í bótaflokka megi gera ráð fyrir að margir vistmenn í Breiðavík fari í efsta bótaflokk. Forsætisráðuneytið leggur til að unnið verði í að ná sátt um aðferðafræðina við að ákveða bætur og síðan verði rætt um fjárhæðir. Það vill byggja á almennum bótum og heimild til að hækka þær allt að þrefalt. Auk þess bíður ráðuneytið sáttalausn, sem rúmast innan núverandi fjár- lagaheimilda, en um er að ræða samtals 125 milljónir króna fyrir 158 þolendur. Breiðavíkurmálið í brennidepli Formaður Bárður R. Jónsson hjá sam- tökunum. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er ekki fyrirferðarmikil í stjórn Baracks Obama Bandaríkja- forseta. Bendir ýmislegt til þess að Obama sniðgangi utanríkisráðuneytið í stefnumótun og fari framhjá því í mik- ilvægum málum með því að fela umsjón mikilvægra mála mönnum sem starfa utan þess. Ekki ríki friður á milli Clinton og Obama, heldur vopnahlé. Á hinn bóginn er Clinton hrósað fyrir að hafa sýnt mikla stjórnunarhæfileika og hafa verið himnasending fyrir stjórn Obama. Lítið ber á Hillary Clinton Svissneski tennis- leikarinn Roger Federer skráði sig á spjöld sögunnar um liðna helgi þeg- ar hann vann sinn fimmtánda sigur á stórmóti. Margir telja hann besta tennisleikara sem uppi hefur verið. Federer kveðst hvergi nærri hættur keppni og stefnir á enn fleiri titla. Fjaðurmagn- aður Federer Sigursæll Roger Federer frá Sviss. SAMNINGANEFNDIR Breta og Hollendinga sem komu til landsins eftir að bankakerfið hrundi í október voru afar vel undirbúnar og komu ís- lenskum embættismönnum í opna skjöldu, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Íslendingar undirrituðu vilja- yfirlýsingu ásamt Hollendingum um lán á 6,7% vöxtum eftir að samn- inganefnd þeirra hafði skírskotað til útreikninga Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, sem kvæðu á um að Íslendingar gætu borið slíka vexti. Þegar útreikningarnir voru bornir undir starfsmenn AGS voru þeir afar ósáttir við að sjóðnum hefði verið beitt með þessum hætti og komu þeir andmælum sínum á framfæri við Breta og Hollendinga. AGS hafði notað þessa vexti í út- reikningum, en það hafði ekki verið hugsað sem innlegg eða útgangs- punktur í samningaviðræðum, og samkvæmt heimildum tjáðu starfs- menn sjóðsins fulltrúum íslenskra stjórnvalda í einkasamtölum að þeir teldu vextina fráleita, enda væru þeir langt fyrir ofan markaðsvexti. Ekki mætti blanda skuldatryggingarálagi inn í jöfnuna, þegar lánveitingin sner- ist fyrst og fremst um að bjarga land- inu úr erfiðleikum. Daginn eftir að viljayfirlýsingin var undirrituð með Hollendingum, var sest að samningaborðinu með Bret- um. En þá þegar höfðu íslensk stjórn- völd gert sér ljóst að þau hefðu samið af sér gegn Hollendingum og leik- urinn var ekki endurtekinn með Bret- um. Íslensk stjórnvöld tilkynntu svo hollenskum stjórnvöldum að ekki yrði gerður samningur sem byggðist á viljayfirlýsingunni. pebl@mbl.is, agnes@mbl.is  Er Ísland ekki fullvalda jafningi? | 12 Starfsmenn AGS mót- mæltu Þjóðarrétti verið kastað fyrir róða? Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn í Washington DC.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.